Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 30
I 30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 Stjórnarskrármálið hjá þingflokkunum Öllum dagskrármálum rutt út í neðri deild Sovéska skipið Fobus í Reykjavíkurhöfq í gær. Ljósm.: óiafur K. MaKnússon. Sovéskt skip í Reykjavíkurhöfn: Tekur vistir og olíu á meðan 48 manna áhöfn hvílir sig SOVÉSKA dráttar- og björgun- arskipið Fobus er nú í Reykjavík- urhöfn í þcim tilgangi að taka vist- ir og olíu og til að gefa áhöfninni kost á að komast í land, að því er Kári Valvesson hjá skipadeild Sambandsins tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gær. Skipadeild SÍS er umboðsaðili sovéskra skipa hér á landi. Kári Valvesson sagði þetta vera eitt þriggja skipa er hingað kæmi um þessar mundir í sama tilgangi, og væri annað skip væntanlegt hinn 8. febrúar. Sagði hann 48 manna áhöfn vera á Fobus. „Þetta er dráttarskip, sem fylgir fiskveiðiflota Sovét- manna hér í norðurhöfum," sagði Kári, „og mennirnir hafa ekki komið í land síðan þeir voru í Kaupmannahöfn síðla í desem- ber. Þetta eru prýðismenn og gera hér ekki annað en sjá sig um, kaupa ull og fara í sundlaug- arnar." Ólafur Egilsson sendiherra sagði í samtali við blaðamann í gær, að skipið, sem nú væri í Reykjavíkurhöfn, væri eitt þriggja sovéskra skipa, sem leyfi hefðu fengið að koma inn til hafnar þessara erinda. Um væri að ræða dráttarskip og rann- sóknaskip. Að sögn ólafs sóttu yfirvöld í Sovétríkjunum einnig um leyfi til að senda hingað tvö til þrjú skip til rannsókna á veðurfari, samspili lofts og sjávar innan 200 mílna efnahagslögsögu ís- lands. Rannsóknirnar áttu að fara fram fyrir NA-landi og fyrir Austurlandi. Þeim var svarað á þann veg, að ekki lægju fyrir nægilega skýrar upplýs- ingar vegna umsóknanna, því væri ekki unnt að taka afstöðu til þeirra. Eskifjörður: 10 þúsund tonn- um af loðnu land að um helgina • Frumvarp að höfundalögum Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi að höfundalög- um, sem m.a. er ætlað að veita höfundum réttarvernd á tiltekn- um andlegum verðmætum, bók- menntum og listum. í máli ráð- herra kom m.a. fram að fjölföld- unartækni nútímans, hljóð- og myndritar, geri það auðvelt að ganga á hagsmuni höfunda og eig- enda flutningsréttar. Því sé nauð- synlegt að setja lagaákvæði um þetta efni. • Stjórnarskrármál Olafur Þ. Þórðarson (F) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild og spurði forsætisráðherra, hvort staðið yrði við fyrirheit um jöfnun félagslegra og efnahags- legra þátta, sem nú mismuni þegnunum eftir búsetu, í kjölfar Fenner Reimar og reimskífur Ástengi Fenner Ástengi Leguhús Vald Poulsen Suóurlandsbraut 10, sími 86499. breytingar sem að sé stefnt á vægi atkvæða til Alþingis. Forsætisráð- herra kvað vonir standa til þess, en stjórnarskrármál, önnur en varða kosningar til þings, séu nú til umsagnar í þingflokkum. Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra, formaður stjórnarskrár- nefndar, sem vinnur að heildar- endurskoðun stjórnarskrár, sagði nefndina bíða umsagnar þing- flokka áður en lengra verður hald- ið. • Stjórnarskrár- nefndir í þingdeildum Frumvarp að stjórnskipunar- lögum um skipan og kjör Alþingis, sem samþykkt var á síðasta þingi, og þarf staðfestingu nýs þings til að öðlast gildi, hefur verið endur- flutt í efri deild. Kosnar verða sér- stakar stjórnarskrárnefndir í þingdeildum til að fjalla um þetta frumvarp. Nefndin i efri deild er þannig skipuð: Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Salome Þorkels- dóttir (S), Valdimar Indriðason (S), Tómas Árnason (F), Eiður Guðnason (A), Ragnar Arnalds (Abl) og Stefán Benediktsson (BJ). • Sighvatur tekur sæti á þingi Sighvatur Björgvinsson, vara- þingmaður Alþýðuflokks í Vest- HÁDEGI SÝNISHORN Súpa og salat fylgir ölhim réttum Rifjasteik að dönskum hætti (flæskesteg) ARriARHÓLL Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin Ath. Opnum kl. 11.30 fjarðakjördæmi, tók sæti á þingi í gær í veikindafjarveru Karvels Pálmasonar. • Tíu mál á