Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 ílCEAAIin veit art þú munt venjast þessu. þig núna, ég held að grauturinn sé kominn á borðið! HÖGNI HREKKVlSI Skrif um hávaða á vmnustöðum: Eru margir orðnir heyrnarlausir? 008 skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að taka undir orð þeirra og um leið þakka þeim, sem skrifað hafa um há- vaða á vinnustöðum. Meirihlut- inn vill yfirleitt stilla allt á mesta styrk, er tilfellið kannski það að margir séu orðnir heyrn- askertir? Ekki skal haft á móti léttri tónlist á hæfilegum hljóðstyrk og skemmtilegri kynningu á lög- um, það er allt saman ágætt, en þó væri allra best að losna við alla ástarvellu í dægurlagatext- unum (sem er auðvitað ekki hægt). Mörg af lögunum eru ágæt, ef maður bara neyddist ekki til að hlusta á þessa væmnu texta um eitthvað sem fyrirfinnst einna helst í rómantískum kerlinga- bókmenntum og því um líku. Sem sagt, til að maður geti notið sín og skilað af sér góðri vinnu og einbeitt sér, er létt og upplífg- andi tónlist á hæfilegum hljóð- styrk ágæt. En stanslaus tónlist til dæmis alveg frá hádegi, er einum of mikið. Fannaveturinn mikli var 1920 — en ekki 1919 Sigurjón Sigurbjörnson skrifar: „Það stefnir í óefni og villu fyrir framtíðina, þegar liðnir atburðir eru rangt tímasettir. Svo hefir nýlega orðið í sambandi við snjóa- lög. Þrástagast hefur verið á því í dagblöðum og útvarpi að mikill snjóþungi undanfarið, á Snæfells- nesi og víðar, sé sá mesti síðan veturinn 1919. Þarna er farið áravillt. Einn hinn mesti fannavetur á þessari öld um allt land var 1920, frá ára- mótum til vors. í Morgunblaðinu 18. mars 1920 er þessi frétt: „í simtali við Stykkishólm í gær fréttum vér að margir bæir (svo) þarna á Snæfellsnesi væru þrotnir að heyjum og væru farnir að fella og skéra. Og margir bæir væru að leita hjálpar hreppsnefndanna. Og á einum bæ á Skógarströnd kvað - hafa haldið lífinu nú um alllangan tíma í nokkrum hrossum á tómum harðfiski." Veturinn 1919 var aftur á móti snjóléttur, að minnsta kosti á Suð-Vesturlandi.“ Skrif um dýravernd eru mjög nauðsynleg Dýravinur hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Nú þegar harður vetur ríkir með frosti og snjó er ill líðan úti- gangsdýra sem vantar mat og skjól, til dæmis hesta, hreindýra og smáfugla. Margt gott fólk gefur smáfugl- um korn og hefur gleði af góð- verkinu. Nýlega var í Morgunblað- inu ágæt grein eftir herra Erling Þorsteinsson um Sólskríkjusjóð- inn sem hin yndislega kona, frú Guðrún Erlingsson, stofnaði. (En um samúð hennar og eiginmanns hennar, Þorsteins Erlingssonar skálds, til allra smælingja, er al- þjóð kunnugt.) Þar mátti lesa leiðbeiningar um fuglafóður og fleira. Svo var annar pistill í DV 11. janúar þar sem lýst var hræðilegri líðan útigangshests og rætt um meðferð á útigangshrossum sem oft ber vott um „furðulegt af- skiptaleysi og grimmd". Þessir hringdu . . . öll skrif og ábendingar um dýravernd eru af því góða og nauðsynleg, og á höfundur pistils- ins þakkir skildar. í þessum sama pistli er minnst á „kattahótelið", en það er athvarf fyrir ketti og önnur smádýr sem dýravinir í Kattavinafélaginu eru að byggja af dugnaði og bjartsýni. Þessi fé- lagsskapur hefur af alúð unnið gott starf fyrir kisu og fleiri dýr. Margir voru útigangskettirnir á árum áður, sem áttu bága ævi, en nú eru þeir sjaldséðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.