Morgunblaðið - 04.03.1984, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
Mikil óvissa í sjávarplássum og viða óánægja með kvótann:
I»órður Rafn
Sigurðsson,
Vestmannaeyjum:
„Flestir verða
búnir með
kvótann í lok
apríl“
Vestmannaeyjum, 29. febrúar.
„MKK finnst þetta vera alltof stórt
stökk, það hefði bara átt að hafa þorsk-
inn í þessu fyrst. Kg held að það ráðist
ekkert við þetta og mér finnst það furðu-
leg ráðstöfun hvað tekið er mikið frá
bátaflotanum og fært yfir til togara,"
sagði l'iirður Kafn Sigurðsson, skipstjóri
og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum,
þegar rætt var við hann um kvótakerfið
og áhrif þess.
Ég vildi gjarnan vita hvað hinir háu
herrar í ríkisstjórninni ætla að gera
við þá báta sem ekki áður náðu saman
endum með þetta 1200 til 1400 tonna
fiskiríi en fá nú 600 til 700 tonna
kvóta.“ Þórður Rafn taldi að það
þyrfti ekki nema sæmilega góða vertíð
svo flestir yrðu búnir með kvótann í
lok apríl. „Hitt er svo annað mál að
það er miklu meiri þorskur í sjónum
en fiskifræðingar halda fram. Þá
finnst mér sjávarútvegsráðherra vera
sjálfur búinn að sprengja kvótann ef
hann gefur þau svör að þeir sem nú
þegar eru búnir að fylla kvótann megi
halda áfram veiðum. Ég er í sjálfu sér
hlynntur kvótakerfi að vissu marki en
það má ekki fara út í öfgar.“ Þórður
Rafn sagðist óneitanlega vera kvíðinn
fyrir hvað við tæki þegar líður á árið
og ekki vita hvað þá yrði hægt að gera.
„Fólk ætti að hugsa til þess hvað skeð-
ur af flotinn stöðvast og sjómenn og
fiskvinnslufólk færi í stórum stil yfir
á atvinnuleysisstyrki," sagði Þórður
Rafn Sigurðsson.
Sigurjón Óskarsson, sá þekkti afla-
skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
sér fyndist allt í lagi að reyna þetta
kvótakerfi í eitt ár. „Við verðum að
vernda þorskinn því ekki er nóg af
honum fyrir alla. Það er aðallega
þorskurinn sem þarfnast verndunar
en ég tel t.d. alveg óþarfa að hafa kol-
ann í kvóta. Ég tel hættu á því að
menn hendi kolanum þegar hann er
verðminni en geymi sér hann þangað
til hann hækkar í verði.“ Sigurjón
sagðist nú fá kvóta fyrir 410 tonnum
af þorski en hefði veitt rúmlega 700
tonn að meðaltali þau þrjú ár sem
miðað er við við ákvörðun kvótans.
Þeir á Þórunni Sveinsdóttur eru þegar
komnir með á land 400 tonn af ufsa en
þar af eru 210 tonn utan kvóta sem
hljóðar uppá 600 tonn. Eins og fleiri
sem rætt var við valdi Sigurjón mögu-
leika á því að fiskast hefði upp í kvót-
ann í lok apríl og hvað þá tæki við
væri allt óráðið ennþá. „Ef eitthvað
verður eftir af kvótanum reikna ég
með að við förum á tveggja báta troll
með Bylgjunni í haust. Þá hefi ég mik-
inn áhuga á því að reyna tveggja báta
troll á spærlingi en það hefur ekki ver-
ið reynt áður. Einhvernveginn verða
menn að bjarga sér í þessum þreng-
ingum,“ sagði Sigurjón Óskarsson.
„Ég hefi í sjálfu sér ekkert stór-
vægilegt að athuga við kvótann hjá
togurum okkar,“ sagði Magnús
Kristinsson framkvæmdastjóri Bergs-
Hugins sf. í samtali við Morgunblaðið.
„Þorskkvótinn er meiri en skipin
okkar veiddu á síðasta ári en það kem-
ur til af því, að á árunum tveimur þar
áður var þorskur það gott hlutfall af
aflanum. Ég vona bara að okkur gangi
vel að ná þessum þorski og nú þegar
hafa skipin okkar tvö landað á þriðja
hundrað tonnum af þorski.
Nýjasta skipið okkar, Smáey, fær að
mínu mati lélegan kvóta og er aðal-
ástæðan fyrir því sú, að forsaga skips-
ins er í raun stutt og þar af leiðandi
varð að búa til kvóta fyrir það tímabil
sem uppá vantaði. Niðurstaðan var
skárri af sóknarkvótanum en ég von-
ast til þess að einhver leiðrétting fáist
fyrir skipið. Aflakvóti skipsins í ár er
rúmlega helmingur þess afla sem skip-
stjóri skipsins hefur veitt að meðaltali
á ári undanfarin þrjú ár,“ sagði Magn-
ús Kristinsson.
