Morgunblaðið - 31.01.1984, Side 18

Morgunblaðið - 31.01.1984, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 Líbanon: Bandarískur friðargæslu- liði drepinn Beirút, 30. janúar. AP. Kandarískir friðargæsluliftar og shitar börðust daglangt í Beirút í gær. Hófu shitarnir skothríð á búöir Bandaríkjamannanna strax í dögun og notuðu þeir sprengjuvörpur, vél- byssur og eldflaugaknúnar hand- sprengjur, en Bandaríkjamennirnir svöruðu með sprengjuvörpum, skriðdrekum og vélbyssum. Einn bandarískur friðarliði féll og þrír særöust. Talsmenn shita sögðu þrjá óbreytta borgara hafa fallið í skothrið Bandaríkjamanna og 22 hafa særst, þar á meðal tvö lítil börn. Á sama tíma var Donald Rumsfeld, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar í Miðaustur- löndum, í Sýrlandi þar sem hann ræddi við Abdul Halmi Kaddam, utanríkisráðherra landsins, í rúm- ar þrjár klukkustundir. Um árangur var ekki vitað. Margir stuðningsmenn Ronald Reagans, Bandaríkjaforseta, söfnuðust saman fyrir utan Hvíta húsið í Washingt- on sl. sunnudag og hvöttu forsetann til að gefa kost á sér til endurkjörs. Hvort það reið baggamuninn er ekki vitað en Reagan hefur ákveðið aö bjóða sig fram í kosningunum í nóvember og eftir skoðanakönnunum að dæma nýtur hann nú mikilla vinsælda meðal bandarísku þjóðarinnar. Stjórnarherinn náði miklu magni af vopnum — Afganski flugherinn gerði loftárásir Nvju Delhí, Indlandi. 30. janúar. AP. TALSMENN stjórnarhersins í Afg- anistan greindu frá því í gær, að til harðra átaka hafi komið við frelsisliða á hernaðarlega mikilivægum fjalla- svæðum skammt frá landamærum Pakistan og Afganistan. I*ar eru helstu flutningsæðar frelsisliðanna, þaðan fá þeir flest sín vopn. I’etta er tíundi dag- urinn í röð, sem greint er frá bardögum á þessum slóðum og í nýjustu fregnum var greint frá talsverðu mannfalli í liði frelsisliða. Víðar var barist samkvæmt fyrrgreindum talsmönnum, í Kanda- har og Herat, á landmærunum við íran. Um 50 frelsisliðar voru „þurrk- aðir út“ eins og komist var að orði og Babrak Karmal forseti tók fram og ítrekaði raunar fyrri yfirlýsingar að umsvif „skæruliðanna" eins og hann kallar þá séu að verða óþolandi. Þeir séu ekkert annað en handbendi V estur-Þýskaland: í Pakistan Bandaríkjanna, Iran, Pakistan og Kína, sem væru í óopinberu stríði við Afganistan. Frá Pakistan bárust þau tíðindi, að herþotur afganska stjórnar- hersins hefðu flogið yfir landamærin og gert árásir á þorp þar sem af- gönsk stjórnvöld teldu frelsisliða halda til milli þess sem þeir gerðu árasir á stjórnarherinn og Rússa. Talsmaður Pakistanstjórnar sagði að 50 manns hefðu látið lífið og 50 til viðbótar særst. Að fimm afgönskum flóttamönnum undanskildum var einvörðungu um óbreytta pakist- anska borgara að ræða. Háttsettur pakistanskur embættismaður sagði árásina hafa verið villimannlega og Pakistanar væru óðfluga að missa þolinmæðina gagnvart nágrönnum sínum. Umræddir talsmenn sögðu um- rætt svæði hafa fallið í hendur stjórnarhersins fyrir um viku síðan, en frelsissveitirnar reyndu allt hvað af tæki að ná því aftur og legðu mik- ið í sölurnar. Sögðu