Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 28 Morgunblaöiö/Simamynd AP. Paul Bush, leikmaður West Ham, rennir sór hér é eftir knettinum og gefur fyrir msrkiö í leiknum gegn Stoke á Upton Park. West Ham sigraði auðveldlega í leiknum þrátt fyrir að átta af fastamönnum liðsins gætu ekki leikið vegna meiösla. Hughton jafnaði á loka- sekúndunum gegn Forest — 16 ára skólastrákur kom inn á hjá Ipswich og skoraði í sínum fyrsta leik — Liverpool og United skoruðu ekki og staðan er óbreytt á toppi deildarinnar Frá Bob Henne»*y, fréttamanni Morgunblaöains i Englandi, oo AP ENGAR breytingar uröu á toppi ensku 1. deildarinnar um helgina, Liverpool hefur enn fimm stiga forskot þar sem liöið geröi jafn- tefli eins og Manchester United. Liverpool geröi 0:0-jafntefli í Sunderland, þar sem liöið hefur ekki tapaö í 26 ár, og United gerði einnig markalaust jafntefli — gegn Norwich á Old Trafford. En þó efstu tvö liðin skoruöu ekki var nóg af mörkum í öörum leikjum. Ekki munaöi miklu aö Nottingham Forest næði aö skjót- ast upp fyrir United á töflunni. Steve Hodge fljótlega fyrir Forest gegn Tottenham meö gullfallegu skoti af 25 metra færi en Mark Falco jafnaöi skömmu síöar. Colin Walsh náöi forystu fyrir Forest á ný með marki úr vítaspyrnu um miöj- an síöari hálfleik, en bakvöröurinn, Chris Hughton, jafnaöi fyrir Spurs á síöustu sekúndum leiksins. Osvaldo Ardiles lék skemmtilega á vörn Forest og lyfti knettinum glæsilega beint á Hughton, sem tók hann á brjóstiö og þrumaöi svo í netiö. Áhorfendur: 21.428. Viö sigur heföi Forest komist i ann- aö sætiö. En keppnin er jöfn, og í staö annars sætisins vermir Forest nú þaö fjóröa. Ástæöan: West Ham vann. West Ham ekki í vand- ræðum með Stoke Átta fastamenn eru nú meiddir hjá West Ham en þrátt fyrir þaö tók liöiö Stoke í kennslustund og sigraði 3:0. Bobby Barnes skoraöi fyrst á 6. mín. og Tony Cottee bætti marki viö fyrir hlé. Ray Stew- art gulltryggöi sigurinn, sem raun- ar var aldrei í neinni hættu, meö marki úr vítaspyrnu í seinni hálf- leik. „Við höfum ávallt lagt ríka áherslu á aö ala upp leikmenn hjá félaginu og njótum góös af því nú þegar mikiö er um meiösli. Ungu strákarnir standa sig vel og lofa góöu upp á framtíöina," sagöi John Lyall, framkvæmdastjóri West Ham eftir leikinn. Áhorfendur á Upton Park voru 18.775. Sunderland, sem hefur ekki unniö Liverpool á heimavelli sínum síöan 1959, var nálægt því að leggja meistarana aö velli á laug- ardag. Bruce Grobbelaar þurfti nokkrum sinnum aö leggja sig all- an fram til aö koma í veg fyrir að Sunderland skoraöi og marka- maskínu Liverpool, lan Rush, var algjörlega haldiö niöri af lan Atkin- son. Áhorfendur: 25.646. Norwich varðist af miklum krafti Norwich kom til Manchester til aö verjast og fara burt meö eitt stig. Þaö tókst en ekki var knatt- spyrnan sem liöiö lék skemmtileg. Tíu menn í vörn langtímum saman. Vörnin því óneitanlega sterk en þegar leikmenn United náöu aö brjóta hana niöur var viö Chris Woods í markinu aö eiga og hann var í mjög góöu formi. Áhorfendur: 36.851. Yngsti leikmaður í 1. deild í 20 ár Jason Dozzeil, 16 ára strákur, sem mætti í skólann á ný í gær- morgun eins og venjulega, varð á laugardag yngsti leikmaöur til aö skora í 1. deildinni og einnig sá yngsti til aö spila í deildinni í 20 ár. Dozzell, sem er mög stór framherji, skoraöi þriöja