Morgunblaðið - 09.03.1984, Qupperneq 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1984
21
LJtgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavtk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið.
Stjórnmálamenn-
irnir og kerfið
etta vissum við alltaf
og þetta hefur alltaf
vérið svona. Þið skulið bara
snúa ykkur til stjórnmála-
mannanna." í þessum dúr
tala embættismennirnir þeg-
ar fjölmiðlar snúa sér til
þeirra og spyrja um gatið á
ríkissjóðnum, þá staðreynd
að skömmu eftir að alþingi
afgreiddi hin „raunhæfu"
fjárlög skuli vanta sem svar-
ar til rúmlega 10% af niður-
stöðutölu þeirra til að endar
nái saman. Stjórnmála-
mennirnir setjast nú niður og
reikna fjárlagadæmið upp á
nýtt, lofa sparnaði og leggja á
hærri skatta, en hjólin í kerf-
inu snúast áfram eins og ekk-
ert hafi í skorist. Úr því að sú
nýbreytni hefur verið tekin
upp hjá ríkisstjórninni að
ræða að minnsta kosti um
gatið á ríkissjóði í stað þess
að dæla bara meira fé í sjóð-
inn jafnóðum og það streymir
sjálfkrafa úr honum ættu
stjórnmálamennirnir jafn-
framt að líta á eyðslukerfið
sjálft.
Þeir sem hafa mesta hags-
muni af því að ekki sé hróflað
við neinu í kerfinu eru fljótir
að gera allar tillögur um
breytingar tortryggilegar.
Haldbesta úrræðið til að
drepa sparnaðartillögur felst
í því að básúna hve mikið ein-
staklingar eigi undir því að
ekkert sé gert sem til breyt-
inga horfi. Hvort heldur rætt
er um rekstur á rafmagns-
veitum eða ræstingu á
sjúkrahúsum má helst engu
breyta. Þótt undarlegt sé eru
það „róttæklingarnir" í þjóð-
félaginu, hinir vinstrisinnuðu
„gáfumenn", sjálfskipaðir
leiðbeinendur fjöldans, sem
harðast bregðast við þegar
rætt er um breytingar, og
þeim mun ofsafengnari verða
viðbrögð þeirra eftir því sem
breytingatillögurnar eru
róttækari. Nýjasta dæmið
um þetta er sá samblástur
sem verið er að efna til gegn
hugmyndum um breytingar
hjá Lánasjóði íslenskra
námsmanna. Ættu þeir sem
áhuga hafa á að fylgjast með
því hvaða ráðum er beitt til
að drepa opinbera hagræð-
ingu í fæðingu að fylgjast ná-
ið með nýjustu rimmunni í
eilífðarslagnum um Lánasjóð
íslenskra námsmanna.
Stjórnmálamenn geta
brugðist við vanda eins og
þeim sem nú hefur komið upp
á tvennan hátt. í fyrsta lagi
geta þeir sagt sem svo: Við
höfum lagt spilin á borðið,
allir eru sammála um að
þetta sé óviðunandi og einnig
hitt að ekki megi draga sam-
an seglin, þess vegna leggjum
við til að skattar verði hækk-
aðir. í öðru lagi geta þeir
sagt: Við sættum okkur ekki
við að kerfið taki af okkur
völdin og reki okkur hvað eft-
ir annað til þess að íþyngja
borgurunum með meiri skött-
um, nú er það kerfið sem
verður að láta undan.
Með hliðsjón af því sem
lagt hefur verið á launþega
og skattgreiðendur í átökun-
um við verðbólguna til þessa,
og hve menn hafa möglunar-
laust gengið til þess óþrifa-
verks að hreinsa út eftir
vinstri stjórnir undanfarinna
ára, er stjórnmálamönnum
sem annt er um umbjóðendur
sína ekki fært að krefjast
meiri fórna af þeim að sinni.
Áður fyrr sættu menn sig
betur við það en núna að
stjórnmálamennirnir ákvæðu
fyrst hve miklu ætti að eyða
og færu síðan ofan í vasa al-
mennings eftir peningunum
— þetta er gamla framsókn-
araðferðin við stjórn ríkis-
fjármála og hún á ekki lengur
upp á pallborðið.
