Morgunblaðið - 14.03.1984, Síða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984
Grein og myndir Úlfar Ágústsson
Kalifornía
gullna ríkið
Los Angeles-svæðiö er mjög áhugavert fyrir ferða-
menn. Þar er Hollywood, Disneylandv Hollywood
Bowl, Langisandur, og margt fleira. Á næsta ári
verða Ólympýuleikarnir haldnir þar og búist er við
allt að einni milljón ferðamanna vegna þeirra. í
síðustu greininni skoðum við okkur um í nágrenni
Los Angeles, en höldum síðan yfir í næsta fylki,
Nevada, og skoðum spilaborgina frægu Las Vegas.
Höfnin í Avalon á Katalina-eyju.
Breakers Hotel við
Langasand
Við erum greinilega farnir að
venjast Ameríku. Það tók okkur
aðeins skamma stund að finna
Breakers Hotel við Ocean Boule-
vard á Long Beach. Þegar við
renndum upp að aðaldyrunum
tók á móti okkur íturvaxinn ung-
ur negri í einkennisbúningi. Þeg-
ar ég hafði kynnt mig, sagði
hann að þau hefðu einmitt verið
að vonast eftir okkur, bað okkur
að ganga í bæinn, hann mundi
sjá um bílinn og farangurinn. í
fáum orðum sagt voru móttök-
urnar og þjónustan á þessu
gamla hóteli með því allra besta
sem ég hef kynnst í heiminum.
Breakers Hotel, var upphaf-
lega byggt á þriðja áratugnum
og ætlað olíufurstum, kvik-
myndastjörnum og öðru auð-
fólki, sem vildi njóta lífsins við
Langasand.
Nú hefur hótelið verið endur-
byggt í sinni upprunalegu mynd
og er stórkostlegt að upplifa
þessa gömlu tíma bandarískrar
auðstéttar.
Að komast í heims-
mctabókina
Terri Villa McDowell fram-
kvæmdastjóri ferðamálaráðs
Long Beach tók á móti okkur
næsta morgun í ráðstefnuhöll-
inni, sem er rétt hjá Breakers.
Við fórum með henni til að
vera viðstaddir opnun nýs
skemmti- og viðskiptasvæðis
þarna við höfnina.
Shoreline Village er byggt á
fyllingu við norðurenda Long
Beach og kostaði 7,5 milljónir
dala. Þarna er stór skemmti-
bátahöfn og verslunarhverfi.
Mikið var um dýrðir. Stór lúðra-
sveit lék og borgarstjórinn hélt
ræðu, auk fjölda skemmtikrafta
sem skemmtu á götum og torg-
um. Yfir höfðum okkar hékk
heimsins stærsti blöðrustrengur.
Öðrum enda strengsins hafði
verið komið fyrir á Queen Mary
vestan Shoreline Village og hin-
um endanum á glæsihótelinu
Hyatt Regency uppi á landi að
austanverðu. Strengurinn var
1800 metra langur og honum var
haldið uppi af 7.200 helíumfyllt-
um blöðrum. Miðjan var svo
dregin niður í mastur gamallar
skútu, sem lá í höfninni á Shore-
line Village. Hámark hátíða-
haldanna var svo að sjóræningi
kom róandi á árabát, kleif upp í
reiða skútunnar og hjó á heims-
metsstrenginn og var þar með
Ekta Show Biz undir berum himni í Disneylandi. Skemmtiatriðin eru
aldeilis frábær.
Æröur tuddinn reynir að brjótast út úr básnum, meðan kúrekinn kem-
ur sér fyrir á baki hans.
sundi á tuttugustu og sjöundu hæð yfir Las Vegas-borg.
orðinn ódauðlegur og kominn í
heimsmetabók Guinness.
Eyja tyggjókonungsins
Eftir hádegi héldum við svo í
boði Catalina Cruises til eyjunn-
ar Katalínu, en hún liggur um 22
mílur undan ströndum Kali-
forníu. Ferðast er með 700
manna ferju, en 5 slíkar eru í
stöðugum ferðum milli lands og
eyjarinnar á vegum þessa fyrir-
tækis.
Eyjan er um 75 fermílur að
stærð. Þar hafa fundist um 4000
ára gamlar minjar um indíána-
byggð. Spánverjar fundu eyjuna
1542, en nafnið er frá 1602. Gull-
æðið greip um sig þar 1863, en
eyjan var yfirgefin í þrælastríð-
inu 1864.
1919 keypti William Wrigley
tyggigúmmíframleiðandi eyjuna
og notaði undir sumarbúðir. Nú
búa þar nokkrar þúsundir
manna og lifa á túrisma, kvik-
fjárrækt og grjóthöggi, en allt
grjót, sem notað er í hafnargerð
í Long Beach kemur frá Kata-
línu-eyju.
Eyjan er afar falleg og töfr-
andi. Við gengum um aðalgötuna
í Avalon, eina bænum á eyjunni,
og nutum stórkostlegrar máltíð-
ar með fulltrúa skipafélagsins.
Síðan fengum við okkur bát á
leigu og sigldum meðfram
ströndinni.
