Morgunblaðið - 04.03.1984, Síða 47

Morgunblaðið - 04.03.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 47 MorKunblaðið KÚE mesti, sem uppi hefur verið. Skák- irnar hans eru ekki alltaf jafn vandaðar en skapið skín alltaf í gegn. Annars er ég ekki hrifinn af honum sem persónuleika. Hann er ekki sérlega vandur að þeim með- ulum, sem hann beitir til þess að fá sínu framgengt. Það sést best á því hvernig hann hefur notað fjöl- skyldu sína í valdataflinu, enda stendur hún nú í málaferlum við hann. Mál Kortsnojs gerðu líka Frið- rik erfitt fyrir þegar hann var for- seti Alþjóðaskáksambandsins og áttu sinn þátt ( því að Campoman- es komst til valda með Rússana og þriðja heiminn á bak við sig. Ann- ars finnst mér að það ætti að leggja FIDE niður og stofna sér- stakt samband á Vesturlöndum, þar sem framfarirnar í skákinni eru örastar. í Rússlandi er meiri stöðnun eins og er.“ — En þá klofnar skákheimur- inn. „Það væri öllum til góðs og það yrði til þess að meiri peningar kæmu inn í skákheiminn, svipað og gerðist í tennis, þegar alþjóð- lega tennissambandið var lagt niður. Þær kröfur sem Fisher setti fram þóttu á sínum tíma óraun- hæfar en eru nú alltaf að öðlast meiri og meiri hljómgrunn. En ég held að viðhorfin til skák- arinnar sem keppnisíþróttar, sem miklir peningar eru lagðir í, eigi eftir að breytast á næstunni, þó að núna sé ísland t.d. eina landið sem borgar stórmeisturum kaup.“ „Oftast í Hollywood“ „Önnur áhugamál en skákin rista ekki mjög djúpt hjá mér. Ég syndi mikið en það er af praktísk- um ástæðum. Annars hef ég gam- an af mörgu öðru en að tefla, eig- inlega öllu milli himins og jarðar. Ég fer töluvert út að skemmta mér, oftast í Hollywood, en í Þjóð- leikhúskjallarann, ef ég fer með Margeiri. Skákmenn eru talsvert gefnir fyrir skemmtanir og verða eigin- lega að vera það, ef þeir eiga ekki að einagrast í sínum heimi. Skák- in er einmanalegt áhugamál og menn verða að fá útrás einhvern veginn. Flestir skákmenn um- gangast svo þröngan hóp. Þó að þeir séu í skóla, þá eru þeir alltaf á kafi í skák og þar af leiðandi á ferð og flugi og kynnast því fáum utan sinna raða. Samt er nú helst, að þeir haldi sambandi við gömlu skólafélagana og ég umgengst skólasystkin mín nokkuð." — Myndir þú giftast konu, sem ekki kynni mannganginn? „Já, það gera nú flestir að lok- um, enda eru hinar ekki svo marg- ar. Það er líka erfitt fyrir konur að komast inn í skákheiminn því þar ríkir algert karlasamfélag. Það er ekki hægt að segja, að tekið sé illa á móti konum, sem vilja vera með, heldur má kannski líkja þessu við Alþingi. Þar er varla tekið illa á móti konum, það eru bara ákveðnar hefðir sem ríkja og breytast ekki í einni svipan. Ég held að koma Piu Cramling hafi ýtt við íslensku skákkonunum. Pia veit hvað þarf til þess að verða góður skákmaður og teflir svotil eingöngu á karlaskákmótum, því að þar fær hún þá samkeppni, sem hún þarf. Satt að segja held ég að stelpun- um hafi hnykkt svolítið við þegar þær sáu hvað Pia var hörð og verður það vonandi til þess að koma meiri hreyfingu á þær en nú er. En endurnýjun á þeirra röðum hefur ekki verið mikil að undan- förnu, t.d. hefur Ólympíulið kvenna í skák verið óbreytt lengi." „Sólarhringur skákmanna“ — Er því líkt farið með skákina og ballettinn; frumskilyrði að byrja ungur? „Margir góðir skákmenn hafa ekki byrjað að tefla fyrr en um tvítugt. Það sem stendur full- orðnum e.t.v. helst fyrir þrifum, er að það er svo erfitt að verða virki- lega góður í skák. Menn þurfa oft að vera búnir að tefla í fimm ár eða lengur, áður en hægt er að segja að þeir geti eitthvað að ráði. En ef þeir eru nógu sauðþráir þá geta þeir orðið góðir, sama á hvaða aldri þeir eru. Annars er alltaf gott að byrja ungur og skák- in hefur mikið uppeldislegt gildi — það hafa Rússarnir skilið manna best.“ — Hvað er framundan hjá þér á næstunni? „Tvö mót í New York í apríl og maí og svo trúlega íslandsmótið í apríl.