Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Stjórnun fiskveiða: Aflamarks- leiðin valin Smáfiskur verður undanþeginn aflamarki og ekki gerður upptækur SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að við stjórnun fiskveiða á ár- inu skuli farið eftir tillögum ráðgjafa- nefndarinnar um aflamark með sókn- armarki til vara í undantekningartil- fellum. Skal aflamark hvers skips á árinu liggja fyrir eigi síðar en 20. febrúar næstkomandi. Munu reglur þessar verða kynntar á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun í flestum tilfellum verða farið eftir tillögun nefndar- innar, sem skilað var fyrir nokkru og voru rækilega kynntar í Morgun- blaðinu. Þann 20. febrúar skal vera ljóst aflamark hvers skips og kemur þá til frádráttar því afli hinna 7 bolfisktegunda, sem aflamarkið tek- ur til og fengizt hefur frá áramótum. Þá mun ufsaafli til 20. febrúar verða undanskilinn aflamarkinu og helm- ingur línuafla til 1. marz. Þá munu sérleyfisveiðar skerða aflamark þeirra skipa, sem þær veiðar hafa stundað. 10% aflaverðmæta humar-, síldar- og rækjubáta nema þeirra, sem stundað hafa úthafsrækju, dragast frá bolfiskmarki þeirra; 25% aflaverðmæta loðnubáta og 35% aflaverðmæta skelfiskbáta. Skerðing aflamarks þessara skipa ásamt því, sem kemur frá þeim skip- um, sem hætt hafa veiðum á sl. ári, fer að mestu til þeirra skipa, sem ekki hafa stundað sérleyfisveiðar. Smáfiskur verður ekki lengur gerður upptækur til þess að stuðla að því að komið verði með hann að landi og fellur hann ekki undir afla- mark skipanna. Tilfærsla aflamarks milli skipa innan sömu verstöðvar er tilkynningarskyld til ráðuneytisins, en tilfærsla milli verðstöðva og landshluta háð leyfi ráðherra og hugsanlega umsögn fleiri aðilja. Aflamarkið skal endurskoða í byrj- un apríl með tilliti til aflabragða og rannsókna Hafrannsóknastofnunar. Krakkar á skautum í góða veðrinu. Borgarnesi, 1. febrúar. FEGURSTA vetrarverður hefur verið hér um slóðir, sólskin og logn en nokkuð frost. Ungir sem aldnir notuðu vetrarblíöuna til að fara á skauta og skíði og ríða út. Skautasvell myndaðist víðs- vegar í bænum eftir hlákuna fyrr í vikunni og notuðu yngri Skautað og skíðað í góðviðrinu krakkarnir sér það óspart. Þá var skíðalyftan, sem komið hef- ur verið fyrir uppi í Hafnarfjalli, óspart notuð. Þykir þessi lyfta, þó við ófullkomnar aðstæður sé, hin mesta framför og kunna skíðaunnendur vel að meta hana. Mesta furða er hvað unglingarn- ir kunna fyrir sér í skíðaíþrótt- inni þó þau hafi litla tilsögn fengið og ekki áður haft aðstöðu til þessa. Hestamennska er eitt vinsælasta tómstundastarfið í Borgarnesi og notuðu margir þennan góðviðrisdag til útreiða. - HBj. ir, sem er um helmingi meira en árið áður, en þá var seld þangað 641 lest. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda hefur því ýtt undir menn að salta ufsann, en jafnframt varað við söltun smárra flaka. í Vestmannaeyjum eru fáir bátar byrjaðir veiðar, en þeim hefur geng- ið nokkuð vel. Sem dæmi má nefna, að Valdimar Sveinsson VE 22 hefur fengið rúmar 300 lestir af ufsa og þorski. Eðvarð Júlíusson, forstjóri Hópsness í Grindavík, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að ufsaveiðin að undanförnu hefði verið sú bezta á þessum árstíma í mörg ár. Það hefði tvímælalaust verði góð ákvörðun að leyfa ufsaveiðar í net. Það hressti mjög upp á bæinn og væri nú full vinna í öllum fiskvinnslustöðvunum. Á þriðjudag hefðu 15 netabátar landað samtals 339 lestum í Grinda- vík eftir daginn eða rúmum 22 lest- um að meðaltali. Sagði hann að tveir bátar fyrirtækisins væru nú komnir með tæpar 500 lestir, Hópsnesið með 210 og Höfrungur II 280. Aflann hefðu bátarnir fengið á Selvogsbanka og úti af Reykjanes- grunni, sem væri um 4 tíma sigling frá Grindavík. Þeir væru yfirleitt með 6 til 7 trossur eða rúmlega 100 net í sjó og mat væri mjög gott. Tekinn með kíló af hassi 24 ÁRA gamall maður var handtek- inn í fyrradag á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Lúxemborg. Hann hafði innan klæða tæpt kíló af hassi. Fíkniefnadeild lögreglunnar setti í gær fram kröfu um 5 daga gæzlu- varðhald yfir manninum. Bátarnir moka upp ufsa í netin Njálsgata 48a — atburðurinn mun hafa átt sér stað á efri hæð hússins í miðherbergi. Atburðurinn á Njálsgötu 48a: Köfnun líkleg dánarorsök SEINT í gærkvöldi var 36 ára gam all maður úrskurðaður í gæzlu- varðhald í Sakadómi Reykjavíkur. