Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 Vélskipið Fengur legst að bryggju í Reykjavík í gærmorgun. Morpinbi»ai*/KEE. Fengur afhentur K-kaupmenn: íhuga aðgerð- ir vegna lakra viðskiptakjara FENGUR, skip Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands, var formlega af- hent í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Gunnar Ragnars afhenti skipið fyrir hönd framleiðenda, Slippstöðvarinn- ar á Akureyri, og Ólafur Kgilsson, formaður Þróunarsamvinnustofnun- arinnar tók við. Verkfræðiþjónustan Virkir vinn- ur um þessar mundir að því að afla sér verkefna erlendis í tengslum Hvolsvöllur: Ragnhildur óskar eftir greinargerð „ÉG HEF skrifað skólastjóranum og óskað eftir greinargerð um aðdrag- anda málsins og hvernig staðið hafi veriö að keppninni,“ sagði Ragnhildur Helgacióttir, menntamálaráðherra, þegar Mbl. spurði hana hvað liði könn- un menntamálaráðuneytisins á spum- ingakeppni um Sovétríkin á Hvols- velli. Frá því hefur verið sagt í Mbl. Ragnhildur sagðist jafnframt hafa óskað eftir eintökum af þeim gögnum, sem lögð voru fyrir nem- endur í grunnskólanum á Hvolsvelli í tengslum við þessa keppni. Hún sagðist vænta svara innan tíðar. Einnig tók til máls Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, og sagði að samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna, þá bæri þjóð- um að verja 0,7% þjóðarframleiðsl- unnar til þróunaraðstoðar. íslend- ingar hefðu aldrei náð nema Vio hluta þeirrar upphæðar fyrr en við boranir eftir jarðhita. Fyrirtæk- ið hefur áður verið með verkefni í Kenýa. Hlutverk fyrirtækisins er einkum fólgið í ráðgjafarþjónustu og miðlun þekkingar á sviði jarð- hitarannsókna. Virkir er nú að vinna að tilboðs- gerð í verkefni á Filippeyjum í samvinnu við Dani og hefur að auki verið boðið að gera tilboð í verk í Eþíópíu. Þá er er verið að vinna að tilboðsgerð í fiskiðnaðar- verkefni í Kenýa þessa dagana í samvinnu við Breta og ítali. Er það í beinu framhaldi af fyrri verkefnum Virkis í landinu. Að sögn Andrésar Svanbjörns- sonar hjá Virki eru ýmis járn í eldinum, en flest mál í biðstöðu um þessar mundir. Sagði hann lín- urnar væntanlega skýrast þegar líður á mánuðinn. Andres sagði fyrirtækið fylgjast með eins og kostur væri og reyna að komast á svonefndan „short-list“ í löndum, þar sem jarðhita er að finna. Komist fyrirtæki á þessa lista fá þau útboðsgögn send sjálfkrafa. Það væri hins vegar hægara sagt en gert, því sámkeppnin væri hörð. með byggingu þessa skips, þá hefði hlutfallið orðið Vs. Við hér á ís- landi byggjum við einhver bestu kjör sem þekktust og okkur bæri skylda til að huga að þeim sem verr væru staddir. Skipið hefur verið prófað að und- anförnu við rækjuveiðar fyrir Norðurlandi og reynst í alla staði vel. Það heldur nú til Grænhöfða- eyja til þróunaraðstoðar. Skipstjóri á Feng er Halldór Lárusson, verk- efnisstjóri Jóhannes Guðmunds- son, vélstjóri er Jens Andrésson, stýrimaður Guðmundur Kristjáns- son og matsveinn Sigurjón Gunn- arsson. Auk fslendinganna er í áhöfninni einn íbúi Grænhöfða- eyja, sem hér hefur verið undan- farin 2'/í ár, Julio Goto, sem er 2. vélstjóri. Gert er ráð fyrir að skipið fari um næstu helgi til Grænhöfða- eyja og mun áhöfnin vera þar í 6 mánuði áður en verður skipt, nema verkefnisstjórinn, Jóhannes Guð- mundsson, sem verður til ársloka 1985. Fengur verður til sýnis almenn- ingi milli klukkan 2 og 4 í dag, sunnudag. Hann liggur fyrir fram- an Hafnarhúsið í Reykjavík. „ÞAÐ ER mitt viðhorf, að þessi vara eigi að vera eins ódýr og hægt er. Samkvæmt auglýsingu fjármálaráð- herra hefur þessi ákvörðun verið tek- in og það er því spurning að fá henni breytt. Ég hef ekki valdið en ég mun leita eftir samstöðu um að fá þessu breytt,“ sagði Jón Helgason land- JÓNAS Gunnarsson, sem er í fyrir- svari fyrir K-kaupmenn, sagöi í sam- tali við Mbl. í gær að K-kaupmenn væru óánægðir með þau viðskipta- kjör sem þeir hafa hjá heildsölum. Teldu þeir þau til muna lakari en þau viðskiptakjör sem stórmarkað- irnir njóta. Jónas sagði að K-kaupmenn væru stærsti stórmarkaðurinn. Innan vébanda þeirra samtaka væru 60 til 70 verslanir víðs vegar um landið og samtökin teldu sig gera stærri innkaup hjá heildsöl- um en allir stórmarkaðirnir í Reykjavík samanlagðir. Viðskiptakjör þessara aðila væru hins vegar ekki