Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 Fjárbú Tilraunastödvarinnar á Reykhólum: 119 Austur-Barðstrending- ar skora á stjórn RALA að leggja búið ekki niður Stjórnandi og einleikari ásamt formanni stjórnar Samtaka um byggingu tónlistarhúss. Frá vinstri: Mark Reedman, Ármann Örn Ármannsson og Gunnar Kvaran. (Morpinbi»A«>/KÖE) Fjáröflunartónleikar til styrktar tónlistarhúsi: Strengjasveit Tónlistarskól- ans leikur í Bústaðakirkju Morgunblaðinu hefur bor- ist eftirfarandi áiyktun: „Við undirritaðir íbúar A-Barðastrandarsýslu, mótmæl- um harðlega þeirri ákvörðun stjórnar RALA að leggja niður sauðfjárbú Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum. Við teljum að það starf, sem þar hefur verið unnið, sé mjög til framdráttar sauðfjár- Fríkirkjan: Þorrafagnaður á sunnudaginn Jæja, nú ætlum við að halda þorrafagnaðinn, sem við urðum að fresta um daginn vegna veðurs og ófærðar. Það er ætlunin að koma saman í Oddfellow-húsinu á sunnu- daginn kemur og opna húsið klukk- an nítján-núll-núll. Það verður á borðum íslenskur matur, sem geymdur hefur verið með gamla lag- inu. Ýmis skemmtiatriði verða á dagskrá: Dóra Reyndal og Ágústa Ágústsdóttir syngja við undirleik Pavels Smíd, organista, Wilma Young, tónlistarkennari ofan af Akranesi, ætlar að spauga á fiðluna sína og hjónin Guðrún Ásmunds- dóttir og Kjartan Ragnarsson, leik- arar, sitja fagnaðinn með þeirri kímni og þægilegheitum, sem okkur finnst svo falleg og ánægjuleg. Loks verður stiginn dans við músík Reyn- is Jónassonar og félaga. Nú er bara að vona, að margir sjái sér fært að koma. Aðgöngumiðar fást keyptir í versluninni Brynju við Laugaveg. Best er náttúrulega að tryKKja sér bílæti í tíma, og það hafa margir gert nú þegar, en þau verða einnig seld við innganginn. Það er Kvenfélag Fríkirkjusafn- aðarins, sem hefur veg og vanda af skemmtuninni og ég bið, að við hitt- umst heil í Oddfellowhúsinu á sunnudagskvöldið. Gunnar Björnsson, fríkirkjuprestur. rækt í landinu og Reykhólaféð sé auðlind sem geti skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið. Reykhólaféð skilar nú þegar 2,8 kg af ull, hver kind, en á vísitölu- búum skilar hver kind 1,94. Þetta umfram ullarmagn gefur að auka- verðmæti sem nemur 37 lömbum, sé miðað við vísitölubúið. Einnig lítum við svo á, að ef nóg sé af ull, með þeim kostum sem Reykhóla- féð hefur, megi stórminnka ullar- innflutning og hægt verði að framleiða hágæðavörur úr alís- lenskri ull. Einnig má vekja at- hygli á því, að gærur af Reykhóla- lömbum líka mjög vel og fullyrða má að kominn sé upp á Reykhól- um sterkur vísir að alhvítu feldfé. Við skorum á stjórn Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins að hætta þegar í stað við umrædda ákvörðun og láta fjárbú Tilrauna- stöðvarinnar á Reykhólum undir sömu yfirstjórn halda áfram störfum þar.“ Undir áskorunina rita 119 at- kvæðisbærir menn í Austur- Barðastrandarsýslu. Ýmir seldi ÝMIR HF seldi í gær 129,3 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 2.657.600 krónur, meðalverð 20,55. Talsvert var af smáum karfa í afl- anum og dró það meðalverðið niður, en að öðru leyti voru gæði aflans í góðu lagi. Leiðrétting í FRÉTT sem birtist í Morgun- blaðinu í gær um bókaklúbb bóka- útgáfunnar Svart á hvítu voru eig- endur hennar ranglega sagðir vera þeir Guðmundur Þorsteinsson og Björn Jónasson. Þeir eru hins veg- ar starfsmenn bókaútgáfunnar, sem er hlutafélag. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mis- tökum. STRENGJASVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík heldur nk. fostudag, þann 3. febrúar, fjáröflunartónleika i nafni Samtaka um byggingu tónlist- arhúss. Stjórnandi er Mark Reed- man og Gunnar Kvaran sellóleikari leikur einleik. Tónleikarnir verða í Bústaðakirkju og hefjast klukkan 20.30. Eru þetta fyrstu fjáröflunar- tónleikarnir sem haldnir eru til styrktar byggingu tónlistarhúss. Áætlaður kostnaður við tónlist- arhúsið er í kringum 200 milljónir króna, en húsið á að vera um 30 þúsund rúmmetrar að stærð. Ármann Örn Ármannsson, for- maður stjórnar Samtaka um bygg- ingu tónlistarhúss, sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að ekki væri mikið til í sjóði í dag, enda fjáröflun rétt að fara af stað. Si- nfóníuhljómsveit íslands lagði þó til ákveðna upphæð fyrir tveimur árum, auk þess að leika 9. sinfóníu Beethovens á tónleikum til styrkt- ar málefninu í vor. í samtökunum eru um 1900 manns og greiða þeir félagsgjöld, lágmark 200 krónur, en hámarkið er ótakmarkað. Sagðist Ármann Örn vonast til að tækist að ná inn um 2 milljónum króna á þann hátt. „Um aðrar fjáröflunarleiðir er ekki tímabært að fjölyrða mikið um á þessu stigi," sagði Ármann Örn. „Við höfum á borðinu hjá okkur á milli 20 og 30 möguleika, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir þátttöku ríkisins og sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Og' síðast en ekki síst verðum við að treysta á þátttöku fólksins í land- inu, því þetta er þeirra hús, þar sem leikin verður tónlist af öllu mögulegu tagi.“ Armann Örn sagði að lóðamálin Lýst eftir bifreið AÐFARANÓTT fimmtudagsins 12. janúar var bifreiðinni R-12685 stolið frá Fellsmúla 17. Bifreiðin er af Lada-gerð og er drapplituð. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um hvar bifreið- in er niðurkomin, vinsamlega láti lögregluna í Reykjavík vita. Skíði og skíða- stafir hurfu UM HELGINA hurfu Karú- gönguskíði og skíðastafir frá Miklubraut 28. Hlutirnir voru við útidyr hússins. Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um hvar skíðin og skíðastafirnir eru niður- komnir vinsamlega hringi í síma 17547. væru enn í biðstöðu, en þrjár lóðir eru helst taldar koma til greina: Við Sigtún í námunda við Blóma- val, vestur af Glæsibæ eða á Miklatúni, annað hvort við Rauð- arárstíg eða á horni Flókagötu og Lönguhlíðar. Á efnisskrá tónleikanna á föstu- daginn verður Brandenborgar- konsert nr. 3 eftir Johan Sebastian Bach, Sellókonsert í e-moll eftir Vivaldi, þar sem Gunnar Kvaran leikur einleik, og Strengjakvintett í c-dúr op. 163 eftir Franz Schu- bert, og eru flytjendur þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Bryndís Pálsdótt- ir fiðlur, Mark Reedman lágfiðla, Bryndís H. Gylfadóttir og Bryndís Björgvinsdóttir selló. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, en allur ágóði rennur í sjóð Samtaka um byggingu tónlist- arhúss, sem fyrr sagði. Nýr bankastjóri Búnaðarbankans: Lárus og Jón Adolf til umræðu í bankaráðinu Sólon R. Sigurðsson bætt- ist í hóp umsækjenda ígær NIÐLRSTÖÐU um hver skipa muni bankastjórastöðu Búnaðar- banka íslands er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku, að sögn Stefáns Valgeirssonar for- manns bankaráðs. Skiptar skoðan- ir eru innan bankaráðsins um hvern skipa eigi sem bankastjóra og hafa tveir menn helst verið nefndir