mark ieiksins, er leikmenn Ipswich voru einum færri. Paul Mariner og Eric Gates voru báöir farnir meiddir af velli, en Dozzell kom inn á sem vara- maður fyrir Mariner. Markiö geröi strákurinn aöeins einni mín. fyrir leikslok. Mariner skoraöi fyrsta mark leiksins á 13. mín. og Mark Brennan kom Ipswich í 2:0 tveimur mín. síöar. Terry Gibson geröi mark Coventry á 71. mín. Áhorf- endur: 13.406. Leicester tapaði heima Leicester haföi ekki tapaö á heimavelli sínum, Filbert Street, siöan í september þar á laugardag er Birmingham kom í heimsókn. Billy Wright skoraöi sigurmark Birmingham úr vítaspyrnu fjórum mín. fyrir leikslok. Gestirnir leiddu 2:0 í leikhléi — Andy Peake (sjálfsmark) og Howard Gayle geröu mörkin en Alan Smith skor- aöi tvívegis á tveimur mínútum fyrir Leicester í seinni hálfleiknum. Áhorfendur: 13.770. Líkurnar á því aö Don Howe fái framkvæmdastjórastööu Arsenal til frambúöar minnkuöu á laugar- dag er liöið fékk Queens Park Rangers í heimsókn. Framlínu- mönnum Arsenal má kenna um þaö: þeir fóru illa meö mörg góö marktækifæri og leikmenn Rang- ers nýttu sér klaufaskap andstæö- inganna til hins ýtrasta. lan Stew- art skoraði fyrra markiö meö bogaskoti frá vítateig snemma í seinni hálfleiknum — stórglæsilegt mark — og ellefu mín. fyrir leikslok geröi Terry Fenwick út um leikinn meö marki af stuttu færi. Áhorf- endur á leik Lundúnaliöanna voru 31.014. Úlfarnir daprir Níunda mark Steve Moran á keppnistímabilinu tryggöi South- ampton sigur á Wolves í Wolver- hampton. Sigur suöurstrandarliös- ins var mun auöveldari en tölurnar gefa til kynna. Úlfarnir voru væg- ast sagt mjög slakir á öllum sviö- um og fengu aöeins eitt mark- tækifæri í öllum leiknum. South- ampton haföi yfirburði frá fyrstu mínútu til hinnar síöustu og mark Moran kom á 63. mín. Áhorfendur voru 9.943. Everton hefur nú leikiö tíu leiki án taps og 4:1-sigurinn á Notts County á laugardag var stærsti sigur liösins á heimavelli í vetur — en þaö sorglega viö leikinn var aö áhorfendur hafa ekki veriö færri á leik á Goodison Park í vetur. McParland skoraöi fyrsta mark leiksins úr víti fyrir Notts County, en síöan fór Everton-liöiö í gang. Adrian Heath skoraði þrennu og Kevin Sheedy eitt úr víti. Enn skorar Johnston Fyrri hálfleikurinn hjá Watford og WBA var mjög slakur en fjör færöist í leikinn eftir hlé. Maurice Johnston skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir Watford — hans 13. mark í 15 leikjum. Romeo Zond- ervan jafnaði fyrir Albion en Jimmy Callaghan, sem kom í liðið í staö George Reilly sem er meiddur, skoraöi tvívegis fyrir Watford á síöustu átta mínútunum. Áhorf- endur: 14.240. Luton haföi unniö síöustu sex útileiki en á laugardag varö liðiö aö sætta sig viö jafntefli gegn Aston Villa á Villa Park. Villa var reyndar nær því aö sigra — liöið sótti af miklum krafti í seinni hálfleiknum en ailt kom fyrir ekki. Þaö næsta sem Villa komst aö skora var er Kirk Douglas bjargaöi skoti Paul Rideout af línu. Áhorfendur: 18.656. Forskot Chelsea eykst Chelsea jók forskot í annarri deild er liöiö sigraöi Huddersfield 3:1. Kerry Dixon skoraöi tvívegis — hann hefur gert 23 mörk í allt í vetur; og Speedie geröi eitt mark. Sheffield Wednesday er enn í ööru sæti — liðiö geröi markalaust jafn- tefli viö Blackburn en Wednesday á tvo leiki til góöa. Kevin Keegan og Peter Beardsley geröu tvö mörk hvor í 4:1-útisigri Newcastle á Portsmouth. 