Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 47 spurt og svarad I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hér birtast spurningar lesenda um skattamál og svör ríkisskattstjóra, Sigurbjarnar Þorbjörnssonar. Þeir lesendur, sem hafa spurningar fram að færa, geta hringt í síma 10100 milli klukkan 2 og 3 alla virka daga. færa í lið E 6. 3. Lífeyrissjóðslán, sem tekin eru á árinu 1983, ber að færa í lið S 1 á bls. 4 á framtali 1984. Ráðstöfun lánsins til byggingarfélagsins er inni- falin í fjárhæð þeirri sem svar við 1. og 2. fjallar um. 4. Enginn frádráttur er veitt- ur vegna barna við álagningu tekjuskatts, en barnabætur eru greiddar með börnum sem eru innan 16 ára á árinu 1983. 5. Viðhaldskostnaður íbúð- arhúsnæðis til eigin nota er ekki frádráttarbær. Sama gildir um kostnað vegna endurbóta. Greiðslur til byggingarsam- vinnufélags Hlynur Sigurður Vigfússon, Vatnsstíg 8, Reykjavík, spyr: 1. Ég og sambýliskona mín gengum í byggingarsam- vinnufélagið Byggung sl. ár. Á ég að sundurliða allar greiðsl- ur til félagsins vegna íbúðar- byggingarinnar, eins og spari- merki, lán og eigið fé? 2. Hvar eiga slíkar upplýsingar að koma fram á skattfram- tali? 3. Ég tók lífeyrissjóðslán 1983, á ég að gera grein fyrir því á þessari skattskýrslu eða á þeirri næstu? 4. Við eigum von á barni á árinu, er hægt að æskja frádráttar vegna þess nú og þá hvernig? 5. Er hægt að fá kostnað vegna endurbóta á íbúðarhúsnæði til frádráttar? Svar: 1. og 2. Allar greiðslur til byggingarfélagsins í heild á árinu 1983 ber að færa í lið E 3 á skattskýrslu sem bygg- ingarkostnað viðkomandi íbúðar, enda sé um byggingu tiltekinnar íbúðar að ræða. Ef aðeins er verið að greiða inn á væntanlega byggingu er litið á innborgun eins og hverja aðra kröfu sem ber að Afföll af seldum skuldabréfum Guðlaugur Ellertsson, Smyrla- hrauni 29, Hafnarfirði, spyr: í hvaða tilvikum koma afföll af seldum skuldabréfum til frá- dráttar hjá mönnum utan at- vinnurekstrar? Óskað er að dæmi fylgi svari. Svar: Samkvæmt ákvæðum skatta- laganna má draga frá tekjum vaxtagjöld, afföll og gengis- töp af skuldum sem sannan- lega eru notaðar til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Maður, sem gefur út skulda- bréf og selur það með afföll- um og ver söluandvirði skuldabréfsins sannanlega til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða endurbóta á því, þ.e.a.s. hann uppfyllir skiíyrði 1. tl. E-liðar 1. mgr. 30. gr. skattalaganna um rétt til frádráttar vaxtagjalda, má reikna afföllin til frá- dráttar með hlutfallslegri fjárhæð ár hvert eftir af- borgunartíma bréfsins enda sé kaupandi bréfanna nafngreindur. Það telst ekki sala skulda- bréfa í þessu sambandi að kaupandi íbúðarhúsnæðis gefi út skuldabréf til seljanda þess til greiðslu á kaupverði eignarinnar. Frádráttar- möguleikar Guðjóna Kristjánsdóttir, Austur- brún 2, Reykjavík, spyr: Ef skattgreiðandi hefur föst laun auk ellilífeyris, á engar eignir og ber engar skuldir, hvaða frádráttarmöguleika hef- ur hann á skattframtali? Ef 10% reglan er notuð, er þá sá skattstofn sem þá fæst notað- ur til álagningar? Svar: Fyrirspyrjandi á rétt á frá- drætti skv. lið T 8 á framtali, þ.e. greitt iðgjald í lífeyris- sjóð, stéttarfélagsgjald, ið- gjald af lífsábyrgð og í T 11 gjafir til menningarmála og helming greiddrar húsaleigu, eða í stað þessara frádrátt- arliða 10% af samanlögðum föstum launum og ellilífeyri ef sú frádráttarfjárhæð er hærri en framangreindir lið- ir. Þegar tekið hefur verið til- lit til hugsanlegs frádráttar skv. liðum T 4 og T 7 á fram- tali, auk ofanritaðs, kemur út skattstofn sem er grundvöll- ur til álagningar. Tvö- og þreföld vinna nægir ekki — segir Jóhanna Kristjónsdóttir um kröpp kjör einstæðra foreldra „ÞETTA er ekkert sem kemur á óvart. Það eru fjölmörg dæmi þess að einstæðir foreldrar, sérstaklega einstæðar mæður, verða að leggja á sig tvö- og þrefalda vinnu, sem næg- ir þó ekki þeim og börnum þeirra til lífsviðurværis,“ sagði Jóhanna Krist- jónsdóttir, formaður Félags ein- stæðra foreldra, vegna fréttar Mbl. í gær um niðurstöðu könnunar kjara- rannsóknanefndar á kjörum lág- tekjufólks, en þar kemur m.a. fram að einstæðir foreldrar búa við kröpp- ust kjörin. Jóhanna tiltók eitt dæmi: „Ung kona, 26 ára gömul, með tvö börn, tveggja og sex ára, er að berjast við að kaupa ibúð í verkamanna- bústöðum. Hún er í verksmiðju- vinnu frá 8—16.30 alla virka daga. Við ræstingar vinnur hún frá 17—19 og þrjú kvöld í viku vinnur hún í sjoppu frá kl. 21—23.30. Fyrir þetta ómanneskjulega vinnuálag ber hún úr býtum um 18 þúsund krónur á mánuði. — Ég vil taka fram að þetta er aðeins eitt dæmi af fjölmörgum. Ég gæti til- tekið mörg fleiri, og eftirtektar- vert er að þeim hefur fjölgað mjög á síðasta ári.“ Jóhanna sagði að Félagi ein- stæðra foreldra hefði ekki borist þessi skýrsla, en sér fyndist hálf- kyndugt ef menn túlkuðu þessa niðurstöðu sem einhverja þrumu úr heiðskíru lofti, því þetta væri það sem einstæðir foreldrar væru búnir að vera að tjá sig um svo mánuðum ef ekki árum skipti. Þá sagði hún ekki einvörðungu um að ræða óhóflegt vinnuálag, heldur tækist mörgum hreint og beint ekki, þrátt fyrir alla vinnuna, að láta enda ná saman, og yrðu margir að leita aðstoðar hjá hinu opinbera, þó sárt væri. Rennibekkir Stæröir: 400 x 1500 mm. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1. — Sími 8 55 33. BBB. SMITH ■ CORONA STÓRKOSTLEGAR SKRIFSTOFUVÉLAR Það er hægt að fá helmingi dýrari, stærri og fyrirferðarmeiri ritvél án þess að fá fullkomnari og traustari vél en Smith—Coronamatie 8000. Varðandi úrbætur sagði hún, að auðvitað væri upphæð meðlags- greiðslna til athugunar, og til um- hugsunar, hvort hækka mætti þær úr þeim 1.600 kr. á mánuði sem þær nú væru í, án þess að með- lagsgreiðendur kiknuðu undan því. Varðandi umfjöllun um niðurfell- ingu skatta bæri á það að líta að fæstir þeir verst settu greiddu skatta, laun þeirra væru það lág. Jóhanna taldi sjálfgert að lagfæra þetta að einhverju leyti með barnabótum eða neikvæðum sköttum. "INJECTOMATIC" pappírsísetning "PAPPÍRSHALDARI MEÐ JÖFNU ÁLAGI" "VALSINN FJARLÆGÐUR MEÐ EINUM TAKKA" "OFF/ON LJÓS" "FULLKOMIN LÍNUSTILLING" "FÆRRI HREYFIHLUTIR - MINNA VIÐHALD" "TÖLVUHANNAÐIR LETURLYKLAR" 'LOKUÐ CORONAMATIC LETURBORÐASPÓLA" RAÍ8SB &SAMBANDSINS VERÐ KR: 18.962,- stgr. ÁRMULA3 SIMAR 38900 -38903 OG KAUPFÉLÖGIN ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AD BÆTA - ERTU AÐ BYGGJA - VILTU BREYTA - Karlar skila lengri vinnudegi: Laun kvenna 24% undir landsmeðaltali RÚMLEGA 57% þeirra sem störfuðu 13 vikur eða meira á árinu 1982 vóru karlar en tæplega 43% konur, segir í Enginn sátta- fundur með BSRB ENGINN sáttafundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og er málið í biðstöðu að sögn sátta- semjara ríkisins. fræðsluriti Framkvæmdastofnunar, „Vinnumarkaðurinn 1982“. Karlar skiluðu hinsvegar 62% ársverka en konur 38%, sem sýnir að hlutastörf eru mun algengari hjá konum. Meðallaun karla, sem skila hlutfallslega lengri vinnu- degi, vóru tæplega 52% hærri en kvenna. Meðallaun kvæntra karla vóru 26% yfir landsmeðaltali en ókvæntra 3,5%. Lítill munur var á meðallaunum kvenna eftir hjú- skaparstétt en þau vóru 24% und- ir landsmeðaltali. U! m O < D t oc < n Ný glæsileg málningarvörudeild m -i c > o 00 -< O o KREDITKORT Hrayfilshúsinu, Grensásvegi 18. Sími 82444. AD BYGGJA - VILTU BREYTA - ÞARFTU AÐ BÆTA - ERTU AD BYGGJA - VILTU BREYTA -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.