Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 36 SIEMENS Vestur-þýzk í húö og hár! Nýja S/WAMAT SIEMENS þvottavélin fyrirferöarlítil en fullkomin og tekur 4,5 kg. Aöeins 67 cm á hæö. 45 cm á breidd. Sparnaöarkerfi. Frjálst hitastigsval. Vinduhraðar: 350/700/850 sn./mín. S/WAMAT 640 SIEMENS EINKAUMBOÐ SMITH & NORLAND H/F., Nóatúni 4,105 Reykjavík. Sími 28300. Viftur ýmsar gerðir 12 og 24 volt Startkaplar í ýmsum gerðum einnig klemmur og kapall Miðstöðvar ýmsar gerðir 12 og 24 volt Loftbarkar miðstöpvarmótorar, tlöngur Vatnsdælur tlllli: og vatnskassahosur Viftureimar í úrvali HITAMÆLINGA MIÐSTÖÐVAR fyrir báta, skip og iðnað Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tótf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaöi. Ein og sama miöstööin getur tekiö viö og sýnt bæöi frost og hita, t.d. Celcius +200+850 eöa 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og meö mis- munandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu riö- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Þaö er hægt aö fylgjast meö afgashita, kæli- vatnshíta, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og „man ekki fleira i bili“ í einu tæki. Lofaöu okkur aö heyra frá þór. jysmravam & (S<® mv>j«v>.ic<uno VMlurgðtu 16. Sfanar 14660 — 13260. Svedberg baðskápar henta öllum Baöskápar í öllum stæröum frá Svedberg. Yfir 100 mismunandi eininga. Hægt er aö velja þær einingar sem henta best og raöa saman eftir þörfum hvers og eins. Hvítlakkaöar, náttúru- fura eöa bæsaö. Dyr sléttar, rimla eöa meö reyr. Spegla- skápar eöa aöeins spegill. Handlaugar úr marmara blönd- uöum/polyester. Háskápar, veggskápar, hornskápar og lyfjaskápar. Baöherbergisljós meö eöa án rakvélatengils. Loftljós og baðherbergisáhöld úr furu eöa postulíni. Verðlaunað c==i fyrir gæði og hönnun svedhebgs # Nýborg; Ármúla 23. Sími 86755. Útsölustaöir: Byko, Kópavogi. Fell, Egilsstöðum. Gler og málning, Akranesi. J.L. byggingavörur, Reykjavík. Kjartan Ingvarsson, Egilsstöðum. Mióstööin, Vestmannaeyjum. Raftækni, Akureyri. Smiösbúö, Garöabæ. Trósmiöjan Borg, Húsavík. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásídum Moggans! y Minning: Ole Nordman Olsen forstjóri Fæddur 13. nóvember 1935 Dáinn 28. janúar 1984 Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt mað frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, — líf mannlegt endar skjótt. Hvorki fyrir hefð né valdi hopar dauðinn eitt strik, fæst síst með fögru gjaldi frestur um augnablik, allt hann að einu gildir, þótt illa líki eða vel, bón ei né bræði mildir hans beiska heiftarþel. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Sb. 1671 — H. Pétursson. í dag kveðjum við í hinsta sinn vin okkar Ole N. Olsen. Ole fædd- ist á ísafirði þann 13. nóvember 1935, sonur Símonar Á. Olsen og Magnúsínu Richter Olsen. A ísafirði ólst Ole upp og bjó þar til síðasta dags. Á heimilinu í Tangagötu 6 hefur sorgin oft knú- ið dyra. Þann 25. sept. 1961 fórust þeir feðgar Símon, faðir Ole, og Kristján, bróðir hans, er bátur þeirra, Karmoy, sökk. Árið 1971 lést bróðursonur Ole, sonur Kristjáns, hann Diddi litli. Árið 1973 lést svo yngsti bróðir Ole, Marthen, þá í blóma lífsins. Nú er eftirlifandi af fjórum börnum þeirra Möggu og Símonar Inga Ruth, elsta dóttirin. Magnúsína Olsen lifir nú son sinn og starfar enn sem verkstjóri í fyrirtæki hans. Faðir Ole, Símon Olsen, var af norsku bergi brotinn, hann hóf fyrstur manna rækju- veiðar við ísland. Þeir feðgar, Símon