Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 27 Fyrsti Egyptinn á vetrarólympíuleikum: Tveir mánuðir í ein- angrun við hugleiðslu Frá Will Grimsley, fréttamanni AP í Sarajevo. „LÍKAMLEGUR undirbúningur er vissulega mikilvægur — en hinn andlegi er enn mikilvægari,“ seg- ir Hatem El Reedy, faöir eina eg- ypska keppandans á Ólympíu- leikunum. „Þetta hefur ekkert meö skíöaíþróttina aö gera; aö- eins hugann og sálina ... þetta mun gera Jamil aö enn ákveönari keppnismanni." Sonur Hatem, hinn 18 ára Jamil El Reedy, verö- ur fyrsti Egyptinn til aö keppa á vetrarólympíuleikum — og undir- búningur hans er nokkuö nýstár- legur, svo ekki sé meira sagt. Faðir hans skyldi Hatem eftír í helli í egypsku eyöimörkinni í 40 daga og síðar fékk Hatem þaö verkefni aö skrúbba gólf á salerni i tvo tíma meö tannbursta og hrein- silegi. Einkar nýstárlegur undlr- búningur fyrir skíöakeppni Ólympíuleika en, eins og faöirinn segir: andlegi undirbúningurinn er mikilvægari en sá líkamlegi! Jamil, sem fullu nafni heitir hvorki meira né minna en Jamil Omar Hatem Abdullaleem Jamil Abdulamalik Omar Mohammed El Reedy, hefur búiö í Bandaríkjunum síðan hann var smástrákur. Móöir hans, sem er bandarísk, flúöi til heimalands síns í sex daga stríöinu 1967 og faðirinn, sem starfaöi í Kairó, kom seinna. Jamil byrjaöi snemma aö renna sér á skíðum og segja má aö hann hafi alist upp í skíðabrekkunum í Lake Placid, þar sem Ólympíuleik- arnir fóru fram fyrir fjórum árum. Þá var hann fjórtán ára. „Ég fór stundum meö keppend- unum upp í lyftunum. Einu sinni sat ég rétt aftan viö Ingemar Sten- mark og viö töluöum heilmikiö saman um skíðaíþróttina," segir Jamil. Strákurinn haföi mikinn áhuga á því aö keppa á Ólympíu- leikum en hann hefur aldrei keppt í heimsbikarkeppni. Faðirinn geröi sér Ijóst aö Jamil kæmist aldrei í Ólympíuliö Bandaríkjanna þannig aö þeir ákvaöu aö notfæra sér egypskan ríkisborgararétt hans. „Ég veit aö hljómar undarlega aö Egypti muni keppa á skíöum. Viö höfum heyrt menn gera grín aö þessu: Æföi hann sig meö því aö renna sér niður pýramtdana? hefur fólk spurt. Ég hef nú bara hlegiö á móti og spurt fólkiö hvort þaö viti ekki að snjó sé aö finna efst á pýramídunum,“ segir faöirinn. Hann segist hafa gert sér Ijóst aö möguleikar Jamil lægju í því aö styrkja hugann meö þeim aöferö- um sem Egyptar brúkuöu til forna. „Þetta viröist vera hin grimmi- legasta aöferð en svo er ekki. Þvert á móti. Meö þessu móti kemst maöur vel niöur á jöröina — og nálægt guöi.“ Fyrir tveimur mánuöum flugu þeir feðgar til Egyptalands, en þangaö haföi Jamil ekki komið síö- an hann fór smákrakki til Ameríku. i hellinum úti í eyöimörkinni var Jamil skilinn eftir og þaö eina sem hann haföi meöferöis var vatn og matur. Þar sat hann viö hugleiðslu • tvo mánuöi! „Mér stóö nú ekki á sama í upphafi en gerði mér síöar Ijóst aö öryggi hugans er hiö eina sanna öryggi.” Og nú er hann til- búinn i slaginn á Ólympíuleikunum. • Bill Johnson Ólympíu- ráðstefna í Tókýó 1990 ÁKVEÐIÐ var á sunnudag aö Ólympíuráóstefna yrói haldin í Tókýó 1990. Þar koma menn sam- an og ræöa framtíð leikanna. Al- þjóðaólympíunefndin ákvað þetta á fundi sínum. Aðeins