Morgunblaðið - 19.02.1984, Qupperneq 48
Ein KORT AU5 STAÐAR
SUNNUDAGUR 19. FEBRUAR 1984
VERÐ I LAUSASOLU 20 KR.
Frá undirritun samningsins í gærmorgun. l>orsteinn Geirsson, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins til vinstri,
Asthildur Erlingsdóttir, formaður Launamálaráðs, og l»orsteinn A. Jónsson, varaformaður. MorgunbiaJíj/JúHus
Fjöldi manns
til yfirheyrslna
Hringdi ræninginn til aö villa um fyrir lögreglu?
KÆNINGINN, sem hafði á brott tæpar 2 milljónir króna frá útibúi Landsbanka
fslands á föstudagskvöldið, var enn ófundinn um klukkan tvö í gær.Samkvæmt
heimildum Mbl. höfðu þó bnrist upplýsingar, sem vonir voru bundnar við að
leiddu Kannsóknarlögreglu ríkisins á slóð ræningjans.
Umfangsmikil rannsókn stendur
yfir á ráninu og fór fram ein víð-
tækasta leit í sögu lögreglunnar.
Allt tiltækt lögreglulið var kallað
út, víkingasveit lögreglunnar, lið
Rannsóknarlögreglunnar og spor-
hundur. Hundurinn rakti slóð frá
bifreiðinni, en ekkert mun hafa
komið út úr því. Fjöldi manns var
færður til yfirheyrslu til RLR í
fyrrinótt, bæði vitni og menn sem
lögreglan taldi ástæðu til að færa
til yfirheyrslu vegna rannsóknar
málsins og hugsanlegra tengsla.
Allar líkur benda til að ræning-
inn hafi stolið haglabyssunni, sem
hann notaði til ránsins, úr verslun-
inni Vesturöst. Högl sem fundust í
Volkswagen-bifreið starfsmanna
Samningar takast
með BHM og ríkinu
4,5% launahækkun 1. mars
SAMNINGAR hafa tekist með
l.aunamálaráði ríkisstarfsmanna
innan BHM og fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs og undirrit-
uðu Ásthildur Krlingsdóttir, for-
maður Launamálaráðs, og l*or-
steinn A. Jónsson, varaformaður,
samkomulagið klukkan II í gær-
morgun í skrifstofum fjármálaráð-
herra. Deilan fór frá Kíkissátta-
semjara til Kjaradóms fyrir um 3
vikum síðan, en deiluaðilar óskuðu
eftir fresti fyrir dóminum og hafa
samningaviðræður staðið yfir síð-
an. Albert (iuðmundsson, fjár-
málaráðherra, undirritaði samn-
inginn fyrir hönd Ríkissjóðs.
Samkvæmt samningnum
hækka laun ríkisstarfsmanna
innan BHM um 4,5% 1. mars
næstkomandi og fjármálaráð-
herra hefur með samkomulaginu
heitið að beita sér fyrir því að
lögboðinn samningstími BHM,
sem er 2 ár, verði framvegis
samningsatriði, en þó 1 ár ef
ekki næst samkomulag og kjara-
deila fer til Kjaradóms. Þá felur
samningurinn í sér að samnings-
aðilar munu standa sameigin-
lega að samanburðarathugun á
kjörum starfsmanna hjá öðrum
en ríkinu, sem gegna hliðstæðum
störfum að því er varðar ábyrgð,
menntun og sérhæfni. Samning-
urinn felur ekki í sér breytingu á
endurskoðunarrétti Launamála-
ráðs.
„Okkar samningsréttarstaða
hefur alltaf verið mjög bágborin.
Okkur er uppáiögð sönnunar-
byrði fyrir Kjaradómi sem ill-
mögulegt er að uppfylla og einn
helsti kosturinn við þennan
samning er athugun á kjörum
sambærilega menntaðra manna
á hinum almenna vinnumark-
aði,“ sagði Ásthildur Erlings-
dóttir, formaður Launamála-
ráðs. „Niðurstaða á að liggja
fyrir í árslok 1984 og það er mjög
mikilvægt fyrir næstu samn-
inga, því þar fáum við væntan-
lega þau gögn í hendur sem við
þurfum að hafa og sýna hvað við
berum skarðan hlut frá borði
miðað við hinn almenna markað.
Þá er einnig mikið atriði í samn-
ingnum breytingin á samnings-
tímanum, sem er ekki 2 ár, eins
og hefur verið, heldur 1 ár og á í
framtíðinni að verða samkomu-
lagsatriði.
Við teljum að þetta' sé að-
gengilegt samkomulag miðað við
aðstæðurnar í þjóðfélaginu. Við
erum eiginlega að byggja upp
fyrir framtíðina og tökum aðeins
eitt skref í einu. Það vita allir að
við höfum árum saman verið á
eftir í kjörum, en sönnunarbyrð-
in hefur reynst okkur erfið og
samanburðarkönnun á kjörum
er fyrsta skrefið í þá átt að fá
fram breytingu á þessu," sagði
Ásthildur.
Hjá Ásthildi kom fram að um
aðalkjarasamning er að ræða, en
sérkjarasamningar eru alfarið i
höndum félaganna. Samningur-
inn er undirritaður með fyrir-
vara um samþykki Launamála-
ráðs eftir að aðildarfélögin hafa
kynnt samninginn í félögunum.
„Við lýsum ánægju okkar yfir
að þessir samningar hafi náðst.
Útgjaldahliðin er innan þess
ramma sem fjárlög gera ráð
fyrir og í samræmi við þær óskir
sem fjármálaráðherra hefur sett
fram. Við vonum að þessi samn-
ingur hafi jákvæð áhrif á aðra
samningsgerð," sagði Geir
Haarde, aðstoðarmaður fjár-
málaráðherra um samninginn.