— hkj.
Útgerðarmenn við
Eyjafjörð um
kvótaskiptingu:
Samdrátturinn
veldur minnk-
andi atvinnu
eða atvinnu-
leysi víða
Akureyri, 2. mars.
„VIÐ hér á Hauganesi höfum fátt fal-
legt að segja um þessa kvótaskiptingu,
hún kemur afskaplega illa út hér,“
sagði Valdimar Kjartan.sson, útgerðar-
maður á Hauganesi, þegar Mbl. ræddi
við hann um hina umdeildu kvóta-
skiptingu. „Þrír af fjórum bátum
okkar hér koma út með yfir 50%
skerðingu á afla og það sér hver mað-
ur að slíkt hlýtur að hafa gífurleg
áhrif á alla afkomu í ekki stærra sam-
félagi en hér er. Að öllu óbreyttu verð-
um við búnir með okkar kvóta í apríl
og hvað þá verður veit enginn. Ef til
vill er hugsanlegt að fara á rækju, en
það ætla víst allir svo að hætt er við að
hart verði þar barist um bitana. Auk
þess fækkar þá um a.m.k. 3 menn á
hverjum bát, atvinnuleysi virðist því
blasa við hjá okkur. En þú mátt hafa
það eftir mér, að svartsýnin hefur nú
ekki þjakað okkur hér í gegnum árin
og auðvitað munum við klóra í bakk-
ann eins og mögulegt er,“ sagði Valdi-
mar Kjartansson að lokum.
Sverrir Leósson, útgerðarmaður á
Akureyri, sagði að samdráttur í fisk-
veiðum undanfarin ár fyrir Norður-
landi kæmi að sjálfsögöu illa niður á
Norðlendingum, en kvaðst þó ætla að
samdráttur vegna kvótaskiptingar
kæmi jafnt yfir landið miðað við afla-
magn síðustu ára. „Það er ljóst að við
á Súlunni fáum takmarkaðan þorsk-
afla á þessu ári vegna loðnunnar. Það
hlýtur að koma illa við Grenvíkinga,
þar sem við höfum landað töluverðum
afla undanfarin ár, en við höfum veitt
rúm 1.100 tonn af botnfiski undanfar-
in ár að meðaltali. Við erum að kanna
hvort álitlegt sé að gera út á rækjuna,
en vissulega er beygur í okkur varð-
andi þær veiðar, ef öllum flotanum
verður stefnt í þær,“ sagði Sveriir
Leósson.
„Við keyptum 182 tonna bát á síð-
asta ári til hráefnisöflunar fyrir
frystihús okkar,“ sagði Knútur Karls-
son, framkvæmdastjóri Kaldbaks á
Grenivík. „Bátnum vr úthlutað 560
tonnum af slægðum afla, þar af eru
414 tonn af þorski. Á síðasta ári unn-
um við úr 2.640 tonnum í frystihúsinu
og þar af lönduðu Súlan og Hákon
1.560 tonnum. Nú er ekki útlit fyrir að
þeir bátar landi miklu hjá okkur,
þeirra kvóti verður lítill sem enginn
vegna loðnunnar. Aðrir heimabátar
hér munu sennilega ekki leggja mikið
upp hjá okkur, þeir taka sennilega
sinn litla hlut úr sjó fyrir sunnan, þar
sem aflabrögðin eru betri en hér fyrir
norðan. Allt stefnir því í atvinnuleysi
hér á Grenivík um mitt sumar að öllu
óbreyttu,“ sagði Knútur Karlsson að
lokum.
„Það segir sig sjálft að atvinna hlýt-
ur að dragast verulega saman við
þessar aðstæður. Að mínu mati er ekki
um neina vannýtta fiskistofna að
ræða, sem við getum gert út á,“ sagði
Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa.
Afli hjá okkur var lítill á síðasta ári,
eða 18.010 tonn hjá fjórum togurum.
Othlutun til þeirra nú er 15.649 tonn,
þar af 4.379 tonn af þorski, en við
veiddum 5.633 tonn í fyrra. Það leiðir
af sjálfu sér að slík skerðing hlýtur að
koma niður á atvinnu og það er reynd-
ar þegar farið að hafa áhrif,“ sagði
Vilhelm Þorsteinsson að lokum.
GBerg
Verðbólgu-
hrapið síðan
í maí 1983
STRAX eftir að ríkisstjórnin tók við
völdum í maí 1983 setti hún bráða-
birgðalög sem miðuðu að því að
stemma stigu við verðbólgunni.
