Morgunblaðið - 31.01.1984, Side 41

Morgunblaðið - 31.01.1984, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 LANDSLEIKIRNIR VIÐ NOREG Tveir sigrar og jafntefli Sjá nánar frásögn og myndir bls. 24 og 25. Pétur skoraði PÉTUR Pétursson og félagar i Antwerpen sigruðu Waterscheí um helgina í belgisku 1. deildinni, 4:2, og skoraði Pétur eitt af mörk- um liösins. Ungverjinn Lazzlo Fazekas kom inn á sem varamaö- ur hjá Antwerpen í upphafi seinni hálfleiksins og þá fóru hjólin að snúast vel hjá liöinu. Staðan var 1:1 er Ungverjinn kom inn á. Pétur skoraöi mark sitt skömmu seinna; staðan orðin 2:1, og Pétur lagði síöan upp mark fyrir Fazekas rétt á eftir. Staöan var þá 3:1 og síðan minnkaöi Waterschei muninn. Fazekas skoraði sitt ann- að mark skömmu fyrir leikslok. Lárus Guðmundsson kom inn á hjá Waterschei síöasta hálftímann, en eins og Morgunblaðið hefur áö- ur greint frá á hann í útistöðum við þjálfara liðsins. Sá síðarnefndi setti Lárus út úr liðinu og gaf litlar skýringar á því. Nóg um það, Lár- usi tókst ekki aö velgja varnar- mönnum Antwerpen undir uggum þann tíma sem hann var inni á og sigur Antwerpen var veröskuldaö- ur. Saevar Jónsson varð fyrir því óláni aö vera rekinn út af í leik Cercle Brugge viö Standard Liege. Hann braut klaufalega á einum sóknarmanna Standard og fékk aö sjá rauöa spjaldið. Standard vann 2:0 og voru bæði mörkin skoruö í seinni hálfleik. Sævar fór af velli í fyrri hálfleiknum og haföi leikiö vel fram að því. CARL LEWIS JAFNAÐI HEIMSMET SITT INNANHUSS METSTÖKK LEWIS Bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis jafnaði heimsmet sitt í langstökki innanhúss aðfaranótt laugardags í Madison Square Garden í New York: stökk 8,79 metra. Hann stökk jafnlangt og hann hefur best náð utandyra. Hann vantar nú aðeins 11 sm í heimsmet Bob Beamons utandyra, sett á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968, og ekki ætti þess að vera langt að bíða að hann slái heimsmetið. Sjá nánar frásögn/22. Bogdan vildi ekki norður — Akureyringar óhressir Frá Aðalsteini Sigurgeirssyni, (réttamanni Morgunblaðsins é Akureyri. AKUREYRARFÉLÖGIN Þór og KA tóku að sér framkvæmd eins handbolta- landsleiksins við Noreg um helgina og átti sá leikur að fara fram á laugardag. Ekki var hægt að fljúga norður vegna veöurs og var því leikiö í Hafnarfirði. Akureyringar höfðu lagt á sig mikla vinnu við undirbúning leiksins; næstum var upp- selt í íþróttahöllina og gífurlegur áhugi fyrir leiknum í bænum. Friðrik Guðmundsson, formaður HSÍ, hringdi norður þegar Ijóst vár að ekki var hægt aö fljúga á laugardag og spurðist fyrir um það hvort norðanmenn væru reiðubúnir að taka viö liöunum daginn eft- ir — að leikurinn færi þá fram á sunnudag kl. 14. Friðrik sagðist sjálfur vilja að leik- urinn yrði fyrir norðan, og reyndar allir aöilar nema Bogdan, landsliðsþjálfari. Hann skyldi þó tala betur við hann og var bjartsýnn á að Bogdan skipti um skoðun. Norðanmenn samþykktu hið snarasta að láta leikinn fara fram á sunnudag — þar sem mikil undirbúningsvinna hefði til einskis orðiö ella. En sú varö þó raunin. Síðar á laugar- dag hringdi einn stjórnarmanna HSI norö- ur og tilkynnti aö ekki gæti orðið af lands- leiknum þar. Bogdan tæki það ekki í mál að fara norður. Norömennirnir voru búnir að gefa sitt samþykki en samþykki Bog- dans fékkst ekki og því varð ekki af Akur- eyrarförinni. Akureyringar eru mjög óhressir meö þessa niöurstööu málsins. Þeir höfðu lagt í mikinn kostnað vegna leiksins. Leikskrá hafði verið prentuð og oddveifur prentað- ar svo eitthvað sé nefnt. Áður en Friðrik hringdi norður á laugardag og baö þá að sjá um leikinn daginn eftir hafði verið auglýst í útvarpi að ekki yrði af leiknum og fólk streymdi því aö íþróttahöllinni til að fá miöa sína endurgreidda. Er þangaö kom var því snúið við; sagt að miðarnir giltu á leikinn daginn eftir, þar sem Friðrik hafði veriö bjartsýnn á það. Þess má geta að helmingur miðanna var endurgreiddur á sunnudag og haldið veröur áfram að endurgreiða miða í kvöld milli kl. 18 og 20 í íþróttahöllinni. — AS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.