Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— UMSJÓN SIGHVATUR BLÖNDAHL —
Fyrsta
Boeing
737-300
farþega-
þotan
afhent
FYRSTA farþegaþotan af gerft-
inni Boeing 737-300 var afhent
hjá Boeing-flugvélaverksmift-
junum í Seattle í Banda-
ríkjunum í vikunni, en vélar af
gerðinni Boeing 737-100 og
Boeing 737-200 hafa verið í
framleiðslu um árabil. Má
nefna aft Arnarflug er með
Boeing 737-200 þotu í milli-
landaflugi sínu.
Söluverð þessarar nýju vélar
er um 22 milljónir dollara, en
hún er ætluð til flugs á
skemmri- og millivegalengd-
um. f venjulegri útfærslu tek-
ur nýja vélin um 128 farþega,
en þá er hún farrýmaskipt.
Helztu keppi nautar nýju vél-
arinnar eru DC-9-80 og British
Aerospace 146 og Fokker F-28
Su per 100, en þær vélar taka
liðlega 100 farþega í hefðbund-
inni útfærslu.
Boeing-verksmiðjurnar af-
hentu í desember sl. vél númer
1.000 af gerðinni Boeing 737-
200 og hefur aðeins verið
framleitt meira af einni vél-
artegund í sögunni til þessa,
Boeing 727, eða liðlega 1.800
vélar. Nýja vélin er heldur
lengri en Boeing 737-200, auk
þess að vera knúin aflmeiri og
eyðslugrennri hreyflum. Flug-
þol hennar er þar af leiðandi
meira, auk þess sem ýmiss
konar tækjabúnaður er full-
komnari.
Metár hjá Volvo 1983:
Liðlega 15% fleiri
bílar seldir en 1982
VOLVO-samsteypan seldi alls 365.000 bíla á síðasta ári, sem er mesta sala
fyrirtækisins í sögu þess. Aukningin frá árinu á undan, sem ennfremur var
metár, er um 15%, en þá seldust alls liðlega 317.000 bflar. Heildarframleiðsla
á bflum í heiminum var um 28 milljónir bfla, borið saman við 25 milljónir
árið 1982. Aukningin þar er um 12%.
Alls voru seldir um 232.000 bílar
af 240-gerðinni, sem er um 5,5%
aukning frá árinu á undan, þegar
alls voru seldir liðlega 220.000 bíl-
ar. Um þriðjungur af þeirri sölu
eru station-bílar, eða um 83.000
bílar. Aukningin í þeirri sölu er
um 21%, en árið 1982 voru seldir
samtals um 68.000 station-bílár af
Volvo-gerð.
Alls voru seldir um 31.000 bílar
af flaggskipinu frá Volvo, Volvo
760, en síðasta ár var fyrsta heila
árið í sölu, en bíllinn var kynntur
á árinu 1982.
Þá gerðist það í fyrsta sinn í
sögu Volvo, að framleiddir voru
meira en 100.000 bílar af 300-gerð-
inni. Alls voru framleiddir og
seldir liðlega 102.100 bílar af
þeirri gerðinni, sem er um 13%
aukning frá árinu á undan, þegar
alls voru seldir liðlega 90.400 bíl-
ar
Heildarsala bíla dróst lítillega
saman í Svíþjóð á síðasta ári, eða
um 216.300 bílar á móti liðlega
217.500 bílum árið 1982. Volvo jók
hins vegar sölu sína í Svíþjóð um
tæplega 7,7%, þegar seldir voru
61.900 bílar, borið saman við
57.500 bíla árið á undan. Fyrir-
tækið jók markaðshlutdeild sína
úr 26,3% í 28,6%.
Stærsti markaður Volvo eru
Bandaríkin, en þar í landi seldust
alls 87.700 bílar af Volvo-gerð,
borið saman við liðlega 71.600 bíla
árið 1982. Aukningin milli ára eru
um 22%.
Eimskip:
„Lindau nýtt tölvukerfi
til vinnslu á farmskrám
NÍJ UM áramótin var tekið í notkun nýtt tölvukerfi til vinnslu á
farmskrám Kimskips, og hefur því verift gefift nafnift „LINDA“
(Liner Information Network for Data Administration).
Ný tölvudiskettu-
stöð frá FACIT
Undanfarin ár hafa eingöngu
flutningsgjaldareikningar verið
skrifaðir út í tölvu, en með hinu
nýja kerfi verður farmskráin í
heild skráð í tölvu og má þannig
á einfaldan hátt kaila fram á
skerm helstu upplýsingar um
þyngd, vörulýsingu, flutnings-
gjöld, eftirkröfur o.fl. Einnig
kemur fram staðsetning vöru,
hvort hún er í gám eða vöru-
geymsluhúsi.