hafa veriö haldin tvö ólympiuþing eftir síöari heimsstyrj- öldina — í Varna í Búlgaríu 1973 og í Baden-Baden í Vestur-Þýska- landi 1981. Þeir sem sækja þingin eru meðlimir alþjóöaólympíu- nefndarinnar, fulltrúar 28 alþjóða- sambanda ólympíuíþrótta og ólympíunefndir einstakra landa. Samtals eru þaö rúmlega 150 manns. • Franz Klammer Klammer fánaberi Austurríkis FRANZ Klammer, ólympíumeist- ari í bruni 1976 í Innsbruck, hefur veriö valinn til aö bera fána Aust- urríkis viö opnunarhátíö Ólymp- íuleikanna. Klammer, sem er þrítugur og elstur þátttakenda í heimsbikar- keppninni í vetur, er talinn nokkuö sigurstranglegur í brunkeppninni i Sarajevo — en hún verður á fimmtudag. Þess má geta aö Klammer komst ekki í liö Austur- ríkis fyrir Ólympíuleikana í Lake Placid 1980! Brunkeppnin á fimmtudag: Johnson og Miiller sigurstranglegastir Fré John Mosiman, fréttamanni AP í Sarajevo. EF EITTHVAD er aö marka úrslit æfingakeppnanna fyrir Ólympíu- leikana veróa Peter MUIier og Bill Johnson aö teljast sigurstrang- legastir. Brunbrautin á Bjelasn- ica-fjalli hefur veríö gagnrýnd af mörgum skíðakappanna — þeir segja hana ekki nógu erfiöa. Segja hana tiltölulega flata á allt of mörgum stööum. MUIIer og Johnson eru eínmitt þekktir fyrir aö halda uppi góöum hraöa á flötu köflum brautanna og þeir náöu bestum tímum í tveimur fyrstu æfingakeppnunum. MUIIer á laugardag og Johnson á sunnu- dag. Brunkeppnin fer fram á fimmtudag. „Ég kann best viö mig í svona braut og allir hér vita það,“ sagöi Johnson eftir keppnina á sunnu- dag er hann fékk tímann 1:47,99 mín. Hann var tveimur tiundu á undan Muller á sunnudag. „Mér tókst þaö sem ég ætlaöi mér í dag. Ég ætlaöi aö sjá hve hratt mér tækist aö komast. Ég á aö komast enn hraöar á vissum köflum, en ég hef mikla trú á því aö mér takist aö sigra hér,“ sagöi Johnson. Hann er 23 ára og fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem unniö hefur brunmót í heimsbikarkepþn- inni — vann í Wengen í Sviss í síöasta mánuöi. Muller varö í ööru sæti í æf- ingakeppninni á sunnudag ásamt Helmut Höflehner á 1:48,47, næst- um hálfri sekúndu á eftir Johnson. „Brautin er góö en ég vona aö hún haröni fyrir keppnina,“ sagöi Mull- er. Hoeflehner, sem ekki hefur gengiö vel i vetur — en sigraöi þó í Cortina-bruninu í síöustu viku — sagöist vonast til aö annaö sætiö í æfingakeppninni yröi til þess aö þagga niður í þeim er óánægöir voru með aö hann skyldi valinn í brunliö Austurríkismanna. Erwin Resch frá Austurríki og Urs Raeber, Sviss, hafa veriö ofar- iega á blaöi í vetur en þeim gekk illa í tveimur fyrstu æfingakeppn- unum. Franz Klammer datt á sunnudaginn og tognaöi í nára. Ekki eru meiöslin þó alvarleg og hann var kominn á fulla ferð viö æfingar i gær á ný. Klammer hefur gagnrýnt Ólympíubrautina. „Þetta er braut fyrir krakka,“ sagöi hann. „En þegar ég segi þaö og dett svo sjálfur hlæja auövitaö allir aö mér.