Sjómenn og þeir sem eiga
afkomu sína að mestu undir
fiskveiðum og vinnslu hafa
með lögum frá alþingi verið
skyldaðir til að draga saman
seglin af því að það finnst
ekki nægilega mikill þorskur
í sjónum. Nýju kerfi hefur
verið hrundið í framkvæmd
með þátttöku sjómanna og
útgerðarmanna. Aðilar sjálf-
ir hafa tekið þátt í að þrengja
eigin hag. Hvers vegna er
ekki gripið á vanda ríkissjóðs
með sama hætti? Hvað gerð-
ist ef embættismennirnir
gætu ekki alltaf vísað öllu til
stjórnmálamannanna? Af
hverju er ekki gerð atlaga að
kerfinu í því skyni að skera
niður fjárþörf þess af sama
krafti og tekið var á stjórn
fiskveiða í þágu þorsksins?
Fjármunir landsmanna eru
af jafn skornum skammti og
þorskurinn. Enginn trúir því
að opinbera kerfið á íslandi
sé svo fullkomið að auglýsa
þurfi í fjölmiðum eftir því
hvernig unnt sé að vinna að
hagræðingu innan þess.
Stjórnmálamennirnir eiga
hvorki að vera verndarar né
skotspónn kerfisins heldur
eiga þeir að sjá til þess að það
sé bæði skilvirkt og ódýrt.
Athugun á starfsemi og rekstri Lánasjóðs ísl. námsmanna:
Fjárþörfín fjórfaldast
á árabilinu 1971—1984
— mun hraðar en útgjöld ríkissjóðs
eða menntamálaráðuneytis
FJÁRPÖRF Lánasjóés íslenskra
námsmanna hefur rúmlega fjórfaldast
að raungildi á tímabilinu 1971—1984
og vaxið þannig mun hraðar en út-
gjöld ríkissjóðs eða menntamálaráðu-
neytis á þessum sama tíma. Þá sinnir
Lánasjóðurinn nú orðið ýmsum verk-
efnum, sem almennt heyra undir
trygginga- og skattakerfið í landinu.
Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum
athugunar á starfsemi og rekstri sjóðs-
ins, sem unnin hefur verið fyrir
menntamálaráðherra á vegum Könn-
unarstofunnar hf. Úttektin var mest-
megnis unnin af Árdísi Þórðardóttur,
rekstrarhagfræðingi, á tímabilinu frá
september 1983 til febrúar 1984.
Hér fer á eftir samandregin niður-
staða skýrslunnar:
„Athugun þessi beinist að þróun
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
(Lín) á árunum 1971—1984.
Vandi sjóðsins er einkum þessi:
1. Eftirspurn eftir námsaðstoð hef-
ur aukist mjög hratt og meðal-
aðstoð hefur hækkað mun meir
en hlutfall „láns“ af umframfjár-
þörf eða fjárþörf. Fjárþörf Lín
hefur rúmlega fjórfaldast að
raungildi á tímabilinu og vaxið
þannrg mun hraðar en útgjöld
ríkissjóðs eða menntamálaráðu-
neytis á þessum sama tíma. (Sjá
meðf. línurit).
2. Verksvið Lín hefur víkkað út. Nú
miðast námsaðstoðin ekki bara
við námsframvindu nemenda á
háskólastigi. Nemendur í ýmsum
sérskólum hér á landi og erlendis
sem ekki áttu möguleika á aðstoð
úr sjóðnum í upphafi rannsókn-
artímabilsins eiga nú kost á að-
stoð hjá Lín Ennfremur er nú
tekið tillit til fjölskylduað-
stæðna, tekna o.þ.h. í sífellt meiri
mæli en áður var. Því má segja
að sjóðurinn sinni nú orðið ýms-
um verkefnum sem almennt
heyra undir tryggingakerfið og
skattakerfið í landinu.
