Morgunblaðið - 31.01.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 31.01.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 17 Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar Leíkfimi fyrir konur á öilum aldri. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu. Ný 3ja vikna námskeiö hefjast 6. febrúar. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást af vödvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböd — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúia 32. Frá Borgarnesi. Morgun blaðið/H Bj. Borgames: Framkvæmdum við grunnskól- ann haldið áfram Borgarnesi, 19. janúar. A FUNDI hreppsráðs fyrir skömmu var að sögn Gísla Kjartanssonar, oddvíta, ákveðið aö stefna að því að fullgera kennslueldhús og kennara- aðstöðu í viðbyggingu grunnskólans á þessu ári. Áður hefur verið við það miðað að Ijúka viðbyggingunni á ár- inu, en þar sem litlu fé er varið til byggingarinnar á fjárlögum eða 1090 þúsund, var nú ákveðið að stefna aðeins að þessum áfanga. Kostnaður við hann er áætlaöur um 3,5 milljón- ir og verður Borgarneshreppur því að lána hluta ríkissjóðsframlagsins þó aðeins verði tekinn fyrir þessi áfangi sem áformaður er nú. Sagði Gísli að endanleg ákvörðun yrði þó ekki tekin fyrr en við gerð fjárhags- áætlunar. Af öðrum framkvæmdum á vegum hreppsins nefndi Gísli það að starfsmönnum áhaldahúss hreppsins hefði nýlega veriö falið að innrétta skrifstofuhúsnæði Borgar- neshrepps og Rafveitu Borgarness í nýja Rafveituhúsinu. Góðir skilamenn Borgnesingar Á sama fundi hreppsráðs gaf sveitarstjóri yfirlit um innheimtu útsvara, aðstöðugjalda og fast- eignagjalda 1983. Innheimtuhlut- fallið reyndist 96,5%. Er það að sögn Gísla Kjartanssonar svipað hlutfall og var árið 1982. Tillögum skipulags ríkisins hafnaö Á hreppsnefndarfundi sem haldinn var í vikunni var fjallað um skipulag nýs byggingasvæðis á svokölluðu Egilstúni. Skipulag rikisins hefur unnið að deiliskipu- lagi svæðisins, sem þó rúmar ekki nema 10—20 íbúðarhús, talsvert á annað ár. Hafa komið nokkrar til- lögur frá Skipulaginu sem heima- menn hafa ekki getað sætt sig við. Á nefndum hreppsnefndarfundi var nýjustu tillögu Skipulagsins endanlega hafnað og tæknifræð- ingi hreppsins falið að ljúka út- færslu hugmynda sem hann hefur komið fram með að skipulagi. Um- rætt svæði er næsta bygginga- svæði í Borgarnesi og er orðið brýnt að ganga frá skipulagi þess, þar sem lóðaúthlutun þyrfti að vera hafin. Gísli Kjartansson, oddviti Borgarneshrepps, sagði í samtali við Mbl. að tillögur Skipu- lagsins hefðu engan veginn fallið að hugmyndum hreppsnefndar og því hefði þessi leið verið farin. I hugmyndum Ingólfs Margeirsson- ar, hreppstæknifræðings, hefði einnig verið gert ráð fyrir mun betri nýtingu svæðisins og veru- lega ódýrari gatnagerð. 8 útköll hjá slökkviliðinu Nýlega var haldinn aðalfundur Brunavarna Borgarness og ná- grennis (BBON), en BBON sér um brunavarnir í Borgarneshreppi, Borgarhreppi, Álftaneshreppi og Hraunhreppi. Á fundinum kom fram að 8 útköll urðu hjá slökkvi- liðinu á árinu og 3 æfingar voru haldnar. Á fundinum urðu nokkr- ar umræður um viðhald slökkvi- tækja á heimilum og rætt var um kaup á tankbíl, talstöðvum í bíl- ana og samtengingu brunaboð- anna í Borgarnesi, en þörf er talin á að kaupa tankbíl og talstöðvar fyrir slökkviliðið. — HBj. Fyrirliggjandi í Bronco Dragliðir Togstangir Öxul- og drif- Millibilsstangir skaftsliðir Stýrisdemparar Framöxlar Driflokur Gæöavara á góðu veröi Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17, a. 85100. meiríháttar /’TIGtk BRUNSLEDI tryllitæki! með stýri og öryggisbremsum og þú getur sveigt, beygt og bremsað að vild. Stiga brunsleðinn er níðsterkur: Hann ber jafnt börn sem fullorðna. Með stýrisskíðinu nærðu krappri beygju. örugg handbremsa við Skíðin eru úr þrælsterku Etan-plasti og allar aðstæður og varn- renna því mjög vel. argrind fyrir framan fæturna. Með sérhönnuðum útbúnaði sveigir sleðinn til hliðar og stöðvast sjálfkrafa ef þú missir hann. ÖRNINN Spítalastíg 8 vió Óðinstorg simar: 14661,26888

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.