Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 25 irs: Eins og sjá má er hann léttur og þægilegur í flutningum, audvelt er ad taka hann sest er í hann er ekki unnt aö merkja að viðkomandi sitji í „klappstól" og útlitið ber sér. >nar fram- intaka á ári með stálið, þá veit ég ekki hvort þetta væri orðið að veruleika. En mikilvægast fyrir mig er að þessari góðu móttökur hafa vakið áhuga framleiðenda á mér sem hönn- uði. Ég hef t.d. nú þegar fengið tilboð um að vinna fyrir aðra erlenda fram- leiðendur og ég kem til með að vinna meira fyrir KUSCH-verksmiðjurn- ar.“ Hvert er ætlunin aö selja stólinn? „Hugmyndin er að selja stólinn til veitingastaða, í opinber fyrirtæki, sýningarsali og samkomustaði, og einnig á heimili. Hann kemur til dæmis mjög vel til greina sem eld- hússtóll. Það er meðal annars með þessa fjölbreytilegu notkun í huga, sem ákveðið var að framleiða hann í 28 mismunandi afbrigðum, þar sem stóllinn er alls staðar hinn sami, en litur mismunandi, áklæði og seta breytileg og fleira í þeim dúr. Verðið er svipað eða örlitlu hærra en á venjulegum eldhússtól í Þýska- landi, um 2.500 íslenskar krónur út úr búð.“ Annar stóll í Danmörk — Þú ert með annan stól í Dan- mörk, er það önnur og alveg óskyld gerð? „Já, það er rétt, Samnorræna sam- vinnusambandið stefnir að því að sýna þann stól á húsgagnasýningunni í Bella Center í maí. Eg vona að við náum að ljúka við stólinn fyrir þann tíma. Sá stóll er um margt frábrugð- inn þeim þýska, en hann byggir á sama felliútbúnaði." Skilningsleysi á mikilvægi hugvitsins — Þú nefndir hér fyrr, að áhuga- leysi og skilningsleysi hefði valdið því að íslenskir framleiðendur vildu ekki framleiða stólinn. „Já, ég reyndi að koma hugmynd- inni á framfæri hér, en áhugi var ekki fyrir hendi og ekki heldur skiln- ingur á mikilvægi þess, að hugað væri að nýjungum sem þessum. Mér finnst æði oft vanta hér á landi bæði upphaf og endi, til þess að um góðan árangur geti orðið að ræða. Með upphafinu á ég við það, að hér er engin áhersla lögð á að hlú að þeim, sem fást við tilraunir eða hönn- un á hvers kyns nýjungum. Tiltölu- lega auðvelt er að fá fé til að endur- skipuleggja framleiðslu fyrirtækja og hingað koma sérfræðingar frá Finn- landi og Guð má vita hvaðan þeirra erinda. Síst ætla ég að gera lítið úr slíku starfi, en þó finnst mér einenni- legt, að á sama tíma og varið er fjár- munum í að finna bættar rekstrarað- ferðir, virðist enginn skilningur vera á nauðsyn þess að hugsa út nýja og betri vöru til að framleiða. Það er til dæmis nær útilokað fyrir einstakling að fá fé til að þróa nýjar hugmyndir í hönnun, nema í samvinnu við fyrir- tæki, sem oft á tíðum hafa fengið fé undir yfirskini að þau séu að þróa vöru í samvinnu við hönnuð, en notað peningana í annað. Ég hef það lika á tilfinningunni að þeir misskilji hönn- uði, haldi að þeir birtist með teikn- ingar af framleiðslunni viku eftir að hringt er í þá og það sé ekkert að gera nema stilla vélarnar og hefja fram- leiðslu. Þróunin stóð t.d. yfir í ár hjá mér og KUSCH. Og hafi þeir eitthvað til hönnunarinnar að leggja, finnst þeim sem hugverkið sé þeirra og því hönnuðurinn óþarfur. Með endinum á ég við, að hér vant- ar allt, sem heitir sala og markaðs- setning vörunnar. Sölu- og kynn- ingarstarfið er í molum, og við erum langt á eftir öðrum þjóðum í þessu efni. Þessa tvo þætti verðum við að leggja meiri áherslu á í framtíðinni, eigi íslenskur iðnaður að getd orðið það stórveldi sem hugur og hæfileik- ar standa til. Síst af öllu má láta sem hugvitið sé einsis virði, því það er einmitt það, sem allir hinir þættirnir byggjast á,“ sagði Valdimar að lok- um. Jafntefli dugöu Piu til að halda forystunni Skák Margeir Pétursson S/KNSKA stúlkan Pia ('ramling heldur ennþá forystunni á Búnaóarbanka- skákmótinu. Hún hefur að vísu aðeins gert jafntefli í tveimur síðustu skákum sínum en helstu keppinautar hennar hafa þó ekki náð að brúa bilið, en fylgja fast á hæla hennar með hálfum vinningi minna. Að fimm umferðum loknum hefur Pia þrjá og hálfan vinn- ing, en næstur er Nick deFirmian með þrjá vinninga og lakari biðskák. Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Mil- orad Knezevic hafa allir þrjá vinninga, Margeir Pétursson, Shamkovich og Guðmundur Sigurjónsson hafa tvo vinninga og biðskák, Sævar Bjarnason einn og hálfan vinning, Lev Alburt einn vinning og tvær biðskákir, Jón L. Árnason hefur hálfan vinning og tvær biðskákir og Jón Kristinsson rekur lestina með hálfan vinning og eina biðskák, sem hann hefur betur í. í fimmtu umferðinni sem tefld var í gærkvöldi kom fátt á óvart. Snemma var samið jafntefli í skák Helga Ólafssonar og Margeirs Pét- urssonar og skák Jóhanns Hjartar- sonar og Knezevics. Þá tilkynnti Jó- hann í upphafi umferðarinnar að hann hefði ákveðið að þiggja jafn- teflisboð Piu Cramling í skák þeirra úr fjórðu umferð. A öðrum borðum var hins vegar barist af fullri hörku. Jón Kristins- son virtist hafa jafnað taflið gegn deFirmian eftir byrjunina, en mis- steig sig þá illilega. Fyrst gaf hann Bandaríkjamanninum færi á að ná betri stöðu og skömmu síðar kórón- aði hann slysið með því að leika sig beint í mát. Sævar Bjarnason tefldi af öryggi gegn Piu Cramling og náði smávægi- legum stöðuyfirburðum eftir byrjun- ina. Pia var þó ekki léttvæg fundin, náði mótspili og eftir mikil uppskipti var ekki um annað að ræða en semja jafntefli, enda tilgangslaust að setja steindauða jafnteflisstöðu í bið. Lev Alburt, stigahæsta stórmeist- aranum á mótinu og sigurvegara sið- asta Reykjavíkurskákmóts, gengur afar erfiðlega að vinna skák. í gærkvöldi átti hann í höggi við Guð- mund Sigurjónsson og virtist Albert fá þægilegt endatafl, því hann hafði öflugt frípeð á miðborðinu. Guð- mundur var í mikilli tímaþröng, en varðist samt af nákvæmni. Þegar skákin fór í bið þráaðist Alburt samt við og biðstaðan er þessi: Svart: Guðmundur Sigurjónsson a b c d • f o h Hvítt: Lev Alburt Svartur lék biðleik. Sem sjá má hefur Guðmundi nú tekist að skorða hvíta frípeðið rækilega og blasir jafnteflið því við. Leonid Shamkovich varð á óná- kvæmni í byrjun skákar sinnar við Jón L. Árnason og lenti í þekktri gildru. Hann missti peð án þess að fá fullnægjandi gagnfæri í staðinn, en Jón er greinilega ekki enn búinn að finna sig og eftir alltof hægfara tafl- mennsku af hans hálfu kom þessi staða upp: Svart: Jón L. Árnason 36. Hxd6! - Hxd6, 37. Hxb7 — Hxg4, 38. Kxg4 — Hg8, 39. Kh3 — Hdd8, 40. Hc7 — Hb8! og nú fór skákin í bið. Þó Shamkovich sé skiptamun undir í biðstöðunni hefur hann samt betri möguleika því svarta peðið á c5 er dauðans matur. Með síðasta leik sín- um fyrir bið kom Jón þó öðrum hróki sínum á opna línu og hefur því ein- hver gagnfæri. Jón er ekki öfundsverður þessa dagana, eftir afar slæma byrjun á mótinu hefur hann nú tvær mjög flóknar biðskákir við bandarísku stórmeistarana Alburt og Shamko- vich. Gegn Alburt virðist hann standa betur og á því möguleika á að rétta hlut sinn. Svo virtist sem áhorfendur hefðu fundið á sér að keppendur yrðu ekki í eins miklum vígahug og í upphafi mótsins því aðeins rúmlega hundrað manns fylgdust með skákunum í gærkvöldi. Dallas hefur líka án efa veitt skákgyðjunni harða keppni. Búast má við því að staðan á mót- inu skýrist eftir að biðskákir hafa verið tefldar í kvöld, en ef þeim lýk- ur eins og búst má við verða þátt- takendur allir á bilinu l‘/2 v. til 3‘/fe v. Það er því útlit fyrir geysilega harða keppni í síðari hluta mótsins og enn er enginn útilokaður frá því að blanda sér í toppbaráttuna. Hér fer að lokum eina vinnings- skákin frá í gær: Hvítt: Nick deKirmian Svart: Jón Kri.stins.son Spænski leikurinn. I. e4 — e5,2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Rxe4, Opna afbrigðið sem lengi hefur verið í uppáhaldi hjá Jóni. 6. d4 — b5, 7. Bb3 — d5, 8. dxe5 — Be6, 9. Rd2 — Rxd2, 10. Bxd2 — Be7, II. c3 — 0-0, 12. Bf4 — Dd7, 13. Dd3 — Had8, 14. Hadl — Ra5, 15. Bc2 — g6, 16. Rd4 — Rc4, 17. Hbl — c5, 18. Rxe6 — Dxe6, 19. Dg3 — f6, 20. exf6 — Dxf6, 21. Bh6 — Bd6, 22. Dh3 — 22. — HI7? Eftir skákina sagðist Jón hafa ein- blínt á að halda pressu gegn hvíta peðinu á f2, en 22. — Hfe8! er mun rökréttari leikur, því þá er hróknum leikið á opna línu. 23. f4! — He8, 24. Hbel! — Nú nær hvítur línunni. 