Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984
Sóknargjöld í Reykjavík lækkuð úr 6% í 1%;
Tekjuauki safnaða og
kirkjugarða 2—3 millj.
SÓKNARGJÖLD í Reykjavík hafa
verið lækkuð úr 6% í 1% frá og með
1. janúar að telja og hefur lækkun
þessi í (or með sér að tekjuauki
safnaðanna í Reykjavík og kirkju-
garða Reykjavíkurprófastsdæmis
verður 2 til 3 milljónir króna, sam-
kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk
hjá Ölafi Skúlasyni, dómprófasti í
gær.
Rufu gat á
vegg og stálu
11 þús. krónum
UM HELGINA var brotist inn í
Mosfellsbakarí og þaðan stolið
um 11 þúsund krónum. Þjófarnir
brutu gat á vegg við bakarofn,
brutu síðan upp hurð inn á
skrifstofuna og stálu þaðan fénu.
Brotist var inn í Risið á
Hverfisgötu 105 og áfengi stol-
ið. Öryggisverðir Securitas
komu að þjófum, sem höfðu
brotist inn í Innkaupastofnun
ríkisins, Borgartúni 7 og þeir
stöðvaðir áður en þeir höfðu
gert mikinn óskunda. Þeir
höfðu brotið rúðu og þannig
komist inn. Loks var brotist
inn í Vörumarkaðinn, Ármúla
og þaðan stolið 10 þúsund
krónum. Rannsóknalögreglu
ríkisins tókst að góma þjófinn
að ná þýfinu til baka.
Búnaðarbankinn:
Bankaráðs-
fundur í dag
FUNDIR í stjórn Stofnlánadeildar
landbúnaðarins og bankaráði Bún-
aðarbanka íslands hafa verið boðað-
ir árdegis í dag.
Fyrirhugað var að afgreiða
ráðningar í stöður forstöðumanns
Stofnlánadeildar landbúnaðarins
og bankastjóra Búnaðarbankans á
þessum fundum, en óljóst var í
gærkvöldi hvort það tekst þar sem
einn bankaráðsmanna, séra Gunn-
ar Gíslason, komst ekki til
Reykjavíkur í gær vegna ófærðar.
Verður fundunum væntanlega
frestað, fremur en að kallaðir
verði tii varamenn samkvæmt
heimildum Mbl.
Ólafur sagði að Gjaldheimtan
hefði fengið mun meira í sinn hlut
í innheimtukostnað en næmi
kostnaði hennar vegna innheimt-
unnar, en gjaldið ætti að vera 1%,
ef tekið væri tillit til kostnaðar
Gjaldheimtunnar vegna hennar.
Ólafur sagði að eftir viðræður
við borgarstjóra hefðu borgaryf-
irvöld og fjármálaráðherra tekið
þá ákvörðun að lækka sóknar-
gjöldin niður í 1%.
„Við fögnum þessu mjög,“ sagði
Ólafur, „bæði vegna peninganna
og einnig vegna hins, að okkur
finnst þetta svo mikið réttlætis-
mál. Með þessu sitjum við við
sama borð og þeir aðrir sem
Gjaldheimtan er að innheimta
fyrir, og við erum mjög þakklát
borgarstjórn og fjármálaráðherra
fyrir að hafa gert þetta nú,“ sagði
Olafur Skúlason.
Frumsýningu fagnað
Það var glatt á hjalla á Hótel Borg sl. sunnudag þegar leikendur í barna- og fjölskylduóperunni Örkinni hans
Nóa komu þar saman og fögnuðu nýafstaðinni frumsýningu með pylsuveislu. Upphaflega var í ráði að frumsýna
óperuna á laugardag, en henni var frestað til sunnudags vegna veðurs og ófærðar.
Samgönguráðherra skipar flugmálanefnd:
Semur áætlun um framkvæmdir
vegna flugmála innanlands
SAMGÖNGURÁÐHERRA, Matthí
as Bjarnason, skipaði í gær nefnd til
að vinna að tillögugerð í flugmálum.
í nefndinni eiga sæti: Birgir ísleifur
Gunnarsson alþingismaður, sem
jafnframt er formaður nefndarinnar,
Andri Hrólfsson stöðvarstjóri, Garð-
ar Sigurðsson alþingismaður,
Ragnhildur Hjaltadóttir deildar-
stjóri og dr. Þorgeir Pálsson verk-
fræðingur.
