Morgunblaðið - 14.03.1984, Side 29

Morgunblaðið - 14.03.1984, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 77 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI w TIL FÖSTUDAGS ‘ÍfMUMunPK'iihi'u ir Fjalakötturinn: „Vil að þetta forljóta og leiðinlega hús verði rifiðu Kona í Austurbænum stingur upp á í Velvakanda 11. mars að leitað sé álits þeirra, sem eru á móti endurnýjun Fjalakattarins. Ég ætla að flýta mér að verða við áskoruninni. Ég vil að þetta forljóta og leið- inlega hús verðir rifið og það sem fyrst. Eins og það sé einhver menning að þessum kumbalda. Vilhjálmur Finsen skrifar í bók sinni: Alltaf á heimleið bls. 75: „Þá fóru og leiksýningar fram í „Fjalakettinum", sem Valgarður Ó. Breiðfjörð hafði látið reisa árið 1893 vestur af íbúðarhúsi sínu við Aðalstræti. Það þótti lítt vönduð bygging og hlaut hún því fijótlega þetta skopnafn.“ (Leturbr. mín.) Mín skoðun er þessi, en sjálf- sagt ekki rétthærri en annarra Reykvíkinga. Því miður var Morgunblaðshús- ið reist þar sem það nú er og er ekkert við því að gera héðan af. En ef borgin okkar getur notað það sem ráðhús er það vel. Annars vil ég að Grjótaþorpið verði jafnað við jörðu og þarna gerður lystigarður á öllu svæðinu milli Aðalstrætis og Garðastrætis. Mér finnst að það gæti verið mjög fallegt við enda Austurstrætis. Friðrik Einarsson 111 meðferð á skepnum: Um hundahald í sveitum Til Velvakanda. 9928-6008 skrifar: „Hundraðasta og ellefta með- ferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta." „Ha?“, sagði presturinn.„Hvað er nú það?“ „Það er að gleyma að gefa hund- inum.“ Á þessa leið lætur Halldór Laxness sögupersónu sína, ólaf Kárason, mæla. Ég er eiginlega al- veg hissa á öllu þessu hundatali, með og á móti, hér í bænum. Aldrei hef ég heyrt eitt kvak um hundahald í sveit, ekki einu sinni frá þessum dýravinum sem hafa svo mikla samúð með þessum vesalings skepnum, sem eru höfð innikróuð og lifa lífi sem er langt frá þeirra upprunalega eðli. Nú vill svo til að þó ég sjálf eigi ekki hund, að ég þekki fjölda fólks sem á heimilishund og í þeim til- fellum eru þessar skepnur fjöl- skylduvinir og bera þess glöggt vitni að þeim líður vel. En ég veit líka af eigin raun og afspurn um unglinga, sem orðið hafa fyrir reglulegu andlegu áfalli við að horfa upp á meðferð á hundum í sveitum — já, á fyrirmyndar bæj- um. Ég ætla að skýra frá nokkrum dæmum. Dóttir mín sem nú er 14 ára , mikill dýravinur, kom á bæ fyrir nokkrum árum (þá líklega 10—11 ára). Á bænum var lóðatík og seppi af næsta bæ kom í heim- sókn. Þegar bóndinn sá hvað verða vildi gerði hann sér lítið fyrir og sparkaði í kvið hundsins, sem valt um með hljóðum. „Ég heyri hljóð- in fyrir mér enn og gleymi þeim áreiðanlega aldrei. Þennan mann vildi ég helst aldrei sjá aftur,“ sagði barnið. Ánnað upplifði ég sjálf og var það líka á sveitabæ. Tík gaut í kjaliara húsins 8 litlum hvolpum og móðurástin leyndi sér ekki. Það liðu svo tveir dagar að hún fékk að hafa þessar litlu agnir. Þá gerðist það að bónda þótti ekki taka því að halda þessa ómaga, gerði sér lítið fyrir og stakk hverjum ein- asta í poka og beint í mógröf. Þessum degi mun ég heldur aldrei gleyma. Þá er nú sú síðasta ekki fegurst. Það var tík, sem var hvolpafull og komin að því að gjóta. Viðurværið var fyrir neðan allar hellur — það var eins og aukaatriði að hún fengi að éta og hent í hana úrgangi, nöguðum beinum og slíku. Nú líða nokkrir dagar þar til hún hverfur. Bóndi fer að hafa orð á því hvar í helv .. tíkin sé niður komin svo húsfreyja fór nú að huga að henni og finnur hana þá dauða úti i hlöðu og hvolpana liggjandi hjá henni, nagandi spen- ana á hræinu. . Ég held að margir bændur séu engir dýravinir. Dýrin eru bara í þeirra huga eitthvað til að hafa nytjar af. Aftur á móti trúi ég ekki öðru en að fólk í borgum, sem hefur dýr sér til ánægju hvort sem það eru hundar, kettir, kanínur eða fuglar, fari yfirleitt vel með þau. Ég sný ekki til baka með það að í sveitum lifa hundar á mörgum bæjum reglulegu hundalífi. Ekki veit ég hvort þeir bændur sem bera ábyrgð á þessu koma til með að lesa þetta, en ég vona það. Þó geri ég ekki ráð fyrir að þeir hrökkvi svo mikið við, en þeir eiga eftir að stíga fyrir dómara allra tíma eins og við öll.“ Byggingavörur FYRIR FOKHELT EINANGRUNARPLAST: Aliar mögulegar þykktir fáanlegar t.d.: 1"fm.kr...................... 2" fm. kr..................... 137 3" fm. kr..................... 205.40 10% magnafsláttur MILLIVEGGJAPLÖTUR UR VIKRI 5x50x50 cm . . . . fm/kr 216 7x50x50 cm . . . . fm/kr 228 9x40x40 cm . . . . fm/kr 300 9x20x40 cm . . . . fm/kr 264 ÚTVEGGJASTEINN RAUÐAMÖL ÚR 20x20x40(10 kg) .... . . . fmf/kr 780 20x20x40(16 kg) .... . . . fm/kr 840 SUPPERFOSS—GLERULL 2“ glerull..... fm/kr 57.50 3“ glerull..... fm/kr 86.20 4“ glerull..... fm/kr 115.00 GLERULL M/ÁLPAPPÍR 3,5“ 58,4x21,5 cm . fm/kr 150 6,25“ 58,4x11,95 .. fm/kr 195 RAKAÞOLNAR SPÓNA- PLÖTUR 12 mm .........124x250 4 28,75 18 mm .........123x275 647 ELDÞOLNAR SPÓNAR- 10 mm . PLÖTUR 120x260 617.50 12 mm 120x260 717 15 mm 120x260 933.50 18 mm MÓTAPLÖTUR 120x270 828 18 mm 120x300 952 OFNAR OG PÍPULAGN- INGAREFNI Komið með teikningar og við gerum verðtilboð. MÁLNINGARTILBOÐ 5% afsláttur af kaupum yfir . 1.500 kr 10% afsláttur af kaupum yfir . 2.200 kr 15% afsláttur af kaupum yfir . 3.600kr 20% afsláttur af heilum tunnum heim keyröum. JL-GREIÐSLUKJÖR Ótrulega hagstæð JL-GREIÐSLUKJÖR. Allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar lánaðar til allt að 6 mánaða. Við bjóðum hús- byggjendum sérstaka viðskiptareikninga, þar sem mánaðarúttektin hverju sinni er gerð upp með skuldabréfi. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.