Morgunblaðið - 07.02.1984, Side 29

Morgunblaðið - 07.02.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 Leiðtogar norrænna borgaraflokka á fundi í Stokkhólmi í gær, mánudag, talið frá vinstri: Ilkka Suominen, Finnlandi, Káre Willoch, Noregi, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Ulf Adelshon, Svíþjóð, Jo Benkow, Noregi og Patrick Lillius, Finnlandi. Simamynd ap. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Stokkhólmi: Samræmd stefna borg- aralegra stjórnmála- afla í Norðurlandaráði „VERKEFNI fundarins var að ræða stefnuskrá fyrir samstarfið í Norður- landaráði," sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í gær eftir fund sem hann sat í Stokkhólmi með Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, Jo Benkow, formanni norska hægriflokksins, Patrick Lilius, for- manni Sænska þjóðarflokksins í Finnlandi, llkha Suominen, formanni Nat- ionclla Samlingspartiet í Finnlandi og Torben Rechendorf, framkvæmda- stjóra danska fhaldsflokksins, en Poul Schliiter, flokksformaður og forsætis- ráðherra, var við setningu danska þingsins. Gestgjafi í Stokkhólmi var Ulf Adelsohn, formaður Moderata Samlingspartiet í Svíþjóð. „Á fundinum voru menn ein- huga um að halda því samstarfi sem þessir borgaraflokkar hafa átt á vettvangi Norðurlandaráðs áfram til að standa vörð um vel- ferðarþjóðfélagið og stuðla að aukinni samvinnu milli fyrirtækja og einstaklinga í löndunum. Við fjölluðum um einstök mál,“ sagði Þorsteinn Pálsson,„ sem verið hafa til meðferðar innan Norður- landaráðs og sjálfstæðismenn hafa staðið að ásamt öðrum, s.s. frelsi á hlutafjár- og peninga- markaði. Lögð var áhersla á að með félagslegu markaðshagkerfi væri best að vinna bug á atvinnu- leysi í þeim löndum þar sem þess er þörf og viðhalda atvinnu og auka framleiðni annars staðar. Þá var rætt um aukna menning- arsamvinnu og samstarf um gervihnattarsjónvarp. Jafnframt hvöttu menn til þess að einkarétt- ur ríkisins verði afnuminn á sjón- varps- og útvarpsrekstri." — Vinna flokkar með svipaða stefnu þannig saman að afgreiðslu mála innan Norðurlandaráðs? „Samstarf sósíalísku flokkanna hefur verið mjög mikið um langan tíma,“ sagði Þorsteinn Pálsson. „Hins vegar má norræn samvinna ekki einkennast af sósíalískum viðhorfum. Þess vegna er nauð- synlegt að borgaraleg stjórnmála- öfl samhæfi krafta sína, það styrkir framgang okkar sjónar- miða. Þátttaka í fundum sem þessum breytir engu um það að við erum óháðir öllum nema sjálfum okkur.“ Samhliða því sem flokksfor- mennirnir funduðu um stefnumál- in á fundi Norðurlandaráðs hitt- ust framkvæmdastjórar flokk- anna og er Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, í Stokkhólmi. Tillögur að nýskipan í stjórn Kjarvalsstaða: Starf listráðunautar og forstöðumanns verði sameinað Listamenn á starfslaunum Reykja- víkurborgar taki sæti í stjórn hússins STJÓRN Kjarvalsstaöa hefur nú til athugunar tillögur að nýrri skipan aðildar listamanna að stjórninni og breytingar á starfssviði listráðunautar og forstöðumanns hússins, að því er Einar Hákonarson, formaður stjórnar Kjarvalsstaða, staðfesti í gær er blaöamaður Morgunblaðsins spurðist fyrir um málið. „Það er rétt að hugmyndir þessar hafa verið lagðar fram í stjórn Kjarvalsstaða," sagði Einar, „og verða væntanlega teknar til afgreiöslu 14. þessa mánaðar.“ Að sögn Einars eru helstu ný- mæli tillagnanna tvíþætt. í fyrsta lagi væri nú gert ráð fyrir því að sá listamaður, sem hlýtur starfs- laun borgarinnar hverju sinni, sitji í stjórn Kjarvalsstaða, í staö tilnefninga frá landssamtökum, og hafi þar fullt málfrelsi og til- lögurétt og atkvæðisrétt um list- ræn mál. Er hugmyndin að við- komandi listamaður eigi sæti í stjórninni þann tíma sem hann nýtur starfslauna og varamaður verði sá listamaður er launin hlaut árið á undan. í öðru lagi er gert ráð fyrir því að núverandi stöður listráðunautar og forstöðu- manns Kjarvalsstaða verði sam- einaðar í eina stöðu forstöðu- manns. Hafi forstöðumaður þá bæði til að bera víðtæka þekkingu á list og rekstrarreynslu eða þekk- ingu. „Þessar nýju reglur hafa lengi verið í smíðum," sagði Einar, „og munu koma í stað samkomulags um Kjarvalsstaði, sem nú er runn- ið út. Að mínum dómi horfa þessi nýmæli til bóta. Staðreynd er að þeir listamenn, sem starfslaun hljóta, eru úr röðum „aktívistu" listamannanna hverju sinni, og fengur er að því að fá slíkt fólk inn í stjórnina. Þá er