Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 65 María litla tekur örlögum sínum með ró. List hennar, línudansinn, lifir og þróast með henni. I draumi og vöku kemur líf foreldra hennar til hennar. Ástfangin ung stúlka sem er hrifin af línudansara og strýkur með honum. Þeim fæðist lítil telpa og María veit að það er hún sjálf. Tilfinningakuldi ömmunnar er yfirþyrmandi — um leið og ver- aldleg gæði lifsgræðginnar hellast yfir Maríu litlu. Hámarki sínu nær ómennskan í minningu telpunnar þegar hún fékk í afmælisgjöf frá ömmu sinni svertingjakonu úr fátækrahverf- inu. Sú gat sagt Maríu sögur. En þær urðu aldrei nema þrjár — um alla mennina hennar Maríu Sess- elju. Þá dó svertingjakonan úr ofáti í húsi allsnægtanna. „Af- mælisgjöfin mín er dáin.“ María litla býr sér veröld sem gerir henni kleift að afbera veruleikann. Yndislegar stundir í þrúgandi lífi eru símtölin við Loga og Skeggju — og bréfið. Dagdraumar vinna úr þrá lítill- ar telpu og opna henni möguleika til vonar og gleði. Saga þessi er stórbrotin í eðli sínu. Hún greinir frá lífi sem við hér vitum að er til, en getum sennilega aldrei skilið af því að það er svo ókunnugt okkur. Að baki svona sagna býr ógnvekjandi sannleikur. Án efa er sagan áhrifaríkari fyrir það að hún er þýdd beint úr frummálinu. Málfar þýðanda er fallegt og stílhreint. Myndirnar gefa sögunni blæ dulúðar. Frágangur á bókinni er með ágætum. Narkomaners livslöb Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Narkomaners livslöb: En und- ersögelse af narkomaniens ársag- er, udviklingsforlöb og pávirkn- ingsmuligheder. Samantekt: Ib Andersen og Preben West Hansen. Útg. Gyldendal: 1984 Þessi bók byggir á meiriháttar könnun sem höfundar hennar gerðu á sextíu og fimm eiturlyfja- neytendum, meðal annars eða fyrst og fremst með samtölum við þá. Sumir þeirra voru þá undir læknishendi vegna ofneyzlu, höfðu farið í meðferð og höfðu fengið bata eða voru enn í neyzlunni. Höfundar velta fyrir sér ýmsum spurningum í þessari bók: hverjir ánetjast eiturlyfjum, hvers vegna og hvers vegna þeir og ekki aðrir. Hvernig eiturlyfjanotkun hefst og hver framvindan verður síðan. Þeir Andersen og West Hansen tengja síðan saman og fjalla ítar- lega um niðurstöður rannsóknar- innar með hliðsjón af öðrum at- hugunum sem hafa verið gerðar á þessum málum í Danmörku og ýmsum öðrum löndum og ýmsar kenningar eru settar fram um hið vandmeðfarna atriði orsök/afleið- ing. Sumar fullhæpnar að mínum dómi. Bókin er aðgengileg aflestrar og laus við fræðingamálið sem er svo sérstaklega hvimleitt og á stund- um óskiljanlegt með öllu. Þess vegna er það vel þess virði að kynna sér bókina, ekki sízt vegna þess hvernig þessum málum er komið hér á landi. Könnun þessi sem er birt í bókinni er ekki ný af nálinni, munu vera uppundir fimm sex ár síðan hún var gerð og er gefið í skyn að það hafi tekið allan þennan langa tima að vinna úr henni. Þetta hefur plúsa fyrir íslenzka lesendur; þótt eiturlyfja- neyzla í Danmörku hafi breytzt það mikið þessi ár, að býsna margt í bókinni sé orðið harla úrelt, kemur það ótrúlega vel heim og saman við margt sem menn ættu að kannast við hér. ingu. „Það er mikill misskilningur að álíta að