Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 fHnrutt Útgefandi itlilfifeft hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Til þess að menn átti sig á því sem nú er að gerast innan Alþýðubandalagsins þegar meirihluti framkvæmda- nefndar verkalýðsmálaráðs flokksins ályktar á þann veg að Þjóðviljinn sé að „gera heild- arsamtökin og einstaka forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar tortryggilega með rangfærslum og óbilgjörnum árásum" er nauðynlegt að rifja það upp sem gerst hefur á vett- vangi kjaramála síðan forystu- menn Vinnuveitendasam- bandsins (VSÍ) og Alþýðu- sambandsins (ASÍ) rituðu und- ir kjarasamninga 21. febrúar síðastliðinn. Dagskipun Svavars Gests- sonar, formanns Alþýðubanda- lagsins, í Þjóðviljanum þegar samningur hafði verið gerður var á þann veg, að nauðsynlegt væri að knýja fram „ný samn- ingsúrslit". Formaðurinn lagði sem sé til atlögu við Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ, og beitti Þjóðviljanum ótæpilega í þeirri baráttu. Skömmu áður en samningar tókust hafði ver- ið efnt til aðalfundar í verka- lýðsmálaráði Alþýðubanda- lagsins og þar var Þröstur ólafsson, forstjóri Dagsbrún- ar, kjörinn formaður og í sama mund var frá því skýrt að Fylkingin hefði gengið í Al- þýðubandalagið og ákveðið að beita sér fyrir „djarfari" verka- lýðsbaráttu með Dagsbrún að vopni. Þegar dró til úrslita í kjaraviðræðum ASÍ og VSÍ byrjaði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dags- brúnar og forseti Verkamanna- sambandsins, að skerast úr leik. Síðan gerðist það að Fylk- ingarfélagar náðu yfirhöndinni á fundi Dagsbrúnar og felldu samning ASÍ og VSL Þessu fagnaði Þjóðviljinn innilega og hvatti eindregið til þess að fleiri félög færu að fordæmi Dagsbrúnar. Undirtektirnar voru dræmar og hvergi þar sem samningar voru bornir undir félagsmenn í allsherjar- atkvæðagreiðslu voru þeir felldir. Stefna hinna pólitísku forkólfa Alþýðubandalagsins og Þjóðviljans naut einskis stuðnings. Þó vildi það Dags- brún til happs að samningarnir voru felldir í Vestmannaeyjum og þar var síðan samið um að afnema skerðingu á unglinga- töxtum. Þar með ákváðu ÁSl og VSÍ að láta hið sama yfir alla ganga og Guðmundur J. Guðmundsson greip tækifærið fegins hendi til að losa Dags- brún úr einangruninni. Eins og þessi lýsing ber með sér þar sem stiklað er á því helsta sem gerðist urðu Svavar Gestsson og Þjóðviljinn undir í þessari rimmu og lýstu sig í raun sigraða með því að segja að þeir ætluðu sko að berjast gegn ríkisstjórninni með verkalýðshreyfinguna alla að vopni í september næstkom- andi og gera þar með aðra at- lögu að samningi ASÍ og VSÍ. Flokksskipulag Alþýðu- bandalagsins er eins og í kommúnistaflokkum bæði austan tjalds og vestan. Þar ráðast menn ekki beint á for- menn flokka nema ætlunin sé að gera hallarbyltingu og slík- ar byltingar eru ekki gerðar fyrir opnum tjöldum. Meiri- hluti framkvæmdanefndar verkalýðsmálaráðs flokksins með Ásmund Stefánsson í broddi fylkingar vildi á hinn bóginn ekki una hinu pólitíska ofríki og ákvað að sýna Svavari og Þjóðviljaliðinu í tvo heim- ana. Sá kostur var valinn að álykta gegn frásögnum Þjóð- viljans af kjarabaráttunni — og Þröstur Ólafsson, formaður framkvæmdanefndar, sat hjá svona til að staðfesta að álykt- unin væri í raun árás á stefnu Dagsbrúnar líka. Svavar Gestsson fer undan í flæmingi þegar um þetta mál er rætt við hann enda hefur ekki verið gerð slík atlaga að formanni stjórnmálaflokks á íslandi um langan aldur. Hið sama er ekki unnt að segja um þá Þjóðviljamenn með rit- stjóraígildið Ólaf R. Grímsson í broddi fylkingar. Ólafur reyn- ir að breyta þessari árás