Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 íslendingur hlýtur viður- kenningu í Oxford FYRIR skömmu var íslenskum fræöimanni veitt mikil viöurkenn- ing af Oxford-háskóla. Hannes H. Gissurarson cand. mag., sem er kunnur lesendum Morgunblaðsins fyrir regluleg skrif í blaöið nokkur síöustu árin, hlaut svonefnd Coll- ingwood-verölaun, en þau eru veitt einura manni á ári af Pembroke College og heita eftir hinum kunna breska heimspekingi R.G. Coll- ingwood. Verölaunin eru 150 pund, en þeim fylgja einnig svipuö rétt- indi og kennarar í Oxford-háskóla njóta. „Þetta kom mér satt að segja mjög á óvart," sagði Hannes, er Morgunblaðið sneri sér til hans, „en ég get ekki verið annað en ánægður með, að kennararnir í þessum virðulega háskóla hafa valið mig til að fylla sínar raðir. 1 þessari viðurkenningu felst, að ég verð félagi á kennarastofunni, hinni svonefndu Senior Common Room, og nýt ýmissa annarra réttinda, þótt ég kenni að vísu ekkert hér í háskólanum, heldur vinni að fræðilegri rannsókn á sambandi íhaldsstefnu og frjáls- lyndisstefnu, sem ég vonast til að ljúka seint á næsta ári.“ Hannes H. Gissurarson „Þess má geta til gamans," sagði Hannes ennfremur, „að Collingwood hafði lesið íslend- ingasögurnar. Hann segir í The New Leviathan, að lögin á ís- landi á þjóðveldisöld hafi verið svipuð alþjóðalögum á okkar dögum og að svo virðist sem kon- ur hafi verið aðalfriðarspillarn- ir, hvað sem Jafnréttisráð segir um þá söguskoðun. Annar fræg- ur félagi hér á garðinum, dr. Samuel Johnson, hafði annað að segja um ísland: Hann kvað svo að orði í bréfi árið 1791, að Dyfl- inni á írlandi væri miklu verri staður en Lundúnir, en alls ekki eins slæmur og ísland. Kannski var verið að bæta íslendingnum upp þennan dónaskap dr. John- sons!“ Laxeldisstöð Laugarlax hf. við Apavatn: Blátt bann við að frá- rennslið fari í Apavatn NÍU ábúendur og/eöa landeigendur viö Apavatn hafa lagt blátt bann viö því aö frárennsli fyrirhugaðrar lax- eldisstöövar þar verði látið renna út í vatnið. Ákvörðun bændanna kemur fram í yfirlýsingu, sem Mbl. hefur borist og mun veröa birt í heild í blaðinu. Segja þeir að upphaflega hafi frárennsli stöðvarinnar átt að fara í Laugarvatn en nú sé fyrir- hugað að það fari Djúpin eða Kvíslarnar, sem séu hrygningar- stöðvar Apavatns. „Stjórn Laug- arlax var kunnugt um að ekki lá fyrir heimild frá eiganda jarðar- innar Útey I, að afrennsli stöðvar- innar færi eftir landi hans.. “ segir í yfirlýsingunni. „Það hefur öllum verið ljóst frá upphafi, að ekki er hægt að koma afrennsli stöðvarinnar í vatnakerfi Apa- vatns nema að fara í gegnum land jarðarinnar Útey I, og það er ekki heimilað." Apvetningar telja að frárennsli stöðvarinnar gæti haft afdrifarík- ar afleiðingar fyrir lífríki vatnsins og að fyrirhugaðar rannsóknir á súrefnismagni vatnsins muni ekki breyta neinu þar um, enda verði þær rannsóknir takmarkaðar. Segjast þeir í yfirlýsingu sinni telja eðlilegast, að frárennslið fari í Laugarvatn. Þar hafi engin mót- mæli komið fram, þar séu flestir hluthafarnir og auk þess sé hreppsfélagið aðili að stöðinni og telji ábata af væntanlegri starf- semi hennar. „Hvers vegna taka þeir ekki áhættuna líka?