Disneyland leikvöllur
þeirra fullorðnu
Við fullnýttum okkur ferða-
mannaþjónustuna daginn sem
við fórum að skoða Disneyland.
Létum rútu sækja okkur á hótel-
ið, en rútufyrirtækin safna fólki
af öllum stærri hótelunum og
flytia á hópferðamiðstöðvar sín-
ar. I þessu tilfelli var miðstöðin í
gamla spánska hverfinu í Los
Angeles. Þar tók við annar vagn,
sem flutti okkur á bílastæðin við
Disneyland. Hvor ferð fyrir sig
tók um eina klukkustund.
Disneyland er auglýst sem
skemmtistaður fyrir fullorðna,
þar sem börn mega koma með.
Þannig var það líka. Mikill meg-
inhluti gesta var fullorðið fólk,
sem naut þess í ríkum mæli að
sleppa fram af sér beislinu og
finna til æskufjörs aftur.
Disneylandi verður ekki líst
með fáum orðum, en þetta er
stórkostlegur staður og gefur
innsýn í fjölda marga þætti for-
tíðar, nútíðar og framtíðar. Einn
dagur er í raun of skammur tími
fyrir þennan stað, sem teiknar-
inn Walt Disney stofnsetti fyrir
u.þ.b. þrem áratugum.
Las Vegas borg spilavítanna
Um hádegisbil á mánudag
kvöddum við fólkið á Breakersh
Hotel með virktum og lögðum af
stað til fjalla.
Eftir um tveggja tíma keyrslu
erum við komnir upp úr meng-
unarloftinu í Los Angeles í
hreint og tært fjallaloftið.
Framundan eru víðáttumiklar
eyðimerkur. Við ökum yfir
Mojave-auðnina. í norðri er
Dauðidalur, en í suðri er Leik-
völlur djöfulsins. Við ökum fram
hjá bæ með því einkennilega
nafni Draugaborg (Ghost Town)
og eftir nær sex tíma ferð birtist
skyndilega í auðninni Las Vegas
í Nevada-fylki.
Upphaflega settust mormónar
að þarna 1855, en nafnið er
spánskt frá 1829 og þýðir Dalur-
inn. Ástæðan til búsetu var sú,
að vatn streymdi þarna upp úr
jörðinni og þess vegna var járn-
brautin milli LA og Salt Lake
City lögð þarna um. Því þetta
var eini staðurinn á allri leið-
inni, þar sem hægt var að fá
vatn á eimkatlana. Uppganginn
á staðurinn samt augljóslega því
að þakka, að 1931 var fjárhættu-
spil lögleitt í Nevada. Þar við
bætist að borgin var gerð að
miðstöð aðfanga vegna virkjun-
ar í Svörtu gljúfrum, sem nú
heitir Hoover Dam og er ein
stærsta virkjun í heimi. Árið
1940 var íbúatalan aðeins 16.000,
en tíu árum síðar var íbúafjöld-
inn kominn í 48.000 og nú býr
þar um hálf milljón manna.
í bænum eru 44 stór hótel og
33.000 gistiherbergi. Á síðasta
ári komu 11,6 milljónir manna
til staðarins. Þar eru 41.400 pen-
ingavélar (slot macines) og 4.300
spilaborð og rúllettur svo ein-
hverjar tölur séu nefndar. Bær-
inn hefur lengst af verið þekktur
fyrir spilavítin, en nú er sport
orðið mikilvægur þáttur í at-
vinnulífinu. Þarna er stærsta
sýningarhöll á einu gólfi í heim-
inum, um ein milljón ferfet. Þar
er m.a. haldið árlega hesta-
íþróttamót (rodeo) sem stendur í
nokkrar vikur.
Á kúrekahátíð
Helldorado Rodeo í Las Vegas
er með stærstu ródeóum í Amer-
íku og dregur að sér mikinn
fjölda þátttakenda og áhorfenda
hvert ár. Þessi gamalkunna
íþrótt kúrekanna er alltf jafn
vinsæl, enda færni manna með
ólíkindum. Ungir piltar sátu óða
tarfa, 700—800 kílóa flykki, sem
dönsuðu um með band reyrt
undir nára þeirra. Slík er færn-
in, að ekki er lengur spurt um
hvort þeir geti setið dýrið eða
ekki, (það gera þeir svo til allir)
heldur hvernig stíllinn. Keppt
var í kálfatjóðrun. Sigurvegar-
inn var 6,8 sekúndur að elta kálf-
inn á hesti sínum, snara hann,
stöðva hest og kálf, snarast af
baki, hlaupa að kálfinum, velta
honum á bakið og tjóðra á hon-
um fæturna. Ungar stúlkur
kepptu í einskonar svigreið og
trúðar léku sér við mannýga
bola af afburða snilld á milli at-
riða.
Við bjuggum á Mint Hotel,
stærsta hóteli borgarinnar.
Stórkostlegt útsýni er úr veit-
ingasölunum á efstu hæðinni og
frá sundlauginni sem er á þaki
þessarar 26 hæða byggingar. Á
tveim neðstu hæðunum eru
spilasalir og matsölustaðir.
Gestum er boðið upp á fría skoð-