sambærileg. K-kaupmenn hefðu nú fullan hug á að knýja fram sambærileg kjör. Hvaða ráða yrði gripið til væri ekki tímabært að ræða. Jónas kvaðst þó vilja geta þess búnaðarráðherra, er hann var spurð- ur álits á þeirri ákvörðun fjármála- ráðherra, Alberts Guðmundssonar, aö láta Mjólkurbú Flóamanna greiða söluskatt og 17% vörugjald af drykkjunum kókómjólk, Jóga og Mango-sopa. Aðspurður sagðist ráðherra ekki að viðskiptakjör smærri kaup- manna hjá heildsölum hefði þó batnað talsvert síðan samtök K-kaupmanna voru stofnuð í nóv- ember sl. en hvergi nærri nóg. Jónas sagði ennfremur að þrátt fyrir fjölgun stórmarkaða teldu smærri kaupmenn sig hafa orðið þess varir að vipskiptavinum þeirra hafi fremur fjölgað en hitt. Orsakirnar taldi sagði Jónas að menn teldu þær að fólk gerði sér ljóst að hverfabúðirnar mættu illa missa sig og svo sagði hann það sína skoðun að smærri kaupmenn veittu betri þjónustu en stórmark- aðirnir og verðlag á vörum í minni búðum væri tiltölulega sambæri- legt, væri það haft í huga að minni fjarlægðir spöruðu tíma og bensín. Sem dæmi um betri þjónustu nefndi Jónas Gunnarsson heim- sendingarþjónustu smærri versl- ana og jafnvel lánaviðskipti. vita, hvort hann næði fram breyt- ingum á þessu innan ríkisstjórnar. Þetta væri ákvörðun fjármálaráð- herra, sagði hann, og því í hans valdi, en Jón kvaðst leita leiða eftir helgi til að fá þessu hnikað. Hann var þá spurður, hvort hann myndi þá einnig reyna að fá fram niður- fellingu á sömu gjöldum á Svala, sem Sól hf. framleiðir. Hann svar- aði: „Ég tel að allt annað gildi um Svala, miðað við næringargildi, og það hefur nú verið reynt að verð- leggja vörur nokkuð út frá því sjónarmiði, að minnsta kosti er það þannig erlendis. Það er til dæmis verið að benda á hversu mjólkin er nauðsynleg vegna kalk- innihalds, sem hreinlega getur bjargað fólki frá að verða örkumla á eldri árum.“ Leiðrétting Heimilisfang Ragnheiðar Birg- isdóttur, sem fermist í Dóm- kirkjunni í dag, sunnudag, klukk- an 11, misritaðist í Mbl. í gær. Ragnheiður er til heimilis að Tjarnarbóli 8. Mbl. biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. Rallkeppni til minningar um Hafstein Hauksson í G/ER hófst rallkeppni Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur, sem haldin er í tengslum við bílasýninjr- una á Bíldshöfða. í dag leggja kepp- endur rallsins upp frá sýningunni kl. II og verður ekið til kl. rúmlega 17, en þá koma bílarnir í mark við sýn- inguna. Rallkeppni þessi er haldin til minningar um Hafstein Hauksson, sem lét lífið í rallkeppni í Englandi. Verðlaunin í keppninni eru hin veglegustu og eru gefin af Bíl- greinasambandinu, auk þess gefa Stokkfiskur hf. og Morgunblaðið sérstök verðlaun. Það verður ör- ugglega hart barist um sigurlaun- in, en líklegastir til afreka eru Birgir Bragason og Eiríkur Frið- riksson á Escort 2000, sem keypt hafa fyrrum keppnisbíl Hafsteins Haukssonar. Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson á BMW Turbo blanda sér örugglega í toppbaráttuna ásamt Ómari og Jóni Ragnarssonum á Toytoa, ís- landsmeistara ökumanna, Halldóri Ulfarssyni og Tryggva Aðal- steinssyni á Toyota og mörgum öðrum ökumönnum, sem ætla sér stóra hluti, en aldrei hefur verið útlit fyrir jafn spennandi keppni. Bílasýningin sem styrkir keppn- ina verður opin milli kl. 10 og 22 í dag. Yfir þrjátíu bikarar eru í verðlaun í Autoralli '84, sem haldið er til minn- ingar um llafstein ilauksson. Fyrr- um rallfélagi hans, Birgir Viðar Hall- dórsson, stendur við verðlaunagrip- ina. Morfunb.'aðið/bunnlaugur Verkfræðiþjónustan Virkir færir út kvíarnar: Boðið að bjóða í verk í Eþíópíu Sjö stórmeistarar í KVÖLD lýkur undankeppnr í íslandsmótinu í bridge sem fram fer á Hótel Loftleiðum, en þar keppa 24 sveitir víðs vegar af landinu. í upphafi mótsins var sjö íslenzkum stórmeisturum veitt viðurkenning fyrir þennan merka áfanga en 8. stórmeistararinn, Sævar Þorbjömsson, er við nám erlendis. Talið frá vinstri: Valur Sigurðsson, Sigurður Sverrisson, Jón Baldursson, Þórarinn Sigþórsson, Björn Theodórsson, forseti Bridgesambandsins, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Ásmundur Pálsson. Morgunbladið/KEE. Landbúnaðarráðherra um gjöld á mjólkurdrykki: „Þessi vara á að vera eins ódýr og hægt er“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.