3. Fyrirkomulag rekstrarins, þ.e.
aukin lántaka sjóðsins sjálfs,
vaxtaleysi „útlána" og afskrift á
einhverjum hluta þeirra, verða
til þess að framlag ríkissjóðs
Þróun 1971—1984
Samanburður á aukningu: ■ Rikisútgjalda: R
en áriö 1983 nam Iram'ag rikissjóös lil Lin 362 m kr eða 2 3% rikisúlgjalda og 13 9% úlgjalda mennlamálaráðuneylis
skilar sér illa til aukningar á höf-
uðstól sjóðsins.
4. Rekstrarkostnaður skrifstofu Lín
hefur vaxið hraðar en heildar-
fjárþörf sjóðsins. Á árunum
1971-1976 kostaði 1,59% af
heildarúthlutun fjár úr sjóðnum
að reka skrifstofuna, en á árun-
um 1977—1984 tekur skrifstofu-
reksturinn 2,22% af heildarút-
hlutun „lána“ og styrkja Lín.
Helstu tillögur til úrbóta eru
þessar:
1. Að efla starfsemi Háskóla Is-
lands svo nýta megi betur fjár-
festingu í landinu með það fyrir
augum að háskólanám verði
stundað í auknum mæli hér
heima.
2. Að endurskoða lög um námsað-
stoð með það að leiðarljósi að
greina skýrt milli lána og styrkja
til námsmanna. Upphæð styrkja
yrði þá ákveðin árlega af alþingi.
Lán til námsmanna yrðu með
hliðstæðum kjörum og önnur
fjárfestingarlán.
3. Áð einfalda mjög úthlutunar-
reglur um „lán“ til námsmanna
þannig að úthlutun gæti færst til
bankanna, reynist þeir bjóða
þjónustuna á lægra verði en
skrifstofa sjóðsins getur veitt
hana.
4. Að endurskipuleggja starfsemi
skrifstofu Lín með það að mark-
miði að skrifstofukostnaðurinn
verði 1,0—1,5% af heildarúthlut-
un námsaðstoðar.
Þessi rekstrarlega úttekt á Lín er
unnin að ósk og fyrir tilstuðlan
menntamálaráðherra, Ragnhildar
Helgadóttur. Úttekin var unnin á
vegum Könnunarstofunnar hf.
mestmegnis af Árdísi Þórðardóttur,
rekstrarhagfræðingi, á tímabilinu
frá september 1983 til febrúar 1984.
Markmið þessarar úttektar á Lín
er að gera grein fyrir þróun sjóðsins
og huga að hagræðingu í rekstri
hans.
Gagnasöfnun hefur verið tíma-
frek og viðamikil. Einkum hefur
verið leitað til menntamálaráðu-
neytis, Hagstofu og skrifstofu Lín.
Umbeðnar upplýsingar hafa verið
afhentar okkur án undantekningar
og hvarvetna hjá þessum stofnun-
um hefur starfsfólk verið velviljað."
Askell Másson kynntur á tónleikum í Wigmore Hall í London:
Tvö verk frumflutt
Vinnur að óperu eftir Klakahöll Vesaas
TÓNLIST eftir Áskel Másson verð-
ur kynnt í London á tónleikum í
Wigmore Hall þann 20. mars nk.
I samtali við Mbl. sagði Áskell
að aðdragandi að þessum tón-
leikum væri orðinn næstum tvö
ár. Archie Newman hafi átt hug-
myndina, en hann sér um al-
mannatengsl fyrir The Royal
Philharmonic Orchestra í Lond-
on. Hann viðraði þessa hugmynd
við Einar Benediktsson, sendi-
herra, sem tók henni vel. Áskell
kvað menntamálaráðuneytið
hafa styrkt tónleikahaldið. Einn-
ig styrkja tónleikana ýmis fyrir-
tæki, Flugleiðir hf., Scandi-
navian Bank, Hafskip hf., Lands-
banki íslands, Eimskipafélags
íslands hf., Rolf Johansen &
Company, SÍS, Hilda hf., Eggert
feldskeri, Almennar tryggingar
hf., O. Johnson & Kaaber hf. og
Ávöxtun sf. Áskell kvað Ármann
Reynisson hafa annast fjár-
málahlið tónleikanna og þetta
hafi reynst framkvæmanlegt
með þeim góða stuðningi sem of-
angreindir aðilar hafa lagt fram.
