Morgunblaðið - 14.03.1984, Síða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984
Kjarasamningarnir
og eftiahagsstefiia
ríkisstjórnarinnar
— cftir Lárus
Jónsson
Almennir kjarasamningar
eru nú nýafstaðnir. í þeim var
samið um grunnkaupshækkan-
ir, sem teljast verða raunsærri
en oft áður, en þó vænst að skili
launþegum kjarabótum án nýrr-
ar óðaverðbólguskriðu. Þessir
samningar gilda til 15. apríl
1985 nema citthvað óvænt ger-
ist.
Að þessum samningum af-
stöðnum er ekki úr vegi að gera
nokkra úttekt á líklegri efna-
hagsþróun í kjölfar þeirra. Sér-
staklega er tilefni til þess að
leggja nokkurt mat á það at-
hyglisverða nýmæli að ríkis-
stjórnin boðaði stefnu sína
fyrirfram í launa-, verðlags- og
gengismálum. Ilugmyndin með
þessari nýbreytni í efnahags-
stjórn var að sjálfsögðu sú, að
auka ábyrgð samningsaðila og
setja þeim aðhalds- og viðmið-
unarmörk, svo að samningarnir
yrðu kjara- en ekki verðbólgus-
amningar.
Grunnurinn var lagð-
ur með miklum og
skjótum árangri efna-
hagsráðstafana
sl. sumar
Engum getur blandast hugur
um að þessir kjarasamningar eru
gerðir á grundvelli þess ótrúlega
árangurs að verðbólgan er nú inn-
an við Vio þess sem Þjóðhagsstofn-
un spáði í maí sl. að hún kæmist í
að óbreyttu kerfi víxlhækkana
kaupgjalds og verðlags. Þetta sést
greinilega á meðfylgjandi súlurit-
um. Vinstra megin sést hver verð-
bólgan hefði orðið án efnahagsað-
gerða. Þriggja mánaða breyting
framfærsluvísitölu hefði náð um-
reiknað til árs hækkunar, hvorki
meira né minna en 168%. Hægra
megin er sýnt hversu hratt hefur
tekist að ná tökum á þessum vá-
gesti, sem oft hefur verið líkt við
krabbamein í efnahagslífinu.
Auðvitað hefði ekki verið raun-
hæft að semja um 6,5—7% grunn-
kaupshækkun launa á yfirstand-
andi ári, ef hér hefði ríkt óðaverð-
bólga og mikið atvinnuleysi, sem
af þeim ósköpum hefði hlotost.
Þessir kjarasamningar eru því
snar þáttur þess árangurs sem
náðst hefur með efnahagsráð-
stöfunum í sumar.
Nýjung í efnahags-
stjórn: Fyrirfram
ákveóin stefna í
launa-, verðlags- og
gengismálum
í kjölfar efnahagsráðstafan-
anna í fyrra var tekin upp sú
nýbreytni í hagstjórn að ríkis-
stjórnin boðaði svart á hvítu —
fyrirfram áður en gengið var til
samninga — fastmótaða stefnu í
launa-, verðlags- og gengismálum.
Á þessari stefnu voru fjárlög og
lánsfjárlög byggð. í raun var sagt
til viðmiðunar fyrir alla aðila í
þjóðfélaginu m.a. aðila vinnu-
markaðarins: Gengi krónunnar á
árinu 1984 verður ekki hreyft
meira en um 5%. Jafnframt var
sagt: Hækki laun almennt ekki
meira en 4%, verður verðbólgan
innan við 10% í árslok og þá næst
jöfnuður í viðskiptum við útlönd.
Eyðsluskuldasöfnun verður þá
hætt. Þetta er auðvitað ekki
valdboð. Ríkisvaldið er einfaldlega
að skýra almenningi frá því að
hækki laun meira en þessi viðmið-
un segir til um, verður verðbólgan
meiri og hættara við áframhald-
Lárus Jónsson,
inganefndar.
formaður fjárveit-
andi eyðsluskuldasöfnun. I gengis-
stefnunni felst að vinnuveitendur
semja á eigin ábyrgð um launa-
hækkun sem atvinnuvegirnir þola
ekki innan framangreindra geng-
ismarka.
