Morgunblaðið - 31.01.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 31.01.1984, Síða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 Um skýrsluna góðu—frá 1972 Frá Stefáni Jónssyni EKKI veit ég hvaðan Morgun- blaðinu er komið leyndarskjal úr útanríkisráðuneytinu eins og skýrsla okkar Hannesar Pálsson- ar. dr. Braga Jósefssonar og und- irritaðs var vendilega stimpluð daginn fyrir Þorláksmessu 1972. Það er „innanríkismál" Morgun- blaðsins hvernig það aflar sér heimilda og síst ber að lasta dugnað blaðamanna. Það er hinsvegar viðkvæmnismál okkar þremenninganna, sem sömdum skýrsluna, hvernig þessar heim- ildir eru notaðar í tengslum við fremur ótrúlegt njósnamál er- lendis. Af þeim sökum hef ég nú komið á framfæri þeirri ósk við utanríkisráðuneytið að það geri hvort tveggja hið skjótasta, að greina frá því með hvaða hætti skýrslan lenti úr vörslu ráðuneyt- isins í hendur Morgunblaðs- manna, og að birta hana opinber- lega. Ekki ætla ég ritstjórn Morgun- blaðsins þá art að vilja sverta nöfn okkar skýrsluhöfunda per- sónulega. Fyrirsögn fjögurra dálka greinar á útsiðu sunnu- dagsblaðs Mbl. má hins vegar skilja á þá lund að við höfum bor- ið órökstuddar sakir á embætt- ismenn utanríkisráðuneytisins um „áráttu til klaufaskapar, þekkingarskorts eða vísvitandi tilraun til pólitískra skemmdar- verka.“ Þessi orð eru höfð rétt eftir úr niðurlagi aðalkafla skýrslunnar, en tekin úr sam- hengi við rökstuðninginn sem á undan fer. Það er nú ekki nógu gott, og því hef ég nú gert ráð- stafanir til þess að skýrslan verði birt í heild. Munu þá lesendur Mbl. geta fundið ofangreindum orðum þann stað, sem við þre- menningarnir féllumst á forðum daga í samráði við utanríkisráð- herra, að betur væri hafður ann- ars staðar en á síðum dagblað- anna. Úr því sem komið er má ætla aö innihald skýrslunnar fornu verði rætt nánar í blöðunum, og gefist þá efni til ýmissa skýringa, en til glöggvunar skal þetta rifjað upp nú þegar: A því hausti 1972 höfum við fært fiskveiðilögsöguna út í 50 sjómílur þrátt fyrir samninginn um 12 sjómílurnar, sem ríkis- stjórn Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. hafði gert við Breta og Þjóðverja. Um þessa nýju útfærslu var rík- isstjórn Ólafs Jóhannessonar raunar mynduð. Forystumenn Sjálfstæðisfl. og Alþýðufl. börð- ust eindregið gegn þessari út- færslu og aðallögfræðingur utan- ríkisráðuneytisins hafði lýst yfir þeirri skoðun sinni að sjómílurn- ar 12 væru alþjóðalög. Málið var semsagt býsna pólitískt, og ís- lendingar komnir í hatrama deilu við Breta, annað stærsta ríki Atl- antshafsbandalagsins. Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, skýrsluhöfundarnir þrír, fóru á Allsherjarþing SÞ þetta haust þeirra erinda að túlka málstað ís- lands í þessari fjölþjóðlegu deilu og vinna honum fylgi. Skýrslan góða greinir frá því, svo sem nú mun koma í ljós, með hvaða hætti við þremenningar gerðum þetta, og hvernig til tókst. Ég er vongóður um að Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra sé mér samdóma um að ekki sé síður nauðsynlegt að leiða í ljós hér en í Noregi, hverjir fjarlægi leyndarskjöl úr vörslu utanríkis- ráðuneytisins án heimildar. Og að lokum: Skyldi það nú koma í ljós að það hafi verið eina skýrslueintakið sem fjarlægt var úr utanríkisráðuneytinu og ráðu- neytinu því óhægt um vik að birta skýrsluna, þá kemur það nú ekki að sök, því mér tókst í gær, við nákvæma eftirleit, að hafa upp á gamla eintakinu mínu. Með þökk fyrir birtinguna. Rvík 29.1. 