dagskrá, tíu tekin af dagskrá Tíu mál vóru á dagskrá neðri deildar í gær (mánudag). Fundar- tíminn fór hinsvegar í tvær utan- dagskrárumræður: annarsvegar um stjórnarskrármál, hinsvegar um kjaradeilu við álverið. Hart var deilt en flest sem fram kom var í endursögn. í lok fundar vóru öll dagskrármál tekin af dagskrá. Forseti kunngerði að þingdeild- armenn mættu búast við kvöld- fundum í vikunni. • Ný þingmál Salome Þorkelsdóttir (S) og sjö aðrir þingmenn úr öllum þing- flokkum flytja frumvarp um hvern veg bifreiðir, sem flytja skólabörn, skuli auðkenndar með þar til gerðum skiltum. Ber að stöðva aðrar bifreiðir, sem leið eiga um, meðan skólafarkostir taka farþega sína upp eða hleypa þeim út. Jóhanna Siguröardóttir (A) o.fl. þingmenn flytja frumvarp þess- efnis, að vinnukaupendur skuli gefa skattyfirvöldum upplýsingar um hvers konar endurgjald til starfsfólks, þ. á m. ágóðaþóknun, ökutækjastyrk, húsaleigustyrk, hvers konar önnur fríðindi og hlunnindi, biðlaun og lífeyri. Meg- intilgangur er sagður vera að tryggja fljótvirka og hagkvæma leið til „að fá úttekt á raunveru- legri tekjuskiptingu í þjóðfélag- inu“. Tómas Árnason (F), Helgi Seljan (Abl) og Egill Jónsson (S) flytja frumvarp sem heimilar ríkis- stjórninni að selja Jóni Sigurðs- syni, Hánefsstöðum, eyðijörðina Bæjarstæði í Seyðisfjarðarhreppi. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl) flytur ásamt tólf öðrum þingmönnum úr öllum þingflokkum tillögu til þingsályktunar um „friðar- fræðslu", sem ná skal til dagvist- arstofnana, grunnskóla og fram- haldsskóla landsins. „Markmið fræðslunnar skal vera,“ segir í til- lögugreininni, „að glæða skilning á þýðingu og hlutverki friðar og rækta hæfileika til þess að leysa vandamál án ofbeldis í samskipt- um einstaklinga, hópa og þjóða". Sagnfræðifund- ur um hagsögu SagnfrKðingafélag íslands heldur fund í stofu 422 í Árnagarði við Suð- urgötu þriðjudaginn 7. febrúar og hefst hann kl. 20.30. í frétt frá sagnfræðifélaginu segir, að efni fundarins verði doktorsritgcrð Gísla Gunnarssonar: Monopoly Trade and Economic Stagnation. Studies in the Foreign Trade of Iceland 1602—1787. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1) Dr. Gísli Gunnarsson ræðir um tilurð doktorsritgerðar sinnar og hugleiðir aðferðir í hagsögu. 2) Sveinbjörn Rafnsson, prófessor, fjallar um doktorsritgerð Gísla. 3) Álmennar umræður um ritgerð- ina, — efni hennar og aðferðir Gísla. Eskiflrði, 6. febrúar. STANSLAUS loðnulöndun hefur verið hér á Eskifirði síðan á föstu- dag og hafa skipin komið inn hvert á fætur öðru, flest með fullfermi. í þessari törn er búið að landa hátt í 10 þúsund tonnum hjá loðnuverk- smiðju Hraðfrystihúss Eskifjarðar. f dag hefur verið smá upprof á lönd- uninni en það stendur bara til kvölds því þá er von á fleiri skipum. Sum þeirra eru væntanleg með stóra farma. Til dæmis eru Eld- borgin og Jón Kjartansson bæði með fullfermi, en þau lönduðu einnig í gær. Eldborgin 1.250 tonn- um og Jón Kjartansson 1.100 tonnum. Á vertíðinni fyrir áramót var landað hér 10.629 tonnum. Loðnan hleypir miklu fjöri í atvinnulífið og er gaman að fylgjast með skip- unum koma drekkhlöðnum að landi. Jafnvel svo að sumum þykir nóg um hleðsluna hjá sumum. Tveir bátar hafa verið á rækju hér í firðinum undanfarið og hafa afl- að sæmilega. Hólmanesið kom inn í morgun með 140 tonn af blönduð- um fiski. Þetta er besta veiðiferð skipsins frá áramótum. Á morgun er Hólmatindur væntanlegur úr góðum túr hér útaf Austfjörðum. Fiskerí togaranna hefur verið betra það sem af er árs en á sama tíma í fyrra. Ævar Eskifjörður: Leit enn án árangurs Kskiflrði, 6. febrúar. LEITIN aö sjómanninum, sem hvarf af loðnuskipinu llilmi II, hefur enn engan árangur borið. Á hverjum degi eru fjörur gengnar og mun svo verða enn um skeið. Þá var feginn rækjubátur til þess að toga með trolli með landi um helgina. Kafarar hafa leitað. Búið er að slæða botninn en sem fyrr segir hefur þetta engan ár- angur borið. Ævar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.