1. deild Arsonal — QPR 0—2 Aston Villa — Luton 0—0 Everton — Notts County 4—1 Ipswich — Covontry 3—1 Leicester — Birmingham 2—3 Man. Utd. — Norwich 0—0 Nott Forest — Tottenham 2—2 Sunderland — Liverpool 0—0 Watford — WBA 3—1 West Ham — Stoke 3—0 Wolves — Southampton 0—1 Staðan Livorpoot 26 15 7 4 43:19 52 Man. Utd. 25 13 8 4 44:27 47 Wnt Ham 25 14 4 7 41:24 46 NoHFoml 25 14 4 7 47:31 46 OPR 24 13 3 8 42*2 42 Southampton 25 12 6 7 29*2 42 Luton 25 12 3 10 41*6 39 Coventry 25 10 8 7 34*1 38 Aaton ViHa 25 10 7 8 37:38 37 Hocwich 26 9 9 8 30*9 36 Araanal 26 10 4 12 41*7 34 Wattord 26 10 4 12 43:45 34 Tottanham 25 9 7 9 40:42 34 Evarton 25 9 7 9 20*8 34 Ipawich 25 9 5 11 36:34 32 Sunderland 24 8 7 9 25:32 31 WBA 25 9 3 13 29:39 30 Laicaatar 26 7 8 11 40:46 29 Birmrngham 25 8 4 13 25:31 28 Notta County 25 5 5 15 33:52 20 Stoko 26 4 8 14 22:47 20 Wolvea 25 4 5 16 21*3 17 2. deild Barnsley — Carditf 2—3 Bfackburn — Sheffield Wed. 0—0 Carlisle — Oertoy 2—1 Charlton — Brighton 2—0 Chelsea — Huddersfield 3—1 Crystal Palace — Middlesbrough 1—0 Grimstoy — Manchester City 1—1 Leeds — Shrewsbury 3—0 Oldham — Cambridge 0—0 Portsmouth — Newcastle 1—4 Staðan ChelMi 28 15 9 4 59 32 54 Shoff. Wed.cfay 28 15 7 4 49 24 52 Manchester City 28 14 6 6 44 28 48 Newcastle 25 15 3 7 51 36 48 Grimstoy 28 12 10 4 38 27 46 Biackburn 26 12 10 4 35 30 46 Chartton 27 13 7 7 37 33 46 Carliste 28 12 9 5 31 19 45 Huddersfíeld 28 10 9 7 37 34 39 Brighton 26 9 6 11 41 40 33 Portsmouth 26 9 5 12 <? 36 32 Middlesbrough 26 8 8 10 28 28 32 Cardiff 25 10 2 13 33 37 32 Shrewsbury 25 8 8 9 30 34 32 Leeds 24 8 6 10 33 35 30 Barnsiey 25 8 5 12 36 36 29 Crystal Patace 25 8 5 12 27 33 29 Oldham 26 8 5 13 29 45 29 Fulham 25 5 8 12 27 37 23 Derby County 28 6 5 15 23 49 23 Swansea 25 3 5 17 22 50 14 Cambridge 26 2 8 16 20 49 14 Skotland AberdMn — Cellíc 1—0 Dundee United — Heerte tr. Rengere — Motherwell 2—1 St. Mirren — St. Jotinetone 1—1 Steden: Aberdeen 21 « 3 2 53—12 35 Cettic 21 12 5 4 46—23 29 Dundee United 19 11 4 4 38—18 26 Rengere 22 10 4 8 33—28 24 Heerte 21 7 7 7 23—29 21 St Mirren 21 S 10 6 29—31 20 Selur Edwards sinn hlut f Man. United? Frá Bob Honneeey, fréttemanni Morgunbleðeine i Englendi. SVO GÆTI farið aö Martin Edwards, stjórnarformaöur Manchester United, seldi sinn hlut í félaginu, en hann og fjöl- skylda hans eiga meirihluta í því: 51%. Mikiö var fjallaö um þetta mál i blööum hér í Eng- landi um helgina. Robert Maxwell, formaöur Ox- ford, hefur veriö nefndur í sam- bandi viö þetta mál, en nýiega var hann oröaður viö Birming- ham — hann haföi þá áhuga á að kaupa þaö félag. Maxwell, sem varla veit aura sinna tal, hefur verið i sambandi viö einn stjórn- armanna Ur.ited, Jimmy Gulliver, sem er 52 ára og einnig milljóna- mæringur. „Þaö er greinilega eitthvað aö gerast innanbúöar hjá féiaginu, en ég hef ekki fengiö nein tilboð á skrifborðiö hjá mér ennþá,“ sagöi Edwards á sunnudaginn. Maxwell er sagöur hafa í huga aö bjóöa Edwards tíu milljónir punda fyrir hlut hans t félaginu. Maxwell og Gulliver hafa áhuga á aö koma upp íþróttamiöstöð í tengslum viö Old Trafford, leik- vang United. Ekki er taliö loku fyrir þaö skotiö aö Edwards sé tilbúinn að selja sinn hlul — og snúi sér að viöskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.