Morgunblaðið - 31.01.1984, Síða 19

Morgunblaðið - 31.01.1984, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 19 Sjaastad spurdur um Treholt-málið ÓnIó, 30. janúar. Frá Jan-Krik Laure, rréttaritaraiMbl._ „ÉG ÁTTI ekki annars úr- kosti,“ sagöi Anders C. Sjaa- stad, varn- armálaráðherra Noregs, þegar hann var spurö- ur aö því á þingi hvers vegna Arne Treholt, sem njósnaöi fyrir KGB, hefði verið leyft að setjast í Háskóla hersins og fá þar meö aðgang aö ýmsum hernaðarleyndarmáium. Ríkisstjórnir ýmissa Atlants- hafsbandalagsríkja hafa gagnrýnt það, að Treholt skyldi hafa fengið að setjast í skólann án þess að þeim væri skýrt frá því, að hann væri grunaður um njósriir. „Á þessum tíma vorum við viss- ir um að Treholt væri njósnari fyrir KGB en utanríkisráðuneytið átti rétt á einum nemanda við skólann. Til að vekja ekki grun- semdir með Treholt hleyptum við honum að en að öðrum kosti er ekki víst að við hefðum getað stað- ið hann að verki," sagði Sjaastad, sem kvaðst harma það tjón, sem Treholt kann að hafa valdið bandalagsríkjum Norðmanna. Hann benti þó á, að handtaka Tre- holts og þær upplýsingar, sem hann kann að gefa um starfshætti KGB, væru ómetanlegar fyrir bandalagið. Forsetakosningar í Ecuador: Kosið á milli tveggja efstu (iuito, K-cuador, 30. janúar. AP. LEON Kcbres-Cordero, frambjóðandi íhaldsmanna, og Rodrigo Borja, fram- bjóöandi jafnaöarmanna, munu takast á í síðari umferð forsetakosninganna í Ecuador en þeir urðu efstir og nærri jafnir í fyrri umferðinni, sem fram fór í gær, sunnudag. Níu flokkar buðu fram í gær en úrslitin urðu þau, að Febres- Cordero fékk 29,12% og Borja 28,32%. Miðflokksmaðurinn Angel Duarte komst næstur þeim með 11,9%. Þar sem enginn frambjóð- andi fékk meirihluta verða þeir tveir efstu að reyna með sér á ný. Sá sem sigrar tekur við af núver- andi forseta, Osvaldo Hurtado, sem ekki var í kjöri. Verður síðari umferðin 6. maí nk. Nærri fjórar milljónir manna voru á kjörskrá og fóru kosn- ingarnar yfirleitt friðsamlega fram undir gæslu 20.000 her- manna. Hurtado tók við forseta- embættinu árið 1981 eftir að fyrr- um forseti, Jaime Roldos, beið bana í flugslysi. Kjörtímabili hans lýkur 10. ágúst nk. Ástandið í Ecuador er mjög erfitt um þessar mundir. Verðbólgan er um 65%, atvinnuleysi mikið, þjóðarfram- leiðslan minnkaði um 3,5% á síð- asta ári og erlendar skuldir eru sjö milljarðar dollara. Spánn: Hosni Mubarak Samtök múhameöstrúarríkja: Egyptar að- ilar á ný án skilmála Kairo, 30. janúar. AP. HOSNI Mubarak, forseti Egypta- lands sagöi í gær, að Egyptar myndu þiggja meö þokkum tilboð samtaka múhameöstrúarríkja um að gerast á ný aðilar að samtökun- um, en Egyptalandi var vísað úr samtökunum í kjölfarið á Camp I)avid-samkomulaginu svokallaða þar sem Egyptaland og ísrael sömdu frið. Mubarak tók skýrt fram, að Egyptar virtu eflir sem áður Camp David-samkomulagið og ekkert minntist hann á skilmála fyrir endurkomu Egypta í samtök- in. Mubarak þekktist boð samtak- anna formlega er sendinefnd skipuð á ráðstefnunni í Marokkó sótti hann heim. Hann sagði: „Auðvitað göngum við aftur í samtökin, við höfum ætíð gert skyldu okkar gagnvart öðrum múhameðstrúarlöndum og ekk- ert í þessu máli hefur beygt okkur á einn eða annan hátt til að hvika frá skuldbindingum okkar eða sjálfstæði." Gonzalez við útför Quintana ETA hefur lýst víginu á hendur sér Madrid, 30. janúar. AP. FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, var í dag viðstaddur útfór Guill- ermo Quintana Lacaci, hershöfðingja, sem baskneskir hryðjuverkamenn myrtu í gær. Gonzalez var auðsjáanlega brugðið og harmi lostinn þegar hann fylgdi Quintana til grafar. Juan Carlos, konungur, og Sofia drottning voru í gærkvöldi við minningarguðsþjónustu um Quintana en voru ekki við sjálfa útförina. Um eitt þúsund manns að auki fylgdust með útförinni og hrópuðu margir ókvæðisorð um stjórn sósíalista og skoruðu á her- inn að taka völdin í landinu. Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, hefur lýst víginu á hendur sér en Quintana er sjöundi hers- höfðinginn, sem hryðjuverka- mennirnir myrða frá árinu 1978 og annar frá því að sósíalistar tóku við stjórnartaumunum. Rúmlega 500 lögreglumenn og hermenn hafa fallið fyrir hendi þeirra frá 1968 þegar ETA var stofnað. Veiðar Færeyinga við Grænland: Þorskkvótinn skorinn niður kaupmannahofn, 30. janúar. Frá Niels Jnrgen Bruun, CrænlandsfréttariUira Mbl. ALLT útlit er nú fyrir, að Nordafar, færeyska fiskvinnslustöðin í Færeyinga- höfn á Grænlandi, verði ekki starfrækt á sumri komanda. Er ástæðan sú, að grænlenska landsstjórnin vill ekki láta Færeyinga fá þann þorskkvóta, sem þeir hafa farið fram á. Pauli Ellefsen, lögmaður Fær- eyinga, og Lars Emil Johansen, fulltrúi grænlensku landsstjórn- arinnar, hafa að undanförnu rætt þessi mál en ekki komist að neinni niðurstöðu. Færeyska landsstjórn- in hefur gengið í ábyrgð fyrir stöðina upp á 20 milljónir danskra króna og segir, að þorskkvótinn verði að vera a.m.k. 4000 tonn til að rekstur hennar geti gengið. Lars Emil Johansen segir hins vegar, að hámarkið sé 1000 tonn. Nordafar hefur mikla þýðingu fyrir íbúana í höfuðstaðnum, Nuuk, og á sumrum eru að jafnaði 5—600 manns í vinnu þar. Græn- lendingar bera hins vegar við afla- bresti og segjast ekki vera aflögu- færir með þorsk til annarra. 30-50% AFSLÁTTUR fdlllHL LV m Við viljum losa af lager 100 tepparúllur Nú er tækifærið að kaupa teppið á íbúðina, á stigaganginn, herbergið, skrifstofuna teða hvaða gólf sem er.Greiðsluskilmálar, útborgun um 20% og eftirstöövar á 7 mánuöum. Rýmum til fyrir nýjum tegundum og gefum 30 - 50% afslátt af gamla verðinu. VERÐ FRÁ KR.: 140-550pr.m2 Missið ekki af þessu einstæða tækifæri, til að eignast úrvals teppi á alvöru afsláttarverði. /x%,. 'arma Byggingavörur hf. REYKJAVÍKURVEGI 64 HAFNARFIRÐI, SÍMI 53140.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.