24. — Hxel, 25. Hxel — He7?? og Jón gafst upp um leið án þess að bíða eftir 26. Dc8 — sem leggur svörtu stöðuna samstundis í rúst. Arnarflug óskar eftir 45 milljóna ríkisábyrgð ARNARKLUG hefur farið fram á ríkisábyrgó að upphæð allt að 1,5 milljónum dollara, eða sem samsvar- ar um 45 millj. íslenzkra króna. Ké- lagið hyggst breyta erlendum skammtímaskuldum í lán til lengri tíma, ennfremur afla sér rekstrar- fjár. Agnar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, sagði í viðtali við blm. Mbl. að stjórn fyrirtækisins hefði samþykkt á fundi sínum 25. janúar sl. að fara fram á umrædda ríkisábyrgð. Ætlunin væri að breyta erlendum viðskiptaskuldum, bæði bankalán- um og öðrum skuldum í fast erlent lán, en til þess þyrfti ríkisábyrgð. Þá sagði hann rekstrarfjárskort hafa háð starfsemi félagsins í skamman tíma og hluti þessarar upphæðar væri ætlaður til að bæta þá stöðu. Agnar sagði ennfremur, að hluta af þessu dæmi mætti rekja til þess, að félagið hefði í hyggju að skipta um flugvél um mánaða- mótin marz—apríl og slíkt hefði ætíð í för með sér ærin útgjöld í formi tryggingarfjár. Að sögn Agnars hefur ekkert verið ákveðið um hvar leitað verður eftir lán- töku, fyrst yrði beðið eftir undir- tektum stjórnvalda. Hér birtast spurningar lesenda utn skattamál og svör ríkisskattstjóra, Sigurbjarnar 1‘orbjörnssonar. I>eir lesendur, sem hafa spurningar fram aö færa, geta hringt í síma 10100 milli klukkan 2 og 3 alla virka daga. Tannviögeröir Kristján Birgisson, Álfhólsvegi 129, Kópavogi, spyr: Eru tannviðgerðir, sem gerðar eru vegna annarra veikinda, frádráttar- bærar frá skatti? Svar: Kostnaður við tannviðgerðir er skki frádráttarbær frá tekjum. Ef kostnaður við tannviðgerð, sem talin ir vera nauðsynleg vegna afleiðinga veikinda eða slyss, hefur skert gjald- þol manns verulega geta menn sótt im lækkun tekjuskattsstofns (íviln- an) til skattstjóra. Sérstakt eyðublað ív fyrir slíka umsókn „Umsókn A skv. 56. gr. ... Re.05“, sjá 2. tl. Fæðiskostnaður ekki frádráttarbær Jakob Ágústsson, Breiðagerði 2, Reykjavík, spyr: Er launþega heimilt að færa til frádráttar sannanlegan fæðiskostnað á vinnustað utan þéttbýlis, þar sem ekkert mötuneyti er og vinnuveitandi lætur ekki í té fæðisgreiðslur, heldur þarf launþegi sjálfur að sjá sér fyrir fæði? Svar: Nei, slík heimild er ekki fyrir hendi í gildandi skattalögum, þó fá sjó- menn á íslenskum fiskiskipum, sem þurfa sjálfir að sjá sér fyrir fæði og njóta ekki fæðisgreiðslu frá áhafna- deild aflatryggingarsjóðs, fæðisfrá- drátt, 95 kr., fyrir hvern úthaldsdag. Verðbætur Lárus Jóhannsson, Spóahólum 12, Reykjavík, spyr: Eru verðbætur, sem greiddar eru af verðtryggðum lánum sem tekin eru til íbúðarkaupa eða íbúðarbygg- ingar, frádráttarbærar til skatts, samsvarandi vöxtum af hliðstæðum lánum? Svar: Verðbætur á afborganir og vexti sem greiddar eru á árinu 1983 (gjald- fallnar verðbætur), þ.m.t. vísitölu- álag lána Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, teljast til vaxtagjalda ársins. Frádráttur vegna skólagiingu barns Anna Kristjánsdóltir, Strýtuseli 5, Reykjavík spyr: Éær forráðamaður barns frádrátt frá skatti vegna skólagöngu og uppi- halds þess? Svar: Ef barnið er innan 16 ára á tekju- árinu er enginn frádráttur vegna skólagöngu eða uppihalds þess. Barnabætur eru greiddar með því. Ef barnið er 16 eða eldra á tekjuár- inu getur forráðandi sótt um lækkun á tekjuskattsstofni (ívilnun) vegna menntunarkostnaðar barnsins. Sér- stakt eyðublað er fyrir slíka umsókn „Umsókn B skv. 4. tl. 66. gr. R3.06".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.