Morgunblaðið - 31.01.1984, Side 38

Morgunblaðið - 31.01.1984, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 Bladburóarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Þingholtsstræti Bauganes Kindakjötsbirgðir: Svipaðar og í fyrra þrátt fyrir minni slátrun í haust FRÁ byrjun síðustu sláturtíðar og fram að áramótum voru seld 1415 tonn af kindakjöti af nýslátruðu hér FAÐU ÞER VELBUINN FUX í VETRARFÆRÐINA innanlands, 1076 tonn af dilkakjöti og 339 tonn af kjöti af fullorðnu fé. Er þetta 922 tonnum minni sala en var árið á undan þegar seld voru 2.337 tonn. Miklar birgðir af kindakjöti, sem voru til í landinu við upphaf sláturtíðar, voru settar á útsölu til að liðka fyrir sölu þess og er það aðalástæða minni sölu nýja kjöts- ins, að sögn Gunnars Guðbjarts- sonar, framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Um áramót voru svipaðar birgðir af kindakjöti til í landinu, þrátt fyrir mun minni slátrun og meiri út- flutning á kjöti af nýslátruðu, en á árinu á undan. Háskólatónleikar hefjast að nýju MIÐVIKUDAGINN 1. febrúar hefj- ast að nýju vikulegir Háskólatón- leikar í Norræna húsinu. Á vormiss- eri eru fyrirhugaðir níu tónleikar. Á tónleikunum koma fram ýms- ir þekktir tónlistarmenn, innlend- ir og erlendir, og flytja kammer- verk. Meðal flytjenda verða Blás- arakvintett Reykjavíkur, Gunnar Kvaran sellóleikari, Einar Jó- hannesson klarinettuleikari, Helga Ingólfsdóttir semballeikari og málmblásarakvintett. Á loka- tónleikum 28. mars kemur fram Einar Markússon píanóleikari. Á fyrstu tónleikunum, sem fram fara miðvikudaginn 1. febrúar kl. 2.30 í Norræna húsinu, leika Sig- urður I. Snorrason, Kjartan óskarsson, Björn Árnason, Rúnar Vilbergsson, Þorkell Jóelsson og Sigursveinn Magnússon á tvær klarinettur, tvö fagott og tvö horn, verk eftir Beethoven og Haydn. Tónleikarnir taka u.þ.b. hálf- tíma og eru öllum opnir. Erindi um mál íslend- inga í Vesturheimi PRÓFESSOR Haraldur Bessason frá Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada verður gestur fslenska málfræðifélagsins á almennum fundi í Árnagarði, þriðjudaginn 31. janúar 1984. Hann flytur erindi sem hann nefnir: Fáeinar hugleiðingar um vestur-íslensku og ræðir þar um íslenskt mál vestan hafs, stöðu þess sem innflytjendamáls í Norður-Ameríku og einkenni þess miðað við aðra íslensku. Fundurinn hefst kl. 17.15 og er í stofu 308 í Árnagarði v. Suður- götu. Hann er opinn öllum áhuga- mönnum. Mestu flutn- ingar í sögu Ríkisskips FLUTNINGAR Skipaútgerðar ríkis- ins 1983 urðu alls 126.500 tonn og jukust um 13,8% frá árinu 1982. Eru þetta mestu vöruflutningar í sögu fyrirtækisins, ef frá eru taldir olíuflutningar ms. Þyrils á 6. áratugnum, segir í frétt frá Ríkis- skip. Mest varð aukning í stórflutn- ingum (áburði, sementi og kísil- gúr) eða 32,7% og urðu þeir 50.550 tonn 1983 en voru 38.087 tonn 1982. Almennir flutningar jukust úr 73.068 tonnum í 75.950 tonn eða um 3,9%. Á síðast fjórðungi ársins urðu flutningar 36.191 tonn (25.680 tonn 1982) og jukust um 40,9%. Eru það mestu flutningar á einum árs- fjórðungi í sögu fyrirtækisins. Fyrirtækið er nú með þrjú skip í strandferðum, Esju, Öskju og Heklu, og eru hin tvö fyrrnefndu í eigu fyrirtækisins, en Hekla er norskt leiguskip. Leiðrétting MISRITUN varð í niðurlagi grein- ar Þorvalds Veigars Guðmunds- sonar í Mbl. sl. laugardag. í síð- asta kafla greinarinnar hefst setning á orðunum „Ég skil þessa lagagrein svo ..." og er seinni hluti hennar réttur þannig: „ ... en það er réttur stjórnmálamanna að ákveða, hvað tök eru á að veita á hverjum tíma.“ Þá skal það einnig leiðrétt að Þorvaldur Veig- ar Guðmundsson er formaður Læknafélags Islands, en ekki Læknafélags Reykjavíkur eins og kom fram í sama blaði. Þessir krakkar urðu til þess að vígja nýja íþróttahúsið, 3. bekkur B ásamt kennara sínum, Helgu Alfreðsdóttur. Egilsstaðir: Nýtt glæsilegt íþrótta- hús tekið í notkun nyju EgiLsstöðum, 26. janúar. f MORGUN hófst kennsla í íþróttahúsi hér á Egilsstöðum. Það voru eftirvæntingarfullir og áhugasamir nemendur sem mættu til leikfimikennslu hjá kennara sínum, Helgu Alfreðsdóttur, kl. 9 í morgun. 3. bekk B hlotnaðist heið- urinn að „vígja" húsið — og virt- ust krakkarnir á einu máli um að nú yrði gaman í leikfimi. Hafist var handa um byggingu hússins fyrir einum 5 árum — sem er grunnskólamannvirki, sameign ríkis og sveitarsjóða Egilsstaða og Fella. Grunnflötur hússins er 1215 m! og er það allt hið glæsilegasta. Enn á þó eftir að ganga frá ýmsu og koma fyrir áhöldum — svo að húsið verður ekki tekið í fulla notkun fyrr en 1. febrúar — en sérstök opnunarhátíð verður 4. febrúar. Að sögn húsvarðar, Hreins Halldórssonar, verður húsið í nær stanslausri notkun frá morgni til kvölds. Rekstraraðilar íþróttahússins, Egilsstaða- og Fellahreppur, hafa kosið sérstaka rekstrarnefnd til að annast rekstur þess og er Ragnar Steinarsson formaður þeirrar nefndar. — Ólafur VERÐ FRA KR. 283.00 Sveinn Egi/sson hf. Skeifan17. Sími 85100 Þakkarávarp Öllum þeim, sem minntust mín meö hlýjum kveöjum oy yjöfum á áttrœöisafmœli mínu á gamlársday, færi éy alúöarþakkir oy áma frændum oy vinum allra heilla á komandi árum. St. Palma Mallorka, Haukur Þorleifsson. Heba heldur víðheílsunni Nýtt námskeiö aö hefjast. Dag- og kvöldtímar tvisvar eða íjórum sinnum í vlku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leiklimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kafii - Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auöbrekku 14, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.