verka- lýðsforystunnar á flokksforyst- una í einhvers konar deilu um prentfrelsið og frjálsa blaða- mennsku sem Þjóðviljinn byrj- aði allt í einu að stunda í kjara- málum 21. febrúar 1984! Þessi fyrirsláttur Ólafs R. Grímsson- ar er gamalkunnur því að hann telur sig best geta sinnt stjórn- málastörfum hulinn blekkinga- vef. Þó getur hann ekki látið hjá líða í Morgunblaðsviðtali í fyrradag að minna Ásmund Stefánsson á hver valdið hefur. í stuttu máli er hótun Ólafs þessi: Ég gerði Ásmund að for- seta Alþýðusambandsins, und- anskilið: Ég get líka svipt hann völdum. Með samþykkt verkalýðsfor- ingja Alþýðubandalagsins hef- ur sést inn í valdakerfi flokks- ins og þar er síður en svo fag- urt um að litast, hver höndin upp á móti annarri og sending- ar ganga á milli manna. Yfir- lýsing Ólafs R. Grímssonar sýnir hvaða augum valdapóli- tíkusar Alþýðubandalagsins líta verkalýðshreyfinguna, hún er einskonar útibú frá flokkn- um þar sem mönnum er raðað í ábyrgðarstöður eins og flokks- broddunum hentar best hverju sinni. Morgunblaðið hefur oftar en einu sinni bent á það eftir að öll þessi kjararimma hófst innan Alþýðubandalags- ins að hún væri ekki í neinum tengslum við umhyggju fyrir launþegum og hag þeirra held- ur væri þarna um grimmilega valdabaráttu að ræða. Morgun- blaðið hefur vakið máls á því að líklega væri ætlunin hjá flokksbroddunum að stefna Þresti Ólafssyni gegn Ásmundi Stefánssyni á næsta þingi ASÍ. Hjáseta Þrastar og hótun Ólafs staðfesta þetta. Að því er Svavar Gestsson og stöðu hans varðar er ljóst að orð hans vega ekki þungt í kjaramálum. Forystumenn annarra flokka sem vilja vita um pólitísk viðhorf og megin- línur meðal alþýðubanda- lagsmanna innan launþega- hreyfingarinnar þurfa meira að segja ekki að snúa sér til Svavars, þeir hljóta að snúa sér til Ásmundar Stefánssonar. Valdabröltið sem Svavar Gestsson hóf 21. febrúar hefur hitt hann sjálfan fyrir, Ás- mundur ræður því sem máli skiptir. Svavar áhrifalaus MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 25 !'y ,, % % V r/L 9 .* —7» I' T ' jjŒ r ' «*P*. HU4Irf' » — ■ n iwm Wi i V fi# r J\ ^Sv j Hvar er nú fótur minn? varð Snorra Vatnsfirðingi að orði. Þeim orðum skaut upp í huga á Hótel Borg sl. sunnudag á fundi til varnar því að Fjalakötturinn yrði höggvinn af Reykjavík og sæ- ist aldrei meir. Sem augnaráð reikaði um veggi undir tölu um gömul menningarverðmæti, vöktu tregaþrungin orð Snorra Vatns- firðings upp nýja spurningu. Hvar eru nú freskurnar fallegu, er eitt sinn prýddu hér veggi, fyrstu og sennilega einu ekta freskumálverkin á landinu ’með hinni fornu tækni? Þessi ævin- týralegu dýr og fígúrur með teygðu hálsana sem heilluðu á barnaböllunum á Borginni? Full- veldisárið 1930 hafði ekkert verið til sparað að íslendingar mættu taka með reisn á móti gestum á nýbyggðu glæsihóteli og m.a. fenginn frá Danmörku listmálari með kunnáttu í þeirri fornu list veggmálverkanna, sem láta liti ganga inn í vegginn svo þeir ekki flagni af í aldir. Hvar eru þær nú? Faldar undir þykku lagi af máln- ingu og veggfóðri og öðrum tískufyrirbrigðum, sem komið hafa og farið síðan á stríðasárun- um. Þá urðu ljósmálaðir sléttir veggir það eina brúklega í híbýl- um. Allir drifu í að negla tex yfir veggfóður og viðarþiljur til að geta málað það eins og steinvegg- ina. Siðan hefur hverju laginu af öðru verið bætt innan í húsin, alltaf þótt það allra fallegasta í hvert sinn. Hvernig allt breytist eftir stundarsmekk má sjá í híbýla- blaðinu Bonytt. Þar eru myndir af setustofum venjulegra borgara á árinu 1905, um 1930 er funkis- stíllinn tók við af Jungend-stíin- um, 1950 er skandinavísku teak- húsgögnin ruddu öllu öðru