Sendingin verður merkt
ákveðnu vöruhúsi, og tengist
birgðahaldi félagsins í Sunda-
höfn. Virkt eftirlit verður með
tjónum og tjónauppgjöri, og það
tengt farmskránni.
Þetta nýja tölvukerfi mun
flýta og auka upplýsingastreymi
til starfsmanna og viðskipta-
manna félagsins um einstakar
vörusendingar. Leggst þá af það
fyrirkomulag að fletta upp og
leita í farmskrám til að gefa
upplýsingar til viðskiptamanna
um hina ýmsu þætti sem tengj-
ast vörusendingunum. Öll upp-
lýsingagjöf til viðskiptamanna
mun því stórbatna.
í byrjun mun öll skráning
farmbréfa fara fram í flutninga-
deildum félagsins, en stefnt er
að því að mestöll frumskráning
farmbréfa flytjist til viðkomandi
umboðsmanna erlendis, og verði
farmskráin send í tölvuskráðu
formi um símalínu til aðalskrif-
stofunnar í Reykjavík.
Þetta nýja tölvukerfi mun
hafa víðtæk áhrif á ýmsum svið-
um, og t.d. verða gögn send í
tölvutæku formi til Tollstjóra-
skrifstofunnar í Reykjavík í ná-
inni framtíð. Minna verður um
mistök og misræmi við gerð toll-
skýrslna. Héðan í frá mun Eim-
skip nota nafnnúmerakerfi í stað
sérstaks viðskiptanúmerakerfis.
Vöruflokkakerfi verður það
sama hjá Eimskip og Hagstof-
unni. Má gera ráð fyrir að önnur
skipafélög muni fara yfir í svip-
að kerfi í framtíðinni.
Með þessu nýja tölvukerfi,
verður upplýsingakerfi Eimskips
orðið mjög víðtækt og samtengt,
og þá má telja að félagið verði
komið í hóp þeirra skipafélaga,
sem fremst standa í heiminum í
dag hvað varðar notkun tölvu-
tækninnar.
Þróun kerfisins hefur þegar
tekið um 6 mannár, en vinna við
það hófst fyrir um 2'/i ári. Á
árinu 1984 verður unnið að end-
anlegum frágangi kerfisins og
ekki er ólíklegt, að þegar allri
vinnu verði lokið hafi uppbygg-
ing kerfisins tekið 10 mannár.
Um áramót verður 21 tölvu-
skermur tengdur þessu nýja
farmskrárkerfi, víðsvegar um
fyrirtækið.
Gagnvart viðskiptavinum
Eimskips eru þessar breytingar
helstar:
Form útsendra tilkynninga
breytist. Á tilkynningunni koma
fram allar upplýsingar sem til-
greindar eru á farmbréfi, auk út-
reikninga á flutningsgjöldum
eins og verið hefur.
Framvegis verður hverri send-
ingu gefið sérstakt sendingar-
númer, sem er skráð á tilkynn-
inguna, og skal að beiðni tollyf-
irvalda færa sendingarnúmer
inn á tollskýrsluna í stað
farmskrárnúmers áður.
Til að tryggja öruggara sam-
starf „LINDU" og tollyfirvalda,
eru viðskiptavinir hvattir til að
óska eftir því við sendendur er-
lendis, að færa inn á farmbréfið
nafnnúmer vörumóttakanda auk
nafns.
Gagnvart tollyfirvöldum verð-
ur tilkynningin framvegis tekin
gild sem afrit af farmbréfi.
Þetta er til mikils hagræðis fyrir
viðskiptamenn.
GÍSLI J. Johnsen Skrifstofu-
búnaftur sf. hefur hafift innflutn-
ing á lítilli tölvudiskettustöð frá
FACIT í Svíþjóft, sem nefnist
FACIT Micro Floppy 4811. Þessi
diskettustöft er tengd vift FACIT
8111 ritvélar, sem notaftar hafa
verift um nokkurt skeift hérlend-
is hjá fjölda fyrirtækja.
Disketturnar, sem notaðar
eru, eru 5 sm í þvermál og
stöðin sjálf vegur 1,5 kg. A
þessum diskettum er hægt að
geyma í minni allt að 16.000
stafi um aldur og ævi.
FACIT-ritvélarnar, sem stöðin
er tengd við, hefur einnig
16.000 stafa minni, svo ef eig-
andinn kýs að geyma textann
til langframa, flytur hann
textann yfir á diskettuna úr
minni ritvélarinnar. Þegar
nota þarf textann aftur, er
hann fluttur af diskettunni yf-
ir í minni ritvélarnar og þar er
hægt að breyta honum að vild,
áður en hann vélritast á blað.
Auk þessara 16.000 stafa er
hægt að geyma í minni ritvél-
arinnar ýmis ávörp, sem al-
geng eru í verslunarbréfum og
einnig uppsetningu verslun-
arbréfa.
Ritvélin og diskettustöðin
kosta samtals um 95.000 kr.