Kjarni þeirrar lagasetningar var að
afnema vísitölubætur á laun. Árang-
urinn lét ekki á sér standa eins og
sést af súluritinu hér að ofan, verð-
bólgan hefur hrapað.
Myndin skýrir sig best sjálf.
Súlurnar þrjár til vinstri á mynd-
inni sýna verðbólguna eins og spáð
var að hún yrði á árinu 1983 ef
ekki hefði verið gripið til aðgerð-
anna eftir stjórnarskiptin. Lægri
súlurnar til vinstri sýna þróunina
eins og hún hefur verið. Með
hliðsjón af nýgerðum kjarasamn-
ingum hefur af opinberri hálfu
verið sagt að verðbólgan verði
nokkru hærri en 9% sem mæl-
ingar í janúar gáfu til kynna.
Útboð á asfalti:
Sænskt íyrirtæki
með lægsta tilboðið
í GÆR voru opnuð tilboð í útboði Inn-
kaupastofnunar Keykjavíkurborgar á
11.350 til 16.000 tonnum af asfalti fyrir
Reykjavík, Akureyri og Reyðarfjörð.
Vaíur Guðmundsson, forstöðumaður
Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborg-
ar, sagði í samtali við Mbl. að tilboð
sænska fyrirtækisins Nynás Petrolium
hefði reynst lægst en það hljóðaði upp
á um 62 milljónir fyrir lágmarksmagn-
ið, þ.e. 11.350 tonn. Umboðsaðili
sænska fyrirtækisins er Pólstjarnan í
Þverholti.
Valur sagði að 7 tiiboð hefðu bor-
ist og teldu þeir lægsta tilboðið
nokkuð hagstætt þrátt fyrir að það
sé heldur hærra en lægsta tilboðið í
fyrra. Norska fyrirtækið Norsk Fina
var með næstlægsta tilboðið. Valur
sagði að asfaltið væri notað sem
bindiefni í malbik. 9.700 til 14.200
tonn af útboðinu eru fyrir Reykja-
víkurborg, 1.300 til 1.400 tonn fara
til Akureyrar og 350 til 400 tonn fara
til Reyðarfjarðar.
Illviðri
teppti umferð
ILLVIÐRI á suðvesturlandi I fyrra-
kvöld og -nótt olli umferðartöfum og
vandræðum hjá nokkrum fjölda fólks.
Þungfært var um götur Reykjavíkur
seint á fóstudagskvöldið og einnig var
Hellisheiði ófær.
Ekki var um neina teljandi hrakn-
inga að ræða, að sögn lögregluvarð-
stjóra, sem Mbl. hafði tal af á laug-
ardagsmorgun. Nokkur hópur fólks
hafðist við í Litlu kaffistofunni í
Svínahrauni aðfaranótt laugardags-
ins og aðrir létu fyrirberast í skíða-
skálanum í Hveradölum. Lögreglu-
menn úr Reykjavík og af Selfossi
auk björgunarsveitarmanna austan
heiðar mættust á miðri leið og lóðs-
uðu fólk til síns heima.
Reykjanesbraut varð ófær um
tíma í fyrrinótt og beið fólk þar í
bílum sínum þar til veðri slotaði og
hægt var að aðstoða það til höfuð-
borgarsvæðisins eða suður á Reykja-
nes. Með morgninum fór að rigna.
Hádegisverðarfundur
Hádegisverðarfundur presta í
Reykjavíkurprófastsdæmi verður
í Hallgrímskirkju á morgun,
mánudaginn 5. mars.
Morgunblaðið / Ól.K.M
Fulltrúar japanskra loðnukaupenda eru nú staddir hér á landi til að fylgjast
með hrognatöku og frystingu loðnunnar. Þykir þeim loðnan og hrognin
mikill herramannsmatur og neyta hans á ýmsan hátt. Hér eru þrír þeirra að
búa sig undir að bragöa á góðgætinu, lítillega þurrkuðu.
Bræla á loðnumiðunum:
Föstudagsaflinn
varð 17.000 lestir
Á FÖSTUDAGSKVÖLDH) brældi upp á loðnumiðunum og frá klukkan 21
þá um kvöldið til hádegis í gær, er Mbl. fór í prentun, höfðu engin skip
tilkynnt Loðnunefnd um afla.
A föstudaginn tilkynntu alls 26
skip um afla samtals 17.070 lestir.
Til viðbótar þeim skipum, sem get-
ið var í Morgunblaðinu í gær,
bættust eftirfarandi í hópinn:
Harpa RE, 530, Skarðsvík SH, 600,
Pétur Jónsson RE, 750, Hilmir SU,
1.330, Grindvíkingur GK, 970, Súl-
an EA, 600, Höfrungur AK, 850,
Víkingur AK, 650, Guðmundur RE,
300 og Dagfari ÞH 450 lestir.