Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
30. tbl. 71. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaösins
(AF-símamynd.)
í ófærð í Bandaríkjunum
Mynd þessi sýnir fannfergið í Norður-Ilakota í Bandaríkjunum eftir
óveðrið, sem gekk yfir norðanverð Bandaríkin nú um helgina. Svo mikil
var fannkoman, að bflar stöðvuðust þúsundum saman vegna fannfergis-
ins, sem olli feiknalegum samgöngutruflunum. Sjö manns biðu bana af
völdum óveðursins í Norður-Dakota en einn í Minnesota og varð flest
af þessu fólki úti. Á myndinni sér á þak eins bflsins sem festist í skafli
í Norður-Dakota og sýnir hún glöggt, að það getur orðið ófært víðar en
á íslandi.
Tékkóslóvakía:
Mótmæla sovézk-
um kjarnavopnum
Vín, 6. febrúar. AP.
ALLS hafa 939 manns í Tékkó-
slóvakíu undirritað nýlegt bréf
með mótmælum gegn uppsetn-
ingu nýrra sovézkra kjarnorku-
eldflauga á tékknesku land-
svæði. Voru mótmæli þessi borin
fram 1. febrúar sl. í bréfi sem
sent var Gustav Hussak, forseta
Tékkóslóvakíu.
í bréfi þessu segir, að enginn,
sem í einlægni er fylgjandi friði,
geti staðið afskiptalaus gagnvart
hvers konar vígbúnaði. Það er þess
vegna sem við erum andvíg kjarn-
orkuvopnum alls staðar í heimin-
um, einnig í Tékkóslóvakíu, segir í
bréfinu.
Stjórnir Tékkóslóvakíu og
Austur-Þýzkalands hafa sam-
þykkt að komið verði fyrir nýjum
sovézkum eldflaugum búnum
kjarnorkuvopnum í löndum þeirra.
Er þetta fyrirhugað sem svar við
uppsetningu bandarískra meðal-
drægra eldflauga í aðildarlöndum
NATO í Vestur-Evrópu.
Jumblatt, leiðtogi drúsa:
„Líbanska ríkið til-
heyrir nú fortíðinni“
Ekkert lát
á bardögum
Beirút, 6. janúar. AP.
HARÐIR bardagar brutust út um
allan vesturhluta Beirút í dag milli
stjórnarhersins í Líbanon og liðs-
sveita múhameðstrúarmanna. Virtist
sem stjórnarherinn hefði misst öll
tök á borgarhluta múhameðstrúar-
manna. Þá kom einnig til harðra
bardaga í miðhluta borgarinnar,
ekki fjarri aðalstöðvum frönsku
friðargæzlusveitanna þar. Síðdegis í
dag lagði stjórnarherinn á útgöngu-
bann í borgarhlutum múhameðs-
trúarmanna og kristinna manna, en
óvíst var með öllu, hvort unnt yrði að
draga úr hernaðarátökum í borginni
með þeim hætti. Fer ástandið í borg-
inni nú hríðversnandi. Mjög örðugt
er hins vegar að gera sér grein fyrir,
hverjum hinna stríðandi aðila veitir
bezt í hernaðarátökunum í landinu,
sem magnast nú dag frá degi.
Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa,
sagði í dag, að ekki væri unnt að
semja við Amin Gemayel, forseta
landsins, um pólitíska lausn á inn-
anlandsdeilunum þar. Lýsti hann
Gemayel sem „einræðisherra Líb-
anons og hann verður að skjóta".
Kvaðst hann vona, að senn tækju
að berast „samúðarskeyti vegna
dauða Gemayels". Þá tók Jumblatt
af skarið með framtíð Líbanons og
sagði: „Ekkert getur komið í veg
fyrir, að borgarastyrjöldinni verði
haldið áfram. Líbanska ríkið til-
heyrir nú fortíðinni."
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, og stjórn hans eru ekki þeirr-
ar skoðunar, að Gemayel, forseti
Líbanons, hafi misst öll tök á
ástandinu í landinu. Sagði Larry
Speakes, talsmaður Bandaríkja-
forseta, í dag, að vonir stæðu til, að
Gemayel forseta tækist fljótlega
að mynda nýja starfhæfa ríkis-
stjórn á breiðum grundvelli í stað
stjórnar Shafiz Wazzan, sem sagði
af sér á sunnudag. Minnti Speakes
á það, að Wazzan hefði fallizt á, að
vera í forsæti fyrir bráðabirgða-
stjórn, sem stjórna skyldi landinu
næstu tvo til þrjá mánuði eða þar
til tekizt hefði að mynda nýja
stjórn.