og Kristján, sóttu sjóinn, en Ole sá um hráefn- ið er á land var komið. Fyrst var unnið í leiguhúsnæði, en síðan þann 3. nóvember 1959 var Ole bú- inn að koma upp sinni eigin rækjuverksmiðju aðeins 23 ára gamall. Fyrst var rækjan handpilluð en síðan fór tæknin að segja til sín og nú í dag er Olsen-verksmiðjan með þeim fullkomnustu á landinu. Við hjónin höfum starfað í mörg ár hjá Ole N. Olsen í verksmiðj- unni og alltaf reyndist Ole Olsen öllu sínu starfsfólki sérstaklega vel, bæði sem yfirmaður og seinna sem traustur vinur. Við viljum þakka honum sam- fylgdina og gott og ánægjulegt samstarf. Að lokum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur til Magn- úsínu móður Ole, Ingu Ruth systur hans, dætrunum Kristbjörgu og Selmu, afabarninu Mörthu Ruth og til annarra aðstandenda. Guð styrki ykkur og styðji í ykkar miklu sorg. Megi minningin um góðan dreng geymast í hug okkar allra. Inga og Grímur Þann 28. janúar lést á heimili sínu á Tangagötu 6 Ole N. Olsen forstjóri. Ole fæddist á ísafirði þann 13. nóvember 1935. Sonur Símonar A. Olsen sem lést árið 1961 og Magnúsínu Richter Olsen. Ole ólst upp á ísafirði og bjó þar allan sinn aldur. Árið 1959 þann 3. nóvember gátu allir Isfirðingar samglaðst Ole og verið stoltir af honum, því þá aðeins 23ja ára að aldri hafði .hann reist sitt eigið fyrirtæki, rækjuverksmiðju O.N. Olsen. Þetta var góður bústólpi fyrir at- vinnulíf bæjarins þá og er enn, því sífellt er verið að endurbæta og breyta og er verksmiðjan orðin með þeim bestu á landinu í dag. Dugnaður, elja og kjarkur var Ole Olsen í blóð borið, það hefur hann sótt beint í foreldra sína. Faðir Ole, Símon, var fyrstur manna til að hefja rækjuveiðar við ísland og Magnúsína Olsen er enn við störf í verksmiðju sonar síns og sér um verkstjórn. í litlum plássum úti á landi, þar sem allir þekkja alla, er sérstakur sjarmur yfir öllu. Þannig er það líka á vinnustöðúnum. í verk- smiðju Ole N. Olsen má segja að starfsfólkið allt sé eins og ein fjöl- skylda. Þar deila allir saman hvort sem er gleði eða sorg. Þann- ig hefur það verið og verður alltaf. Það var því þungbúinn laugar- dagur er þær fréttir bárust niður í verksmiðju að Ole N. Olsen for- stjóri væri allur. Það var svo fjarri öllum að það væri í nánd. Enn einu sinni hefur stórt skarð verið höggvið í Olsen-fjölskyld- una. Því þann 25. september 1961 fórust feðgarnir Símon A. Olsen og Kristján Olsen er bátur þeirra Karmoy sökk. Árið 1971 lést svo af slysförum litli sólargeislinn, sem Kristján Olsen lét eftir sig, Diddi litli, aðeins 10 ára. Enn eitt áfallið reið yfir er yngsti sonur Möggu og Símonar, Marthen, lést þann 4. maí 1973 þá í blóma lífsins. Mikið hefur verið á þetta fólk lagt, en þó hvert áfallið reki ann- að, láta þau ekki bugast. Nú er eftirlifandi af fjórum börnum þeirra Símonar og Möggu frumburðurinn Inga Ruth. Og móðirin Magnúsína lifir son sinn. Þessi fátæklegu orð ætlum við að enda með því að þakka Ole N. Olsen fyrir áralangt gott og ánægjulegt samstarf. Því alltaf lét Ole búa vel að sínu fólki. Við biðjum honum Guðs bless- unar í hinum nýju heimkynnum. Okkar dýpstu samúðarkveðjur sendum við ykkur elsku Magga, Inga Ruth, dætrunum Selmu og Kristbjörgu, litlu afastelpunni svo og öðrum aðstandendum. Guð styrki ykkur og styðji í ykkar mikla missi. Megi minning- in um góðan dreng sefa sárasta söknuðinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. A1IKLIG9RÐUR MARKADUR VIÐSUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.