þeir jafnframt, að í síðustu bardögum hefðu stjórn- arhermenn lagt hald á mikið magn af vopnum sem frelsisliðar höfðu nýlega fengið frá Pakistan. Alls var um 46 skotfærageymslur að ræða og í þeim 16 eldflaugaskotpallar, tvær sprengjuvörpur, 35 handsprengjur, 5000 jarðsprengjur, 400 kílógrömm af sprengiefni, fjórir vörubílar, tvö vélhjól auk mikils magns af öðrum skotfærum. Tölur um mannfall voru ekki nefndar nú, en ítrekað að hundrað frelsisliðar hefðu fallið í lok síðustu viku. Shigela-baktería finnst í rækjum l'aderborn. \ estur l»yskalandi. 30. janúar. AP. VESTUR-þýskir matvælafræðingar hafa fundið shigela-bakteríuna í rækjum, sem fluttar hafa verið til landsins frá Thailandi. Það var þessi baktería, sem olli dauða 14 manna í Hollandi fyrir skömmu. Bakteríurnar fundust í niður- soðnum rækjum frá Thailandi eins og fyrr segir og búast vísinda- menn við að finna fleiri í þeim sýnum, sem enn er verið að kanna. Ekki er vitað til, að matareitrunar hafi orðið vart í Þýskalandi en það var vegna fréttanna frá Hollandi, sem rannsóknin var fyrirskipuð. Vestur-Þjóðverjar hafa bannað innflutning rækju og skelfisks frá Suðaustur-Asíu, en við rannsókn þessa máls kom einnig í ljós, að oft hafði verið skipt um merki- miða og vörunum gefið nýtt nafn áður en þær komu til Vestur- Þýskalands. „Það var eins og eitthvað brystiu Sovéski blaöamaðurinn Oleg Bitov ákvaö að fljýja þegar hann frétti örlög suður-kóresku flugvélarinnar l>»ndon. 30. janúar Al'. ÞEUAR Sovétmenn grönduóu suó- ur-kóresku farþegaflugvélinni mert 269 manns innanborrts fannst sov- éska blaöamanninum Oleg Bitov mælirinn vera fullur og ákvað að segja upp hollustunni við Kremlar- herrana. Kemur þetta fram í The Sunday Telegraph um helgina en Bitov hefur nú fengið hæli í Bret- landi. Bitov, sem er 51 árs að aldri, var áður einn af ritstjórum bók- menntavikuritsins Literaturnaja Gazeta og skrifaði um menning- armál erlendis. Hann var á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum þegar hann ákvað að snúa ekki heim en í Moskvu á hann konu og Í5 ára gamla dóttur. Fyrrum samstarfs- menn hans við vikuritið héldu því fram eftir flóttann, að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði rænt honum. Sunday Telegraph hefur það eft- ir Bitov, að hann hafi verið búinn að velta því fyrir sér árum saman að flýja land í einhverri utanferð- inni. Að hans sögn heyrði han'n fyrst um örlög suður-kóresku flugvélarinnar í Róm eftir fimm daga dvöl í Feneyjum. „Það var eins og eitthvað brysti innra með mér. Mér fannst sem ég hefði verið einn af farþegunum," segir Bitov. Bitov segist hafa haft 10—15 mínútur til að fela sig fyrir þeim löndum sínum; sem voru látnir fylgjast með honum, en vill þó ekki segja hvernig hann fór að þvl eða eftir hvaða leiðum hann fór frá Ítalíu „af ótta við að eyðileggja undankomuleið fyrir aðra“. Bitov segir í The Sunday Tele- graph, að starfsfólkið á Litera- turnaja Gazeta hafi gert sér vonir um meira frelsi eftir að Andropov tók við eftir lát Brezhnevs en „það var öðru nær. Þá jókst ófrelsið um allan helming". 