Morgunblaðið - 14.03.1984, Page 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984
e IM3 Unlvirtll Pf.il Svnjllol*
„ HjónaJaccrwL þý&ir a%> qefa, oq iaMa-
\jofba- Kokur'nar þlnar, s\jo þú* 6kaLt þvo upp!
Ast er ...
... að kyssa hana undir
mistilícininum.
TM Rag. U.S. Pat. 00,—all righls reserved
* 1983*-0S Angeles Times Syndicate
Þú hefur auðvitað verið bú-
inn að eyða helmingnum af
kaupinu í getraunaseðlana!
Snjallt? — Ég bara skellti
gasi í hann!
Kristnir ofsóttir
Til Velvakanda.
„Þessar tvær myndir sem ég
sendi þér, Velvakandi góður, og
óska að þú birtir fyrir lesendur
þína, rakst ég á í tímaritinu Ljós í
austri, sem ég er áskrifandi að.
Eins og lesendur muna kannski
eftir hef ég áður vitnað í það blað
hér í Velvakanda. Þessar tvær
myndir sína okkur hvernig tilver-
an getur verið fyrir móðurina.
Lilija Bachmann með börnin, sem
eru nú án föðurumhyggjunnar,
þar sem faðirinn var handtekinn
fyrir trú sína 1982 og bíður eftir
því að verða látinn laus þann 4.
júlí í ár. Á neðri myndinni sjáum
við föðurinn, Gustav Bachmann,
við innganginn á dómsalnum er
hann var dæmdur til tveggja ára
fangelsis fyrir trúarbrögð sín.
Báðar þessar myndir minna okkur
á það að það er ekki neitt sjálfsagt
að fjölskyldur fái að lifa
hamingjusamlega saman í veröld
okkar. En um leið minnir það
okkur líka á það að þeir, sem eiga
þeirri gæfu að fagna og að búa
saman sameiginlegu fjölskyldulífi
mega gleðjast yfir því að vera
þakklátir. Nú mega lesendur ekki
halda að ég sé með skítkast út í
Sovétríkin. Því fer fjarri. En öllu
óréttlæti hvar sem er í heiminum,
hvort sem það er í Sovétríkjunum,
Ameríku eða bara hér uppi á
okkar afskekkta landi íslandi, ber
að mótmæla og gera opinbert. Það
í Sovét
hefur hjálpað mörgum kristnum
mönnum austur í Rússía að
kristnir menn á Vesturlöndum tali
hátt um ofsóknirnar á hendur
þeim.“
Einar Ingvi Magnússon
Svör við fyrir-
spurn um sorp-
flutninga
Til Velvakanda.
„í dálkum „Velvakanda" 10. þ.m.
var fyrirspurn frá Garðari Ág-
ústssyni varðandi laust efni og
rusl, sem hrynur af bílum á götur
borgarinnar. Sérstaklega var til-
tekin leiðin upp á sorphaugana í
Gufunesi.
Engin sérstök reglugerð er til
um sorpflutninga. Hins vegar eru
bæði heilbrigðisreglugerð,
lögreglusamþykkt Reykjavíkur og
eins eru í umferðarlögum ákvæði,
sem ná yfir þetta, þannig að búa
skal svo um farm bifreiða að hann
valdi ekki óþrifnaði á götum borg-
arinnar. Lögreglumenn og eftir-
litsmenn gatnamálastjóra fylgjast
með þessu, en alltaf eru einhverjir
sem brjóta þetta og sleppa. Flokk-
ur frá hreinsunardeildinni fer
reglulega þessa umræddu leið og
hreinsar upp það sem fallið hefur
og fokið á veginn eða i nágrenni
hans.“
Ingi Ú. Magnússon,
gatnamálastjóri.
Þessir hringdu .
Kolaport
— gott nafn og
vel við hæfi
Fyrrverandi kolamokari hringdi:
— Ég hef séð að einhverjir eru
að setja út á nafngift nýju bíla-
geymslunnar við Kalkofnsveg,
Kolaportið, á dálkum Velvak-
anda að undanförnu. Mér finnst
þetta nafn hins vegar ágætt og
það er vel við hæfi. Þarna var
áður kolaport, og var kolunum
mokað þarna í poka meðan þau
voru notuð til kyndingar í hús-
um hér í borginni.
Þá langaði mig til að koma að-
eins inn á annað. Ég hlusta oft á
forystugreinar dagblaðanna í út-
varpi. Finnst mér að forystu-
greinar blaðanna hér í
höfuðstaðnum séu eins og hverj-
ir aðrir sunnudagsskólapistlar i
samanburði við blöðin úti á landi
— þeir eru svo miklu kjaftforari
þar.
Sóðaskapur
að köttum
Kona hringdi: — Það er oft
talað um að sóðaskapur sé af
, hundum hér í borginni en enginn
minnist á kettina. Það er rétt
eins og fólki sé ekki kunnugt um
að kettirnir ganga í sandkassa á
leikvöllum hér til að gera þarfir
sínar en klóra svo sandinn yfir á
eftir. Svo fara börnin að leika
sér í þessu. Mér finnst að það
ætti þegar í stað að tæma alla
sandkassa í borginni og setja í
þá nýjan sand. Síðan ætti að
breiða yfir alla sandkassa á
nóttunni þannig að kettirnir
komist ekki í þá.
Police á Lista-
hátíð
— Duran Duran
tískufyrirbrigði
Police-aðdáandi hrindi: — Ég
vil þakka fyrir góða grein, sem
birtist núna á sunnudaginn í
Morgunblaðinu um hljómsveit-
ina Police. Þá vil ég taka undir
óskir Police-aðdáenda sem skrif-
aði í Velvakanda og bað um Pol-
ice á Listahátíð. Ég hef séð að
margir biðja um Duran Duran,
sem fyrir sitt leyti er sæmileg
hljómsveit. Þó held ég að vin-
sældir þeirra félaga séu fyrst og
fremst tískufyrirbrigði og bólan
verði sprungin eftir nokkra
mánuði. Því tel ég skynsamlegra
að fengin væri hljómsveit á
Listahátíð eins og Police, sem
hefur skipað sér í traustan sess
og aflað sér fjölda áhangenda.
Police á Listahátíð — þá verður
fjör i Höllinni.