Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 Verzlunarskólablaðið 50 ára: Höfðar ekki eingöngu til Verzlunarskólanema 13 Ritnefnd Vcrzlunarskólablaðsins með eintak af fimmtugasta árgangi blaðsins. í ritnefndinni eru, talið frá vinstrirlnga M. Skúladóttir, Gunnar V. Sveinsson, Magnús Þorkell Bernhardsson, Hörður Jónsson, ritstóri, Börkur Arnarson og Agúst Arnarson. Ljósm. Mbi. Príðþjófur. „TILGANGURINN með útgáfu Verzlunarskólablaðsins er afskap- lega margþættur, en blaðinu er fyrst og fremst ætlað að vera „andlit skól- ans út á við“, gefa innsýn í þann anda sem ríkir í skólanum hverju sinni auk þess að efla tengsl milli fyrrverandi nemenda skólans og þeirra sem nú stunda nám þar,“ mælti Hörður Jónsson, ritstjóri Verzlunarskólablaðsins er blaða- maður Morgunblaðsins hitti hann og ritnefnd blaðsins að máli síðastlið- inn laugardagseftirmiðdag. Við höfð- um mælt okkur mót í kjallara nokkr- um við Hellusundið, þar sem nem- endafélag skóians hefur aðsetur og þar sem ritstjórnin vann að því að leggja síðustu hönd á fimmtugasta árgang Verzlunarskólablaðsins, sem kemur út í dag, þriðjudag. Síðasta viðtal sem tekið var við dr. Gunnar Thoroddsen — Hvað hafið þið gert til að minnast 50 ára afmælisins? „Við höfum að sjálfsögðu reynt að vanda mjög til útgáfu blaðsins. Það er 144 síður að stærð og þar af eru 16 blaðsíður í lit. Nú, svo er ritstjóratal í blaðinu, þar sem sagt er frá öllum fyrrverandi ritstjór- um blaðsins og birtar af þeim myndir. Mikið er af hverskyns fróðleik, sem ekki höfðar eingöngu til Verzlunarskólanema, heldur höfum við reynt að hafa blaðið sem fjölbreyttast. Sem dæmi um efni eru viðtöl og þá ber kannski helst að nefna viðtal sem tekið var við dr. Gunnar Thoroddsen fjórum dögum áður en hann lést. Þetta var síðasta viðtal sem tekið var við hann og í blaðinu birtist einnig síðasta myndin sem tekin var af honum. Þá eru viðtöl við Þorstein Pálsson formann Sjálfstæðis- flokksins, séra Auði Eir, Friðrik G. Friðriksson fyrrverandi rit- stjóra Verzlunarskólablaðsins og fleiri. Smásögur, ljóð og greinar eftir nemendur skólans eru meðal efnis í blaðinu og þeirra á meðal er grein um Ragnar í Smára, en svo skemmtilega vill til að hann á átt- ræðis afmæli daginn sem blaðið kemur út. Svo eru myndir og greinar um félagslíf skóíans, sem er gífurlega fjölþætt og stór hluti af lífi margra nemenda." Markmiðið er ekki að græða — Nú skilst mér að blaðið sé í alla staði mjög vandað, er þetta ekki dýr starfsemi? Hvernig er hún fjármögnuð? „Að sjálfsögðu er mjög kostnað- arsamt að gefa út svo vandað blað, en við höfum safnað auglýsingum, sem greiða niður hluta kostnaðar- ins. Skrá yfir áskrifendur var gerð fyrir tveimur árum og var þá fyrst og fremst leitað til eldri nemenda sem höfðu hug á að gerast fastir áskrifendur. Þessi skrá hefur nú verið endurbætt og fastir áskrif- endur nú eru rúmlega 700 talsins. Auk þessa verður blaðið selt í lausasölu í helstu bókaverslunum, þannig að við eigum von á að blað- ið geti staðið undir sér fjárhags- lega. Markmiðið er ekki að græða á útgáfu blaðsins, en við vonum að það geti komið slétt út. Félagslíf getur aldrei orðið gróðafyrirtæki, enda er það ekki svo. Hins vegar má geta þess að reynt er að fara vel með pen- ingana sem nemendafélagið á og þeim er ekki eytt heldur eru þeir notaðir og þar er mikill munur á.“ Hvað eigið þið við? „Uppgjör er gert í lok hvers skólaárs og ef einhver hagnaður hefur orðið, er fjárfest í hlutum og tækjabúnaði sem getur orðið fé- lagslífinu til framdráttar. Við eig- um núna nokkuð fullkominn myndtækjabúnað, upptökuvél, sjónvarpstæki og fleira. Auk þess hefur nemendafélagið íbúð til af- nota fyrir starfsemi sína, við gef- um út skólablað sem heitir Viljinn og kemur út fjórum til fimm sinn- um á hverju skólaári. Einnig er gefið út fréttabréf, sem upplýsir nemendur um starfsáætlun nem- endafélagsins og kemur það út með tveggja vikna millibili. í ibúðinni, sem við höfum til af- nota, er meðal annars aðstaða fyrir