“ Klammer sagöi aö brautin héldi aftur af þeim brunmönnum sem þyröu aö taka áhættu — þeim gæfist varla tækifæri til þess hér. Bandaríkjamenn f jölmennastir FJÖRUTÍU og níu þjóöir taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Sara- jevo. Keppendur koma frá ólík- legustu stöðum. Egyptaland sendir til dæmis einn keppanda. Bandaríkjamenn eru meö flesta keppendur á leikunum, 124. Sov- étríkin senda 110 keppendur. V-Þjóöverjar eru meö þriöja fjöl- mennasta hópinn, 99 keppendur. Kínverjar senda nú í fyrsta sinn keppendur á vetrarólympíuleika. Þaöan koma 37 keppendur. Þaö er athyglisvert að þjóðir eins og Puerto Rico, Jómfrúareyjar, Mex- íkó, og Marokkó eiga þátttakend- ur á leikunum. Punktar frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins í Englandi Mikiðum meiðsli hjá West Ham: Lukkustrákur fé- lagsins nefbrotnaði! ÞAD Á ekki af West Ham aó ganga. Eins og áður hefur kom- iö fram er mikið um meiósli hjá félaginu um þessar mundir og til að laga ástandiö keypti John Lyall, framkvæmdastjóri félags- ins 24 ára mióvörö, Paul Hilton, á fimmtudag í síöustu viku. Hilton mætti á sína fyrstu æf- ingu hjá West Ham á föstudag — meiddist þá á hné og braut í sér tönn. Hann lék því ekki á laug- ardag eins og til stóö. „Miðaö viö þaö hve margir eru á sjúkralista hjá okkur var þaö stórkostlegt aö vinna Stoke 3:0 og komast aftur í þriöja sæti,“ sagöi Lyall eftir leikinn á laugardag. „En til dæm- is um meiösli hjá félaginu get ég sagt aö lukkustrákurinn okkar (strákurinn sem hleypur meö liö- inu inn á völlin fyrir leiki) var m.a.s. meiddur. Hann nefbrotn- aöi fyrir helgina!!“ Hoddle fer í vor Latchford þarf að hætta formennsku BOB Latchford er nú farinn aö leika meö hollenska 2. deildar- liöinu NAC Breda eins og viö höfum sagt frá. Hann var for- maöur sambands atvinnuknatt- spyrnumanna í Englandí — tók viö því embætti af Steve Copp- ell fyrir aðeins fjórum mánuö- um, en verður aö afsala sér því embætti þar eö hann fluttist úr landi. Brian Talbot hjá Arsenal og Paul Hart hjá Nottingham Forest eru aöallega nefndir sem hugsanlegir eftirmann hans. Mullery stoltur eftir sigurinn „ÞETTA er mitt síöasta keppn- istímabil meö Tottenham. Ég hef tekió ákvöröun um þaö,“ sagði Glenn Hoddle í víótali viö ítalska íþróttadagblaðiö Gazz- ette dello Sport um helgina. Þaö virðist því ekkert geta komið í veg fyrir þaö aö Totten- ham missi Hoddle. „Eg er ákveö- inn í því aö leika meö liði utan Bretlands næsta vetur — og helst vildi ég aö þaö liö yröi ítalskt," sagöi Hoddle. Hann gat þess ennfremur aö ítalska deild- arkeppnin væri sú besta í Evrópu aö sínu mati, jafnvel sú besta í heiminum. sj. ■ Glenn Hoddle „ÉG HEF aldrei veriö eins stolt- ur síðan ég tók viö stjórninni hér á Selhurst Park og í dag,“ sagöi Alan Mullery, fram- kvæmdastjóri Crystal Palace, eftir leikinn gegn Middles- brough á laugardaginn. Þetta sagöi hann vegna þess aö tveimur færri náöi lið hans aö sigra 1:0. Kevin Mabbutt var rek- inn af velli á 48. mín. Billy Gilbert var ekki sáttur viö þessa ákvöröun dómarans og mót- mælti og var þá vísaö af velli líka! Peter Nicholas tryggöi Palace svo sigur meö marki úr víta- spyrnu á 55. mín. „Ég mun ekki hegna þeim tveimur leikmönnum sem voru reknir útaf,“ sagöi Mullery. „En ef ég segöi eitthvaö um dómara leiksins kæmist ég í slæm vandræöi." Greinilega ekki yfir sig ánægöur meö dómgæsl- una, Mullery.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.