Morgunblaðið - 31.01.1984, Page 31

Morgunblaðið - 31.01.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 39 Hitablásarar fyrir gas ogolíu Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 SÝNING Hreiðar Pétur Leifsson - Minning Fæddur 20. júní 1983. Dáinn 21. janúar 1984. Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunna. Þeir vita það bezt, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. (Davíð Stefánsson) Aðeins örfá kveðjuorð sendum við elskulegum litla frænda okkar með þökk fyrir stutta en ánægju- lega samfylgd. jt • ■ y Við kynntumst Hreiðari Pétri fyrir rúmum sjö mánuðum, er hann kom í heiminn, nánar tiltek- ið þann 20. júní 1983. Foreldrar hans eru hjónin Anna Arndís Árnadóttir og Leifur Jónsson. Mjög fljótlega kom í Ijós að þessi langþráði augasteinn for- eldra sinna var með hjartagalla, þannig að skjótt þurfti að bregð- ast við. Aðeins nokkurra daga gamall fór hann utan til aðgerðar. Bar hún góðan árangur og kom Hreiðar Pétur heim heill heilsu og dafnaði vel, umvafinn ást og um- hyggju foreldra sinna og stóru systur, Helgu. Allir erfiðleikar virtust að baki og framtíðin blasti við litla Hreið- ari Pétri. En þegar dagana var loks farið að lengja og við að trúa þvi að aftur mundi vora, skall myrkrið á. Hreiðar Pétur, sem nú var tæplega sjö mánaða gamall, veiktist, og grunaði engan annað en að um venjulega umgangspest væri að ræða, sem oft vill hrjá lítil börn. Er veikindin jukust var sú ákvörðun tekin að fara með hann utan öðru sinni, til þeirra lækna sem höfðu annast hann er hann var nýfæddur. Arla morguns þann 21. þ.m. stigu foreldrarnir með hann ásamt læknum um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar, þar sem óráðlegt þótti að bíða fram á mánudag eftir almennu flugi. Öll trúðum við því að miskunn guðs ásamt nútíma læknisvísindum yrðu til þess að Hreiðar Pétur kæmi heim aftur heill heilsu. Það kom því sem þruma úr heiðskíru lofti er við fregnuðum að Hreiðar Pétur hefði látist á leiðinni á sjúkrahúsið ytra. Við erum harmi lostin. Hvað er hægt að segja? Er hægt að skilja leyndardóma lífs og dauða? Harmurinn er mikill á þessari stundu og við finnum svo glöggt hversu lítils við erum megnug, ekkert er hægt að gera til að lina sorg og þjáningu foreldra og syst- ur. Sagt er að tíminn lækni öll sár, en okkur finnst ótrúlegt að svo sé meðan hin mikla sorg hvílir yfir. I hjörtum okkar geymum við minn- ingu um yndislegan dreng með stór augu og fallegt bros. Bróður okkar, mágkonu og litlu bróðurdóttur vottum við okkar dýpstu samúð. Megi góður guð veita ykkur styrk og frið í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning lítils frænda. Helga og Fríða Björg Útsala Stórlækkað verð □ Gardínuefni □ Handklæöi □ Rúmteppi □ Eldhúsgardínur □ Gardínuefni, hentug í sumarbústaöi □ Buxnaefni □ Blússur □ Buxur □ Bútar □ Jersey Velour □ Bómullarefni □ Blússuefni Komið og gerið góð kaup ogue Skólavöröustíg 12. JL Sterkurog hagkvæmur auglýsingamióill! plorgamftTntufr Dagana 1. - 3. febrúar efnum við, í húsakynnum okkar í Sundaborg, til sýningar á tækjum, borðbúnaði og áhöldum fyrir veitingasali, þvottahús og stór eldhús (mötuneyti). DURALEX Á sýningunni verða m.a. kynntar vörur frá ZANUSSI ' Sf * VILLEROY& BOCH • Miele JÓHANN ÓLAFSSON & C0 43 Sundaborg • 104 Reykjavík • Sími 82644

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.