“ spyrja þeir. „Við erum ekki á nokkurn hátt á móti starfsemi Laugarlax hf., stjórn þess né aðild Laugar- dalshrepps. Á okkar siðferðilega og lagalega rétti hefur verið troð- ið..“ Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræð- ingur, stjórnarformaður Laugar- lax hf., sagði í samtali við blaða- mann Mbl. að vinna við stöðina Viðey seldi í Bremerhaven VIÐEY RE seldi 326,6 lestir, mest karfa, í Bremerhaven á mánudag. Heildarverö var 5.708.800 krónur, meöalverö 24,13. Þá er fyrirhugað að þrjú önnur skip selji afla sinn erlendis í þess- ari viku, en það eru Ögri RE, Karlsefni RE og Ársæll Sigurðs- son HF. Færðin erfið og ótrygg vegna fannfergis og skafrennings FÆRÐ var mjög ótrygg í gær og erfið vegna fannfergis og skafrennings víða um land. Sigurður Hauksson, starfsmaður Vegaeftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði það á tilfínningunni að fann- fergi og snjómokstur það sem af væri árinu væri með mesta móti og janúarmánuður yrði dýr. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar, að búizt væri við norðanátt í dag og á morgun og nokkru frosti. Einnig væri hætt við skafrenningi. Hjá Vegaeftirlitinu fengust þær upplýsingar síðdegis í gær, að víða væri skafrenningur á Suður- og Vesturlandi og færð því ótrygg og mokstur erfiður. Árdegis í gær var fært um Hell- isheiði og Þrengsli austur til Víkur í Mýrdal, en þegar leið á daginn lokaðist vegurinn undir Eyjafjöllum og færð þyngdist víðast. Stórum bílum og jeppum var talið fært austur á firði í gær, en fjallvegir á Austfjörð- um voru ófærir. Þokkaleg færð var á Héraði og Fagridalur fær. Fært var í gær um Hvalfjörð til Borgarness og stórum bílum og jeppum þaðan vestur Mýrar og um Heydal og svo og á norðan- verðu Snæfellsnesi. Fært var úr Búðardal í Reykhólasveit og mokstur hafinn þaðan í Gufu- dalssveit. Frá Patreksfirði var fært út á flugvöll en Kleifaheiði var ófær, fært var frá Patreks- firði til Bíldudals. Þokkaleg færð var um Dýrafjörð og Ön- undarfjörð og stórum bílum fært um Gemlufallsheiði. Frá ísafirði var fært til Bolungar- víkur og Súðavíkur. Fyrrihluta dagsins í gær var fært norður um Holtavörðu- heiði, Vatnsskarð og Öxna- dalsheiði til Akureyrar, en í gærkvöldi var færð á Holta- vörðuheiðinni farin að spillast verulega. Jeppafært var norður eftir Ströndum til Hólmavíkur. Þá var fært um Skagafjörð til Siglufjarðar og frá Akureyri um Dalvík til Olafsfjarðar. Að- eins jeppum og stórum bílum var fært frá Akureyri um Vík- urskarð til Húsavíkur, en hætt var við mokstur frá Húsavík til austurs og upp í Mývatnssveit. VINNIN9AR I HAPPDRÆTTI Husbunaður eltir vali, kr. 1.500 10. FLOKKUR 1983—1984 Vinningur til íbúðarkaupa, kr. 400.000 65647 Bifreiöavinningar eftir vali, kr. 75.000 4982 15213 34574 38035 14703 23199 34820 42442 Utanlandsferöir eftir vali, kr. 25.000 1636 31622 35918 44958 53817 3974 33326 37131 45429 62079 7267 34363 38918 45879 62265 29084 34872 42516 47043 74193 29418 35771 42790 50737 75926 Húsbúnaður eftir vali, kr. 7.500 4409 15618 29632 47392 64439 