Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 29 Um 30 togarar í fullum skilum við opinbera sjóði — um 60 í vanskilum, þar af 8 með helming vanskilanna UM 30 togarar munu nú vera í fullum skilum við hina opinberu sjóði, Byggðasjóð og Fiskveiöa- sjóð, en eins og áður hefur komið fram eru vanskil togara við þessa sjóði um 1,1 milljarður króna og eru 8 togaranna með um helming þeirrar upphæðar. Viðskiptaskuldir togaranna, sem eru um 100, nema hins vegar um 850 milljónum króna og talið er að um 500 millj- ónir af þeirri upphæð séu í vanskil- um. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru um 10 af 85 skuttogurum af minni gerðinni utan við hið opinbera sjóðakerfi og af þeim, sem þá eru eftir, eru 48 í vanskilum við opinberu sjóð- ina, en 27 í fullum skilum. Van- skil 10 togara eru óveruieg. Af stóru togurunum 15 munu um 5 standa í fullum skilum við hina opinberu sjóði. Þeir togarar, sem eru í mestum vanskilum, eru nær allir byggðir innanlands á síðustu 6 árum, en þess ber að geta að nýjustu skipin eru varla komin inn í þetta dæmi, þar sem afborganir af þeim eru ekki í öll- um tilfellum fallnar í gjalddaga. Þá ber þess að geta í dæmi þessu, að myndin skekkist bæði af hinum miklu vanskilum tog- aranna 8, svo og af tilfærslum milli skipa innan sömu útgerða og tilfærslum frá fiskvinnslu til útgerðar, þegar báðir þeir þættir eru á sömu hendi. Þá hefur þetta ástand komið niður á rekstri ýmissa útgerða svo erfitt er að gera sér fulla grein fyrir rekstr- ar- og skuldastöðu skipanna. Guðmundur Einarsson • Alþýðubandalagið hóf ekki utan- dagskrárumræður, þá formenn Iðju og Sóknar höfðu sett fram hugmyndir um launaþróun og kjarabætur til hinna verst settu. Það setur átaka- punktinn í Straumsvík, þar sem laun eru verulega hærri en á almennum vinnumarkaði. • Stjórnarandstaðan vill brjóta niður þann árangur, sem náðst hefur í ýmsum þáttum efnahagslífsins, s.s. í verðbólguhjöðnun. Það er ekki í þágu láglaunafólks ef hverfa á aftur til arf- leifðar frá Alþýðubandalagi: verð- bólgu, eins og hún var í vor, tvöföld- unar á vöxtum, viðvarandi gengis- hruns og annars í sömu veru. Fyrr skýtur ríkisstjórnin málavöxtum í dóm þjóðarinnar. ÞORSTEINN PÁLSSON, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í þess- Svavar Gestsson ari umræðu. I máli hans kom m.a. fram að fyrri ríkisstjórnin, sem Al- þýðubandalag tók þátt í, hafi hótað löggjöf í kjaradeilu, áður en til verk- falla hafi komið, og form. VMSÍ hefði og á sinni tíð talað um lögfestingu sáttatillögu. Þá hafi inngrip í kjara- samninga verið litið öðrum augum en nú. Aðilar vinnumarkaðar hefðu ótvíræðan rétt til samninga. Ríkis- stjórnin hefði hinsvegar bæði lýðræð- islegan og þingræðislegan rétt til að skjóta málum undir dóm kjósenda, ef hagsmunahópar hygðust brjóta niður efnahagsmarkmið í þágu heild- arinnar. Máli Þorsteins eru gerð skil í sérfrétt á öðrum stað í blaðinu. Þegar fréttamaður vék úr stúku blaða- manna höfðu Jón Baldvin Hannibals- son (A) og Guðmundur J. Guðmunds- son (Abl.) tekið þátt í umræðunni, sem þá var ekki lokið. £ III Tilgangurinn að auðvelda stofn- setningu eggjadreifingarstöðvar — segir Gunnar Jóhannsson um niður stöður nefndar um gæði eggja „ÞAÐ ER Ijóst að niðurstaða könnunarinnar er fremur vísbend- ing en niðurstaða, enda er hún óvísindalega unnin og gerð til þess að þjóna ákveðnum, fyrirfram ákveðnum, tilgangi,“ sagði Gunn- ar Jóhannsson, bóndi á Ás- mundsstöðum, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. — Gunnar var spurður álits á niður- stöðum nefndar á vegum landbún- aðarráðuneytisins, sem meðal annars benti til að 20% eggja á íslenska Operan: „Örkin hans Nóa“ — sýnd á næstunni í íslensku óperunni standa nú yfir lokaæfingar á barna- og fjölskylduóperunni „Örkin hans Nóa“ eftir Benjamin Britten. Á annað hundrað börn taka þátt í sýningunni en með hlutverk Nóa fer Halldór Vilhelmsson og Hrönn Hafliðadóttir