Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984
35
Minning:
Ingimundur Lofts-
son frá Hafnarhólmi
Fæddur 22. júlí 1921
Dáinn 15. ágúst 1983
Eitt systkinið enn frá Vík er
fallið. Maðurinn með ljáinn hefur
höggvið skarð í systkinahópinn,
það er svo sárt að þurfa að hugsa
um það að Mundi bróðir sé allur.
Ég sem hitti hann um hádegi, þá
glaðan með gamanyrði á vörum
eins og oft, þegar við hittumst, og
svo var hann allur um miðjan dag.
Það var 15. ágúst síðastliðinn að
Hermann sonur hans kom og
sagði okkur þessar fréttir. Mér
fannst eitthvað bresta, og ég hugs-
aði fyrst til mömmu, hvað á þetta
að ganga langt, mamma okkar
sem sjálf er sjúklingur, á hún að
þurfa að sjá á eftir svona mörgum
börnum sínum og manni.
Foreldrar okkar voru Loftur
Torfason, sem lést 1965, og Hildur
Gestsdóttir. Þau bjuggu í Vík, sem
er úr landi Hafnarhólms. Ingi-
mundur var elstur af okkur
systkinunum sem komumst til
fullorðinsára, en við vorum 13
fædd, en erum nú bara 6 eftir.
Mundi var skapstór, en þó svo
Ijúfur, og mikill dugnaður ein-
kenndi hann. Sambandið milli
okkar systkinanna var alltaf mjög
náið, enda stutt á milli heimila
okkar.
Ingimundur var kvæntur Rögnu
Kristínu Árnadóttur og eignuðust
þau 10 börn saman, en Ingimund-
ur var búinn að eignast dreng áð-
ur en þau Stína tóku saman, Sig-
urð Jón.
Öll voru og eru þetta dugleg og
mannvænleg börn, og flest búin að
stofna sín eigin heimili. En það
var skammt stórra högga á milli
hjá þeim hjónum, er þau misstu
tvo drengina sína í sjóinn, Loft
sem fórst með Pólstjörnunni 17.
desember 1977 og svo næsta vor,
eða 11. maí 1978, drukknaði Sig-
urður Jón í róðri frá Höfnum á
Suðurnesjum. Það var þung raun
fyrir þau að sjá á eftir þeim. Við,
sem þekktum þá svo vel, vitum
hvað missirinn var sár.
Mundi og Stína stofnuðu heimili
á Hafnarhólmi 1947 og bjuggu þar
lengstan sinn búskap, eða þar til
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Endurkoman
Ég veit, að Biblían kennir, að Jesús muni koma aftur, en ég fæ
ekki skilið, hvers vegna hann kemur. Getið þér útskýrt það fyrir
mér?
Einstök atriði varðandi endurkomu Jesú valda ágrein-
ingi meðal sumra einlægra lesenda Biblíunnar. En
kjarni málsins er skýr í Biblíunni: Jesús kemur aftur.
Þegar hann steig upp til himins, sögðu englarnir við þá,
sem skyggndust eftir honum: „Hví standið þér og horfið
til himins?. Þessi Jesús, sem var uppnuminn frá yður til
himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til
himins" (Post. 1,11). Þetta er hin dýrmæta von þeirra,
sem trúa, — einkum á þrengingatímum.
Ég vil sérstaklega benda á tvennt varðandi endur-
komu Jesú. Annað er það, að hann kemur til að dæma
syndina. Ein mesta blekking nútímans er sú, að við
getum gert hvað sem við viljum og það skipti engu máli,
við þurfum ekki að gera neinum skil vegna synda okkar.
En þetta er ekki rétt. Þegar Jesús kemur aftur, „munu
allar þjóðirnar safnast saman frammi fyrir honum, og
hann mun skilja þá hverja frá öðrum, eins og hirðirinn
skilur sauðina frá höfrunum ... Og þessir skulu fara
burt til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs“
(Matt. 25,32,46).
þau fluttu að Hamri á Drangsnesi
haustið 1968, en þau höfðu samt
fjárbúskap þar áfram, og hefir
einn sonur þeirra, Svanur Hólm,
að mestu leyti séð um búskapinn,
því fljótlega eftir að þau fluttu að
Drangsnesi fór Mundi að vinna í
hraðfrystihúsinu þar. Mundi og
Stína voru vinamörg og gott til
þeirra að koma, þó var gleði þeirra
mest þegar barnabörnin komu að
heimsækja þau, enda oft sumar-
langt hjá þeim. Þau vildu öllum
gott enda gott til þeirra að leita.
Stína mín, ég á svo margar
minningar frá því að við vorum öll
saman á Hafnarhólmi, og börnin
voru að alast upp. Mér hefur alltaf
fundist þau vera eins og systkini
mín, einkum þau elstu.
Ég minnist þess er við Mundi
töluðum um dauðann, er Gestur
bróðir okkar dó 1982, að Mundi
sagðist ekki hræðast hann, en við
vorum bæði hrædd við að vera hjá
látnum, og við ræddum um hvort
við gætum ekki hjálpað hvort öðru
að yfirstíga þennan ótta, og gam-
an væri að það sem færi á undan
fengi að hjálpa hinu. Ég man þeg-
ar ég fór til að vera við kistulagn-
inguna hans Munda og ég kyssti á
ennið hans, þá hvarf mér allur
ótti, svo það var hann sem hjálp-
aði mér eins og svo oft áður.
Ég get aldrei fullþakkað það
sem hann gerði fyrir mig og mína
fjölskyldu. Þó Mundi væri oft las-
inn og ætti við vanheilsu að stríða
þá var hann ekki að kvarta, enda
sést það best á vilja hans til að
vinna, að hann var við heyvinnu er
hann féll frá. Stína mín, þú sem
ert svo dugleg þó bjátað hafi á, og
oft verið erfitt að sækja á bratt-
ann. Ég bið góðan Guð að hjálpa
ykkur öllum, sem syrgið góðan
eiginmann, föður og afa.
Elsku mamma min, ég vona að
nú verði hlé milli stríða hjá okkur
öllum, þú sem hefir misst svo
mikið, en átt samt svo mikið fyrir
aðra sem huggunar þurfa með.
Það er komið stórt skarð í
systkinahópinn svo þetta verða
fátækleg orð, þegar Munda er
minnst. Elsku bróður minn kveð
ég með söknuði en veit að það bíða
hans svo margir opnir armar er
hann kemur yfir landamærin.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sóley
Fullt af vörum nykomnar
ALLT Á BARNIÐ:
Nærföt, náttföt, leikföt, útigallar og
regngallar.
Einnig úrval af sængurgjöfum, tepp-
um, handklæðum, smekkir í miklu
úrvali, samfestingar og margt fleira.
I fötum fra líður barninu vel
B. Olafsson i:
Bcnidscn hf
Samfestingar meö aföstum
sokkum, tilvaldir í skíða-
ferðina. Stæröir 4—12.
Langageröi 114, simi 34207.
1 _ _ _ _ 1
Straumnes Vesturbergi Ksæn pjonusta í Breiðholti Hólagarður Lóuhólum
1 1
Kjöt og fiskur Seljabraut Nú höfum viö breytt opnunartíma verslana okkar sem hér segir: virka daga kl. 9^-19 föstudaga kl. 9—19-30 Ásgeir Tindaseli
1 laugardaga kl. 9-^16 1
Valgarður Veriö ávallt velkomin í verslanir okkar Breiðholtskjör
Leirubakka E Arnarbakka
EUnoCARO.