4443 18082 30291 48544 67455 5440 19534 30639 48557 69512 5629 23326 31633 50677 70365 6153 23747 39382 52105 70883 7913 25054 40069 55283 72285 9579 25406 43603 55291 75005 11199 26596 44237 59515 76313 12483 26995 47186 61724 77552 14723 28442 47275 61932 79245 93 7762 15016 22586 31425 41989 50489 57840 64864 74292 152 7867 15286 23106 31581 42120 50564 57842 65194 74378 376 7924 15311 23565 31697 42125 50622 58115 65439 74461 568 7927 15350 24008 31708 42170 50832 58236 65446 74478 738 8009 15583 24150 31885 42322 50937 58944 65610 74620 1039 8666 15619 24302 32398 42472 50958 59251 66378 74666 1101 8717 15875 24609 32663 42480 51384 59310 66502 74807 1219 8829 16033 24642 32735 42912 51398 59320 66744 74941 1328 8984 16038 24804 32856 43201 51421 59792 66970 74945 1505 9180 16283 24818 33176 43306 51552 59926 67236 75077 1602 9846 16417 24970 33310 43492 51553 59970 67837 75111 1757 9911 16524 25084 33753 43514 51763 60029 67899 75398 1863 9998 16805 25202 33757 43894 51957 60089 67952 75521 2179 10015 16868 25423 34518 44169 52117 60174 67975 75551 2323 10143 16960 25444 34525 45246 52308 60190 67977 75673 2462 10183 17012 25725 34953 45352 52668 60419 68065 75852 2663 10235 17147 25772 35177 45480 52669 60509 68212 75973 2843 10267 17468 25815 35291 45556 52892 60646 68335 76577 2967 10587 17517 25993 35408 45631 53024 60672 68534 76585 2996 10723 17670 26072 35443 45649 53032 60783 68751 76681 3095 11375 17826 26081 35824 45650 53230 61237 68777 76721 3140 11398 18312 26279 36016 45677 53380 61340 68817 76872 3324 11491 18446 26509 36077 45796 53949 61346 68984 76891 3648 11549 18892 26563 36148 45905 53974 61506 69299 76946 3651 11704 19048 26655 36256 45951 54249 61561 69843 77205 3916 11768 19163 26906 36421 46542 54506 61621 69902 77382 4029 12044 19242 27027 36499 46592 54515 61808 70047 77500 4199 12170 19247 27032 36568 46608 54935 61988 70368 77563 4331 12309 19288 27060 37284 46709 55190 62192 70400 77606 4449 12685 19373 27180 37466 46714 55288 62238 70619 78042 4679 12717 19720 27292 37469 46731 55478 62262 70933 78216 4735 12719 19776 27530 37680 46832 55552 62464 71051 78304 5103 12766 19805 27659 37961 47077 55559 62614 71409 78311 5198 12906 19942 27729 37970 47216 55581 62631 71487 78445 5208 12944 19966 27735 38164 47296 55762 62655 71562 78558 5235 12974 20282 28129 38266 47358 55802 62827 71865 78851 5468 13056 20451 28297 38751 47568 55929 63073 72126 78864 5557 13158 20482 28408 38858 48092 56106 63244 72231 79104 5655 13178 21068 29332 39469 48647 56111 63287 72342 79271 6079 13339 21094 29382 39896 48728 56170 63338 72452 79528 6586 13347 21096 29459 40118 48753 56281 63453 72538 79555 6650 13389 21116 29594 40324 48851 56319 63467 72904 79577 6681 13410 21226 29691 40665 48952 56350 63636 73132 79673 6993 13415 21233 29856 40806 48990 56494 63702 73150 79713 7103 13749 21437 29883 40961 49209 56608 63813 73205 79835 7241 13848 21682 29917 41005 49291 56808 64080 73441 79903 7465 14135 21737 30330 41126 49489 57061 64197 73498 79912 7499 14190 21902 30395 41326 49521 57285 64250 73559 79915 7503 