Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 37 Halldóra Jóhanna Sveinsdóttir — Minning Fædd 28. nóvetnber 1895 Dáin 26. janúar 1984 Okkur systurnar langar til að minnast ömmu okkar, Halldóru Jóhönnu Sveinsdóttur með nokkr- um orðum, en hún lést árla morg- uns 26. þessa mánaðar í Landa- kotsspítala 88 ára gömul og verður jarðsungin í dag. Halldóra amma var ein af hversdagshetjum þessa lands, sem söguritarar geta ekki sérstaklega um, en eru þó undirstaða þjóðfé- lagsins. Hún fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1895 og var dóttir hjón- anna Guðrúnar Asmundsdóttur og Sveins Guðmundssonar, bónda og sjómanns á Sveinsstöðum. Þar ólst hún upp í stórum systkina- hópi og hóf ung vinnu við almenn störf. Við minnumst frásagna hennar af því er hún sem lítil stúlka hljóp tvisvar á dag með heitt kaffi á flösku og meðlæti frá Sveinsstöðum og alla leið inn á Kirkjusand til föður síns og bræðra sem þar stunduðu fisk- vinnu. Átján ára gömul giftist hún Bjarna Jónssyni, stýrimanni og síðar skipstjóra hjá Eimskipafé- lagi íslands. Hann lést á gaml- ársdag 1974. Hjónaband þeirra var farsælt og eignuðust þau níu börn, þau Olgu, Önnu, Svein, Guð- rúnu, Jónu, Aðalheiði, Dóru, Bjarna og Guðnýju. Dæturnar Olga, Guðrún, Jóna og Guðný eru nú látnar. Þá hafði amma hönd í bagga með uppeldi þriggja barna- barna sinna, þeirra Guðna, Þórðar og Aðalheiðar Lísbet. Eru afkom- endur þeirra hjónanna nú um níu- tíu talsins. Aðhlynning þeirra ömmu og afa að þessum stóra barnahópi var giftusamleg, en ábyrgðin á börnunum og heimil- inu hvíldi að mestu leyti á herðum ömmu, þar sem afi var löngum fjarri ástvinum sínum vegna starfa sinna á sjónum. Bjarni Jónsson var mikils metinn í starfi og sigldi skipi sínu alltaf heilu í höfn. í báðum heimsstyrjöldunum sigldi hann á milli landa og hefur hugur eiginkonunnar og barnanna þá jafnan verið hjá heimilisföð- urnum á hættuslóðum. Þau árin var hver kveðjustundin á hafnar- bakkanum fjölskyldunni örðug. Starfsdagar ömmu voru anna- samir þau árin sem börnin voru að vaxa úr grasi og þegar þau voru flogin úr hreiðrinu leitaði næsta kynsióð í hlýjuna á Seljavegi 5. Heimilið angaði af hreinlæti, myndarskap og dálitlum pípureyk úr horni skipstjórans. Atlætið á heimilinu veitti vellíðan, gleði og öryggi í barnshjartanu. Það er ekki öllum gefinn sá hæfileiki sem amma var gædd í ríkum mæli, að mynda náin tengsl við börnin sín og öll barnabörnin. Fylgdist hún vel með aðstæðum hvers og eins í hópi stórrar fjöl- skyldu sinnar. Bjarni afi var hlýr og spaug- samur og amma var rösk, iðin og raunsæ. Hún hafði trú á mátt ein- staklingsins og ákveðnar skoðanir á því í hverra höndum stjórn landsins væri best borgið. Þegar hún var orðin gömul kona og hafði hægt um sig, skynjuðu smábörnin í fjölskyldunni vel eðli hennar og leituðu eftir návistum við hana. Þeir byggja lönd sem lifa og þau orð eiga vel við konuna Halldóru Jóhönnu Sveinsdóttur. Minningin um hana mun fylgja okkur öllum sem áttum hana að. Við þökkum henni samfylgdina og veganestið og vonum að okkur megi nýtast það, þannig að henni líki. Halldóra, Ingibjörg og Ásdís Rafnar. t Móöir okkar, HALLDÓRA JÓHANNA SVEINSDÓTTIR, Seljavegi 5, sem lést þann 26. janúar, veröur jarðsett frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 2. febrúar, kl. 15.00. Anna Bjarnadóttir, Sveinn B. Bjarnason, Aöalheiöur B. Rafnar, Dóra Bjarnadóttir, Bjarni J. Bjarnason. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, HJARTAR ÓLAFSSONAR, Furugeröi 1. Sérstakar þakkir til félaga hans í stúkunni Einingu nr. 14. Lára Halldórsdóttir, Halldór Hjartarson, Béra Þóröardóttir, Hörður Hjartarson, Erla Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall eig- inmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓNASAR S. JÓNASSONAR, Amtmannsstíg 5. Ásta Pjetursdóttir, Gunnþórunn Jónasdóttir, Einar S. Ingólfsson, Pétur Jónasson, Erna Friófinnsdóttir, Örn Jónasson, Guölaug Adolfsdóttir, Gunnar Jónasaon, Guöbjörg Eggertsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum er sýndu okkur vinsemd og hlýhug viö kveöjuathöfn og útför JÓNSJÓNASSONAR frá Efri-Holtum, Langholtsvegi 18. Fyrir hönd aöstandenda, Ágústa Jónsdóttir, Þuríöur Jónsdóttir, Jón Júlíusson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför AGNESAR ERLENDSDÓTTUR, Dalbraut 27, Reykjavík. Olga Guðmundsdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Gréta Guömundsdóttir, Andrés Blómsturberg, Gyöa Guðmundsdóttir, Guömundur Þorgrímsson, Unnur Guömundsdóttir, Þorsteinn Pétursson, Þuríöur Jóhannesdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö, hlýhug og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, BJARKA ÁRNASONAR, Laugarvegi 5, Siglufiröi. Margrét Vernharósdóttir, Laufey Bjarkadóttir, Karl S. Björnsson, Kristín Bjarkadóttir, Hafsteinn Sigurösson, Sveininna Bjarkadóttir, Hjélmar Guömundsson, Brynhildur Bjarkadóttir, Stefén Pélsson, Árni Bjarkason, Heiðrún Óskarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.