Morgunblaðið - 31.01.1984, Síða 36

Morgunblaðið - 31.01.1984, Síða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 t laai ymmm rnHirn éy \jerö ab opna. þig ctftur þessir h/utir kostcx offj'ár1." Ast er... ... ab gefa honum bókina sem hann langaöi í en haföi ekki efni á aÖ kaupa. TM Rm. U.S. Pat. Off.-all riflhts reserved »1983 Los Angeles Tlmes Syndlcate I Hve lengi haftð þið verið nán- ir vinir, þú og maðurinn minn? Með morgunkaffinu Ég get ekki dregið jaxlinn, því reglurnar segja ekki til um hvort þú megir losna héð- an í pörtum. t Ýmsir þankar um afburðagreind börn Gamall nemandi skrifar: „Velvakandi. Að undanförnu hefur verið til umræðu meðal jafnt lærðra sem leikra hvort og hvernig beri að sinna sérþörfum afburða- greindra barna. Er greinilegt að þar sýnist sitt hverjum. Mér hef- ur lengi verið það sérstakt áhugamál að skólavist þessara barna væri tekin til rækilegrar umfjöllunar og þá einnig viðhorf kennara almennt til þess að hýsa slíka einstaklinga í sinni bekkj- ardeild. Ýmsir kunna að ímynda sér að það sé afar skemmtilegt að tilheyra hópi þessara afburða- barna og hafa margir foreldrar eflaust óskað þess börnum sínum til handa. Hugtakið greind hefur ekki verið skilgreint í eitt skipti fyrir öll svo spanni öll vitsmuna- leg svið mannshugans, þótt margir hafi lagt þar gjörva hönd að verki. En við getum samt reiknað með að sú greind sem hér er verið að tala um, sé al- mennt séð sá hæfileiki að til- einka sér nýja þekkingu og reynslu í náminu og vinna út frá því. En að vera í skóla er fleira en það, sem að bókinni snýr. Þar kemur til almennur félagslegur þroski, tilfinningalegur þroski og andlegt jafnvægi nemandans. Auk þessa skiptir miklu viðhorf heimilis til skólans svo og við- horf kennarans til nemandans. Auðvitað eru kennarar ekkert öðruvísi en annað fólk, þeim lík- ar misvel við þá sem þeir um- gangast og börn eru þar ekki undanskilin. Auk þessa erum við misjafnlega sveigjanleg í atferli okkar og ... Hvernig líður svo barninu? Það má sem sé skrifa býsna langt mál en kjarni þessa bréfs átti að vera líðan barns, sem hef- ur til að bera afburðagreind og situr inni í almennum bekk. Gef- um okkur að barnið sé ekki ýkja hugdjarft, sé í aðra röndina bara ósköp venjulegt barn með lang- anir og tilfinningar sem slíkt. En þegar kemur að ýmsum þáttum námsins kemur það með allskyns spurningar og jafnvel upplýsingar sem ekki einungis tefja tímann heldur koma stund- um bekk og kennara í hreinustu vandræði. Ekki viljandi heldur af áhuga og vegna þess að þetta barn hefur hæfni til að álykta umfram það sem gengur og ger- ist. Svo kveður það allt í einu upp úr með eitthvað tengt því, sem verið er að fara yfir en engu að síður svo fjarlægt á þessu stigi málsins, að ekki er nokkur grundvöllur fyrir því að fara í þá sálma, vegna heildarinnar í bekknum. Þá þarf að fá barnið til að hætta þessu, til dæmis með því að benda því á að ekki sé verið að tala um þetta núna, við skulum aðeins bíða með að tala um þetta — og svo er haldið áfram með heill bekkjarheildar- innar fyrir augum. — Blessað barnið fer út í frímínútur: „gáfnaljós hvað þykistu vera. Þarft þú nokkuð að vera í skóla? Veistu ekki allt? — Þá er erfitt að vera átta ára og svolítið hug- laus og jafnvel ekki of viss um stöðu sína gagnvart kennaran- um. Maður er víst alltaf að tefja tímann og draga athyglina frá því sem á að vera að gera. Og félagslega refsingin lætur oft ekki á sér standa sbr. framan- skráð — hún getur gengið svo langt að allt að því um útilokun í leikjum svo ekki sé minnst á klíkur verði að ræða. Bekkurinn flissar — allt í lagi með krakkann, „hann er stórgáfaður“ En barnið hættir ekki að lesa, leita sér þekkingar og hugsa. Oft gleymir það sér. Það er bara barn og kemur með athugasemd- ir, tilvitnanir og efni sem því finnst alveg sjálfsagt að ræða í tengslum við það, sem verið er að fjalla um. En tímasetningin er röng, svo röng að þegar þetta hefur gengið um nokkurn tíma, lærist barninu að vera ekki að þessu, bekkurinn flissar, kennar- inn leiðir talið frá og sýnir oft veruleg merki óþreyju. Þetta getur sem best gengið svona allan barnaskólann án þess að nokkur sjái ástæðu til að hafast eitthvað að. Það er allt í lagi með barnið: „Krakkinn er stórgáfaður" jafnvel „frá ágætu heimili". — Ágætt heimili, þýðir ekki það sama og að þar sé öllum ljóst hvernig staða barnsins er, né heldur að foreldrar geti sett sig í spor þess, t.d. í frímínútun- um, svo þær séu aftur notaðar sem dæmi. Þetta barn, sem hér er verið að lýsa, getur þrátt fyrir alla sína greind, fyllst slíkri minnimáttarkennd gagnvart fé- lögum, einangrast svo, að það taki mörg ár fyrir það að ná eðli- legum félagslegum tengslum, í stað þess að taka því þakksam- lega ef einhver, bara einhver, vill vera með því þó að það sé skot- spónn í skólanum. Svona mætti halda lengi áfram og þið sem hafið kynnst þessu hvort heldur það er í skólanum eða annars staðar vitið að ég er að segja satt. Svona getur útkom- an orðið og verður oft. Þegar verst lætur flosna þessir ein- staklingar jafnvel upp úr námi, ekki vegna þess að skrúfað hafi verið fyrir greindina, og hæfi- leikarnir hafi skroppið saman heldur verður félagsleg líðan óbærileg, tilfinningalegt jafn- vægisleysi gerir vart við sig o.s.frv., o.s.frv., o.s.frv. Ekki kann ég ráð við öllum vanda, sem skólamenn standa frammi fyrir í daglegu starfi, en varðandi málefni þessara barna Hamingju ljósenglar hönd þína leiði Ólafía Einarsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég lærði vísu fyrir um það bil 50 árum og mig langar svo að vita eftir hvern hún er og hvort erindin eru fleiri. Vísan var skrifuð í minningarbók og hljóðar svona: Glófagrar rósir á braut þína breiði bernskunnar draumljúfa æskunnar vor. Hamingju ljósenglar hönd þína leiði huldum á vegi, hvert einasta spor. lEru allar lsyndir Guði |að kenna? Bj»rtmar Kristjinsson skrifar frá j ftra-Laugalandi. , Eru allar syndir Guði að nna? Svo var ekki talið í ga™.la ga, því alþekkt er orðtak.ð. Varðar þetta ekki lög um jafnrétti? Kristín Njarðvík hringdi og hafði eftirfarandi að segja: í framhaldi af hugleiðingum Bjartmars Kristjánssonar í Velvakanda í dag (föstudag 28. jan.), varðandi það hvort allar syndir séu Guði að kenna væri gaman að vita hvort spurning- unum sem lagðar eru fýrir brúðhjón er þau eru gefin sam- an, hafi verið brevtt. Karlmaðurinn er til dæmis spurður hvort hann ætli að eiga konuna, en konan er hinsvegar spurð hvort hún ætli að reynast manni sínum undirgefín. Varðar þetta ekki íslensk lög um jafn- rétti? Pastelmark fáanlegt í Mosfellssveitinni Kristján Sæmundsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: í Morgunblaðinu í gær (mið- vikudag) skrifar Anna og spyr um pastelmark, grænmetisteg- und, sem ég notaði við mat- reiðslu í sjónvarpinu í haust. Þetta grænmeti er illfáanlegt, næstum ófáanlegt hér á landi, að minnsta kosti á þessum árs- tíma. Það hefur samt verið ræktað hér á íslandi og ég veit um eina konu sem hefur ræktað þetta og selt. Hún heitir Thora og býr að Hlíðatúni 6 í Mosfells- sveit. Ég hringdi í Thoru í gær og ræddi við hana og hún sagði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.