Áskell kvað tónleikana leggj-
ast óskaplega vel 1 sig, allir sem
við sögu kæmu væru mjög færir
á sínu sviði, bæði hljómlistar-
menn og aðrir og nefndi þar til
Jane Grey sem er umboðsmaður
tónleikanna. Hann kvað elsta
verkið á efnisskránni vera frá
1977 og gat þess einnig að frum-
flutt yrðu tvö verk, annað, Kad-
enza, væri einleiksverk fyrir ví-
ólu samið fyrir Unni Sveinbjarn-
ardóttur, víóluleikara, en það
væri aðallega byggt á síðustu
Kadenzunni úr Víólukonsertin-
um sem frumfluttur verður 5.
maí nk. af Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Hitt verkið kvað hann
vera „Tríó“, samið fyrir íslenska
Áskell Másson
tónlistarmaður
hljóðfæraleikara, þau Guðnýju
Guðmundsdóttur, Unni Svein-
bjarnardóttur og Einar Jóhann-
esson.
Áskell kvaðst um þessar
mundir dvelja við tónsmíðar í
Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
Hann er að semja óperu byggða á
„Klakahöllinni“ eftir Vesaas sem
út kom fyrir nokkuð mörgum ár-
um í þýðingu Hannesar Péturs-
sonar. Áskell sagðist einnig hafa
samið nýtt verk fyrir Svíann
Gert Mortensen sem hann flutti
á tónleikaför sinni um Dan-
mörku og Svíþjóð. Tónleikunum
var útvarpað bæði í Svíþjóð og
Danmörku.
Áskell sagðist vera á förum til
London til að undirbúa tónleik-
ana í Wigmore Hall. Hann kvað
liggja óhemju mikla vinnu í slík-
um undirbúningi og væri ekki
vinnandi vegur nema til kæmi
aðstoð margra manna.
Einleik á tónleikunum í Lond-
on leika þau Guðný Guðmundsd-
óttir, konsertmeistari, Unnur
Sveinbjarnardóttir, víóluleikari,
Einar Jóhannesson, klarinettl-
eikari, Roger Carlsen, James
Hollan og David Johnson, slag-
verksleikarar, og Judith Hall og
Kelen Kenn, flautuleikarar.
ÞORSKAFLI A ÍSLANDSMIÐUN
1950 1984 (íþús tonnum)
Þorskafli á Islandsmiðum:
Helmingsminnkun þorsk-
afla á þremur árum
Tafla þessi sýnir hvern veg þorskafli hefur mælst
(í þúsundum tonna) 1950—1984. Hlutur útlendinga í
heildarafla er mikill fram undir útfærslu fiskveiði-
landhelgi í 200 mílur. Síðan er veiðisóknin nær ein-
vörðungu okkar. Kngu að síður stefndi veiðisókn
umfram veiðiþol þorskstofninum í hrunhættu, sam-
anber veiðisamdrátt hin síðustu árin. í heimildarriti
Þjóðhagsstofnunar, Úr þjóðarbúskapnum (janú-
ar/1984), segir: „Enda þótt reiknað sé með því, að
ný fiskveiðistefna haldi aftur af sóknartengdum
kostnaði að því marki sem ætlað er að draga úr afla
1984, blasir engu að síður mikill rekstrarhalli við
togurunum, en rekstur bátaflotans stendur í járnum.
Botnfiskveiðar í heild væru reknar með tapi sem
næmi a.m.k. 7—10% af tekjum. Dragi ekki úr sókn
yrði tapið mun meira. Rekstrarhaliinn er þó aðeins
hluti vandans. Útgerðin er í vanskilum með 1.100
m.kr. vegna stofnlána í árslok 1983, en 500 m.kr.
vegna viðskiptaskulda.“
Ríkissjóður gefur út ríkisvíxla fyrir 30 millj. kr.:
Lágmarkstilboð 10 víxlar
að nafnvirði 500 þús. kr.