með hugmynd- inni að breytingu á starfi for- stöðumanns stefnt að því að fá sterkari og markvissari stjórn á húsinu og ekki óeðlilegt að þetta starf sé á einni hendi. Sú breyting mun hins vegar ekki taka gildi fyrr en 1. desember 1985 ef af verður." Fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa í Eimskip: Sel þau ekki á þessu verði „ÉG sel bréfln ekki á þessu verði,“ sagði Álbert Guðmundsson fjármála- ráðherra, er hann var spurður hver staða mála væri varðandi sölu hluta- bréfa ríkissjóðs í Eimskipafélagi íslands. Aðspurður sagði Albert, að sér hefðu borist tilboð frá þremur aðilum í hlutabréfin, en hann myndi ekki selja þau á nafnvirði, þar sem hann teldi það alltof Íágt. Hann sagði: „Eg tel að nafnverð hlutabréfanna sé of lágt og þó bréfin séu til sölu á nafnvirði hjá Eimskip, þannig að einstakiingar geti keypt sér nokkur bréf á nafnverði, þá segir það sig sjálft að þau eru mjög vanmetin. 60 millj. kr., sem er heildarverðmætið, er ekki einu sinni verðmæti gamla skrif- stofuhúsnæðisins, hvað þá meira." Albert sagði í lokin að hann myndi láta athuga málið miklu betur áður en hann tæki ákvörð- un, og gæti það tekið langan tíma. unnið tafl Pia á PIA CRAMLING hefur ennþá frábæra möguleika á því að sigra á Búnaðarbankaskákmótinu á Hótel Hofl, því í gærkvöldi tefldi hún við bandaríska stórmeistarann Lev Alburt og á hrók yflr og gjörunnið tafl í biðstöðunni. Alburt beitti uppáhaldsbyrjun sinni, Aljekín- vörninni, en kom ekki að tómum kofanum hjá ungu sænsku stúlk- unni sem náði miklum stöðuyflr- burðum strax í byrjuninni. Alburt varð síðan svo aðþrengdur að hann brá á það ráð að fórna biskup fyrir tvö peð og skömmu síðar neyddist hann til að fórna skiptamun til viðbótar til að halda lífl í stöðunni. Svart: Lev Alburt Hvítur lék biðleik. Af öðrum spennandi skákum í áttundu umferðinni vakti tíma- hraksuppgjör þeirra Jóns Krist- inssonar og Guðmundar Sigur- jónssonar mesta athygli. Skákin var reyndar mjög dæmigerð fyrir sviptingar þær sem eiga sér stað þegar fallvísirinn er að detta. Upp úr byrjuninni virtist Guðmundur fá mjög þokkalega stöðu, en í þessari stöðu teygði hann sig alltof langt: ■ b c d • t g h llvítt: Jón Kristinsson 27. - Rd4?, 28. Dc4! Enn betra en 28. Bxd4 — Dxd5, 29. Bf6 28. — Rf5, 29. Hxc5 — Dxc4, 30. Hxc4 - Rxd6, 31. Hcd4! - Kf7, 32. Hd5? Rétt var 32. a4 — Ke6, 33. Ba3! og svartur á í miklum erfiðleik- um. I stað þess snýst skákin við. — Ke6, 33. Hld4? — Hc8!, 34. a4 — Hc5! Svartur er raknaður úr rotinu og er kominn með mótspil. Nú kórónar Jón mistökin með rangri skiptamunsfórn. 35. Hxd6+? — Hxd6, 36. Hxe4+ — KI7, 37. Ba3 — Hdl+, 38. Kh2 — Hc2, 39. Kg3 - Hdd2, 40. Hf4+ - Ke6. í þessari stöðu fór skákin í bið og ljóst er að svartur stendur með pálmann í höndunum með skiptamun yfir og peðameiri- hluta á drottningarvæng. Úrslit í öðrum skákum urðu þau að Margeir og Jón L. gerðu jafntefli, sem og Helgi og Knezv- ic og De Firmian og Shamkovic. Jóhann vann Sævar. Staðan á mótinu er óljós vegna fjölda biðskáka, en efstur er De Firmian með 5 vinninga. í 2.-3. sæti eru Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson með 4lÆ vinning og biðskák. í 4. sæti Pia Cramling með 4 vinninga og tvær biðskákir og þá Margeir Pétursson með 4 vinninga og eina biðskák. Aðrir keppendur hafa færri vinninga. Á sunnudaginn ætlaði Alburt að hagnýta sér tímahrak Jóns Kristinssonar til að ná mátsókn. En eins og fyrir tíu árum þegar Jón tefldi >sem mest var hann fastur fyrir í vörninni. Eftir 37. leik svarts kom síðan upp þessi staða: Svart: Jón Kristinsson. Hvítt: Lev Alburt. 38. Hd7 38. Db2!? og 38. Hxc6 — Hxc6, 39. Df3 komu ekki síður til greina og í báðum tilfellum hef- ur hvítur nokkrra stöðuyfir- burði. - Dxd7!, 39. Rxd7 — Re3, 40. Dh3 Svartur stendur betur eftir 40. Dd2 - Rxdl, 41. Rc5 - b6! — Rxcl, 41. Dh4 Hér fór skákin í bið og Jón lék biðleik. Sýnt er að hvítur hlýtur að eiga þráskák í framhaldinu, en hæpið er að hann hafi meira en það upp úr krafsinu. Skák efstu manna, þeirra Helga Ólafssonar og Piu Cram- ling, einkenndist af varfærni á báða bóga. Hvorugt þeirra gaf færi á sér og biðstaðan er þann- >R' Svart: Pia Cramling. Hvítt: Helgi Ólafsson. Sem sjá má hefur hvítur örlít- ið þægilegri stöðu, en það verður erfitt að komast lengra áleiðis, því svarta staðan er afar traust. Aðrar skákir í 7. umferðinni fóru í bið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.