Morgunblaðið - 19.02.1984, Side 38
3g MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
Landnýting og ljúfifengt öl
ÞINGBREF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
' \ste "
W*’. * .. *.-•
i-► *■*■■
♦» W~-- *'
Landið okkar, með gögnum þess og gæðum, er lán frá forsjóninni, okkur til vndis og afkomu. I>að er þjóðarskylda að
varðveita það, auka á landgæði og skila, helzt betur komnu, til framtíðar. Um þetta, eða landnýtingaráætlun, fjallar
fyrri hluti þingbréfs í dag. Síðari hluti bréfsins fjallar um „feimnismál“, sem þingheimur hefur lengi farið í kring um
eins og heitan (grjóna)graut, ölmáliö svokallaða. Nú liggur fyrir Alþingi tillaga um að vísa því til þjóðaratkvæðis.
Hvers vegna er ekki mælt fyrir
tillögu um öl og þjóðaratkvæði?
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að hlutast til um að hafinn
verði undirbúningur landnýtingar-
áætlunar sem taki til allra megin-
þátta landnýtingar. Drög að landnýt-
ingaráætlun skulu liggja fyrir í árs-
lok 1985. Við gerð þeirra verði
áherzla lögð á sem hagkvæmasta
nýtingu og varðveizlu landgæða."
Þannig hljóðar tillaga til þings-
ályktunar sem Davíð Aðal-
steinsson (F), Þorvaldur Garðar
Kristjánsson (S), Helgi Seljan
(Abl), Ingvar Gíslason (F) og Jó-
hanna Sigurðardóttir (A) flytja í
Sameinuðu þingi.
Auk móðurmáls, þjóðarsögu og
menningararfleifðar er það landið
(og landhelgin), sem knýtir okkur
saman sem heild. Auðlindir lands
og lagar, sem okkur eru lagðar í
hendur til framfærslu og varð-
veizlu, eru fjöregg þjóðarinnar frá
nútíð til framtíðar. Það er því ekki
vonum fyrr að fram kemur tillaga
á Alþingi um landnýtingaráætlun,
byggð á nýtingarþoli gróðurlendis,
hyggilegri nýtingu og varðveizlu
auðlinda landsins og sérkenna
þess til langrar framtíðar.
Skipuleg og hófleg
nýting auðlinda
f greinargerð með þessari til-
lögu er lögð áherzla á naúðsyn
skipulegrar og hóflegrar nýtingar
auðlinda lands og sjávar. Þar er
vakin athygli á því að með land-
græðsluáætlun 1974 hafi verið
gert stórátak til að stöðva gróður-
eyðingu og uppblástur, varðveita
og bæta landgæði.
Nú er unnið að framkvæmd
nýrrar landgræðsluáætlunar.
Henni þarf að fylgja eftir með
gerð víðtækrar áætlunar, sem taki
tillit til margs konar landnýtingar
í landbúnaði, svo sem nýtingar
beitilanda og skógræktar. Þar
þarf að huga að landnotum margs-
konar mannvirkja og þéttbýlis.
Minna má á staðsetningu stór-
virkjana og orkuiðnaðarfyrir-
tækja, sem hljóta að verða liður í
framfarasókn þjóðarinnar, fram-
tíðaratvinnuöryggi og framtíðar-
lífskjörum. Síðast en ekki sízt þarf
að muna eftir þörf hins almenna
manns, í þéttbýli sem strjálbýli,
til útivistar, samvista við náttúru
landsins. Þar undir heyra sumar-
byggðir þéttbýlisfólks.