“ — Nú leggið þið ungu mennirnir mikla áherslu á samheldni og vin- áttu í keppni og utan. En svífur ekki samkeppnisandi yfir vötnun- um? „Við erum allir góðir kunningj- ar og höldum nokkuð hópinn, en samkeppni er nauðsynleg. Allir verða að hafa eitthvað að keppa að og við lærum mikið á því að keppa hver við annan. En það er óneit- anlega meira gaman, að sitja við hliðina á félögunum, t.d. á Ólympíumótum, en á móti þeim. Andinn verður að vera góður ef árangur á að nást. T.d. má eflaust þakka árangurinn sem náðist á heimsmeistararnótinu í Chicago í sumar, þar sem íslendingar urðu í öðru til þriðja sæti, því hve góð stemmning var í liðinu." — Það er komið fram yfir mið- nætti þegar veðrið lægir við Bláa lónið og skákmenn ganga til náða. En slíkt er víst engin nýlunda þar sem þeir eru annars vegar og eng- in þreytumerki að sjá á Jóhanni. „Sólarhringur skákmanna er öðruvísi en annarra. Ef menn hafa verið að tefla spennandi skák fram eftir kvöldi, er líka erfitt að fara strax í háttinn," segir hann. „Sjálfum finnst mér best að stúd- era á nóttunni og ég er lítið hrif- inn af kerfi sem gengur út á það að rífa sig upp fyrir allar aldir á morgnana eins og flestir jafn- aldrar minir verða nú reyndar að gera.“ Háskóli íslands: Lokapróf á haustmisseri SEXTÍII og fjórir stúdentar luku prófum við Háskóla íslands í lok síðasta haustmisseris. Fara nöfn þeirra hér á eftir. B.S.-próf í hjúkrunarfræði Anna María Snorradóttir Guðríður Anna Daníelsdóttir Sigurósk Edda Jónsdóttir Kandídatspróf í viðskiptafræðum Árni Sigurðsson Birgir Sigurðsson Jóhann Sigurjónsson Jóhann Unnsteinsson Jón Gunnar Borgþórsson Jón Karl ólafsson Kristján V. Kristjánsson Ólafur Hjálmarsson Sigurður Tryggvi Sigurðsson Steinar Sigurðsson Örn Þorbergsson B.A.-próf í heimspekideild Anna Þorsteinsdóttir Áslaug Arnardóttir Ásta Björnsdóttir Auður Fríða Gunnarsdóttir Eyjólfur Þór Jónsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðjón Ölafsson Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Guðrún Þórhallsdóttir Hróðmar Bjarnason Karl Garðarsson Katrín Jónsdóttir Lúðvík Geirsson Ragnar Sigurðsson Sigríður S. Júlíusdóttir Sturla Sigurjónsson Þorleifur Óskarsson Verkfræði- og raunvísindadeild Lokapróf í vélaverkfræði Pétur Eysteinsson Þorlákur Magnússon Lokapróf í rafmagnsverkfræði Hulda Guðmundsdóttir B.S.-próf í tölvunarfræði Ingunn S. Þorsteinsdóttir Valdís Ella Finnsdóttir B.S.-próf í jarðeðlisfræði Grímur Björnsson B.S.-próf í efnafræði Elín G. Guðmundsdóttir B.S-próf í líffræði Ásgeir Björnsson Björn Lárus Örvar Elín Ásdís Ásgeirsdóttir Kristinn P. Magnússon Sigríður Hjörleifsdóttir Soffía Arnþórsdóttir Unnur Þorsteinsdóttir B.S.-próf í jarðfræði Gunnar Ólafsson Gylfi Sigurðsson Þorvaldur Þórðarson B.S.-próf í landafræði Árni Konráð Bjarnason Ingi Gunnar Jóhannsson Kandídatspróf í tannlækningum Friðgerður Samúelsdóttir Garðar Páll Brandsson Jakob Jónsson B.A.-próf í félagsvísindadeild B.A.-próf í bókasafnsfræði Kristín ðlafsdóttir Sigrún Jóna Kristjánsdóttir Súsanna Flygenring B.A.-próf í sálarfræði Leifur Brynjólfsson Þorgerður Jónsdóttir B.A.-próf í uppeldisfræði Auður Jónsdóttir Sesselja Þorbjörnsdóttir Svava Aðalbjörg Kristjánsdóttir B.A.-próf í félagsfræði Arnór Guðmundsson Kristín Jónasdóttir B.A.-próf í stjórnmálafræði Sigríður Ingvarsdóttir Ný íslensk kvikmynd byggö á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. Kvikmyndataka: Karl Óskars- son. Tónlist: Karl J. Sighvatsson. Hljóöupptaka: Louis Kramer. Klipping: Nancy Baker. Búningar: Una Collins, Dóra Einarsdótt- ir. Föröun: Ragna Fossberg. Hárgreiösla: Guörún Þorvarðar- dóttir. Upptökustjóri: Þórhallur Sigurösson. Framleiöandi: Örn- ólfur Árnason. Leikendur: Tinna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Eyj- ólfsson, Arnar Jónsson, Árni Tryggvason, Jónína Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Helgi Björnsson, Hannes Ottósson, Sigurður Sigurjónsson, Baröi Guömundsson, Rúrik Haralds- son, Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þóra Friöriksdóttir, Þóra Borg, Helga Bachmann, Steindór Hjörleifsson o.fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.