Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984
'„Herfcu pig nú! Hun kemur /ieim
eftir Pdéir&r mlnútur /"
Vid forum miklu hraðar núna,
því hliðarkarfan með Bubba
litla losnaði frá áðan!
HÖGNI HREKKVlSI
* VEKT1 EKKi AV ELTA^T VIP- • -
Sérkennsla afburðagreindra barna:
Feimnismál
— aö nemendur séu betur gefnir en menntakerfið
gerir ráö fyrir
Guðbjörg Hermannsdóttir skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi.
Undanfarið hef ég fylgst með
umræðum í fjölmiðlum um skóla-
mál og mér finnst sorglegt að sjá
að þeir aðilar, hvort sem þeir eru
með eða móti sérkennslu fyrir af-
burðagreind börn gera það á
kostnað þeirra sem eiga erfitt eða
auðveld með nám.
Margur nýtur þjóðfélagsþegn
hefur ekki getað lagt á minni ár-
töl, stafsetningarreglur eða
stærðfræði. Allir, hver og einn
einasti íslendingur, er okkur
nauðsynlegur til að uppbyggja
okkur sem þjóð, fjárhagslega og
andlega. Jafnvel þeir sem eru
verst staddir, þeir sem eru van-
gefnir, illa fatlaðir eða aldnir eru
okkur jafn nauðsynlegir og við er-
um þeim, þar sem þeir kenna
okkur að gefa af okkur, hvort sem
það er kærleikur, þolinmæði eða
peningar. En við verðum að muna
að við þurfum bæði á bókvits-
mönnum og handverksmönnum að
halda.
Við getum ekki öll verið „sjó-
menn“ (vitnað í Ólaf 14. jan.) og
við getum ekki öll verið „Sigurður
Norðdal" (vitnað í MH 1926—1360
18. jan.) Að gera lítið úr öðrum til
að upphefja hinn er fásinna.
Er læknirinn nauðsynlegri en
sorphreinsunarmaðurinn eða er
sorphreinsunarmaðurinn nauð-
synlegri en læknirinn? Nei, þeir
eru báðir jafn nauðsynlegir í
okkar þjóðfélagi.
í menntunarkerfinu í dag virð-
ist vera mikið til gert ráð fyrir
aðeins einni tegund af nemanda.
Meðalnemandanum. Eitthvað er
þó farið að hlynna að þeim sem
erfiðast eiga með bóknám.
Flest þurfum við að reyna
eitthvað á okkur við allt nám og
það er heilbrigð þjálfun því ef við
þyrftum aldrei að reyna á okkur
yrði lífið tilbreytingalaust og við
fljótt ófær um að takast á við
vandamál ef þau einhverntíma
kæmu upp.
Það eru börn í skólakerfinu sem
þurfa lítið eða ekkert að hafa fyrir
bóknámi, þau sem kölluð eru af-
burðagreind. Þessi börn eru ekk-
Else M. Nielsen skrifar frá
Danmörku:
„Ég leyfi mér að skrifa ykkur
nokkrar línur eftir að hafa lesið
grein í danska blaðinu „BT“ um
hundahald í Reykjavík sem er
bannað. Mér finnst allt í lagi að
það sé þannig því hundar eiga
ekki heima í borgum.
Ég hef verið gift íslendingi í
rúmlega 30 ár og hef því oft
heimsótt ísland. Ég hef notið
þess að ganga þar um göturrjar
án þess að þurfa sífellt að horfa
niður fyrir mig, til að forðast
það að stíga ofan í hundask ...
en þannig er það því miður hér í
Danmörku. Því fer næst að við
hrópum HÚRRA, ef við kom-
umst heim í hreinum skóm.
Hundahald er orðið að tísku-
fyrirbrigði en ef eigendur hunda
yrðu látnir greiða háan hunda-
skatt eins og tíðkaðist í gamla
ert betri eða verri en önnur börn,
þau eru bara venjulegt fólk (með
óvenjulega hæfileika) sem á eftir
að taka þátt í íslensku atvinnulífi.
Þessi börn fá enga þjálfun í sínu
námi, þau þurfa ekki að velta fyrir
sér spurningunni og þau kunna að
reikna dæmið löngu áður en aðrir
eru búnir að læra það. Það hefur
enginn gott af að þurfa ekki að
hafa fyrir neinu.
Ég álít að þessi börn séu á
margan hátt ver undirbúin undir
lífið en hinn almenni nemandi.
Það er þeim jafn skaðlegt að þurfa
alltaf að bíða eftir hinum almenna
nemanda og ef hinn almenni nem-
andi þyrfti að bíða eftir þeim sem
erfiðast eiga með nám.
í sjónvarpinu föstudagskvöldið
20. jan. kom fram að það hefði
verið gerð könnun í skólunum
hvort börnunum fyndist þau fá
nægilega erfitt námsefni og að
þau hefðu öll svarað játandi.
Ég veit ekki hvernig sú könnun
var gerð en ef hún hefur eingöngu
daga, er ég viss um að ástin á
hundinum dvínaði fljótlega. —
Er aurarnir týnast úr buddunni,
týnist ástin úr hjartanu. Með
kærri kveðju."
verið gerð í efri bekkjum grunn-
skólans er ég ekki hissa.
1 fyrsta lagi hefðu ekki nema
lítill hluti svarað þessari spurn-
ingu neitandi, þar sem prósenta
þessara barna er ekki stór og í
öðru lagi eftir að börn eru búin að
vera 7—9 ár (auk 6 ára bekkjar) í
skóla og hafa ekkert þurft að hafa
fyrir námi eru þau orðin þannig
að þau hafa hvorki vilja né and-
legt þrek til að þurfa að fara allt í
einu að takast á við mikið nám.
Það væri eins og að spyrja mann
sem aldrei hefði gengið nema út í
búð, en hefði alla líkamsbyggingu
og hæfileika til að verða góður
íþróttamaður, hvort hann gæti
hlaupið Maraþonið. Hann getur
ekki vitað það, því hann hefur
aldrei reynt að hlaupa.
Það virðist vera óhemju
hræðsla við flokkun, eða eins og
sagt var að börnin yrðu dregin í
dilka, en það ætti að vera hægt að
koma í veg fyrir þá tilfinningu ef
við kærum okkur um.
Að vera afburðagreindur á bók-
nám er ekkert til að upphefja sig á
(og heldur ekkert til að skammast
sín fyrir), það er meðfæddur eig-
inleiki eins og aðrir meðfæddir
eiginleikar.
Hvernig við nýtum þessa eigin-
leika í okkar þágu og mannkyns-
ins í heild skiptir meira máli.
Við þörfnumst í okkar þjóðlífi
góðra menntamanna, þeir eru
okkur nauðsynlegir á sama hátt
Skrifið eða
hringið
Velvakandi hvetur les-
endur til að skrifa þætt-
inum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til
— eða hringja milli kl.
11 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og
orðaskipti, fyrirspurnir
og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrit-
uð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að
fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Hrópum HÚRRA
— ef við komumst heim í hreinum skóm