Verkefni nefndarinnar eru eft-
irtalin, samkvæmt skipunarbréfi:
Nefndin semji áætlun um al-
menna flugvelli, sem taki til fram-
kvæmda við flugbrautir, öryggis-
tæki, tækjageymslur, flugskýli og
flugstöðvar. Sérstaklega skal hug-
að að möguleikum á lagningu
bundins slitlags á flugbrautir og
flugvélastæði. Nefndin skal gera
áætlun um uppbyggingu sjúkra-
flugvalla, m.a. með tilliti til þess
að sett verði á þá bundið slitlag.
Við samningu þessarar áætlunar
verði lögð áhersla á flugvöllinn á
Egilsstöðum og flutning flug-
brautar þar.
Einnig skal gerð ítarleg áætlun
um uppbyggingu nýrrar flugstöðv-
ar á Reykjavíkurflugvelli og tekið
mið af því undirbúningsstarfi,
sem byggingarnefnd flugstöðvar á
Fengur til Grænhöfða-
eyja í lok marsmánaðar
Fjórir íslendingar ráðnir til að fara með skipinu
Kjaradeilan
í álverinu:
Árangurs-
Iaus fundur
Samningafundur í kjaradeilu
starfsmanna og framkvæmdastjórn-
ar ÍSAL, sem lauk á níunda tíman-
um í gærkveldi, var árangurslaus.
Nýr fundur hefur verið boðaður á
miðvikudaginn klukkan 14. Að und-
anförnu hafa deiluaðilar rætt fyrir-
komulag á framleiðsluhvetjandi
kerfi og miðaði ekkert í samkomu-
lagsátt í gær. Deiluaðilar hafa enn
ekki haflð viðræður um beinar
launahækkanir.
Tíu dagar eru nú frá því verkfall
í álverinu hófst og hefur nú verið
byrjað að minnka álhæð í kerjun-
um. Er það fyrsta skrefið í und-
irbúningi þess að taka strauminn
af þeim ef til lokunar álversins
kemur, en um það eru ákvæði í
samningum að vinnu sé haldið
uppi í álverinu í að minnsta kosti
fjórar vikur eftir að verkfall skell-
ur á til þess að koma í veg fyrir
tjón á framleiðslutækjum. Ef til
þess kemur að straumur verður
tekinn af kerjunum í álverinu,
tekur það mánuði að koma því aft-
ur í gang.
FENGUR, skipið, sem íslendingar
ætla að færa íbúum á Grænhöfðaeyj-
um að gjöf, hefur nú verið sjósett á
Akureyri en formlega verður það
ekki afhent Þróunarsamvinnustofn-
un íslands fyrr en síðar í mánuðin-
um, að því er Þór Guðmundsson,
forstöðumaður stofnunarinnar, tjáði
Mbl. íslensk áhöfn hefur verið ráðin
á skipið, sem að öllum líkindum
mun halda suður til Grænhöfðaeyja í
lok næsta mánaðar.
Að því er Þór sagði hafa fjórir
íslendingar verið ráðnir til að
vera með skipið í fyrsta úthaldinu
en hvert úthald er sex mánuðir og
verður þá skipt um íslenska hluta
áhafnarinnar. Verkefnisstjóri
fyrir leiðangrinum verður Jóhann-
es Guðmundsson, skipstjóri, en
hann hefur unnið að þróunarverk-
efnum fyrir FAO, Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna, og Halldór Lárusson
verður skipstjóri. Halldór var áð-
ur með Bjart á veiðum við Græn-
höfðaeyjar er íslendingar hófu
fiskveiðiaðstoð þar og því flestum
hnútum kunnugur þar syðra. Guð-
mundur Kristjánsson verður
stýrimaður í fyrsta úthaldinu,
Jens Andrésson vélstjóri. Að öðru
leyti verður áhöfnin skipuð
mönnum frá Grænhöfðaeyjum.
Þór sagði, að áður en Fengur
héldi til Grænhöfðaeyja yrði allur
útbúnaður skipsins reyndur hér
við land því að miklu skipti að
ráða bót á hugsanlegum byrjunar-
örðugleikum hér en ekki eftir að
út væri komið. Skipið verður við
ýmiskonar veiðiskap við Græn-
höfðaeyjar, togveiðum og nóta-
veiðum, auk þess sem íbúarnir
stunda það nokkuð að skutla tún-
fiskinn frá skipshlið. Þór sagði, að
verkefnaskráin væri að vísu ekki
fullfrágengin en þeir hjá Þróunar-
samvinnustofnuninni hefðu þó
komið með ýmsar uppástungur,
sem Grænhöfðeyingar hefðu ekki
svarað enn. Aðstaða til að vinna
aflann í landi er góð að því er Þór
Guðmundsson sagði.
