Morgunblaðið - 04.03.1984, Side 40

Morgunblaðið - 04.03.1984, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 t Móöir okkar, SESILÍA JÓSAFATSDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavík, andaðist í Borgarspitalanum 2. mars. Dætur hinnar létnu. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, THEODÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Álftamýri 14, sem lést þann 25. febrúar, verður jarösungin frá Bústaöakirkju mánudaginn 5. mars kl. 13.30. Sveiney Þormóðsdóttir, Stefén Þormóðsson, Sveinn Þormóösson, Höröur Þormóðsson, Benedikt Þormóðsson, Hilmar Ludvigsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Dagfríöur Pétursdóttir, Inger Þormóðsson, Kristveig Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, SIGURBJÖRG ANNA EINARSDÓTTIR, Laugavegi 86, sem lést 27. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 6. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Léra Einarsdóttir, Kristinn Einarsson. t Jarðarför eiginkonu minnar, móður og dóttur, INGIBJARGAR GUNNARSDÓTTUR, Sandholti 28, Ólafsvík, fer fram frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 6. mars kl. 10.30. Sigurður Haraldsson, Margrét Gylfadóttir, Jóna Sigurgeirsdóttir, Rannveig Gylfadóttir, Gunnar Klængsson, Jón Gunnar Gylfason t Systir okkar og frænka, ANNA MATTHÍASDÓTTIR fré Grímsey, Kaplaskjólsvegi 65, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. mars kl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Rannveig Matthíasdóttir, Agnes Matthíasdóttir, Hjördís Hreiöarsdóttir, Rannveig Ása Guömundsdóttir. Sigurjón Ingi Sigur- jónsson — Minning Fæddur 24. mars 1939 Dáinn 8. nóvember 1983 Sigurjón fæddist á Hvamms- tanga 24. mars 1939, sonur hjón- anna Sigurjóns Sveinssonar, bónda á Efri-Svertingsstöðum í Miðfirði, og konu hans, Ingveldar Pétursdóttur. Hún var þá raunar orðin ekkja, því að faðir Sigurjóns lést úr lungnabólgu áður en dreng- urinn fæddist. Móðirin flutti heim með barnið nýfætt, en heimilið leystist upp um vorið. Fluttu þau mæðgin þá til Borg- arness um eins árs skeið og síðan aftur að Efri-Stvertingsstöðum til föðursystur Sigurjóns, Guðbjarg- ar Sveinsdóttur, og Einars Ey- steinssonar bónda hennar, sem þá höfðu hafið búskap þar, og bjuggu hjá þeim þau sex ár sem búskapur þeirra í Húnavatnssýslu stóð. Eins og gefur að skilja var barn- ið sólargeisli á heimilinu og þá ekki síst í augum föðursystur sinnar, og síðar fóstru. Þar var einnig um skeið Andrés Gilsson hálfbróðir Sigurjóns, sem nú er stýrimaður á Hvassafellinu. Með þeim bræðrum var alla tíð mjög kært og var Sigurjón tíður gestur á heimili hans. Að kvöldi 9. nóvember sl. stóð til að fjölskyldan samfagnaði Ing- veldi móður þeirra á áttugasta og sjöunda afmælisdegi hennar á heimili Andrésar og konu hans, Valgerðar Hrefnu Gísladóttur, en örlögin gátu vart umsnúið þeirri stundu dapurlegar. Árið 1946 brugðu Guðbjörg og Einar búi og fluttust alfarin til Reykjavíkur en Sigurjón og móðir hans í Borgarnes og á Akranes um tíma og þaðan til Hafnarfjarðar. Þar fór fyrst fyrir alvöru að bera á námshæfileikum hans og þaðan lauk hann fullnaðarprófi (sem þá hét svo) með hæstu einkunn í þeim skóla það árið. Á þrettánda ári fluttist hann til fóstru sinnar í Vogahverfið í Reykjavík og bjó hjá henni upp frá því uns hann kvæntist og stofnaði eigið heimili. í Vogunum lágu leiðir okkar Sigurjóns saman og urðum við t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og samúö við fráfall móður okkar, tengdamóöur og ömmu, STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR, Stigahlíö 26. Sigurjóna Jónsdóttir, Guöjón Jónsson, Kristjana Einarsdóttir, Stefén Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og útför ÓLAFS ÓLAFSSONAR, lyfaala, Húsavfk. Erna Hermannsdóttir, Ólafur Vigfús Ólafsson, Ragnar Pétur Ólafsson, Siguröur Sigfússon, Ágústa Forberg, Magnús Ólafsson, örn Forberg, Ásbjörg Forberg, Jenny Forberg og aörir vandamenn. t Þökkum innilega auösýnda samúð viö