Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS RrvMuntOi-uM'VB Fáum ekki vinnu í Hafnarfirði Jónatan Jónatansson skrifar frá Hafnarfirði: „Ég heiti Jónatan Jónatansson og er fæddur 10. desember 1957. Mig langar að taka það fram að ég er lamaður í fótum og geng með staf utanhúss, en inni geng ég staflaus. Ég er fæddur Hafnfirðingur í húð og hár og mér finnst undra- legt að Hafnfirðingar geti ekki út- vegað mér vinnu hér í Hafnarfirði. Ég er búinn að leita að vinnu hér í mörg ár og hef aldrei fengið vinnu í Hafnarfirði. Konan mín er einnig lömuð í hægri handlegg og hún hefur einnig leitað að vinnu hér í Hafnarfirði og verið neitað um hana. Nú hefur nýtt heimili fyrir lam- aða verið opnað hér í Hafnarfirði og það var tekið fram að öryrkjar ættu að ganga fyrir. Okkur var neitað og nú spyr ég: Af hverju? Við erum bæði lömuð.“ Þátturinn „Nýjustu fréttir af Njálu“: Æ’ Ureltar fréttir? Magnús Jósefsson skrif- ar: „Velvakandi. Hvað er hann gamall, þessi náungi sem flytur þessar nýju fréttir af Njálu í útvarpinu á laug- ardögum? Hann hlýtur að vera aftan úr grárri forn- eskju, að hann skuli kalla þessi erindi „nýjar fréttir af Njálu“. Mér dettur í hug setn- ing sem þekktur kaup- maður sagði fyrir mörg- um árum, er hann sá gam- alt og ryðgað anker fyrir utan búðina sína: „Det skal skrapes og males og selges som nytt“. Ef þessi maður er í al- vöru að leita að nýjungum um Njálu, hvers vegna leitar hann þá ekki í rit- um Einars Pálssonar sem heita „Rætur íslenskrar menningar"? Þetta er rit uppá um það bil 3000 blaðsíður, sex bækur í allt. Þar er ýmislegt nýtt og merkilegt á ferðum. Einar virðist vera eini ís- lendingurinn sem skilur höfund Njálu og það sem hann raunverulega er að segja.“ Vil fækka þingmönnum Nánari upp- lýsingar um „Nálina mína“ Guðrún Kristjánsdóttir frá Þingeyri hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Kvæðið „Nálin mín“ hef- ur verið töluvert til umræðu á síðum Velvakanda upp á síð- kastið. Guðrún Bjarnadóttir er höfundur lagsins við þetta kvæði, hún er föðursystir mín og mig langar að koma á fram- færi nokkrum upplýsingum um hana. Hún lést ekki ung að árum, einsog komist er að orði í Vel- vakanda laugardaginn 28. janúar. Hún var gift kona og tveggja barna móðir er hún lést úr berklum. Ég held að þá hafi hún verið 28 ára gömul. Eftirlifandi maður Guðrúnar heitir Guðmundur Þórðarson og býr hann i Reykjavík. Guðrún samdi fleiri lög en þetta, en ekki voru þó fleiri út- sett eftir hana. Velvakandi þakkar Guðrúnu upplýsingarnar og af þeim og hinum, sem áður hafa komið fram, má ætla að textinn sé eftir Jón Trausta og sé aö finna í Ijóöasafni hans, en lagið sé eftir Guðrúnu Bjarnadóttur, sem að sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur var ætíð nefnd Rúna Bjarnadótt- ir. Karitas Hermannsdóttir hringdi frá Húsavík og hafði eft- irfarandi að segja: — Ég vil ekki láta fjölga þing- mönnunum, eins og hefur verið rætt um. Mig langar til að vita, hversu margir íslendingar þurfa að skrifa undir beiðni um þjóð- aratkvæðagreiðslu, svo hún geti átt sér stað. Ég hef heyrt um undirskrifta- lista, sem hafa gengið þar sem fjölgun þingmanna er mótmælt. Mitt áhugamál er að fækka þeim alveg niður í 50 menn, er ekki annars alltaf verið að spara? Við mundum þurfa að borga öllum þessum mönnum laun, sem yrðu tekin af okkur, því við erum jú ríkið. Hérna í Norðurlandskjördæmi eystra gætum við auðveldlega séð af tveimur eða þremur þing- mönnum og þá getið þið þarna á Suðurlandi bara fengið þá! Mér skilst að ykkur vanti menn, en við viljum ekki að þingmönnum sé fjölgað til að þið á Suðurlandi Guðmundur Gíslason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir nokkru kom ég með fyrirspurn til fjármálaráðu- neytisins, sem ekki hefur verið getið haft fleiri menn. Hér höf- um við sjö menn, en þeir eru svo duglegir að ég er vissum að fimm þeirra gætu unnið þetta sjö manna verk. Þingmennirnir eru að biðja okkur um að spara, en þá verða þeir einnig að gera slíkt hið sama. Talað hefur verið um að þjóðin eigi að sýna verkamönnunum í Straumsvík meiri samhug. Þjóð- in stendur alls ekki öll með þeim. Þeir eru svo tekjuháir að fólk, sem hefur helmingi lægra kaup en þeir, vill ekki að þeir fái hærra kaup. Við viljum að hinir hæstlaunuðu láti svolítið af sín- um launum til hinna lægstlaun- uðu. Verkamennirnir í Straumsvík tala um að þeir vinni svo langan vinnudag. Við viljum vinna ef við fáum sanngjarnt kaup fyrir það. Unglingarnir hafa of litla vinnu og þar afleiðandi leiðast þeir út í allskyns vitleysu, því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við tímann. svarað. Ég vil því ítreka spurn- ingu mína i þeirri von að henni verði svarað núna: Hvað er áætlað á fjárlögum til forsetaembættisins fyrir árið 1983 og hver var fjárþörfin? Forsetaembættið: Hver var fjárþörfin? Bladburóarfólk óskast! Austurbær Þingholtsstræti JMtvgniiMfiMfr FRAMSÖGN OG TALTÆKNI Næstu námskeiö hefjast 20. og 21. febrúar. LEIKLIST Kvöldnámskeiö i leiklist mánudag, þriöjudaga og fimmtudaga. Þeir, sem þegar hafa skráö sig, vinsamlegast staö- festið fyrir 14. febrúar. Innritun daglega í síma 17505 kl. 16.00—19.00. TALSKÓLINN Skúlagötu 61, Reykjavík. Skattaþjónustan og Tölvuþjónustan auglýsa:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.