Fjórir hvítblæðisjúklingar
sendir utan til mergskipta
Unnið að undirbúningi að för hins fimmta — Tveir hafa látist
FJORIR hvítblæóisjúklingar hafa
verið sendir utan til mergskipta og
nú er verið að vinna að undirbún-
ingi þess að senda þann fimmta.
Tveir sjúklinganna létust, en þeir
voru til meðferðar erlendis vegna
b"‘ Jahvítblæðis. Einar Stefánsson,
sem Mbl. birti viðtal við á fostu-
dag, er fyrsti íslenski sjúklingur-
inn, sem líkur eru á að nái fullum
bata eftir mergskipti, en hann
þjáðist af krónísku hvítblæði.
I»etta kemur fram í viðtali við Sig-
mund Magnússon, yfírlækni á
blóðrannsóknardeild Landspítal-
ans, í Mbl. í dag.
„Einar þjáðist af krónísku
hvítblæði og mergskipti voru
eini möguleiki hans til þess að
lifa sjúkdóminn af. Sjúklingar
með krónískt hvítblæði hafa lif-
að að meðaltali í 3‘/í ár eftir að
sjúkdómurinn hefur verið
greindur. Hingað til hefur með-
ferð falist í því, að gera þeim
lífið bærilegt, en þeir hafa allir
látist," segir Sigmundur í sam-
tali við Mbl.
f
„Hins vegar er það misskiln-
ingur að hvítblæði sé ólæknan-
legt. Það er hægt að lækna
bráðahvítblæði með lyfjagjöfum.
Tekist hefur að lækna um 50%
barna, sem þjáðst hafa af bráða-
hvítblæði, með lyfjameðferð
einni saman. Þá hefur tekist að
lækna um 15% fullorðins fólks,
sem fengið hefur sjúkdóminn.
Við teljum okkur nú þegar
hafa nokkurn hóp íslendinga,
sem tekist hefur að lækna á
þennan máta. Einar er þvf ekki
fyrsti fslendingurinn sem lækn-
ast af hvítblæði, þó hann verði
vonandi sá fyrsti sem læknast af
krónísku hvítblæði," segir Sig-
mundur.
Sjá viótal við Sigmund Magn-
ússon, yfírlækni, á bls. 43.
ÁTVR eru sams konar og stolið var
úr Vesturöst.
Þá hefur Mbl. heimildir fyrir því,
að hringt var til lögreglunnar
skömmu eftir að leigubifreiðinni
var rænt í Nauthólsvík, og tilkynnt
að leigubifreiðinni hefði sést ekið
austur Suðurlandsbraut, framhjá
Hótel Esju. Lögregluliði var þá
stefnt í austurborg Reykjavíkur og
Vesturlandsvegur lokaður, en á
sama tíma var ránið framið á
Laugaveginum. Er hugsanlegt talið
að ræninginn, eða vitorðsmaður
hans, hafi hringt til þess að villa
um fyrir lögreglunni og beina at-
hyglinni annað.
RLR varðist allra frétta af rann-
sókn málsins, en áfram var unnið af
fullum krafti.
Sjá viðtöl við Konráð Konráðs-
son, starfsmann ÁTVK, og Örn
Keyni Pétursson, leigubílstjóra,
á blaðsfðu 2.
Reykjavík:
Samtök
stofnuð um
reiðhöll
ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna
samtök um byggingu reiðhallar í
Reykjavík. Sex manna nefnd, skip-
uð fulltrúm áhugafólks, vinnur að
undirbúningi stofnunarinnar en
rætt hefur verið um að byggja höll-
ina í grjótnámi Reykjavíkurborgar
á Víðivöllum, eða á Fákssvæðinu.
Fyrirhugað er að nota reiðhöllina
til kennslu í reiðmennsku, hesta-
sýninga og hverskonar hesta-
mennsku innan dyra.
Á Búnaðarþingi í fyrra kom
fram tillaga um byggingu reið-
hallar. Kaus þingið milliþinga-
nefnd, sem ætlað var að kanna
nánar möguleika á framkvæmd-
inni. Nefndin hefur skilað áliti og
í framhaidi af þvi boðaði stjórn
Búnaðarfélags lslands til fundar
með hestamönnum og ýmsu öðru
áhugafólki. Var þar ákveðið að
stofna samtökin og undirbún-
ingsnefndin kosin. Henni er ætl-
að að kanna hvaða einstaklingar,
félög, stofnanir og sveitarfélög
vilji gerast aðilar að samtökum
um byggingu reiðhallarinnar,
gera tillögur að samþykktum og
vinna að öðrum undirbúningi
málsins, sem hún telur ástæðu
til. Nefndinni er síðan ætlað að
boða til stofnfundar.
Siglufjöröur:
Beitir NK með
fyrstu loðnuna
Siglufiröi, 18. febrúar.
FYRSTA loðnan barst til Siglufjarðar á
röstudagskvöldið og höfðu sjö skip til-
kynnt komu sfna með samtals um 7
þúsund tonn. Beitir frá Neskaupsstað
varð fyrsta skipið til Siglufjarðar, en
skömmu síðar kom Eldborgin og Sig-
urður RE og var verið að landa úr skip-
unum í dag.
Þá fóru skip með loðnuafla til
Raufarhafnar og Krossaness. Hofs-
jökul! er hér að lesta fisk til Amer-
íku. Gott veður er hér á Siglufirði og
hefur bærinn tekið fjörkipp og pen-
ingalyktina leggur um allt.
Fréttaritari.