1984. Stefán Jónsson P.S. Einhver misskilningur hefur það verið hjá Þórarni Þórarins- syni að frá því væri sagt í skýrsl- unni að við óskuðum eftir ráðn- ingu ívars Guðmundssonar í stöðu ræðismanns í New York. Það gerðum við eftir öðrum leið- um og stóðu fulltrúar stjórnar- andstöðuflokkanna að því máli með okkur þremur, en Hannes Pálsson hafði forystuna. — Ætla ég að enginn okkar hafi iðrast þess að ívar var fenginn til þjón- ustu á þeim vettvangi. SJ. Aths. ritstj. Eins og komið hefur fram oftar en einu sinni í Morgunblaðinu er skýrslan sem blaðið hefur birt úr dagsett 22. desember 1971, þ.e. tæpu ári áður en fiskveiðilögsagan var færð í 50 mílur. Athugasemd frá rafmagns- veitustjóra í frétt á baksíðu Morgunblaðs- ins föstudaginn 27. þ.m. er greint frá þvi, að Guðjóni Guðmunds- syni, rekstarstjóra RARIK, hafi verið sagt upp störfum hjá stofn- uninni. Hér er farið með alrangt mál. Sem kunnugt er af fréttum í fjölmiðlum að undanförnu hafa iðnaðarráðherra og stjórn RARIK tekið þá ákvörðun að breyta starf- semi og skipulagi RARIK í veiga- miklum atriðum. Meðal annars verður rekstardeild stofnunarinn- ar, sem Guðjón hefur veitt for- stöðu um árabil, lögð niður í nú- verandi formi og verkþættir henn- ar fluttir til annarra deilda og að hluta út á landsbyggðina til svæð- isskrifstofanna, en að því hefur verið stefnt í vaxandi mæli á und- anförnum árum. Þegar þessi ákvörðun hafði verið tekin fór ég þess á leit við Guðjón að hann starfaði eftirleiðis sem aðstoðar- maður minn að ýmsum sérhæfð- um verkefnum. Tekur hann við því starfi 15. febrúar nk. er hið breytta skipulag tekur gildi. Þess skal að lokum getið, að Guðjón hefur starfað hjá Rafmagnsveit- um ríkisins allt frá stofnun þeirra fyrir rúmum 37 árum og áður starfaði hann hjá Rafmagnseftir- liti ríkisins í 5 ár. Sally Field í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins 29. janúar sl. er vikið að þeirri athugun, sem fram hefur farið á vegum iðnaðarráðherra á rekstri og skipulagi RARIK. Þar stendur m.a. eftirfarandi: „Þegar Morgunblaðið birti frétt í desember um þessi áform, höfðu for- svarsmenn RARIK stór orð um þennan fréttaflutning blaðsins. Nú hefur hins vegar komið í ljós, að upplýsingar Morgunblaðsins voru réttar og meira að segja hafði blaðið nákvæmari upplýsingar um bifreiða- eign þessa ríkisfyrirtækis en for- svarsmenn þess.“ f tilvitnaðri forsíðufrétt Morgun- blaðsins 7. desember sl. segir í fyrir- sögn: „Stefnt að uppsögnum 90 til 100 manna eftir áramót. Stærstur hluti fólksbílaflotans seldur, en hann telur 150—160 bíla.“ Við undirritaðir forsvarsmenn RARIK gerðum í desember sl. at- hugasemdir við þennan fréttaflutn- ing blaðsins. Allt, sem við sögðum í þeim athugasemdum er rétt og hefur sannast. Engar áætlanir liggja fyrir um uppsögn 90—100 starfsmanna. Þegar hefur verið ákveðið að 10 starfsmenn láti af störfum hjá fyrirtækinu vegna breytinga á skipulagi aðal- skrifstofu. Á blaðamannafundi 27. janúar sl. kynnti Hagvangur hf. hugmyndir um að fækka megi starfsmönnum RARIK til viðbótar um allt að 38 í Reykjavík, en jafnframt væri gert ráð fyrir að fjölga yrði á rekstrar- svæðum um 10—15 manns. Um þetta hafa engar ákvarðanir verið teknar, en það mun verða tekið til athugun- ar af stjórn RARIK. Fækkun starfsmanna á síðasta ári um 62 vegna samdráttar í verkefn- um RARIK eftir yfirtöku Lands- virkjunar á byggðalínum og virkjun- um var ákveðin af forráðamönnum rafmagnsveitnanna áður en athugun