Shafiz Wazzan, forsætisráðherra Líbanon, sagði af sér fyrir sig og ráðuneyti
sitt á sunnudag og hefur það orðið til þess að auka enn á glundroðann í
landinu. Wazzan hefur hins vegar heitið því að vera áfram forsætisráðherra til
bráðabirgða, eða þar til tekizt hefur að mynda nýja ríkisstjórn.
Glístrup rek-
inn af þingi
kaupmannahofn, 6. febrúar. AP.
Sovézkur njósnari
sendiherra í Sviss
Brrn, 6. febrúar. Frá frétUriUra Morgnnblaúsins, Önnu Bjarnadúttur, ot> AP.
IVAN Ippolitow, nýjum sendiherra
Sovétríkjanna í Sviss, hefur verið
gefið að sök að vera njósnari. Hefur
blaðiö Sonntagsblick, sem er út-
breiddasta fréttablaðið í Sviss,
haldið því fram, að bandaríski
Rússlandssérfræðingurinn John
Barron hafi flett ofan af njósnaferli
Ippolitows, sem er sagður vera
liðsforingi í KGB, sovézku leyni-
þjónustunni.
Þá hefur þingmaður úr svissn-
eska bændaflokknum, Christoph
Blocher að nafni, lýst því yfir, að
hann muni taka málið upp á þingi
næst þegar þjóðþing landsins
kemur saman.
John Barron kom einnig upp
um njósnir Valeri M. Vavilovs,
sem var fréttaritari sovézku
fréttastofunnar TASS. Svissnesk
stjórnvöld vísuðu Vavilov úr
landi fyrir njósnir árið 1976, en
13 árum áður hafði honum verið
vísað burt frá Noregi og þá einnig
fyrir njósnir.
Ippolitov, sem er 68 ára að
aldri, er þegar kominn til Sviss og
mun hann afhenda innan
skamms trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra Sovétríkjanna þar í
landi. Svissneska stjórnin sam-
þykkti í desember sl. að Ippolitow
yrði sendiherra Sovétríkjanna
þar.
DANSKA þjóðþingið samþykkti í dag
að svipta Mogens Glistrup, leiðtoga
Kramfaraflokksins, þinghelgi og þar
með þingsæti hans. Verður hann því að
snúa aftur til fangelsisins innan
skamms.
Kom það honum að litlu haldi,
þótt hann berðist af hörku fyrir
frelsi sínu og framtíð í dönskum
stjórnmálum og segði: „Það er verið
að misbjóða lýðræðinu, ef ég fæ ekki
að sitja á þjóðþinginu það fjögurra
ára kjörtímabil, sem ég hef verið
kosinn til. Mér ætti að vera það full-
komlega kleift að sinna starfi mínu
hér, jafnvel þó að ég yrði að dveljast
annars staðar eitthvað af þessum
tíma,“ sagði Glistrup og átti þar að
sjálfsögðu við fangelsið.
Það þykir ekki laust við kald-
hæðni, að auk þingmanna Framfara-
flokksins, urðu þingmenn vinstri
sósíalista einir til þess að greiða því
atkvæði, að Glistrup héldi þingsæti
sínu. Héldu þingmenn vinstri sósíal-
Fang-
elsið
bíður
hans
ista því fram, en þeir eru nú fimm
talsins, að líta bæri á endurkosningu
Glistrups sem umboð frá dönsku
þjóðinni, er þingið gæti ekki fellt
niður.
I þingkosningunum 10. janúar sl.
fékk Glistrup yfir 8.000 atkvæði og
náði þannig kjöri í kjördæmi sínu i
Lyngby, enda þótt hann fengi 10.000
atkvæðum minna en í þingkosning-
unum í desember 1981. Við brott-
rekstur Glistrups af þingi í dag af-
henti Þjóðþingið samtímis þingsæti
hans í hendur Piu Kjærsgárd, sem
var önnur á lista Framfaraflokksins
í kjördæmi Glistrups í Lyngby.