Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 67 Gerðaröst hf. Garði: Sýður niður þorska- lifur til útflutnings (■arði, 10. marz. FYRIR nokkrum dögum hóf fyrir- ta'kið Gerðaröst hf. að sjóða niður þorskalifur en aðeins munu nú vera tvö fyrirUeki á landinu, Gerðaröst hf. og Lifrarsamlag Vestmannaeyja, sem vinna afurðir á þennan hátt úr lifur. Helztu kaupendur þessarar vöru eru Bandaríkjamenn og Kan- adamenn auk Rússa, Tékka og ann- arra austantjaldsþjóða. Að sögn Harry Jóhannessonar, verksmiðjustjóra og niðursuðu- fræðings, eru nú unnar 12—15 þúsund dósir á dag og er áætlað að sjóða niður lifur út aprílmánuð. Hráefnið er fengið um öll Suður- nesin. I vor er ætlunin að söðla um og fara út í rækjuniðursuðu og pillun og nota Eldeyjarrækjuna fram í september/október. Síðan verður hafin vinnsla á lifur strax eftir áramótin en hvað verður gert í nóvember og desember er óráðið, en ætlunin er að þróa aðrar vöru- tegundir þannig að um heilsárs- vinnu verði að ræða hjá fyrirtæk- inu. Það er ekkert nýnæmi að þorskalifur sé soðin niður í Garð- inum. Árið 1972 starfaði Fiskiðjan í sama húsnæði og Gerðaröst er nú og var þá við niðursuðu á þorskalifur en síðast mun hafa verið soðið niður 1977. Þá var það Jóhannes Arason, niðursuðufræð- ingur, sem setti upp vinnslulfnu niðursuðunnar en hann hannaði einnig búnað Gerðarastar hf. Mikill áróður er nú fyrir lýsis- neyslu vegna ágætis þess gegn hjartasjúkdómum. Það er þvi ekki úr vegi að láta fylgja í lokin hvernig Tékkar borða þessa niður- SSIÍÍ __________ Úr vinnslusal Gerðarastar hf. Verksmiðjustjórinn, Harry Jóhannesson, hugar að hráefninu meðal starfsstúlknanna. MorgunblaðíA/ArBÓr. soðnu lifur. Þeir rista sér brauð, nota olíuna af lifrinni i stað smjörs, smyrja lifrinni eins og kæfu á brauðið. Siðan setja þeir fínsaxaðan lauk eftir smekk ofan á og loks nokkra sítrónudropa eða sítrónusneið ofan á allt saman. Telja þeir þetta hinn bezta forrétt. Um 20 manns vinna hjá Gerða- röst hf. Framkvæmdastjóri er Gunnar Skaftason. Arnór FLUGLEIDIR AUGLÝSA FLUG OG BÍLL Þér verða allir vegir færir þegar þú hefur tryggt Flug og bíl hjá Flugleiðum! Flugogbíll frákr. 9.372.- Enginn aukakostnaður nema bensinid og flugvallarskatturinn Ef þú kýst að ferðast á eigin vegu Flugleiðir sjá um að bílaleiguþill bíði þínum erlendis. Fluglelðlr gefa þér ferðast í bílaleigubíl frá 8 borgum i Flug og bíll er ódýr ferðakostur í að neðan eru dæmi um einstaklingsverð, 4 séu saman um bíl í viku. Innlfalið er: km-gjald, söluskattur og kaskótrygging: Clasgow - frá kr. 9.S72.- Luxemborg - frá kr. 10.154,- kaupmannahöfn - frá kr. 11.625 - Afsláttur fyrtr börn er á blllnu 4.100 tll 6.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.