Morgunblaðið - 31.01.1984, Page 30

Morgunblaðið - 31.01.1984, Page 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 + Systir okkar, BERGÞÓRA HÓLM SIGURÐGARÐSDÓTTIR, Vesturvallagötu 5, andaölst í Borgarspítalanum 17. janúar. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Systkínin og fjölskyldur þeirra. Sonur okkar og bróöir, MARKÚS SKÆRINGSSON, lést af slysförum laugardaginn 28. janúar. Hjördís B. Siguröardóttir. Úlfar Skæringsson. Siguröur Einarsson. + Maöurinn minn og faöir, BJÖRN BJARNASON, fyrrverandi formaöur löju, Bergstaöastræti 48A, lést í Vífilsstaöaspítala 19. janúar sl. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sigfúsarsjóö. Guöný Sigurðardóttir, Þórir Bförnsson. + Útför AXELS KONRÁDSSONAR frá Bæ í Skagafirði, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 1. febrúar nk. kl. 15.00. Bílferö veröur frá Borgarnesi kl. 12.00 á miövikudag. Vandamenn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUDMUNDUR RÓSMUNDSSON, Kleppsvegi 8, sem andaöist 25. janúar, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeönir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanlr. Sígríöur Guöjónsdóttir, Karólína Guömundsdóttir, Frímann Gunnlaugsson, Guömundur H. Frímannsson, Elísabet Hjörleifsdóttir, Gunnlaugur Frímannsson, Guölaug Halla ísaksdóttir, Sigríóur Frímannsdóttir, Katrín Regína Frímannsdóttir, Haraldur Bjarnason, Karl Frfmannsson og barnabarnabörn. + 30. janúar lést BRYNJÓLFUR H. ÞORSTEINSSON, Laugarnesvegi 72. Árni Brynjólfsson, Ólöf Guöný Geirsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir samúö og vinsemd viö andlát og útför fööur míns, tengdafööur og afa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR, Hofi, Grindavík. Margrét Siguróardóttir, Óskar Ágústsson, Guóbjörg Óskarsdóttir og Sigurrós Óskarsdóttir. Lokað í dag frá kl. 1—6 vegna jaröarfarar HREIÐARS PÉTURS LEIFSSONAR. Gullhöllin, Laugavegi 72. Björn Bjarna- son - Minning Fæddur 30. janúar 1899. Dáinn 19. janúar 1984. Leiðir okkar Björns Bjarnason- ar lágu um langt skeið saman á tvennum vettvangi. Fyrst á því sviði sem varð aðalstarf okkar beggja, en það var framleiðsla sápu og annarrar hreinlætisvöru. Hinn vettvangurinn var samskipti iaunþega og vinnuveitenda í verk- smiðjuiðnaði. Þar höfðum við hvor um sig valist til forustu. Björn sem formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks, og ég sem stjórnar- maður og síðar formaður í Félagi íslenskra iðnrekenda. Björn Bjarnason var elstur sápugerðarmanna hér á landi. Eftir að hafa stundað sjómennsku framan af starfsæfi sinni hóf hann árið 1928 störf hjá Hreini hf., sem þá var eina starfandi sápuverksmiðjan á íslandi. Þar lærði hann sápugerð sem síðan varð æfistarf hans meðan heilsa hans leyfði. þakkarskuld við hann fyrir þann skerf sem hann lagði til eflingar þess fyrirtækis. Þegar ég hóf afskipti af félags- málum iðnrekenda var Björn formaður Iðju. Minnist ég þess sérstaklega hve mikla virðingu fyrirrennarar mínir, þeir Kristján Jóh. Kristjánsson og Sveinn B. Valfells ásamt framkvæmdastjór- um Félags íslenskra iðnrekenda, þeim Páli S. Pálssyni og Pétri Sæmundssen, báru fyrir Birni sem viðsemjanda. Hann var fastur fyrir en svo heilsteyptur og hreinskiptinn að treysta mátti hverju hans orði. Hann stóð alltaf við gerða samninga og það jafnt þó þeir væru ekki skriflegir. Síðar eftir að hann gekkst fyrir sáttum innan Iðju og gerðist helsti ráð- gjafi félagsins í samningamálum var það mest hans verk að gagn- kvæmt traust ríkti milli Iðju og Félags íslenskra iðnrekenda. Þannig gátu þessi samtök unnið saman að ýmsum hagsmunum verksmiðjuiðnaðarins. Með þessum orðum kveð ég góð- an dreng, samstarfsmann og vin. Ég votta Guðnýju, ekkju Björns, og Þóri, syni hans, samúð sam- starfsfólksins í Frigg og sérstak- lega mína og konu minnar. Hann hvíli í friði. Gunnar J. Friðriksson Björn starfaði hjá Hreini hf. til ársins 1934. Vann hann síðan stuttan tíma í efnagerð en réðst svo í ársbyrjun 1935 til Mána hf., en það var sápuverksmiðja sem rekin var í tengslum við smjörlík- isgerðina Smára. Þessum fyrir- tækjum stjórnuðu þeir Ragnar Jónsson og Þorvaldur Thoroddsen. Rekstri Mána hf. var svo hætt 1945 og hann sameinaður rekstri Sápugerðarinnar Frigg, en þá hafði ég nýlega tekið við stjórn þess fyrirtækis. Gerðist Björn þá starfsmaður hjá Frigg. Þar starf- aði hann til ársins 