til stöðunnar, þeir Lárus Jónsson alþingismaður og Jón Adolf Guðjónsson, aðstoðarbanka- stjóri Búnaðarbankans, en síðdeg- is í gær mun bankaráðinu hafa verið greint frá því að Sólon R. Sigurðsson, forstöðumaður gjald- eyrisdeildar Búnaðarbankans, sækti einnig um stöðuna. í gær voru haldnir óformlegir fundir í bankaráðinu og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðar- ins, en þar er fjallað um hver skipa skuli stöðu forstöðumanns Stofnlánadeildarinnar. Sam- kvæmt heimildum Mbl. eru þar þrjú nöfn helst nefnd af þeim 15 sem sóttu um, en það eru: Leifur K. Jóhannesson búnaðarhag- fræðingur, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, og auk þess annar af þeim tveimur umsækj- endum sem æsktu nafnleyndar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu skiptar Sólon R. Sigurðsson skoðanir innan Sjálfstæðis- flokksins um það hvorn þeirra tveggja fyrstnefndu skuli ráða til bankastjórastarfans. Þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins tilnefndi Lárus Jónsson til þessa embætt- is, en séra Gunnar Gíslason, fyrrverandi alþingismaður, sem er annar fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í bankaráðinu, hefur gefið til kynna stuðning við Jón Adolf Guðjónsson. Ekki er vitað um afstöðu hins fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í bankaráðinu, Friðjóns Þórðarsonar alþing- ismanns. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun sterkur stuðningur vera við Jón Adolf Guðjónsson meðal starfsmanna Búnaðarbankans. Innan þing- flokks Sjálfstæðisflokksins er á það bent, að séra Gunnar Gísla- son og Friðjón Þórðarson séu kjörnir trúnaðarmenn þing- flokksins í bankaráðinu og því sé eðlilegt að þeir fari að óskum þingflokksins í þessum efnum. í gærkvöldi var talið að ráðn- ing nýs banakstjóra við Búnað- arbankann byggðist á því, að samstaða tækist milli hinna tveggja fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í bankaráðinu og mundu fulltrúar hinna flokkanna þriggja hlíta þeirri niðurstöðu. Lárus Jónsson Jón Adolf Guðjónsson Athugasemd frá Stefáni Valgeirssyni Mbl. hefur borist eftirfarandi at- hugasemd frá Stefáni Valgeirssyni, alþingismanni og formanni banka- ráðs Búnaðarbankans: „Ég verð að gera athugasemd við það sem blaðamaður hafði eftir mér í blaðinu í gær í sam- bandi við ráðningu á bankastjóra í Búnaðarbanka Islands í stað Magnúsar heitins Jónssonar. Þetta mál var ekki rætt á banka- ráðsfundinum í gær, að öðru leyti en því að nauðsynlegt væri að ganga frá ráðningunni eins fljótt og tök væru á. Hins vegar hefur bankaráðið rætt málið á nokkr- um óformlegum fundum. Það sem gerist á bankaráðs- fundum ræði ég ekki við blaða- menn, fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Hins vegar gat ég þess við blaðamanninn, að formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, hefði tilkynnt mér að Sjálfstæðisflokkurinn hefði til- nefnt Lárus Jónsson alþing- ismann sem fulltrúa sinn í bankastjórastarfið. Ég nefndi éinnig að fleiri menn væru í myndinni, t.d. Jón Adolf Guð- jónsson aðstoðarbankastjóri. Hins vegar er rétt eftir mér haft, að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki þessa stöðu eftir það sem á undan er gengið í Búnað- arbankanum." Aths. ritstj.: Þessi athugasemd Stefáns Val- geirssonar er gersamlega óþörf þar sem hún er nánast samhljóða frétt Morgunblaðsins í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.