14213 22051 30573 41508 49807 57360 64443 73564 7527 14356 22124 30660 41517 50037 57515 64500 73659 7678 14431 22490 31166 41700 50101 57529 64604 73911 7743 14506 22562 31393 41864 50252 57697 64763 74201 Algreiðsla húsbúnaðarvinninga hefst 15. hvers mánaöar og stsndur til mánaöamóta. væri í fullum gangi og að hann gerði sér vonir um að stöðin gæti tekið til starfa innan skamms, enda væri „pressa á um að koma hrognum niður sem fyrst. Ég tel að þetta mál sé úr sögunni og að á því hafi fengist endanleg lausn með því að þessi rannsókn á að fara fram á lífríki vatnsins," sagði Eyjólfur. „Það skiptir í sjálfu sér engu máli í hvort vatnið frá- rennslið fer, það er talið ljóst að mengun frá stöðinni verður engin. Ef hreinsibúnaðurinn dugar ekki, þá verður einfaldlega gert betur, það hefur alltaf verið ætlun okkar." Eyjólfur sagði að af „augljósu náttúruverndarsjónarmiði" væri talið, t.d. af Veiðimálastofnun og Náttúruverndarráði, skárri kostur að frárennslið færi í Apavatn. „Afstaða Apvetninga er tilkomin af þröngum eiginhagsmunum," sa- gði hann. „Sú afstaða verður léttv- æg ef tekið er tillit til náttúru- verndarsjónarmiða í stærra sam- hengi." Sigrún Helgadóttir, líffræðing- ur hjá Náttúruverndarráði, sem hafði milligöngu um útvegun sér- fræðings til að gera áðurnefnda rannsókn á Apavatni í næsta mánuði, sagðist ekki vitað hversu vel fyrirhugaður hreinsibúnaður myndi duga, enda væri þetta í fyrsta skipti sem slíkur búnaður væri settur upp hérlendis. Ef at- hugunin á súrefnisforða vatnsins undir ís leiddi í ljós að vatnið væri ekki súrefnissnautt, þá myndi Náttúruverndarráð ekki leggjast gegn starfrækslu stöðvarinnar, enda yrði fylgst rækilega með áhrifum frárennslisins í a.m.k. eitt ár og hreinsibúnaðurinn endurbættur ef þörf krefði. Fiskverð enn ókomið SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins hefur enn hvorki náöst lausn innan yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins um ágreining um fyrirhugaöar ferskfískmatsreglur né heldur verið lagðar fram ákveðn- ar hugmyndir um lausn á vanda út- geröarinnar. Fundur yfírnefndarinn- ar í gær varö aö mestu árangurslaus og hefur annar verið boöaður í dag. Þó fiskverð liggi ekki enn fyrir hefur margt verið rætt innan yfir- nefndarinnar. Hefur jafnvel kom- ið fram hugmynd um að hætta verðbótum á karfa og ufsa. Verð- bætur á ufsa hafa til þessa 25% og 15% á karfa. Verði af þessum hugmyndum skerðir það tekjur sjómanna verulega svo og útgerð- ar, en hugmyndir munu hafa kom- ið upp um að útgerðinni yrði bætt tekjuskerðingin úr aflatrygg- ingasjóði. 1500—1800 kr. fyrir skattaframtalið LÖGGILTIR endurskoöendur taka á bilinu 1500—1800 krónur fyrir aö gera skattframtöl fyrir einstaklinga, en í fyrra var veröiö 1200 kr. og er því um 25—50% hækkun að ræða á milli ára. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá einum endurskoðanda í borginni í gær, en sagði hann jafnframt að engin verðskrá væri til vegna þessarar þjón- ustu. Hins vegar er fyrrgreint verð það sem algengast er, ef um venjuleg framtöl er að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.