1967, en þá varð hann að hætta sökum veikinda. Það var mikill styrkur fyrir mig á þessum fyrstu árum mínum í starfi að fá til samstarfs mann sem hafði svo langa reynslu að baki við framieiðslu á hvers konar sápum og hreinlætisvörum sem Björn hafði. Björn var hamhleypa til vinnu og ákafinn oft svo mikill að frekar þurfti að halda aftur af honum en hvetja. Ekki þurfti að nefna nema einu sinni við Björn að eitthvert verk þyrfti að vinna. Björn var sérlega ósérplæginn og harður við sjálfan sig og hlífði sér í engu þótt hann væri oft þjáður. Skapmikill var hann og átti til að rjúka upp en jafnaði sig jafn harðan enda var hann einstaklega einlægur og sáttfús maður. Eftir að Björn hætti störfum í Frigg hélt hann alla tíð tengslum við sinn gamla vinnustað og mætti á árshátíðum og öðrum samkom- um og hafði þá jafnan orð fyrir starfsfólkinu. A nær fjörutíu ára starfsferli við sápugerð á íslandi lagði Björn drjúgan skerf til þróunar þeirrar framleiðslu hér á landi. Sápugerð- in Frigg stendur einnig í mikilli Sigurleif Þórhalls- dóttir - Kveðjuorð Hlutskipti okkar á lífsleiðinni er að hittast, mæta öðru fólki. Frá vöggu til grafar mætumst við, en með árunum fara þessi ómeðvit- uðu mót eða fundir að verða með- vituð og við tökum að leggja mat á allan þennan eilífa straum manna. Flestum gleymum við, aðra vild- um við helst aldrei hafa hitt, og svo eru hinir, sem eru eins og mílusteinarnir út með þjóðvegun- um, áningarstaðir sem viðhvorki getum né viljum fara fram hjá. Þar er raunar oft um að ræða fólk, sem litið er framhjá í fyrstu ferð- inni, en það sakar ekki, úr því er auðvelt að bæta, því að það gnæfir þar og stendur þar föstum fótum í sjálfu sér — rétt eins og mílu- steinarnir á stöllum sínum. Sjálfsagt gæti ég skýrt frá bæði stað og stund, er ég hitti Sigur- leifu Þórhallsdóttur í fyrsta sinni, en það gerðist þó án þess ég yrði þess var, því að ég var með hugann fullan af svo ótal mörgu. Ekki leið samt á löngu, áður en mér var ljóst, að í návist minni var einmitt ein af þeim fágætu manneskjum, sem eru slíkrar manngerðar, að við liggur að maður skammist sín fyrir að ætla sér þá dul að fara að lýsa þeim með orðum, jafnvel þótt tekið sé til fegurstu og jákvæðustu hugtaka tungunnar. Hún hafði fyrir löngu náð því stigi reynslunnar, sem lífið gæðir þá, sem hafa hugann opinn. Þess- ari reynslu fylgdu og ákveðnar lífsskoðanir, sem hún gerði sér + Sonur minn, faöir okkar, afi minn og bróöir, OLE N. OLSEN, janúar, á heimili okkar, Tangagötu 6, andaöist laugardaginn 28. ísafiröi. Magnúsína Olsen. Kristbjörg Olsen, Martha Ruth, Selma Olsen, Inga Ruth Olaen. + Sonur minn og bróöir okkar, HÖRÐUR STEFÁNSSON, er látinn. Jónína Brynjólfsdóttir, Bryndis Stefónsdóttir, Gair Stefónsson, Stafón örn Stefónsson. ekkert far um að dylja. Hún gat vel fundið að því, ef henni fannst sem framkoma manns væri óvið- eigandi, en þá vissi maður jafn- framt, að hún hafði sagt hug sinn, af því að tilefni hafði verið til þess. Og ábendingunum var tekið með glöðu geði, því að þær voru sannarlega þess virði, að tekið væri tillit til þeirra. Hún hafði þann fagra eiginleika að geta sagt hug sinn allan, en aldrei hnjóða í nokkurn mann, þótt hún gæti ver- ið hvassyrt, því að henni þótti vænt um fólk og var það vel ljóst að enginn er öðrum líkur, margir undarlegir og fæstir alhamingju- samir. Við nána viðkynningu kom líka í ljós, að undir yfirborðinu, sem gat virst hrjúft, ríkti hlýja, glaðværð og einlægni, og svo var hún vönd að ráði sínu, að hún gat ekki skilið að annað væri til (þannig gat hún orðið vitni að því, að fólk tæki bók ófrjálsri hendi án þess að hafast að, en hún gat alls ekki fengið sig til að koma því í vanda með því að koma upp um það). Sá sem vann vináttu hennar varð l(ka þess aðnjótandi, sem við kunnum betur og betur að meta með aldrinum, hinnar fölskva- lausu tryggðar sem jafnframt ein- kenndist af einstökum heiðar- leika. Því finnst mér nú, þegar hún er látin langt um aldur fram, sem einn af mínum nánustu hafi verið kallaður burt. En þessi tryggð, sem var aðal hennar, verður líka til þess, að all- ir hinir mörgu vinir hennar minn- ast hennar með sömu tryggð og með þeim sára sting í hjarta, sem ætíð gerir vart við sig, þegar upp í hugann kemur minning slíkrar manneskju, sem horfin er sjónum okkar. Erik Senderholm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.