Morgunblaðið - 19.02.1984, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
Steinn í Taðmi fjolskyldunnar við heimili þeirra að Huldulandi 6. Lengst til vinstri er Sigurbergur Steinsson, þá kona Steins, Hrafnhildur
Sigurbergsdóttir, fyrir framan þau hjónin er Hrönn Sigríður Steinsdóttir og loks Kjartan Steinsson. Morgunbiaftið/ ói.k.m.
Seldi áður íslend inguni heiminn
- selur nú útlendingum ísland
*
Rætt við Stein Lárusson, fyrrverandi forstjóra Urvals og núverandi sölustjóra Flugleiða í Noregi,
um ferðamál fyrr og síðar
Hvað skyldi vera langt síöan fólk hætti að tala um „siglda
menn“ af sérstakri lotningu? Sennilega ekki mikið meira en
fimmtán, tuttugu ár, enda fóru feröalög ekki að verða al-
menningseign fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn. Á árinu
1%3 fóru rétt liðlega 13 þúsund Islendingar til útlanda, en
árið 1978 var þessi tala komin upp í 80 þúsund manns. I>aö
liggur við að hægt sé að tala um stökkbreytingu og hú á
dögum eru þeir menn hvítir hrafnar, og fáséðir eftir því, sem
ekki hafa stigið fæti á erlenda grund. Ferðamanna-
þjónustunni hefur á sama tíma vaxið fiskur um hrygg: 1963
voru starfandi sex ferðaskrifstofur á landinu, en í dag eru
ferðaskrifstofuleyfin 27 að tölu.
Steinn Lárusson er einn þeirra
manna sem hefur lifað og hrærst í
ferðamálaheiminum þessa um-
brotatíma: Hann var annar af eig-
endum Landa og leiða frá árinu
1962, stýrði Pan American-
skrifstofunni hérlendis frá
1%8—70, tók þátt í stofnun Ferða-
skrifstofunnar Úrval árið 1970 og
hefur verið forstjóri hennar frá
upphafi til síðustu áramóta. Og
enn rær Steinn á ný mið í sama
sjó. Hann tók við starfi sölustjóra
Flugleiða í Noregi um áramótin,
þar sem hann hefur þegar tekið til
óspilltra málanna við að „selja
landið“, eins og hann orðar það;
það er að segja, selja útlendingum
ferðir til íslands, í stað þess að
selja íslendingum ferðir út úr
landinu, eins og hann er öllu van-
ari.
Það þurfti töluvert að ganga á
eftir Steini til að fá hann til að
þýðast viðtal. Hann hefur verið
upp fyrir haus í verkefnum undan-
farna mánuði og því nískur á
hverja mínútu. Það er heldur ekk-
ert smáræðis starf sem hann skil-
ur eftir sig hér á landi; auk þess að
gegna forstjórastöðu Úrvals, hef-
ur hann átt sæti í stjórnum fimm
fyrirtækja úti á landi sem tengj-
ast ferðaþjónustu, verið formaður
Félags íslenskra ferðaskrifstofa,
fulltrúi og stjórnarnefndarmaður
í Ferðamálaráði, ásamt því að
taka þátt í störfum skátahreyf-
ingarinnar. Eigum við að bæta
við, „og ýmislegt fleira"! En loks
tókst að fá Stein til að fórna ein-
um eftirmiðdegi til að ræða vítt og
breitt um ferðamál á íslandi fyrr
og síðar, enda Ijóst að vandfund-
inn er sá maður sem hefur meiri
reynslu í þeim efnum en hann.