Hagvangs hf. kom til. Það skýrir heldur ekki fréttir Morgunblaðsins í desember sl. um uppsagnir eftir ára- mót. Um þann hlutann í frétt Morgun- blaðsins 7. desember sl., sem fjallar um bíla fyrirtækisins, er það i fyrsta lagi rangt, að fyrirætlanir séu um að selja stærstan hluta bílaflotans. Um það hafa engar tillögur eða hug- myndir komið fram, enda óraunhæft með öllu. í öðru lagi er fólksbílaflotinn ekki 150—160 bílar. f desember sl. voru 125 bílar í notkun hjá rafmagnsveit- unum og auk þess 5 bílar í sölu hjá Innkaupastofnun ríkisins, sem ekki verða endurnýjað. Varðandi bifreiðaþörf fyrirtækis- ins hefur verið haft fullt samráð við bíla- og vélanefnd ríkisins og Fjár- laga- og hagsýslustofnun. Pálmi Jónsson, stjórnarformaður. Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri. Aths. ritstj.: í frétt í Morgunblaðinu 7. desem- bcr sagði, að „stefnt" væri að upp- sögnum 90—100 starfsmanna hjá RARIK eftir áramót. Samdægurs efndu forráðamenn RARIK, þeir Kristján Jónsson og Pálmi Jónsson til blaðamannafundar, þar sem þeir sögu að þessar tölur væru út í hött og fjarstæðukenndar. Hins vegar kváðust þeir á þeim fundi ekki geta upplýst hversu mörgum yrði sagt Nýja bíó frum- sýnir „Bless koss“ NÝJA BÍÓ hefur frumsýnt kvikmynd- ina Bless koss, eða „Kiss me Good- bye“, eins og myndin heitir á frum- málinu. Aðalhlutverk leika Sally Field, James Caan og Jeff Bridges, en leikstjóri er Robert Mulligan. Myndin er gamanmynd frá 20th Century-Fox og er um léttlyndan draug, sem heimsækir fyrrverandi eiginkonu sína í þann mund er hún ætlar að gifta sig í annað sinn. upp en fram kom, að þá þegar hefði 46 starfsmönnum verið sagt upp. I athugasemdinni hér að ofan kemur fram, að á sl. ári hafi starfs- mönnum RARIK fækkað um 62. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var flestum þessara starfsmanna sagt upp síðari hluta ársins, líklega í nóvember og des- ember, og er ljóst, að 16 þessara starfsmanna hefur verið sagt upp eftir blaðamannafundinn 7. desem- ber. f ofangreindri athugasemd kemur ennfremur fram, að ákveðið hefur verið nú eftir áramótin, að 10 starfsmenn láti af störfum nú á að- alskrifstofu og ennfremur hafi Hag- vangur kynnt hugmyndir um fækk- un til viðbótar um 38 starfsmenn í Reykjavík en fjölgun annars staðar um 10—15 manns. Samkvæmt upp- lýsingum Kristjáns Jónssonar og Pálma Jónssonar var 62 starfs- mönnum sagt upp á árinu 1983, þar af flestum undir lok ársins, 10 hefur þegar verið sagt upp til viðbótar og hugmyndir um 38 uppsagnir til við- bótar við það. Samtals eru þetta 110 uppsagnir á rúmu árien á móti kem- ur fyrirhuguð aukning annars staðar sem nemur 10—15 starfsmönnum. „Nettó“ fækkun er þá 96—100 og er þar komin sú tala sem Morgunblaðið nefndi í frétt blaðsins 7. desember sl. Það skal hins vegar fúslega viður- kennt, að sú ónákvæmni var í þeirri frétt, að blaðið taldi allar þessar uppsagnir standa fyrir dyrum þá, þegar margar þeirra voru komnar til framkvæmda þá þegar, sennilega skömmu áður en fréttin birtist. Þegar á þetta er litið er það fjar- stæða, að frétt Morgunblaðsins frá 7. desember sl. hafi verið „fjarstæðu- kennd“, eins og forráðamenn RARIK ðu á blaðamannafundi þann dag. frétt Morgunblaðsins frá 7. des- ember sl. var sagt, að RARIK ætti 150—160 fólksbíla. Þessu mótmæltu forráðamen RARIK á fyrrnefndum blaðamannafundi og sögðu bíiaeign- ina vera 125 bíla. í skýrslu Hagvangs kemur hins vegar fram, að bílaeign RARIK hafi í ársbyrjun verið 131 bíll en á