Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 3 Morgunblaftift/ Svavar B. Magnússon Piper Chieftain flugvél Flugfélags Norðurlands er mikið löskuö eftir að henni hlekktist á á flugvellinum á Ólafsfirði sl. laugardag. Ólafsfjörður: Flugvél hlekkt- ist á í lendingu ÓlafsfirAi, 30. janúar. FLUGVÉL frá Flugfélagi Norður lands hlekktist á í lendingu á flug- vellinum hér á Ólafsfirði sl. laugar- dag. Vélin, sem er af gerðinni Piper Chieftain, var að koma úr áætlunar- fiugi frá Reykjavík þegar óhappið átti sér stað. Fljúgandi hálka var á flugvell- inum þegar óhappið átti sér stað, en vélin rann út af brautinni út í mikinn snjó við enda hennar. Við óhappið rákust vængur, skrúfa og hjólabúnaður vélarinnar á snjó- ruðningana og urðu töluverðar skemmdir á vélinni. Með vélinni voru 10 manns, en engin slys urðu á fólki þegar óhappið átti sér stað, en þá var vindur þvert á braut. — Jakob Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ tekur nú við fyrirspurnum frá lesendum sín- um varðandi skattamál, og er þessi þjónusta hugsuð sem að- stoð við lesendur við gerð skatta- framtala. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, milli klukkan tvö og þrjú á daginn og beðið um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur niður spurningarnar og kemur þeim til ríkisskattstjóra, Sigur- bjarnar Þorbjörnssonar, sem hefur fallizt á að svara þeim. Svör ríkisskattstjóra munu svo birtast í blaðinu. Vinna hefst væntanlega hjá BÚR í fyrramálið VINNA mun væntanlega hefjast í vinnslustöövum Bæjarútgerðar Reykjavíkur í fyrramálið, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra, sem sagði að fyrsta skip fyrirtæk- isins, togarinn lljörleifur, kæmi væntanlega inn til hafnar í kvöld, eða fyrramálið. „Það má segja, að hlutirnir hafi gengið fyrir sig eins og við gerðum ráð fyrir, það er að fyrsta skip kæmi inn um mán- aðamótin og síðan verði sam- felld vinna úr því,“ sagði Brynj- ólfur Bjarnason ennfremur, en eins og skýrt var frá í Mbl. í b.vrjun ársins var stórum hluta starfsfólks Bæjarútgerðar Reykjavíkur sagt upp störfum vegna erfiðleika í rekstri fyrir- tækisins. Verðlagsráð um greiðslukort: Notendur beri kostnaðinn VERDLAGSRÁÐ samþvkkti á fundi sínum í gærdag, að mælast til þess við stjórnvöld, að sottar verði sem allra fyrst nákvæmar reglur um greiðslu- kort, sem m.a. tryggi, að kostnaður vegna greiðslukortanna lendi ein- göngu á þeim, sem þau nota. Þessi samþykkt er gerð í kjölfar tillögu frá Ásmundi Stefánssyni og Snorra Jónssyni í Verðlagsráði á dögunum þess efnis, að kaup- mönnum, sem verzluðu með greiðslukort, væri gert skylt að veita þeim viðskiptavinum sem staðgreiddu vöru ákveðinn stað- greiðsluafslátt sem næmi a.m.k. þeirri þóknun, sem kaupmenn greiða greiðslukortafyrirtækjunum. Hafskíphf. styðuraukið átaktil útflutnings islensKiar iðnaðarvðru Vegna aukins átaks í sölu á íslenskum iðnaðarvörum erlendis og í tilefni 25 ára afmælis Hafskips bjóðum við útflytjendum eftirfarandi aðstoð . Aukin umsvif Hafskips erlendis skapa okkar mönnum þekkingu á erlendum stað- háttum, einkum á sviði flutninga, viðskipta og markaðsmála. Þessi þekking stendur til boða, m.a. með ráðgjöf og milligöngu. Fimm svæðisskrifstofur Hafskips erlendis; í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam, Ipswich og New York og eigið flutningafyrirtæki, COSMOS Shipping Co. með skrif- stofur sínar í fimm borgum Bandaríkjanna, eru tilbúnar að veita enn frekari þjónustu. T.d. við ýmiskonar upplýsingaöflun, leit að viðskiptasamböndum, lækkun erlends milliliðakostnaðar, tilboðaleit í flutninga milli svæða erlendis, aðstoð við hráefnisöfl- un og útboð. Skipaður hefur verið sérstakur milligöngumaður á aðalskrifstofu Hafskips í Reykjavík, Þorsteinn Máni Árnason, til að sinna þessum verkefnum auk framangreindra aðila. Leitið til hans með frekari fyrirspurnir. Auk annarrar þjónustu sem að gagni gæti komið nefnum við síðast en ekki síst hvetjandi flutningsskilmála á iðnaðarhráefnum til landsins og fullunninni iðnaðar- vöru héðan. Aukið átak í útflutningi er íslensku þjóðinni lífsnauðsyn. Hafskip hf. gengur heilshugar til leiks. Okkar menn - þínir menn ZS HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.