heiminum sé stjórnað af stjórnmálamönnum. Að baki þeim stendur tyranninn, stóriðjan. Að- alástæðan fyrir því að vopna- framleiðslan eykst stórkostlega, þrátt fyrir allar afvopnunarvið- ræður og friðarráðstefnur ... er gróði stóriðjunnar." Tilvera mannkynsins sem „manna" bygg- ist á „opnum samfélögum" (Popp- er). Það er hugsanlegt að fjöl- þjóðahringar geti runnið saman í eina heild og hrifsað til sin öll völd í heiminum, hinum vestræna heimi. Bak við járntjaldið er þegar fyrir hendi samfélagsform, þar sem stóriðja, her og ríkisvald er sameinað á einni hendi og hags- munir valdaklikunnar eru sam- ofnir vopnaframleiðslunni, og hún réttlætt með stöðugt yfirvofandi árásarhættu. Sömu réttlætingu er beitt vestantjalds, en þar eru enn- þá „opin samfélög" við lýði, svo andstæðar skoðanir hafa þar til- verurétt. Lorenz telur að hemja verði hringamyndanir og dreifa stjórn- sýsluvaldinu sem mest, stöðva hagvöxtinn og hætta að hlusta á „sérfræðinga ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum". Sömuleiðis mætti að skaðlausu sleppa talna- leikjum og „prósentusannleika". Meginatriðið er að skilja að eins og nú er komið leiða frekari tækniframfarir og stöðlun til samfélagsgerða, sem hingað til hafa verið taldar óæskilegar á Vesturlöndum og síðan þá beinu braut í brunann mikla eða eyðingu umhverfisins. Höfundurinn skopast að hinni einfeldnislegu trú á kjarnorkuna sem aflgjafa framtíðarinnar, hann segir að meðalaldur kjarn- orkuvera sé milli 20 og 30 ár og eftir það verði staðurinn og um- hverfið geislavirkt og orkan mjög dýr að auki. Trúin á þá kenningu að allir menn séu bornir jafnir, eða séu nokkurs konar „tabula rasa“ við fæðingu, hentar vel hinu tækni- vædda kerfi og einnig atferlis- sálfræðin, með rottum Skinners í fararbroddi. Með þessari kenningu er allri ábyrgð velt yfir á „samfé- lagið“, maðurinn glatar um leið frelsi sínu og ábyrgðinni. Lorenz fjallar nokkuð um upp- eldi og þá skoðun að það sem gildi á barnaheimilum og sjúkrahúsum sé þrifnaður, næg fæða og víta- míngjöf, einhver hreyfing og ferskt loft, annað þurfi ekki, vél- ræn og persónulaus umhirða sé við hæfi. Lorenz hefur miklar áhyggjur af þessum stofnunum og því tilfinningasvelti sem þar við- gengst. En hér er ekki auðvelt að breyta um, þegar þær „sem hrærðu vögguna og réðu heimin- um“ starfa nú að framleiðslu eða einhverskonar almannaheill í hinu háþróaða tæknivædda nútima samfélagi. Það eru fjölmörg atriði sem vert væri nð benda á í þessu riti Lor- enz. Von hans um að mannkynið losni úr álögum græðginnar, smá- skítlegrar sérhæfingar og undan mengun og kjarnorkuregni er að þeir sem enn séu ekki heilaþvegn- ir, þ.e. yngra fólk, átti sig. Hann telur að ef mannkynið farist ekki ( kjarnorkuregni og jörðin með, þá verði hún gerð óbyggileg með mengun og eitrun, nema algjör hugarfarsbreyting komi til. Einn, með góðum árangri Hljóm- plotur Árni Johnsen Jóhann Helgason er löngu orð- inn fágaður og sérstæður lista- maður á vettvangi íslensks tón- listarlífs og nýjasta verk hans á hljómplötu ber nafnið Einn. öll lögin á plötunni eru eftir Jó- hann, en flestir textarnir eftir John Lang. Einn er vel unnin plata og skemmtilega útsett. Það er samræmdur