1 næstu viku mun The Sunday Telegraph byrja á greinaflokki eft- ir Bitov þar sem hann mun „draga upp forboðna mynd af lífinu í Sov- étríkjunum". Stuttfréttir Fagmaður sér um kynlífsfræðsluna Bolognia, futiu, 30. jnnúar. AP. MENNTASTOFNUN ein i it- ölsku borginni Bolognia byrjar innan skamms með kynlífs- fræðslu fyrir hvurn þann er áhuga kann að hafa á því mál- efni. Aðstandendurnir segjast bjartsýnir á þátttöku beggja kynja, ekki síst eftir að þeir aug- lýstu að kennarinn er ein af dug- legri gleðikonum bæjarins. Pró- fessor Paola Donato, sem stjórn- ar stofnuninni sagöi að val ungfrú Chiosi væri skynsamlegt frá fleiri sjónarhólum en einum. „Við verðum svo bara að vona að fólk taki þetta alvariega," sagði prófessorinn. Elsti njósn- arinn allur l<undúnum, 30. janúar. AP. EOWARD Boxhall, sem kallaður hefur verið elsti njósnari Bret- lands, lést á heimili sínu um helgina, 82 ára að aldri. Um banamein var ekki getið. Boxhall vann fyrst fyrir bresku leyni- þjónustuna í fyrri heimsstyrjöld- inn og á árunum 1921 til 1939 var hann fulltrúi ýmissa breskra fyrirtækja í Rúmeníu. í síðari heimsstyrjöldinni var hann full- trúi i þeirri deild leyniþjónust- unnar sem stjórnaði njósnurum starfandi á yfirráðasvæðum Þjóðverja. Hann vann hjá leyni- þjónustunni ailt til 80 ára aldurs, starfaði siðast við ráðgjöf um orðun opinberra yfirlýsinga. Perkins í eitur- lyfjasmyggli Lundúnum, 30. janúar. AP. BANDARÍSKI leikarinn Anth- ony Perkins var handtekinn á Heathrow-flugvelli um helgina og ákærður fyrir að ætla að smygla inn í landið 8 grömmum af kannabis og þremur LSD-töfl- um. Verður hann dreginn fyrir rétt á fimmtudag. Perkins er kunnur leikari, sérstaklega i ýmsum af myndum hrollvekju- meistarans Alfreds Hitchcock. »Má þar heist nefna „Psycho“. Varð ekki úti. Halifax, Fnglandi, 30. janúar. AP. BÖRN SEM voru að leik skammt frá heimilum sínum á Yorkshire- heiðum, gengu á sunnudaginn fram á 48 ára gamla konu sem hafði flækt sig í gaddavír og legið þannig á sig komin i snjóskafli í 48 klukkustundir, en það var síð- degis fostudaginn sem hún festi sig í vírnum og gat sig hvergi hrært. Konan var á lífi og þótti það með ólíkindum. Hún var hins vegar helblá og hendur hennar svo bólgnar að þær náðu tvö- faldri eðlilegri stærð. Samkvæmt síðustu fregnum var líðan henn- ar eftir atvikum, en hún var illa kalin á tám og fingrum. Rændu mánaðar- kaupinu Niines, Krakklsndi.. 30. janúar. AP. FRANSKA lögreglan Ieitar nú dyrum og dyngjum að tveimur hermönnum I útlendingaher- deildinni, sem hefur aðsetur í suður-frönsku borginni Nimes. Eru félagarnir grunaðir um að hafa stolið einni milljón franka, sem var mánaðarkaup herdeild- arinnar allrar og átti að afhend- ast nú um mánaðamótin. Þetta er í annað skiptið á þremur mán- uðum, að félagar í útlendinga- herdeildinni eru í sviðsljósinu vegna glæpastarfsemi. í nóvem- ber voru tveir handteknir eftir að hafa barið Alsírbúa til óbóta í járnbrautarlest og varpað hon- um síðan frá borði. Varð það hans bani, en skýringarnar sem gefnar voru, hljómuðu á þessa leið: „Okkur líkar ekki við Araba.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.