Það er forvitnilegt að heyra
Stein lýsa þróuninni í ferðamálum
íslendinga sl. 20 ár:
„Það hafa orðið geysilegar
breytingar á síðastliðnum tuttugu
árum. Arið 1%3 fóru rétt liðlega
13 þúsund fslendingar úr landinu,
en 1978, eða 15 árum síðar, fara
rúmlega 80 þúsund. Það er hæsta
tala sem við höfum komist upp í,
því upp úr 1978 dregur heldur úr
ferðalögum fólks sem stafar vafa-
laust af því að kaupgeta íslend-
inga gagnvart erlendri mynt, hef-
ur rýrnað óskaplega á síðastliðn-
um fimm, sex árum. Það er þó at-
hyglisvert að toppurinn hefur ekki
talað mikið; alveg frá ’78 hefur
fjöldinn verið rétt undir 80 þús-
undum, og svo virðist sem á árinu
1983 hafi um það bil 77 þúsund
íslendingar farið úr landi.
Það má segja að stærsta stökkið
verði á árabilinu 1963 til 1%7, því
1967 fara 26.300 manns til út-
landa. Það kemur lægð í kjölfarið
frá 1967 til 1970, en síðan tekur
fjöldinn að aukast jafnt og þétt til
1973, en þá fara 47 þúsund íslend-
ingar utan.
Frá 1%3 til 1%7 var mestmegn-
is um að ræða litlar hópferðir og
einstaklingsferðir. En frá og með
1%7 hefjast þessar ódýru leigu-
ferðir til sólarlanda, sem gerir það
að verkum að ferðalög verða í
fyrsta sinn í sögu landsins að al-
menningseign.
Sólarlandaferðir
„Það er þess virði að velta því
fyrir sér hvers vegna sólarlanda-
ferðir nutu þeirra miklu vinsælda
sem raun bar vitni. Að mínu mati
eru ástæðurnar þrjár: Það er í
fyrsta lagi nýjabrumið, þetta var
ný reynsla fyrir tslendinga að
liggja á strönd og sóla sig.
I öðru lagi mótast þetta af þeim
gjaldeyrisreglum sem þá voru við
lýði. Það voru strangar reglur um
það hvað ferðamenn fengu að
kaupa mikinn gjaldeyri, og því
skipti miklu máli að reyna að nýta
hann sem best. Og besta nýtingin
var að fara á ódýra sólarstaði, þar
sem bæði gisting og fæði var á
besta verði sem þekktist. Maður
var ríkur á Spáni í kringum 1970.
Loks er stór þáttur í vinsældum
sólarlandaferða hið mikla skipu-
lag sem var á þessum ferðum. Þær
voru, það sem við köllum í brans-
anum, „þrælskipulagðar"; farar-
stjórinn leiddi ferðalanginn nán-
ast inn í hótelherbergi, og fólk
hafði aðgang að fararstjóra á
hverjum einasta degi. f þessu fólst
mikið öryggi fyrir ferðamanninn,
sem var kannski að fara sína
fyrstu ferð. Með öðrum orðum,
það var ekki meira mál að skreppa
til Spánar en fara í Þórsmörk.
Annars held ég að sólarlanda-
ferðir hafi náð því hámarki sem
þær geta náð. Toppurinn var 1978,
en þá fóru á milli 25 og 30 þúsund
manns til sólarlanda, en í ár
reikna ég með að talan sé innan
við 15 þúsund og mín spá er sú að
í náinni framtíð haldist fjöldinn
stöðugur á bilinu 15 til 20 þúsund
manns."
En hvað veldur „samdrættin-
um“ á sólarlandaferðum?
Nýr ferðamáti
„Ferðamáti fólks er að breytast.
Það sækir meira í að sjá merka
staði, gista í sumarhúsi, eða það
sem við köllum „flug og bíP, það
er að segja, þá fljúga menn til ein-
hverrar borgar í Evrópu til dæm-
is, leigja bíl og haga síðan ferða-
lögum sínum eftir veðri og vind-
um. Einnig hefur það aukist að
íslendingar heimsæki fjarlægari
slóðir, og mun aukast enn meira ef
við getum búið við stöðugt gengi,
sem lækkar ferðakostnaðinn mik-
ið.
Ég held að í framtíðinni verði
sumarhúsin og „flug og bíll“ jafn-
vel enn vinsælli ferðamáti en þeg-