Þessi nýju vinnubrögð í efna-
hagsstjórn frá hálfu ríkisvaldsins
eru með allt öðrum hætti en áður
hefur tíðkast. Engri slíkri stefnu-
mótun hefur verið til að dreifa
þótt ríkisstjórnir hafi látið í veðri
vaka að samningar mættu ekki
fara úr böndum, þá væri verið að
efna til nýrrar verðbólguhol-
skeflu. Oft hefur niðurstaðan orð-
ið sú að samið hefur verið um tugi
prósenta hærri grunnkaupshækk-
un en atvinuvegirnir hafa þolað.
Viðkomandi ríkisstjórn hefur þá
neyðst til þess að taka kauphækk-
anir umfram getu atvinnuveganna
og þjóðarbús aftur með gengis-
breytingu eða gengissigi. Sú stíf-
168% I
VERCBOLGA
Agjg 1983
án a&gerða
139%
Þriggja mánaða
hækkun
framfærsluvisi-
tölu reiknuó til
árshækkunar
(Útreikn
Þ|ó6hagsstof.)
VERPBÓLGA 1983
OG í JANÚAR 1984
EFTIR EFNAHAGSAOGEROIR
Hækkun framfærslu-
visitölu þriggja mán.
hækkun umreiknuð
til árshækkunar
32^%
Hækkun framf vísitölu
í jan. reiknuð til
árshækkunar
Jótlandspóstur
— eftir Þórhall
Heimisson
Skyldi nokkur trúa því, að hægt
sé að ganga út að morgni nú í
febrúarmánuði, taka sér sæti, líta
yfir landið og sjá grænar grundir
og Iaufguð tré? Getur kaldur norð-
angarrinn íklæðzt silkihönzkum
og strokið blíðlega um grös og
vanga?
Slík veðursæld er nær okkur en
við höldum. Ég er nú nýsloppinn
úr klakaklóm íslenzks janúarmán-
aðar, floginn suður yfir pollinn
mikla og lentur í landi frænda
okkar, Dana. Nánar tiltekið hefur
mig borið að ströndum Jótlands
austanverðum, þar sem sterklegar
brýr spanna Litla-Belti og tengja
eyjuna Fjón við meginland Evr-
ópu.
Veturinn er ótrúlega mildur.
Miðdegisganga í skóginum verður
að messugjörð. Kórinn situr í
greinum trjánna, og fuglakliður-
inn feykir burt þokuslæðingi
hversdagsleikans úr hugskotinu.
Samtímis berst hingað frétta-
mergð af baráttu annarra Skand-
ínava hið hörð og miskunnarlaus
náttúruöflin. Hér virðist ríkja
sæluástand í náttúrunnar ríki,
a.m.k. í augum ferðalúins frónbúa.
Sami sælulundur blasir á yfir-
borðinu við, þegar litið er til þess
þjóðfélags, sem frændur vorir
hafa komið á fót. Danmörk er eitt
af fyrirmyndarríkjum heimsins,
hvað varðar stjórnarfar og um-
hyggju fyrir þegnum konungsins.
Heilsugæzla og félagsleg þjónusta
bera t.a.m. af því, sem víðast ger-
ist.
II
Hins verður því miður að geta,
að með þessu er ekki öll sagan
sögð. Land og þjóð þjást af inn-
anmeinum. Náttúran er miklum
mun gjöfulli en á útskerinu okkar.
En náttúra Danmerkur er að
kafna í mengun. Rusl í skógi og á
engi; olíustybba yfir sundunum
bláu. Fleiri og fleiri grænir blettir
hverfa undir stál og steinsteypu.
Gott er að skoða strendur Jót-
lands og Fjóns, meðan gengið er
eftir gömlu Litla-Beltisbrúnni,
þunglamalegu og mikilfenglegu
mannvirki. En þaðan blasa við
fleiri skógar en furu- og greni-
lundir eða faguílimað beykið.
