Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 48
Svangir rata * ttrgtmfybtfrlfe SIAÐFEST lANSTRAUST ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Skotárás á 21 árs mann á Tálknafirði: „Stökk bak við jeppa um leið og skotið reið af ‘ TVKIK ölvaðir menn um tvítugt með sitt hvora haglabyssuna skutu sér leið inn í verbúð Hraðfrysti- húss Tálknafjarðar f leit að ástr- alskri eiginkonu annars um klukk- an fimm að morgni sunnudagsins, en þorrablót haföi verið haldið í plássinu kvöldið áður. Níu manns voru í verbúðinni þegar mennirnir skutu sér leið inn. Mennirnir skutu skömmu síðar að 21 árs gömlum manni, sem hafði farið og hringt á lögreglu. Hann náði að stökkva bak við bifreið og lentu höglin skammt frá manninum. Alls hleyptu mennirnir tveimur skotum af í verbúðinni, en enginn slasaðist og verður það að teljast mikil mildi. „Ég varð dauðskelkaður þegar ég sá byssuhlaupið í glugganum. Stökk á bak við jeppa um leið og skotið reið af og lentu höglin skammt fyrir aftan jeppann," sagði maðurinn, sem skotið var á í samtaii við Mbl. í gærkvöldi. „Við vorum stödd í stofu í ver- búðinni þegar við heyrðum skot- hvell og litum fram á gang. Púð- urreykur byrgði sýn að mestu. Veggur gengt hurðinni var þak- inn höglum, glerbrot voru á víð og dreif og rúðan úr hurðinni. Þá kom hendi í gegnum gluggann og opnaði, en við lokuðum að okkur. Við vorum sex í stofunni, þrjár ástralskar stúlkur og þrír ís- lendingar," sagði maðurinn. „Við opnuðum þegar þeir knúðu dyra. Gerðum okkur grein fyrir hvers kyns var og ég faldi eiginkonu annars mannsins á bak við mig. Hún kúrði sig niður í horni herbergisins. Þeir leituðu um alla stofuna og miðuðu á okkur byssunum. Þetta er ætlað aðeins einni manneskju, sagði eiginmaðurinn þegar hann mið- aði á okkur og átti þá við að hann hygðist skjóta eiginkonu sína. Við vorum að sjálfsögðu skelkuð en róleg engu að síður. Það er óskiljanlegt að þeir skuli ekki hafa komið auga á konuna og ég beið tækifæris að koma henni út,“ sagði Ríkharð Sig- urðsson í samtali við Mbl. „Ein ástralska stúlkan þreif skyndilega haglabyssuna af fé- laga eiginmannsins, en hún var óhlaðin eftir skotið. Eiginmað- urinn miðaði þá á hana og hótaði að skjóta ef hún ekki léti byss- una af hendi. Félagi okkar gekk þá fram fyrir byssuhlaupið — fram fyrir stúlkuna. Skotmaður- inn hótaði honum, en stúlkan kastaði byssunni út um glugga. Skömmu síðar fóru þeir upp á loft,“ sagði Ríkharð ennfremur. Þegar skotmennirnir fundu ekki eiginkonuna, fóru tveir upp. Þriðji maðurinn hafði bæst í hópinn, en var vopnlaus. Hinn afvopnaði fór út og sótti byssu sína. Þrjár ástralskar stúlkur voru uppi og höfðu farið fram á gang þegar þær heyrðu lætin niðri. Mennirnir gerðu þeim ekki mein, en skutu af efri hæðinni á þann sem hafði farið og hringt á lögreglu. Skotmennirnir munu hafa verið allt upp í hálftíma í ver- búðinni. Þeir fóru síðan af vett- vangi og skildu byssur sínar eft- ir í íbúðarhúsi. Skömmu síðar kom lögreglan á Patreksfirði á vettvang. Skotmennirnir höfðu þá farið í annað hús og voru handteknir þar. Til handalög- mála kom þegar átti að hand- taka mennina og varð að setja þá í járn og þeir fluttir til Patreks- fjarðar. Met Ioðnuveiði: Aflaverðmætið 26 milljónir SKIPTAVERÐIÐ á loðnuveiðunum er núna um 1054 kr. á tonnið að því er Ágúst Einarsson, fulltrúi hjá LIÚ, tjáði Mbl., en það þýðir aö verömæti laugardagsaflans, 25.000 tonn, sem var metdagur á loðnunni frá upphafi, er rúmar 26 milljónir. Hér er miðað við að fituinnihald loðnunnar sé um 10% eins og verið hefur að undanförnu og þurrefnis- innihaldið 16%. Með hverri vik- unni sem líður minnkar hins vegar fituinnihaldið um 1% og þegar komið er að hrygningu er það orð- ið lítið sem ekkert. Sjá frekari loðnufréttir á bls. 30 og 32. Launakönnun VSÍ: 4,1% tóku laun sam kvæmt ákvæðum um lágmarkslaun Stórvirkar vinnuvélar og snjóblásarar vinna nú að hreinsun gatna í Reykjavík, enda fannfergið hið mesta í borginni í áratugi. Þessi mynd var tekin í gærkvöldi þar sem unnið var að hreinsun Miklubrautar með blásara, en ætlunin var að unnið yrði á vöktum á honum í alla nótt. Ljósm.: Kristján Einarsson. Næstmesta snjó- dýptin síðan SNJÓDÝPT á þessum tíma í Reykjavík hefur samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar aðcins einu sinni verið meiri síðan 1921. í febrúarbyrjun 1952 mældist snjódýpt í borginni 48 sentimetrar eða það mesta síðan 1921, en á sunnudag mældist hún 43 sentimetrar. Hreinsun gatna í borginn hefur því bæði reynst