heildarsvipur yf- ir plötunni en þó spretta sér- kenni fram í hverju lagi fyrir sig með fjölbreytni í útsetningum og túlkun. Fyrsta lag plötunnar, Talk of the Town er gott lag og ekki eru þau síðri tvö næstu, Turns Around og Slow Train to Cairo sem er mjög gott lag. Þá er ekki langt í She’s All Right, sem er létt og fjörugt með blússandi tilþrifum í útsetningu. Take Your Time er gott lag, Hold Tight sérlega fallegt og mildilega útsett, en segja má að flest lög plötunnar vinni á við nánari kynningu. Það er mikill galli á plötuum- slagi að ekki er getið höfunda laga og texta, en slíkt á að vera eitt af grundvallaratriðum á hverju plötuumslagi. Einnig mættu vera meiri upplýsingar um höfunda laga og ljóða, þá Jó- hann og John Lang, en að öðru leyti er plötuumslagið skemmti- lega unnið, stílhreint og vel úr garði gert. Jóhann Helgason hefur haldið sínum persónulega stíl í gegn um þykkt og þunnt og er það virð- ingarvert, listamaður sem hefur tekið fag sitt alvarlega og náð eftirtektarverðum árangri. Það má þannig segja að nafnið Einn gefi að hluta mynd af ferli hans, því það er vandasamt í grimmri samkeppni tónlistarinnar á sviði dægurlaganna, að halda velli sem sjálfstæður einstaklingur, einn með sínar vonir og þrá. í samspili Jóhanns með lag og ljóð fer hann mildum höndum um efnið, en er laginn að draga fram sérkennin hægt og sígandi svo þau verða eftirminnileg þeg- ar viðkynning hefur átt sér stað. Torkennilegur, en áhuga- verður samsetningur Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Residents The Tunes of Two Cities Ralph Reeords/Gramm The Residents er hljómsveit, sem ég veit ekki mikil deili á. Fæstir virðast reyndar vita ein- hver deili á þessari sveit, sem ég veit þó að er bandarísk. Hvað sem því líður er víst, að meðlimir Residents eru ekkert að hika við að fara eigin leiðir. Eru enda ekki að keppa við flesta hina um hylli hins almenna plötukaup- anda. Geta því með góðri sam- visku leyft sér að vera öðruvísi. Og hvort þetta er öðruvísi tón- list. Ég held að tónlistin hjá The Residents sé án efa einhver kyndugasta samsetning hljóða, sem ég hefi eyrum barið á lífs- leiðinni. Með orðunum „sam- setning hljóða" er ekki verið að gefa neikvæða merkingu í skyn. Tónlist Psychic TV var t.d. í minum eyrum ákaflega kyndug „samsetning hljóða" og þá um leið drepleiðinleg, a.m.k. á sviði. í tónlist Residents er alltaf eitt- hvað, sem heldur manni hug- föngnum. Samt má segja, að tónlistin sé ákaflega blátt áfram, þ.e. hvern- ig hún er flutt. Engin „overdub", „rernix" eða aðrar tæknibrellur, en „effectum" hins vegar beitt nokkuð, t.d. í gítarleik og þá einnig er söngur kemur við sögu. Þá gjarnan sungið i gegnum „vocoder" eða eitthvert ámóta apparat. Uppbygging plötunnar er þannig, að nánast annað hvert lag er til þess að gera frekar létt áheymar, ekki síst ef tekið er mið af hinum lögunum, sem eru mörg hver svakalega drungaleg og þá jafnframt seiðandi. í létt- ari lögunum, sem ég kann nú betur að meta, nota Residents alls kyns hljóðfæri: xylofón, hljóðgervla, saxófóna, ýmis ásláttarhljóðfæri og guð má vita hvað. I sumum þeirra er svei mér eins og jözzuðum áhrifum bregði fyrir. I öðrum eru hlutar, sem minna á