RÍKISSJÓÐUR hefur ákveðiö að
leita eftir auknu lánsfé með útgáfu
ríkisvíxla að nafnvirði samtals 30
millj. kr. Víxlarnir verða seldir í
Seðlabanka íslands á útboðsgrund-
velli og er öllum frjálst að bjóða
hvaða verð sem er í þá, og eru þeir
ekki háðir neinum vaxtaákvæðum.
Hver víxill verður 50 þús. kr. að
nafnvirði en lágmarkstilboð 500 þús-
und krónur og binditími 90 dagar.
Víxlarnir verða stimpilfrjálsir, án
þóknunar og vextir af þeim skatt-
frjálsir.
Ríkisvíxlar þessir eru gefnir út
samkvæmt lögum nr. 79/1983 en
þar er fjármálaráðherra heimiluð
útgáfa slíkra víxla og getur han'n
ákveðið að þeir verði boðnir út í
stað þess að vera bundnir forvöxt-
um. Á blaðamannafundi sem full-
trúar fjármálaráðuneytis og
Seðlabanka boðuðu til í gær var
gerð grein fyrir þessari ákvörðun.
Kom þar m.a. fram í máli Hösk-
uldar Jónssonar ráðuneytisstjóra
fjármálaráðuneytis, að sala spari-
skírteina ríkissjóðs, sem gefin
voru út 9. febrúar sl., hefði gengið
sæmilega. Skírteini bundin láns-
kjaravísitölu hafa selst fyrir tæp-
ar 65 millj. kr. á tímabilinu, en
með viðmiðun við SDR gengis-
skráningu fyrir 13—14 millj. kr.
Samkvæmt lánsfjáráætlun ársins
er gert ráð fyrir innlendri lántöku
að upphæð 945 millj. kr., en þar af
200 millj. í spariskírteinum.
Útgáfudagur víxlanna verður
21. marz nk. en gjalddagi 21. júní.
Tilboðum skal skila til lánadeildar
Fulltrúar Seólabankans og fjármálaráðuneytis sem kynntu nýju ríkisvíxlana á blaðamannafundinum í gær.
Seðlabankans fyrir kl. 14 19. marz
nk. Gera skal bindandi tilboð í
a.m.k. 10 víxla, þ.e. að nafnverði
samtals 500 þús. kr. Tilboðunum
skal fylgja tíu þúsund króna
trygging. Gangi tilboðsgjafi frá
tilboði sínu glatar hann fjárhæð-
inni, ella gengur hún upp í ríkis-
víxlaviðskipti, en fjárhæðin er
endursend ef tilboði er hafnað.
Undanþegnir greindri innborgun-
arskyldu eru: Innlánsstofnanir,
fjárfestingarlánasjóðir, lífeyris-
sjóðir og tryggingafélög.
Ríkissjóður áskilur sér rétt til
að birta gild tilboð, án þess að vísa
til nafns tilboðsgjafa. Einnig
áskilur hann sér rétt til þess að
taka eða hafna tilboðum í heild
eða að hluta. Tilboðsgjöfum verð-
ur tilkynnt fyrir kl. 16 hinn 20.
marz 1984, hvort tilboðum þeirra
hefur verið tekið eða hafnað.
Ráðuneytisstjóri var spurður á
fundinum í gær, hvort ekki væri
hætta á að víxilútgáfa þessi hefði
áhrif á almenna vexti til hækkun-
ar. Einnig var hann spurður,
hvort ríkissjóður hefði í hyggju að
veita með þessum víxlum betri
kjör en bankar gera í dag. Hann
svaraði því til að ríkissjóður gæfi
ekki upp hvernig hann hygðist
standa að úrvinnslu tilboðanna,
en þess bæri að geta að með þess-
ari útgáfu væri verið að gefa
mönnum kost á skammtímabind-
ingu lausafjár, en spariskírteini
ríkissjóðs væru bundin til þriggja
ára. Hann var einnig spurður af
hverju aðilum væri mismunað
varðandi tilboðstryggingu. Sagði
hann þá aðila sem ekki væru
bundnir tryggingargreiðslum vera
háða opinberu eftirliti og teldi
ríkissjóður því ekki ástæðu til að
ætla að þeir stæðu ekki við tilboð
sín.