Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 31 Enn mokveiði á loðnumiðunum Laugardagsaflinn sá mesti frá upphafi loðnuveiða Sami góði aflinn er enn á loðnuveiðunum og var laugardagsaflinn sá mesti, sem orðið hefur á einum sólarhring frá uphafi, eða 25.010 tonn. Helgaraflinn, til kl. 17 á mánudegi, er því orðinn rúm 45.000 tonn. Aðalveiði- svaðið er nú við Ingólfshöfða samkvæmt upplýsingum Loðnunefndar. Einn bátur, Hrafn GK, er búinn að fylla kvótann. I sunnudagsblaðinu var skýrt frá afla 25 báta, sem höfðu til- kynnt sig á hádegi á laugardag, en hér á eftir fer yfirlit yfir afla ann- arra, sem lönduðu þann dag: Skarðsvík SH 600, Helga II RE 550, Þórður Jónasson EA 480, Fíf- ill GK 630, Örn KE 500, Súlan EA 780, Gullberg VE 590, Jöfur KE 460, Hilmir SU 1250, Júpiter RE 1150, Sæbjörg VE 600. Alls lönd- uðu 35 bátar á laugardag samtals Fyrsti báturinn fyllir loðnukvótann: „Við erum að vonast eftir meiri loðnuveiði“ — segir Sveinn ísaksson, skipstjóri á Hrafni GK „VIÐ ERUM að vonast eftir meiri loðnuveiði því það kom svo mikið út úr októbermælingunum í haust. Við teljum, að stofninn sé ekki fullnýttur með þessu magni," sagði Sveinn ísaksson, skipstjóri á Hrafni GK, þegar þeir biðu þess að komast inn til Grindavíkur á flóðinu í gær. Hrafn var að koma úr sínum síð- asta túr af loðnumiðunum og bú- inn að fylla kvótann, 7.100 tonn. „Það er töluvert mikil loðna fyrir vestan Ingólfshöfða og að sjálfsögðu leita menn ekkert þegar þannig er, heldur er bara farið að vinna,“ sagði Sveinn ísaksson, en hafrannsókna- skipin, Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson, eru nú við loðnumælingar fyrir sunnan og austan land. Sveinn kvaðst hins vegar ekki hafa trú, að jafn mikið kæmi út úr þeim mælingum og októbermæling- unum. „Loðnan er svo dreifð þegar hún kemur suður fyrir Reyð- arfjarðardjúp að hún finnst ekki á nein tæki. Ég held að stór hluti hennar hafi verið þar þegar mælingarnar hófust í janúar og sést það líka best á flotanum, sem fékk ekkert á þeim tíma,“ sagði Sveinn ís- aksson að lokum og bætti því við, að þeir á Hrafni vissu ekk- ert hvað tæki nú við hjá þeim enda ekki fengið úthlutað neinu. JHóraitttMattb Metsöiubhd á hverjum degi! 25.010 tonnum og er það metafli á einum sólarhring á loðnuveiðun- um. Á sunnudag lönduðu eftirtaldir bátar: Hákon ÞH 750, Erling KE 400, Guðmundur Ólafur ÓF 520, Húnaröst ÁR 620, Gísli Árni RE 600, Magnús NK 500, Hilmir II SU 530, Jón Finnsson RE 550, Skírnir AK 440, Rauðsey AK 30. Samtals 10 bátar með 4.940 tonn. Mánudagsaflinn var sem hér segir til klukkan 17: Hrafn GK 540, Svanur RE 660, Ljósfari RE 450, Pétur Jónsson RE 660, Bergur VE 500, ísleifur VE 680, Höfrung- ur AK 830, Dagfari ÞH 510, Heimaey VE 470, Skarðsvík SH 620, Huginn VE 560, Gígja KE 750, Harpa RE 570, Sighvatur Bjarna- son VE 650, Þórshamar GK 500, Súlan EA 720, Albert GK 520, Óskar Halldórsson RE 50, Bjarni Ólafsson AK 1000, Grindvíkingur GK 1030, Kap II VE 90, Víkingur AK 1200, Jón Kjartansson SU 930, Eldborg GK 1230. 24 bátar með samtals 15.520 tonn. 660 V.-Húnvetningar mótmæla fjölgun þingmanna Forsætisráöherra, Steingrími Hermannssyni, voru í gær afhentir undirskriftalistar frá áhugamönnum um kjördæmamálið f V.-Húnavatnssýslu. Listarnir voru undirritaöir af um 660 manns, eða u.þ.b. 60% atkvæðis- bærra manna að sögn þeirra sem afhentu þá. Mótmæla V.-Húnvetningarnir fyrirhugaðri fjölgun alþingismanna og segjast telja að engin rök hafi verið færð fyrir því að breytingin verði þjóðinni til hagsbóta. Á myndinni, sem Ólafur K. Magnússon tók, er undirskriftalistarnir voru afhendir eru, talið frá vinstri: Sveinn Benónýsson, Björn Sigurvaldason, Hólmfríöur Bjarnadóttir, Pétur Valdimarsson, forsætisráðherra og Aðalbjörn Benediktsson. Háskólatónleikar í Norræna húsinu AÐRIR Háskólatónleikar á síðara misseri þessa árs verða miðvikudag- inn 8. febrúar í Norræna húsinu. Þar koma fram Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon pí- anóleikari. Á efnisskránni er són- ata eftir enska tónskáldið Henry Eccles, sem uppi var á 17. og 18. öld, og Svíta fyrir einleiksselló, nr. 3 í C-dúr, eftir Jóhann Sebastian Bach. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftíma. Fréitatilkynning habitati Vika FRAMLENGD— ÖRFÁIR DAGAR 36 kerti í pakka, hvert kerti kemur út á kr. 2,69? Verö áöur 158 kr. nú kr. 97 Wok-kínverski potturinn, sem slegiö hefur í gegn um allan hinn vestræna heim. Verö áður kr. 797 nú kr. 650 Margir góöir hlutir á stórlækkuöu veröi 10% afsláttur af öllum öðrum vörum. 3 glös í pakka fyrir rauö- vín/lrish Coffee. Áöur 198,- nú kr. 169 Townhouse sófi fáanlegur í Ijósu, bláu og rauöu, 3 púöar fylgja. Sterkur sófi. Verö áöur 10.917 kr. nú kr 9.600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.