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa orðið 39 ára gamalli konu að bana í íbúð hússins Njálsgötu 48a. Líkur benda til, að konan hafi lát- ist af völdum köfnunar, en til átaka kom þeirra í milli þegar konan vildi fara úr íbúðinni. Hann mun hafa togað í trefil, sem hún hafði um háls sér, og það leitt hana til dauða. IJmræddur maður var úrskurð- aður í gæzluvaröhald til 4. febrúar nk. eða í 64 daga og gert að sæta geðrannsókn á tímabilinu. Ágúst Jónsson fulltrúi sakadómara kvað upp úrskurðinn. 39 ára gamall maður var hand- tekinn í fyrrakvöld ásamt þeim, sem játað hefur á sig verknaðinn. Honum var sleppt úr haldi í gærkvöldi og ekkert bendir til annars en hann hafi komið á vettvang eftir að voðaatburðurinn átti sér stað. Hinum grunaða og látnu kon- unni var vísað úr biðskýli Stræt- isvagna Reykjavíkur í fyrradag vegna deilna þeirra. í milli. Þau voru flutt í lögreglustöðina, en síð- an ekið heim. NÝLIÐNN janúarmánuður hefur verið sá lang bezti í mörg ár, bæði hjá okkur og flestum öðrum á Suðurnesjum. Sem dæmi um það má nefna, að báturinn okkar, Höfrungur III, fékk alls um 335 lestir í mánuðinum og byrjaði þó ekki fyrr en þann 12. Bezti janúar, sem ég man utan þessa var 1974, en þá fékk báturinn um 200 lestir. Þetta gefur því vissulega tilefni til bjart- sýni,“ sagði Þorleifur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Glettings í Þor- lákshöfn, í samtali við Morgunblaðið. Mok-ufsaveiði hefur verið í netin á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Suðurnesja og sögðu viðmælendur Morgunblaðsins á þessu svæði, að þeir myndu varla annað eins fiskirí á þessum tíma. Töldu þeir það hafa skipt miklu máli, að tekin hefði ver- ið ákvörðun um að leyfa ufsaveiðar í Höfrungur III með 335 lestir net á þessum tíma, það hefði hrein- lega skipt sköpum fyrir sjávarpláss- in. Ufsaveiðar í net þar til afla- markið verður frágengið og sett á skerða ekki aflahlut viðkomandi skipa samkvæmt ákvörðun sjávar- útvegsráðuneytisins. Mestur hluti ufsans á Suðurnesj- um er flakaður og saltaður til út- flutnings til Vestur-Þýzkalands, en í Vestmannaeyjum er hann að mestu frystur. Þá fer eitthvað af ufsanum í skreið. Markaður fyrir söltuð ufsa- flök í Vestur-Þýzkalandi hefur farið verulega vaxandi að undanförnu. f fyrra voru seldar þangað 1.246 lest- Betri andi í ÍSALrVÍðræðum: ÍSAL lagði fram hugmynd að bónus SAMNINGANEFND íslenzka álfé- lagsins hf. lagði í gærkveldi fram hugmynd að endurnýjuðu bónuskerH í álverinu í Straumsvík, en bónuskerfi það, sem verið hefur í gildi þar syðra frá árinu 1978 er framleiðni- og fram- leiðsluhvetjandi. Veturinn 1982 var bónuskerfi þetta ákveðið, þ.e.a.s sett var ákveðin tala fyrir bónusgieiðslur. Haustið 1982 var einn þáttur samn- inga, sem þá fóru fram, að samnings- aðilar næðu samkomulagi um nýtt kerfi fyrir lok október 1983. Sam- komulag hefur ekki náðst þrátt fyrir viðræður síðan og er hugmyndin, sem lögð var fram í gærkveldi, hluti af þeirri þróun, sem viðræðurnar hafa tekið. Framleiðni- og framleiðslubónus- inn er byggður á nýtingu hráefnis í álverinu, en hann er einnig háður framleiðslu og mannfjölda, sem við framleiðsluna vinnur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var öllu jákvæðari andi í samningaviðræð- unum í gær, en verið hefur að und- anförnu. Búizt var við því að samn- ingsaðilar héldu áfram viðræðum fram eftir kvöldi og jafnvel fram á nótt. Þegar bónusviðræðum lýkur má og búast við að aðilar taki að ræða grunnkaupshækkanir, en eng- ar viðræður hafa að svo komnu ver- ið um þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.