tímafrek og dýr og að sögn gatnamálastjóra, Inga Ú. Magnús- sonar, er ógerlegt að hreinsa gangstéttir eins og nú stendur á, en kostnaður við moksturinn frá áramótum er talinn nema 12 til 15 milljónum króna. Vinnuveitendasamband íslands hefur látið gera launakönnun meðal fyrirtækja, sem aðild eiga að VSÍ og bárust fullnægjandi svör frá 454 fyrirtækjum. Starfsmenn fyrirtækj- anna reyndust vera 19.284, en af þeim voru 14.003 í fullu starfi. Könnunin náði til 40% af heildar- fjölda starfsmanna aðildarfyrirtækja Enn hrynur úr Steinafjalli: Sum björg- in á stærð við hús Holti, V ostur Kyjafjöllum, 6. febrúar. MIKIÐ bjarghrun varð úr Steinafjalli ofan Steinahellis á mörkum Austur- og Vestur-Eyja- fjalla klukkan rúmlega 23 síð- astliðið laugardagskvöld. Skrið- an nær yfir rúmlegan eins hekt- ara svæði, en olli ekki tjóni nema á raflínu. Sum björgin eru á stærð við meðal hús. Það var mikil mildi að sumarbústaður, sem er þarna rétt hjá, slapp og að hrunið náði ekki niður á þjóðveginn. Hins vegar skemmdist raflínan og var því rafmagnslaust fram eftir nóttu meðan viðgerðar- menn bættu skemmdirnar. Björg og aur dreifðust um grónar brekkur niður undir þjóðveginn og er þetta hrun miklum mun meira en þegar síðast hrundi úr Steinafjalli fyrir þremur árum. — Fréttaritari VSÍ og kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að 581 starfsmaður, 4,1% af heildarfjölda starfsmann- anna, tók laun á tímabili því er könnunin náði til, samkvæmt ákvæði um lágmarkstekjur fyrir fulla dagvinnu frá 1. október 1983. Ákvæði þetta tekur til 10.961 krónu á mánuði. í könnuninni kemur m.a. fram um launadreifingu, að á launabil- inu 11 til 13 þúsund krónur voru 6,5% verkafólks, 15,9% iðnverka- fólks og 0,2% iðnaðarmanna. Yfir 35 þúsund króna mánaðarlaunum voru hins vegar 7,5% verkafólks, 2,8% iðnverkafólks og 26,9% iðn- aðarmanna. Einnig kemur fram að af heildarfjölda starfsmanna, sem könnunin náði til, voru 5,1% eða 717 manns, sem höfðu tekjur á bilinu 11 til 13 þúsund krónur og 21,1% starfsfólksins hafði meiri tekjur en 35 þúsund krónur á mánuði. I könnuninni var sérstaklega spurt um það, hvort laun væru frábrugðin því, sem venja væri til, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Alls töldu 16,5% fyrirtækjanna heildarlaun vera hærri en að jafn- aði en 11% töldu heildarlaun hins vegar vera lægri. Áberandi er að í fyrrnefnda hópnum voru það eink- um framleiðslufyrirtæki í iðnaði, sem töldu heildarlaunagreiðslur vera hærri en þá væntanlega vegna meiri umsvifa. Hins vegar voru þau fyrirtæki, er töldu launa- greiðslur með minna móti einkum í sjávarútvegi. í greinargerð VSÍ segir að þessi niðurstaða hafi ekki komið á óvart, sé litið til annarra fyrirliggjandi upplýsinga. Kynning Vinnuveitendasam- bands íslands á þessari launa- könnun er birt í heild á miðopnu Morgunblaðsins í dag. Ingi Ú. Magnússon sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að snjómokstur hefði staðið linnu- laust síðan klukkan fjögur á mánudagsmorgun og hæfist að nýju á sama tíma á morgun. Sagði hann 35 ámoksturstæki og 15 vörubíla vera í notkun og störfuðu um 100 manns við moksturinn. Meðan þannig væri unnið við moksturinn væri áætlað að sólar- hringskostnaðurinn næmi einni milljón króna og það sem af væri árinu hefði verið kostað 12 til 15 milljónum til hans. Hins vegar væru aðeins 20 milljónir króna áætlaðar til snjómoksturs til næstu áramóta svo útlitið væri heldur dökkt. Aðspurður sagði hann, að lækkun á taxta Véla- miðstöðvarinnar hjálpaði eitthvað í þessu dæmi, en það skipti þó ekki verulegu máli. Auk þess væri borgin með mörg tæki á leigu frá öðrum aðilum. Ingi Ú. Magnússon sagði enn- fremur, að þegar kostnaður væri orðinn svona mikill væri það alls- endis ómögulegt að hreinsa 1921 gangstéttir. Því fylgdi svo gífur- legur kostnaður að þurfa að moka snjónum upp á vörubíla og aka honum burt, að það væri hreinlega ekki hægt. Því væri ekki um annað að ræða en ryðja snjónum af göt- unum upp á gangstéttirnar og við það yrði að sitja. Ingi sagði, að nú í morgun ættu nær allar íbúðargötur auk um- ferðargatna að vera orðnar þokka- lega færar og búið að ryðja mið- borgina og bílastæði við helstu samkomustaði. Hins vegar ylli það hreinsunarmönnum umtalsverð- um vandræðum þar sem mörgum smábílum væri lagt í þröngar göt- ur. Hægt væri að flytja einn og einn bíl, en væru þeir margir, yrði fólk að taka sig saman og flytja þá, svo hægt yrði að ryðja göturn- ar betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.