Skorsteinsskógar margvíslegra
verksmiðja spúa eitruðum reykj-
arbólstrum til himins dag og nótt,
án þess að nokkur fái þar við ráð-
ið. Mest gætir loftmengunar frá
iðnaðarbænum Fredericia, sem er
Jótlandsmegin við sundið. Afleið-
ing alls þessa er fnykur, sem
stundum leggst yfir borg og bæ og
umhverfir fögrum sveitum í
grámózkuleg og náttúrufjand-
samleg iðnaðarhéruð. Óþefurinn
er þráfaldlega með eindæmum.
III
Á sama hátt og náttúran er
gegnsýrð mengun, læðist óttaleg-
ur sjúkdómur um blómleg heimili
velferðarþjóðfélagsins: Atvinnu-
leysið.
Flestir íslendingar, sem fylgjast
með erlendum fréttum, hafa haft
spurnir af atvinnuleysinu, sem
þjakar Danmörku og ýmis Vestur-
lönd önnur. Sumir kannast við at-
vinnuleysi af eigin raun, í íslenzk-
um búningi. En fæstir held ég að
geri sér grein fyrir merkingu
jíeirra prósentutalna um atvinnu-
Íeysi erlendis, sem af og til dynja í
fréttum. Afleiðing fjöidaatvinnu-
leysis er ill fyrir þjóðfélagsheild-
ina. En þrenging þess einstakl-
ings, sem dæmdur er til atvinnu-
leysis, er skelfileg.
Þórhallur Heimisson
Efnahagslega eru menn e.t.v.
ekki ýkja aðþrengdir. Velferðar-
ríkið sér um sína, a.m.k. í Dana-
veldi. Þó má benda á, að erfitt get-
ur mönnum reynzt að lifa af at-
vinnuleysisbótum, sem nema 3500
krónum dönskum á mánuði.
Andleg þrenging atvinnuleys-
ingjans er hins vegar ótvíræð.
Flestir þeirra, sem verða fyrir
barðinu á atvinnuleysinu, eru á
aldrinum 16—25 ára. Þar er á ferð
hin unga kynslóð, sem á að erfa
landið, stútfull af menntun eins
bezta skólakerfis í heimi og hlaðin
orku. Þegar þetta unga fólk ætlar
út á vinnumarkaðinn, kemur það
iðulega að luktum dyrum. Afleið-
ingin verður vaxandi tilfinning
fyrir eigin tilgangsleysi: „Ég hef
ekkert að gera og fæ líklega ekkert
að gera á næstunni. í raun hefur
þjóðfélagið litla sem enga þörf
fyrir mig.“ Þannig hugsa margir.
Krakkarnir reyna að gleyma sér
við tómstundaiðju. Sumum tekst
að þrauka; aðrir gefast upp og
leggjast í vímuefni, sem leitt geta
eins og allir vita til hins endan-
lega flótta frá lífinu í bókstafleg-
um skilningi þeirra orða.
Þeir, sem ekki fylla framan-
greindan flokk, bregðast oft ann-
an veg við atvinnuleysinu en yngri
kynslóðin. Kunnugir tjá mér, að
það sem verði „eldri“ atvinnuleys-
ingjum (25 ára og úpp eftir) oftast
að fótakefli, sé niðurlægingin, sem
þeim finnst þeir verða fyrir. Þeir
hafa yfirleitt unnið hörðum hönd-
um, líkt og aðrir. En þegar þeir
missa atvinnuna, taka þeir þann
kost að einangra sig öldungis frá
umhverfinu.
Þetta er fólk, sem ráfar um
íbúðir sínar dag eftir dag og fer
helzt ekki út fyrir hússins dyr
nema til þess að sækja félags-
málapakkann sinn eða hinn dag-
lega skammt af bjór. Ekki þarf
mikla menntun í sálar- eða félags-
fræði til að sjá, hvert slíkir lifnað-
arhættir leiða einstaklinginn.
Ofan á þetta allt bætist vaxandi