kvikmyndatónlist. Þeir, sem gefnir eru fyrir hið óhefðbundna í tónlistinni, ættu að gefa The Residents gaum. Hér er á ferðinni flokkur manna (fólks?), sem vílar ekki fyrir sér að fara slóðir, sem aðrir hafa hikað við að þræða. Á slóðum skringileikans Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ólafur Ormsson: SKRINGILEGT MANNLÍF Smásögur. Útgefandi: Skákprent 1983. Eins og heitið á smásagnasafni ólafs Ormssonar gefur til kynna er það mannlíf skringileikans sem hann vill lýsa og lýsir. Furðufugl- ar eru honum áleitið viðfangsefni og hann hefur gaman af ýkjustíl, en yfirbragð sagnanna er þó oftast raunsæilegt. Við getum tekið sem dæmi fyrstu söguna í bókinni, Konu með barðastóran hatt, en kona þessi kemur þeirra erinda.í Landsbank- ann að opna ávísanareikning. Hún leggst fram á afgreiðsluborðið og hvíslar í eyra afgreiðslustúlku: „Trúirðu á Guð?“ Slik kveðja er vitanlega óvenjuleg i banka. En málið skýrist þegar í Ijós kemur að konan hefur skroppið i apótek og náð sér í lyf, sem réttlæta kyn- lega hegðun hennar. Sviðsmynd borgarinnar með styttunni af Tómasi, óla blaða- sala, kunnum bankamanni, mönnum með stresstöskur og rón- um getur varla raunsæilegri verið. Hún gæti alveg eins verið upphaf blaðagreinar um daglegt lif i borg- inni. Sama er að segja um söguna Maðurinn á bekknum sem bregður Ólafur Ormsson upp mynd úr lífi fyrrverandi síld- arkóngs sem orðinn er einn af mönnunum á bekkjunum við Austurvöll, má muna sinn fífil fegri. Fyrrnefnd saga ásamt sögunni Strákarnir í risherberginu fjallar um ósigur, mannlega niðurlæg- ingu. En i Strákunum í risher- berginu er glæta, von um að geta aftur komið til manna, tileinkað sér eðlilegt lif. Útigangsmönnum og sérvitring- um lýsir Olafur Ormsson af skiln- ingi. Miðhúsasystkinin er að mínu mati best slíkra saga. Sagan er ekki gallalaus frekar en aðrar sög- ur ölafs Ormssonar, en við könnumst við hið þráa íslendinga- eðli í gerð Jóns Péturs Rögn- valdssonar. Sagan er í senn hnytt- !n og dálítið fyndin. Fyndin er líka sagan Brot úr ævi bankamanns, en yfirdrifin fyndni er Fermingin þótt hún lýsi með vissum hætti hugarheimi ofdekraðs unglings. Einvígið er saga sem dregur upp mynd þjóðlífs með afkáralegum hætti og heppnast að vissu marki. Aftur á móti er framtíðarsýnin Landsfundur 1996 eiginlega alveg laus við gamansemi, þótt hún eigi að skemmta lesandanum. Ádeilan í sögunni missir marks og öll bygging hennar er ruglingsleg þrátt fyrir góða spretti. Það er á við og dreif í sögunum sem ólafi Ormssyni tekst að vekja lesandann til umhugsunar og kæta hann með fáránlegum uppá- komum. En lífsskilningur höfund- ar er af einfaldara tagi og útlegg- ingar hversdagslegar. Bestur er Ólafur i eins konar örlagasögum sem lesandann grunar að eigi sér hliðstæður og séu tilraun til að gera skáldskap úr lífshlaupi manna sem höfundur hefur sjálf- ur kynnst. ólafur getur gert hluti trúverð- uga i sögu, en sannfærandi heild- armynd skortir tilfinnanlega. Hann er oft i sporum blaðamanns sem vill gæða lýsingar sínar lífi skáldskapar, en eitthvað vantar til að úr verði minnisstæð frásögn. Fimm listamenn myndskreyta Skringilegt mannlíf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.