Reykjavíkurflugvelli hefur unnið.
Lögð er áhersla á, að samráðs
verði leitað við flugrekstraraðila
um staðsetningu og fyrirkomulag
hinnar nýju stöðvar, jafnframt
því að leita umsagnar h-ildar-
samtaka þeirra aðila, sem um
ferðamál fjalla. Stefnt verði að því
að framkvæmdir við þessa flug-
stöð geti hafist eigi síðar en árið
1986.
Framkvæmdaáætlun verði gerð
til nokkurra ára um kostnað við
allar þessar framkvæmdir. Nefnd-
in skal gera tillögur um tekju-
stofna og fjárframlög til ofan-
greindra framkvæmda, svo og til
rekstrar flugmála almennt.
Þá er nefndinni ætlað að hafa
nána samvinnu við flugráð og þá
starfsmenn flugmálastjórnar og
flugrekstraraðila, sem hún telur
þörf á að leita til um upplýsingar
og ráðgjöf varðandi verkefni sitt.
Flugmálastjóra er falið að starfa
með nefndinni og vera henni til
ráðuneytis. Áhersla er lögð á að
nefndin ljúki störfum sínum fyrir
1. október 1985, en æskilegt er að
áfangaskýrsla liggi fyrir í lok
þessa árs, segir í niðurlagi skipun-
arbréfs frá samgönguráðuneytinu,
sem dagsett er 6. febrúar.
Fuglar ekki í stórri hættu
„ÞAÐ MÁ búast við ad hart sé í
ári hjá einhverjum fuglategundum
vegna snjóalaga, en þó hefur þess
ekki orðið vart að meira væri af
fugli við mannabústaði en eðlilegt
er,“ sagði Árni Waag, náttúrufræð-
ingur, er Morgunblaðið ræddi við
hann í gær. „Þeir fuglar,“ sagði
Árni, „sem mest eru áberandi á
þessum árstíma og gera sig heima-
komna við gjafabrettin eru einkum
spörfuglar.
I þeim hópi eru starri, skógar-
þröstur, snjótittlingur, auðnu-
tittlingur og svo flækingar eins
og svartþröstur og gráþröstur.
— þrátt fyrir
harðindin,
segir Arni Waag
Kornmeti hentar flestum þess-
ara fugla vel, en þó er það með
þresti og starra til dæmis, sem
eru bæði kjöt- og plöntuætur, að
þeim hentar betur brauðmylsna
og einnig er kjötsag mjög gott
fyrir þá. Hrafninn á varla í
miklum erfiðleikum, hann fer
víða, meðal annars með sjávar-
síðunni og er seigur að bjarga
sér. Það kann þó að há honum,
hve illa hann er séður af mörg-
um og mikið gert af því að fæla
hann frá, alltof mikið að mínu
mati.
Örninn á að bjarga sér vand-
ræðalaust, enda er hann hrææta
fyrst og fremst og fer m.a. með
sjó, en fálkinn aftur á móti fylg-
ir helst rjúpunni og fjöldi henn-
ar ákvarðar því mest lífskjör
hans. í heild er varla um nein
óvenjuleg vandræði að ræða, en
þó er það víst að brauðmolar og
matarúrgangur getur komið
fuglunum vel,“ sagði Árni.
Spurt og svarað
um skattamál
f MORGUNBLAÐINU í dag
birtast eins og undanfarið svör
ríkisskattstjóra við spurningum
lesenda Morgunblaðsins um
skattamál, en að venju sér blaðið
um að koma spurningum lesenda
sinna á framfæri við ríkisskatt-
stjóra, sem síðan svarar spurn-
ingunum eins og efni eru til.
Svörin birtast síðan í blaðinu.
Til að koma spurningum á
framfæri geta lesendur blaðs-
ins hringt í síma Morgunblaðs-
ins, 10100, á milli klukkan
14.00 og 15.00 virka daga og
beðið um umsjónarmann þátt-
arins „Spurt og svarað um
skattamál". Hann tekur niður
spurningarnar og kemur þeim
til ríkisskattstjóra, Sigur-
bjarnar Þorbjörnssonar, sem
fallist hefur á að svara þeim.
Birtast síðan svörin í blaðinu.
Sjá svör ríkisskattstjóra í
blaðinu í dag á bls. 47.