ljósmyndara þar sem þeir geta framkallað filmur og stækk- að og einnig aðstaða til funda- hatda. Starfsemin hér er svo fjöl- breytt að öll kvöld vikunnar er eitthvað um að vera í skólanum, auðvitað er þetta kostnaðarsamt, en þeim peningum sem nemenda- félagið á, er vel varið í uppbygg- ingu félagslífsins." Félagslífið; skóli útaf fyrir sig — Er ekki erfitt að safna efni í svo stórt og viðamikið blað sem þetta? „Nei, nei, alls ekki. Okkur barst mikið efni og við þurftum að velja það sem okkur þótti best við hæfi að birtist, en við þurftum að hafna töluverðu efni sem okkur barst. Nemendur skólans eru mjög aktív- ir og duglegir að skrifa, greinar, smásögur og ljóð og Verzlunar- skólablaðið er áreiðanlega vandað- asta skólablað sem gefið er út hér á landi og það blað sem helst nálg- ast hin almennu tímarit sem hér eru gefin út, bæði hvað varðar efni og frágang." — Hvernig hefur ykkur gengið að samræma námið og vinnuna við útgáfu blaðsins? „Það hefur nú gengið misvel. Þetta er ótrúlega tímafrekt starf og í raun erfitt að samræma það námi, en við höfum sem betur fer mætt miklum skilningi kennara og skólastjórans okkar, Þorvarðar Elíassonar, sem oft hefur þurft að gefa okkur leyfi frá kennslustund- um vegna félagslífsins. Við viljum meina að félagslíf og hverskyns félagsstarfsemi sé ákaflega þrosk- andi og sé ein besta leiðin fyrir einstaklinginn til að finna sjálfan sig. Hann lærir ótrúlega margt og lærir meðal annars að vinna að þroskandi og heilbrigðu starfi í samvinnu við aðra og er það ekki skóli útaf fyrir sig?“ btom r LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK í DAG, ÞRIDJUDAG, 7. FEBRÚAR 1984 Kvikmyndahátíð Listahátíðar 84 í REGNBOGANUM AMERÍKUHÓTELIÐ Catherine Deneuve og Patrick heltinn Dewaere í glæsilegri mynd eftir André Téch- iné, sem er í fremstu röö franskra kvik- myndaleikstjóra (gerði m.a. Minningar um Frakkland og Bronté-systur). Myndin gerist í Biarritz, syðst á Atlantshafsströndinni. Þau rákust saman í orösins fyllstu merkingu og enduðu nóttina á Járnbrautarkaffihúsinu, hann vakandi yfir henni, sem sofnaöi fram á borðiö. Feluieikurinn með ástríöurnar heldur áfram; annað vakir meöan hitt sefur, ástriöur annars blossa meöan ástriöur hins blunda, en til skiptis ... Sýnd kl. 3, 7.15 og 11. LÍFSÞRÓTTUR Óvenjuleg mynd eftir Ingelu Romare um vin- konu hennar sem lóst af völdum krabbameins 24 ára aö aldri. Mynd um landamæri lifs og dauöa. Saknaöarkveöja Ingelu til Píu. Sýnd kl. 5, 7 og 11. KYNNIR EFTIRTALDAR MYNDIR: BÓNA Mynd eftir Lino Brocka, einn helsta kvikmyndahöfund nýju kvikmyndabylgj- unnar á FILIPPSEYJUM. Mynd sem fjallar um harkalega lífsbaráttuna í fá- tækrahverfum Manila ... Sýnd kl. 3 og 9. TEIKNARINN Sumar á Englandi 1694. Teiknarinn sættist á aö gera myndröö af höllinni svo fremi húsfreyjan borgi j fríöu ... Hún reynist undarlega fús til þess. Þaö kemur ekki til af góöu. Peter Green- away hefur vakið óskipta athygli fyrir þessa mynd sína. Sýnd kl. 9 og 11. BRAUTARSTOÐ FYRIR BÆÐI Ævintýrin í gamanmyndum Riazonovs gerast á venjulegum stööum; Skrifstof- um, íbúðum, járnbrautarstöövum. Ástin er rauöi þráöurinn ... Sýnd kl. 3 og 5.30. VATNSBRAGÐ Mynd eftir gest kvikmyndahátíöar ORLOW SEUNKE. Myndin fékk Gull- Ijóniö fyrir fyrstu mynd í Feneyjum 1982. Frumleiki í formi og myndmáli og tilfinningaleg temprun í framsetningu sögunnar eru einna mikilvægustu þætt- ir þessarar ágætu myndar. Sýnd kl. 9 og 11. HERBERGI ÚTI í BÆ Gamli snillingurinn Jaques Demy kom- inn aftur meö söngvamynd eftir alltof langt hlé. Hann geröi Regnhlífarnar í Cherbourg og Ungu stúlkurnar frá Rochefort. Myndin gerist í Nantes, fæð- ingarborg Demy, áriö 1955. Blindar ástríöur teiknaöar á þjóðfélagslegan grunn. Spennan í ástarsögunni fylgir vaxandi spennunni í verkfallinu. Sýnd kl. 3, 5.05, 7.10 og 9.15. MORÐSAGA Sýnd kl. 11. HRAFNINN FLYGUR áfram í Háskólabíói Sýnd kl. 5, 7 og 9 Sjá augl. frá Regnboganum og Háskólabíói á bíósíðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.