Búrekstur og byggð
um landið allt
í greinargerðinni er og vikið að
nýtingu úthagabeitar, bæði í
heimalöndum og afréttum, enda
byggist framtíð landbúnaðar,
einkum sauðfjárræktar, á hag-
kvæmri nýtingu beitilanda. Þar er
réttilega lögð áherzla á gildi
„náttúrulegs gróðurlendis" og
staðhæft, að „framleiðslukostnað-
ur sauðfjárafurða yrði mun hærri
ef ekki tækist að varðveita beit-
argæði úthaga, sérstaklega afrétt-
anna“. Af þessu leiðir að samræmi
þarf að vera á milli búfjárfjölda
og tiltæks haglendis; — á sama
hátt og við þurfum að laga veiði-
sókn fiskiskipaflotans að veiðiþoli
nytjafiska. Þetta þýðir jafnframt
að nánara samhengi þarf að vera á
milli vals á búgreinum og bú-
fjárfjölda á sérhverri jörð annars
vegar og þeirra landgæða sem hún
hefur til umráða hinsvegar. „Hér
kemur m.a. til álita," segir í grein-
argerðinni, „hvernig fjárfestingu
er hagað í landhúnaði, hvernig
hægt er að koma við markvissari
stjórnun, hvernig hægt er að að-
stoða bændur sem gera róttækar
breytingar í búskaparháttum."
Þar er og vikið að gerð búrekstrar-
og byggðaáætlana, „þar eð nýting
jarðargróða er einn af hornstein-
um lífvænlegrar byggðar um land
allt“.
Tillögumenn fjalla og um nauð-
syn skógræktar og hvern veg
tengja megi hana hefðbundnum
búskap. „Trúlegt er,“ segir þar,
„að tekjur af skógrækt skipti
nokkru máli þegar tímar líða,
enda líkur á hækkandi timbur-
verði og ýmiss konar skógarafurð-
um í framtíðinni — og jafnvel
gæti orðið skortur á þeim.“
„Ef að líkum lætur," segir
ennfremur, „mun þjóðin í vaxandi
mæli byggja afkomu sína á skyn-
samlegri nýtingu innlendrar orku.
Því er nauðsynlegt að tryggja
orkuvinnsluiðnaðinum nægilegt
landrými, ekki sízt til að forðast
árekstra í framtíðinni."
Loks er vikið að auknum áhuga
almennings á samskiptum við
náttúru landsins og náttúruvernd,
umhverfismálum og útivist hvers
konar. Mæta þurfi þessum sjón-
armiðum, en jafnframt að vernda
viðkvæm gróðurlendi fyrir ágangi
fénaðar og manna.
Fagna ber þessum tillöguflutn-
ingi. Velferð okkar felst ekki sízt í
skynsamlegri nýtingu gæða lands-
ins. Landnýtingaráætlun gæti
orðið vegvísir til þeirrar áttar.
Þjóðaratkvæði um öl
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta fara fram al-
menna atkvæðagreiðslu um heim-
ild til bruggunar og sölu meðal-
sterks áfengs öls. — Atkvæða-
greiðslan fari fram samtímis
næstu alþingiskosningum eða
sveitarstjórnarkosningum, hvorar
sem á undan verða."
Þannig hljóðar tiilaga, sem
Magnús H. Magnússon (Á), Frið-
rik Sophusson (S), Guðrún Helga-
dóttir (Abl) og Stefán Benedikts-
son (BJ) fluttu fyrir allnokkru, en
ekki hefur enn verið mælt fyrir,
hvað sem veldur.
Þeir, sem telja öl æskilegt á ís-
lenzkan markað, tíunda rök sín
efnislega á þessa leið:
• Hér er leyfð sala hverskonar
áfengis utan þess sem minnstan
styrkleika hefur, áfengs öls.
AIWA AIWA AIWA
Stórkostleg útsala
Vikuna 20. til 25. febrúar seljum viö eldri model af AIWA-hljómflutningstækjum og AIWA-feröaútvörp-
um/segulbandstækjum ásamt ýmsu ööru á stórlækkuöu veröi. 20—40% afsláttur
AD 3150 segulb. Verð áður kr. 11.380. Nú kr. 8.800
22% afsláttur.
Tílvalið til fermingargjafa. — Greiðslukjör. Gefum jafn-
framt 5% afslátt á öllum öðrum vörum verslunarinnar
sömu viku.
•" • V:j> . , ,i
•m ífflw mni tm mrn
0 0 8 8 0
AX-550 útv./magn.
Verö áður kr. 17.730 Nú kr. 10.500
TPR-990
Verö áöur kr. 19.415
Nú kr. 15.455
20% afsláttur
40% afsláttur.
D_____i_j.
i\daio;
ARMULA 38 iSelmúla megim — 105REVKJAVIK
SIMAR: 31133 83177 - POSTHOLF 1366