fráfall SIGURJÓNU ÖNNU SÓFUSDÓTTUR. Kristín Ingólfsdóttir, Mér Ingólfsson, Magnús Nordgulen og tengdabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EMILÍA JÓNASDÓTTIR, leikkona, verður jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. mars kl. 13.30. Svava Berg Þorsteínsdóttir, Ágúst V. Guömundsson, Ágústina Berg Þorsteinsd., Sigursteinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR PÁLSSON, verkstjóri, Baldursgötu 1, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 7. mars kl. 15.00. Sigríóur Guðmundsdóttir, Mjöll Einarsdóttir, Ásmundur Daníelsson, Guðmundur H. Einarsson, Vilborg Runólfsdóttír, María, Sígríöur og Heiörún. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu við fráfall eigin- manns míns, föður, sonar og bróöur, EMILS FENGER, Ásta Böóvarsdóttir, Finnur Emilsson Fenger, Kristín og Garöar Fenger, Kristjana Fenger, Jakob Fenger, Hjördís Fenger. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og útför RANNVEIGAR STEINUNNAR BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir alla vinsemd henni sýnda á liðnum árum. Börn, fósturdóttir, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. samstundis perluvinir sem héfst upp frá því. Skólabræður vorum við gagnfræðaárin, fyrst í Laug- arnesskóla og svo í Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Bekkjarbræð- ur urðum við ekki fyrr en í „Gaggó Aust“ því að í þá daga var nem- endum skipt í bekkjardeildir eftir greind og var Sigurjón að sjálf- sögðu í A-bekk. Þegar heilbrigðir og hraustir strákar, sem eiga góð heimili, eru 13—16 ára er lífið eins og fjörugur og tær fjallalækur, upptekinn við það eitt að njóta tilverunnar og eigin þróttar. Leiðinlegum hindr- unum sneiddi maður hjá en braust stoltur gegnum þær skemmtilegu af eigin snilli og krafti. Andagiftin leiftrandi og um- ræðuefnin voru óþrjótandi. Ef stemmningin fór að lækka vegna svengdar var hún umsvifalaust endurreist með mjólk og kökum hjá fóstru hans eða móður minni eftir því í ríki hvors við vorum í það skiptið. Oft teygðist úr sam- ræðum fram eftir kvöldi eða nóttu, og eftir að hann flutti af Karfavoginum yfir í Mosgerðið fylgdum við iðulega hvor öðrum heim á leið yfir Sogamýrina, gjarnan fram og aftur, uns málið var útrætt eða syfjan bar andgift- ina ofurliði. Alvöru lífsins var einfaldlega úthýst. Hún beið þolinmóð síns vitiunartíma. I þá daga var það varla nema tvennt sem setti mann út af lag- inu. Annars vegar ef maður varð skotinn í stelpu og hins vegar þeg- ar prófin nálguðust, en það síðara a.m.k. beit ekki einu sinni á hann. Vorið sem við lukum gagn- fræðaprófi hygg ég flesta okkar skólabræðranna hafa verið óráðna um framtíðina, nema Sigurjón. Ég held að í hans huga hafi aldrei verið til annað starf en sjó- mennska. Ingveldur móðir hans vildi senda hann í Samvinnuskólann og inntökuprófið tók hann. En þá brá svo kynlega við að hann féll á stærðfræði, sem hvorki fyrr né síðar vafðist fyrir honum, enda fór hann við svo búið beint á sjó- inn. Þegar við fórum að stálpast voru það öðru fremur tvö áhuga- mál sameiginleg sem heilluðu okkur. Annað þeirra var skotfimi og byssur, og átti hann um tíma a.m.k. nokkurn vísi að byssusafni. Meðal efnis á gagnfræðaprófinu var danska, en hún var hvorgum okkar hjartfólgin í þá daga. Að prófinu loknu reif ég mína dönskubók niður í öskutunnuna bak við skólann og spurði Sigurjón hvort hann ætlaði ekki að gera slíkt hið sama. Með allt annað en vingjarnlegu augnaráði kvaðst hann hafa ætlað henni önnur ör- lög. Þegar ég innti hann eftir ör- lögum dönskubókarinnar svaraði hann: „Ég skaut hana.“ Þrem árum síðar, þegar Sigur- jón fór í Stýrimannaskólann, kom hann til mín þeirra erinda að fá lánaða, ef ég ætti, dönskubókina sem við lærðum í Gagnfræðaskól- anum. Hann kvaðst hvergi finna sína. Á milli hafði margt á daga hans drifið, hann haföi bæði verið á togurum og í siglingum út um heim og hafði steingleymt þessum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.