Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984
33
GENGISÞRÓUNIN VIKURNAR 16-20 OG 23-27 JANÚAR 1984
**5
1£
«70
/V-v 41,5
41,0
4A5
4Q0. , , , má þr. mi5v. fim.föst má. þr. mi5v. fim.fost.
Dollaraverð hækk-
aði um 0,14% í sl. viku
Um 3,17% hækkun frá áramótum
DOLLARAVERÐ hækkaði um
0,14% í síðustu viku, en í upphafi
vikunnar var sölugengi Bandaríkja-
dollars skráð 29,580 krónur, en sl.,
föstudag hins vegar 29,620 krónur.
Frá áramótum hefur dollaraverð því
hækkað um 3,17%, en í ársbyrjun
var sölugengi Bandaríkjadollars
skráð 28,710 krónur.
BREZKA PUNDIÐ
Brezka pundið hækkaði um
0,06% i síðustu viku, en sölugengi
þess var skráð 41,597 krónur i
upphafi vikunnar, en sl. föstudag
var það hins vegar skráð 41,624
krónur. Frá áramótum hefur verð
á brezku pundi lækkað um 0,01% í
verði, en í ársbyrjun var sölugengi
þess skráð 41,630 krónur.
DANSKA KRÓNAN
Danska krónan lækkaði um
0,08% í verði í síðustu viku, en
sölugengi hennar var skráð 2,9032
krónur í vikubyrjun, en hins vegar
2,9010 krónur sl. föstudag. Frá
áramótum hefur danska krónan
lækkað um 0,52% í verði, en í
ársbyrjun var sölugengi hennar
skráð 2,9162 krónur.
VESTUR-ÞÝZKA
MARKIÐ
Vestur-þýzka markið hækkaði
um 0,16% í verði í liðinni viku, en
í vikubyrjun var sölugengi þess
skráð 10,5127 krónur, en sl. föstu-
dag var það hins vegar skráð
10,5291 króna. Frá áramótum hef-
ur verð á vestur-þýzku marki
lækkað um 0,14%, en í ársbyrjun
var sölugengi þess skráð 10,5435
krónur.
Janúar - nóvember 1983:
Tóbaksinnflutning-
ur jókst um 36,4%
INNFLUTNINGUR á tóbaki jókst
um 36,4%, í magni talid, fyrstu ellefu
mánuði ársins 1983, þegar inn voru
flutt samtals 749,3 tonn, borið sam-
an við 549,5 tonn á sama tíma árið
1982.
Verðmætaaukning tóbaksinn-
flutnings á umræddu ellefu mán-
aða tímabili var um 145,8%, eða
tæplega 230,5 milljónir króna,
borið saman við tæplega 93,8
milljónir króna á fyrstu ellfu
mánuðum ársins 1982.
Ef litið er á vindlinga sér, kem-
ur í ljós að innflutningur þeirra
jókst um 48%, í magni talið,
fyrstu ellefu mánuði síðasta árs,
þegar inn voru flutt samtals 643
tonn, borið saman við 434,4 tonn á
sama tíma árið 1982.
Verðmætaaukning vindlinga-
innflutningsins á fyrstu ellefu
mánuðum síðasta árs var um
171,2%, eða liðlega 198,5 milljónir
króna, borið saman við liðlega 76,2
milljónir króna á sama tíma árið
1982.
Innflutningur á svokölluðu
„öðru tóbaki" dróst saman, í
magni talið, fyrstu ellefu mánuði
síðasta árs, þegar inn voru flutt
samtals um 106,3 tonn, borið sam-
an við liðlega 115,1 tonn á sama
tíma árið 1982.
Verðmætaaukningin í innflutn-
ingi á „öðru tóbaki" fyrstu ellefu
mánuði siðasta árs var um 82%,
eða tæplega 32 milljónir króna,
borið saman við liðlega 17,6 millj-
ónir króna á sama tíma árið 1982.
Fargjöld í
millilandaflugi
Óbreytt frá
l.júlí 1983
FARGJÖLD í millilandaftugi hjá
flugfélögunum Arnarflugi og
Flugleiðum hafa verió óbreytt frá
því 1. júlí sl., en þau eru bundin
gengi, samkvæmt upplýsingum
sem Morgunblaðió fékk í gær-
dag.
Gengi íslenzku krónunnar
hefur verið lítið breytt frá sl.
sumri, sem hefur haft í för með
sér, að fargjöld hafa ekki tekið
breytingum. Hins vegar var
fargjöldum breytt á mánaðar
og jafnvel hálfsmánaðar fresti
áður, þegar gengi íslenzku
krónunnar tók stöðugum
breytingum.
Hafþór leigð-
ur til djúp-
rækjuveiða
NÚ HEFUR samizt um leigu á haf-
rannsóknaskipinu Hafþóri milli Haf-
rannsóknastofnunar og þriggja
rækjuverksmiðja á ísafirói og
Hnífsdal. Umsaminn leigutími er
eitt ár og mun skipið fara á djúp-
rækjuveiðar.
Að sögn Jóns Jónssonar, for-
stöðumanns Hafrannsóknastofn-
unar, þarf að breyta skipinu nokk-
uð áður en það hentar til veiðanna
og getur fengið haffærniskírteini.
Því er reiknað með því, að skipið
haldi til veiðanna í marzmánuði
og verði leigt í eitt ár frá og með
þeim tíma. Inni í leigusamningn-
um er ákvæði um að Hafrann-
sóknastofnun geti á timabilinu
fengið skipið til þriggja mánaða
rannsókna. Leigutakar munu
greiða 18% aflaverðmætis í leigu,
en frá því dregst einhver kostnað-
ur við breytingarnar, sem gera
þarf á skipinu.
V^terkur og
k-J hagkvæmur
auglýsingamióill!
OCENERnL
BORÐREIKNIVÉLAR
Margra ára reynsla GENERAL á sviði reikni og rafeindabún
aðar tryggir að hugsað er fyrir þörfum kaupenda í öllum
smáatriðum.
í fjölbreyttu og vönduðu úrvali GENERAL reiknivéla eru
vélar fyrir einföldustu og flóknustu verkefni.
LÁTTU GENERALINN LEYSA DÆMIÐ
Verð frá kr:
— stgr. &SAMBANDSINS
ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38 900 38 903
Viðgerða og varahlutaþjónusta. OG KAUPFÉLÖGIN
t
GET BÆTT VIÐ
VERKEFNUM
þorsteinn Thorlacfus
Viöskiptafreedingur
Laugavegi 116 -105 ReykjcMk
Simi17850
TELEX 2168 BRAGA IS.
ÚTSAL A
30-50% afsláttur
á tilbúnum stórísum,
stórísefnum, gardínuefnum
og gardínubútum alls konar.
Stórkostlegt tækifæri
til aöfá
,,allt fyrir gluggann"
á útsöluverði.
Simi 31870 Keflavik Simi 2061