Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 Jónas Arnason, rithöfundur: Hitti Treholt hér heima og á Hafréttarráðstefnunni „KYNNI MÍN af Arne Treholt voru engin önnur en að hann kom hingað fyrir allnokkrum árum, fyrst og fremst í tengsl- um við kratana held ég. Með honum var Einar Förde, sem hefur verið helzti forystumaður ungra krata í Noregi, og Björn Godal. Af því að íslenzku krat- arnir voru ekki alveg eins krat- ar og þeir norsku var talið sjálfsagt að þeir heilsuðu upp á einhverja af okkur Alþýðu- bandalagsmönnunum. Þannig byrjaði þetta og allt voru þetta afskaplega viðkunnanlegir menn. Svo hitti ég hann vestur í New York á Hafréttar- ráðstefnunni, ætli það hafi ekki verið 1979. Eyjólfur Kon- ráð var þarna líka, en þá var Treholt hægri hönd Evensens. Ég man ekkert frá honum, að segja, annað en að hann virtist hafa töluverðan áhuga á leik- húsmálum. Svolítið gátum við talað saman um þau mál, hann þekkti líka norska leikhús- menn, meðal annars Thormod Skagestad,“ sagði Jónas Árna- son, rithöfundur, er hann var spurður hvort hann hefði kynnzt Arne Treholt. „Þegar ég var á Alþingi var ég af og til að minnast á áhugamál mitt um friðlýsingu Norðaustur-Atlantshafsins. Það eru um 12 ár síðan áhugi minn á því máli vaknaði á þingi Samneinuðu þjóðanna, en þar hitti ég ekki Treholt og man ekki til þess að hafa rætt það mál við hann. Þó hefur þetta áreiðanlega borið á góma þegar við röbbuðum við hann hér á íslandi. Það var ekki nokkur leið að láta sér detta 1 hug nokkuð eins og nú er komið fram um njósn- ir Treholts. Hann bauð af sér mjög góðan þokka og þeir allir. Það var ekki hægt að láta sér detta neitt annað í hug í hon- um en hreina og tæra hug- myndafræði, sem þó stundum getur leitt menn út í einhverja truflun, þannig að þeir haldi að þeir séu að gera veröldinni og mannkyninu einhvern greiða með ýmiss konar brölti. Mér skilst hins vegar á öllu, að þetta hafi komið upp vegna persónulegs breyskleika, fjár- hættuspils og kvennamála," sagði Jónas Árnason. 31 Þórshöfn: Leikfélagid sýn- ir „Ertu nú ánægð kerlingu LEIKFÉLAG l’orshafnar hefur tekið til sýninga „Krtu nú ánægð kerling", nmm einþáttunga með siingvum. Fimm þáttanna eru eftir Lars Levi Larsiadius í þýðingu Þrándar Thoroddsen og einn eftir Svövu Jakobsdóttur. Tónlist er eftir Gunnar Elander og Megas í útsetningu og stjórn David Woddhouse. Alls taka 25 manns þátt í sýning- unni, ieikarar, söngvarar og hljóð- færaleikarar. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Tau og tölur í JL-húsinu TAU og tölur heitir ný vefnaðarvöruverslun í porti JL-hússins við Hringbraut 121. Þar er seld öll almenn vefnaðar- og metravara. Eigandi Taus og talna er hlutafélagið Eskó. Verslunin er opin á sama tíma og JL-húsið. Hönnuður hennar er Haraldur Bjargmundsson, húsa- smíðameistari. Á myndinni eru tveir af eigendunum, þær Elísabet Bjargmundsdóttir (til vinstri) og Kristín Unnur Ásgeirsdóttir. Hef mínar heim- ildir að lang- mestu leyti úr Morgunblaðinu * — segir Guðmundur Arni Stefánsson um samskipti og samvinnu íslendinga við Arne Treholt „ÉG HEF mínar heimildir um samvinnu og samskipti íslendinga og Arne Trehojts að langmestu leyti úr Morgunblaðinu. Það hefur verið einkar iðið við að grafa upp íslendinga undanfarna daga, sem hafa á einhvern hátt verið í námunda við umræddan Arne Treholt síðustu ár og áratugi," sagði Guðmundur Árni Stefánsson, ritstjóri Alþýðublaðs- ins, er hann var beðinn að nafngreina þá íslendinga, sem hann segir í blaði sínu að hafi haft samvinnu og samskipti við Arne Treholt. „Þannig má Nefna Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, sem hitti Treholt hér á landi í fyrra, þegar hann kom hingað til lands á veg- um Varnarháskóla norska hers- ins. Treholt og aðrir nemendur skólans munu hafa dvalizt hér um þriggja daga skeið og verið í umsjá íslenzka utanríkisráðu- neytisins. Vafalaust hafa því einhverjir ráðuneytismenn og fleiri spjallað við hann og full- trúar okkar íslendinga á Hafréttarráðstefnunni, svo sem Hans G. Andersen og Guðmund- ur Eiríksson, áttu samskipi og samvinnu við fulltrúa Norð- manna á þeirri ráðstefnu. Arne Treholt var einn úr hópi Norð- manna. Svo hefur Morgunblaðið greint ítarlega frá matartíma í New York í desember fyrir rúm- um 12 árum þar sem Stefán Jónsson, Bragi Jósepsson og Hannes Pálsson snæddu með Arne Treholt og tveimur öðrum Norðmönnum. Vafalaust eru þeir svo fleiri landarnir, sem hafa rekizt á Arne Treholt enda hefur hann verið víðförull mjög. í þessu sambandi er hins veg- ar rétt að Morgunblaðið leiðrétti þá missögn blaðsins að Arne Treholt hafi verið formaður Sambands ungra jafnaðar- manna í Noregi. Það hefur hann aldrei verið, en var hins vegar framarlega í stúdentahópi ungra jafnaðarmanna," sagði Guð- mundur Árni. ‘^^'jyAWiViViv.ssvi^Wi'iS'iViViViVi'iVóVi'.ViViViV.v.ViS'iVi'i'i'i'iW.Vi i vefnaðarvöruversfun í porti JL — hússins Ver/ð velkomin TAU OG TÖLUR 5 JL —portinu I Irin^braut 121 Rcykjuvík Sími 23675 •.'.•.•.'.V.'.W.'.V.ViV.'.'.'.V.S'iV.'iViViVi'.ViV.'.'.'.'.'.'.V.V.V.ViV.'.'.'iV.'.WiV.'.ViV.'.'i'.'i'.'.S'.'.'.V.'.SNV.V.V.'i' BESJt 'x? HJALPARKOKKURINN KENWOOD CHEF Kr. 8.430.- (Qeng. 26.1 1.83) Til í tveimur litum. ICENWOOD chef Ennfremur ávallt fyrirliggjandi úrval aukahluta, svo sem, hakkavéL graenmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöfluafhýöari, dósahnífur o.fl. tr __ ___ a Er engin venjuleg hrærivél. Verö meö þeytara, hnoöara, grænmetis- og ávaxtakvörn, ásamt plasthlíf yfir skál:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.