syngur hlutverk konu hans. Rödd Guðs í óperunni er flutt af Róbert Árnfinnssyni. Leik- stjóri er Sigríður Þorvalds- dóttir og hljómsveitarstjóri er Jón Stefánsson. Óperan tekur rúma klukkustund í flutningi. markaði hérlendis væru sprungin eða með aðra galla. „Úrtak það, sem nefndin not- aði, var alltof lítið og mörgum sinnum minna en gert er erlend- is í slíkum könnunum," sagði Gunnar ennfremur. „Fráleitt er að mínu mati, að svona stórt hlutfall sé af gölluðum eggjum, og fjöldi fólks sem ég ræði við hefur allt aðra sögu að segja. Það er hins vegar margt ein- kennilegt við þessa nefnd og niðurstöður hennar. Áberandi er til dæmis að hún er skipuð í kjölfar umræðna um eggjadreif- ingarstöð og niðurstöðurnar eiga greinilega að styrkja mál- stað þeirra, sem vilja koma henni á fót. Mikið lá einnig á því að álit nefndarinnar birtist í blöðum, því það er birt áður en nefndin hefur lokið störfum og hunsuð var ósk eins nefndar- manna um að það biði þess að nánari athugun yrði gerð. Að mínu viti er það einsdæmi, að landbúnaðarráðuneyti og sam- tök framleiðenda, leggist á eitt um að knýja fram svonefndar úrbætur í framleiðslumálum, á sama tíma og samtök neytenda leggjast gegn „úrbótunum" svonefndu og telja þær ekki af hinu góða. Hér er það annað, sem ræður ferðinni en hagur neytenda, það er verið að þröngva rándýrri eggjadreifingarstöð upp á neyt- endur og hluta framleiðenda og nefnd undir forsæti aðstoðar- manns landbúnaðarráðherra á að auðvelda stofnsetningu stöðvarinnar," sagði Gunnar Jó- hannsson að lokum. Tónleikahús í Reykjavík: Efnt til skoðanakönn- unar um þrjár ióðir breytingar í sjónum auki gróðurhúsaástandi“ Imberg, haffræðingur það auki vemlega líkur á hinu svokall- aða gróðurhúsaástandi í andrúmsloft- inu, er mjög erfitt að segja til um,“ sagði Svend Aage Malmberg, haffræö- ingur í samtali við Morgunblaöiö. Svend Aage sagði ennfremur, að mikið væri nú unnið að rannsóknum á koltvísýringsmagni í lofti og sjó með tilliti til breytinga á veðurfari og kunnar væru hugmyndir um það, að koltvísýringurinn væri að aukast með þeim afleiðingum, að hann næmi í sig hluta af langbylgjugeislum frá jörðu, en hindraði aftur á móti ekki að ráði inngeislun frá sólu. Því væru hugs- anlegar líkur á „gróðurhúsaástand- inu“, það er talsverðri hækkun loft- hita. Þessar tilgátur ættu mismun- andi fylgi og væri þeim jafnvel varp- að fram til þess að fá aukið fjármagn til rannsóknanna, sem bæði væru at- hyglisverðar og nauðsynlegar. Kol- tvísýringsmagnið í sjó og lofti snerti mjög marga þætti, svo sem veður- fræði, haffræði og líffræði sjávar. Hann teldi hins vegar ekki ástæðu til að gangá eins langt í þessum tilgátum um afleiðingarnar og margir gerðu. Enn sem komið væri virtust náttúr- legar veðurfarssveiflur að minnsta kosti ráða meiru en aukinn koltví- sýringur. ÁKVEÐIÐ hefur verið aó efna til skoðanakönnunar um staðsetningu tónleika- húss í Reykjavík meðal fé- laga í 52 manna fulltrúaráði Samtaka um byggingu tón- lcikahússins, að því er Ár- mann Örn Ármannsson sagði í samtali við hlaðamann Morgunblaðsins í gær. Ármann Örn sagði augu manna nú einkum beinast að þremur lóðum í Reykjavík: við Sigtún á Suðurlandsbraut, á Miklatúni og lóð vestan Glæsi- bæjar, norðan Suðurlands- brautar. Upphaflega hefðu ver- ið til athugunar sjö lóðir, en nú væri farið að ræða fyrst og fremst um þessar þrjár, en málið væri unnið í samstarfi við skípulagsnefnd Reykjavík- ur, sem og borgarskipúlag. Formlega hefði málið þó ekki verið lagt fyrir borgarstjórn enn sem komið væri. I framhaldi af skoðanakönn- uninni sagði Ármann Örn síð- an ætlunina að efna til sam- keppni á öllum Norðurlöndun- um um gerð hússins, og hefði meðal annars verið sótt um styrk til Norræna menning- armálasjóðsins til að kosta þá samkeppni. Var sótt um (I(M) þúsund krónur sænskar, og verður umsóknin tekin fyrir í mars næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.