blaðamannafundi sl. föstu- dag sagði Kristján Jónsson að RARIK væri nú með 124 bíla en fimm væru í sölu og yrðu ekki endur- nýjaðir. Hins vegar upplýsti skýrsla Hagvangs, að bílaeign RARIK hefði verið 156 bílar sl. sumar og er þar komin sú tala, sem Morgunblaðið miðaði við í frétt sinni í desember sl. Þær upplýsingar komu ekki fram á blaðamannafundi forsvarsmanna RARIK hinn 7. des. sl. Það er á hinn boginn rétt, að þetta eru ekki allt fólksbílar og skal sú ónákvæmni í frétt blaðsins í desember hér með leiðrétt. Forsvarsmenn RARIK segja, að engar fyrirætlanir hafi verið uppi um að selja hluta þessa bílaflota eins og Morgunblaðið sagði í des- ember. I fyrsta lagi er ástæða til að benda á, að bílum í þjónustu RARIK hefur nú verið fækkað um 32 frá sl. sumri. 1 öðru lagi eru forsvarsmenn RARIK ekki einu ráðamenn fyrir- tækisins — yfir þeim eru ráðherra, ríkisstjórn og Alþingi, og geta ekk- ert staðhæft um það, að á öðrum vettvangi hafi slíkar hugmyndir ekki verið uppi. Af framansögðu má ljóst vera, að þótt nokkurrar ónákvæmni hafi gætt í frétt Morgunblaðsins 7. des- ember 91. eru tölurnar um uppsagnir og hámark bílaeignar réttar. BÓKFÆRSLA Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem hafa litla eða enga bókhalds- menntun. Námskeiðið ætti að geta komið að góðu gagni fyrir þá sem stunda eða hafa í hyggju að stunda einhvers konar rekstur og þá sem hafa hug á skrífstofustörfum í framtíðinni. Á námskeiðinu verður farið yfir meginreglur tvíhliða bókhalds með færslum í sjóðbók. dagbók, viðskiptamannabækur og aðalbækur. Farið verður yfir gerð rekstraryfirlita og uppgjörs smárra fyrirtækja. Stefnt er að þvi að þátttakandi geti fært almennt bókhald eftir nám- skeiðið og hafi nokkra innsýn í gerð rekstraryfirlita og ársuppgjörs. Leiðbeinandi: Þorvaldur Ingi Jónsson viðskiptafræðingur frá viðskipta- deild Háskóla fslands. Hann hefur starfað sem bókfærslukennari við Verzlunarskóla fslands. Starfar nú scm deildarstjóri í ríkisbókhaldi. Tími: 8.-14. febrúar kl. 13-18. 25.-30. apríl kl. 13-18. Verstunarmannaféiag Reykjavíkur og Starfsmenntunarsj(>dur Starfsmannafélags Ríkisstofnana styrkja félagsmcnn sína til þátttöku á þessu námskeiöi. Upplýsingar gefa vidkomandi skrifstofur. VIDSKIPTAENSKA FYRIR STJÓRNENDUR Námskeidid er ætlad öllum þeim sem samskipti eiga vid enskumælandi vidskipta- og/eda samstarfsadila og þar sem mikilvægt er ad tungu- málamisskilningur sé ekki hindrun í samstarfi manna. Námskeidid fer fram á ensku. Tilgangur námskcidsins er að gera þátttakendur hæfari í að heita ensku sem viðskiptamál og ná þannig betri árangri í samskiptum sínum vid útlendinga. Efhi: þjálfun í ensku talmáli. Ordafordi í ensku viðskiptamáli og fram- burðarreglur. Markmið viðskiptabréfa. Efni viðskiptabréfa. Raun- hæfar æfingar. Mismunur breskra og bandarískra viðskiptabréfa. Leiðbeinandi: I)r. Terry Lacy. Doktor í félagsfræði frá Colorado State University. Kenndi viðskiptaensku við Departmcnt of Technical Journalism í Colorado State University. Starfar nú sem stundakennari í enskn við heimspekideild Háskóla íslands og er annar höfundur ensk- íslenskrar viðskiptaorðabókar. Tími: 13.-15. febrúar kl. 9-12. Starfsmennlunarsjööur Starfsmannafélags Ríkisstofnana greidir þátttökugjald fyrir félagsmcnn sína á þetta námskcid. TIIKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU ÍSÍMA 82930 v STJÓRNUNARFÉLAG v ÍSLANDS il»o23 Athugasemdir við Reykjavíkurbréf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.