burt, 1970 með leðursófum og myndum í römmum og 1984 með videogræj- um og hornsófum. Á hverju tíma- bili hefur obbanum af fóíki hér í velferðar- og bruðlsamfélögum Norður-Evrópu fundist að öllu þyrfti að henda út og taka upp nýjasta smekkinn, sem vitanlega tæki öllu öðru fram sem á undan var komið. Burt með það! Hugurinn skipti frá freskunum horfnu að umræðuefni ræðu- manns — Grjótaþorpinu svonefnda. Ef jafn skjótt gengi nú að laga hús og hverfi að nýjum tískustefnum og innanstokksmuni í stofum, hvernig væri þar þá um- horfs? Maður lærir víst ekki nema af annarra mistökum, lifir ein- faldlega ekki nógu lengi til að gera þau öll sjálfur. Lítum um öxl. Ég sé brekkuna undir Grjóta- þorpinu fyrir mér skv. hugmynd- um Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara um 1928 með þungum, háum steinsteypuhúsum eins og þau þóttu þá fínust í stórborgum Evrópu, þétt röð af Reykjavíkur- apótekum, svo sólargeisli næði vart niður á götuna. Ég sé fyrir mér Grjótaþorp Sigurðar Guð- mundssonar arkitekts með risa- ráðhúsi og frímúrarahöll og hugmyndirnar frá 1937 um að demba stóru virðulegu þjóðminja- safni þar niður. Ég sé fyrir mér tillögu hvers arkitektsins af öðr- um með ummerkjum síns tíma og stíl þess skóla sem þeir komu úr, Þórs Sandholts, Harðar Bjarna- sonar, bandarískra arkitekta, sem ætluðu að leggja Grjótaþorpið undir massíft risahótel. Allar í nákvæmlega þeim anda sem á þeirri stundu þótti einn brúklegur í heiminum. Fylgja tískustefnu síns tíma. Ég lít á þessar hug- myndir frá sjónarhóli nútíma- mannsins á því herrans ári 1984 og það fer hrollur um mig. Ætli fari ekki líka hrollur um konukind á árinu 2000, þegar hún lítur til baka til dálætis okkar tíma á 7. og 8. áratugnum á ferköntuðum steinsteyptum og oft lekum stein- byggingum. Heila borg af þeim, af því við erum svo óskaplega dugleg að byggja. Að sjálfsögðu eiga þær sinn stað og sinn tíma. En ætli afkom- endur okkar yrðu nokkuð þakklát- ir þeim, sem sjálfskipaðir hefðu tekið að sér að hafa vit fyrir þeim og setja, .í góðri meiningu, sinn hrokafulla svip á alla borgina eins og hún leggur sig. Látið allt sem á undan er komið víkja. Hver kyn- slóð heldur alltaf að hún geti breytt öllu í sína mynd, en jafnoft kemur líka í ljós að ein kynslóð hefur ekki bolmagn til þess. Hún er dáin og hennar mynd með henni áður en hún getur breytt heilli borg. En hún getur skilið eftir hverfi og kaun í hinum hér og þar, svo sem eins og ljótu brunagaflana um alla gömlu Reykjavík, minnismerki þess sem gera átti 1927. Grjótaþorpið er upphaf Reykja- víkur í hnotskurn, að vísu lemstr- að svolítið í tímans rás. Engin höfuðborg á enn jafn mikið af uppruna sínum, sem flestar Evr- ópuborgir öfunda okkur af. Við framhlið hverfisins í Aðalstræti risu upp verslanir og meiri háttar híbýli kaupmanna með einu elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti 8 og bakhúsinu við númer 4. í brekkunni á bakvið bjuggu um sig tómthúsmenn og iðnaðarmenn, sbr. Mjóstræti 4 og steinbæinn Garðastræti 11A. Norðurhlið þorpsins snýr að sjó og þar mót- aðist atvinnusaga bæjarins með pakkhúsunum við Vesturgötu 3 og skemmunum bak við Aðalstræti 2, þar sem verslað hefur verið frá upphafi. í Grjótaþorpi eru líka minjar um upphaf steinsteypu- aldar í góðu eintaki á Túngötu 8 og um bæ úr höggnu grjóti í Grjótagötu 11A. Og segja má að fyrsta fjölbýlishúsið sé í Mjó- stræti 10. Þarna er hluti af menn- ingarsögu okkar með fyrsta barnaskólanum, visi að fyrsta iðnskóla, listsýningunum fyrstu, fyrsta leikhúsinu og fyrsta kvikmyndahúsinu í Fjalakettin- um o.s.frv. Ætli afkomendurnir yrðu hrifnir af því að við þurrkuð- um þetta allt út og skiluðum há- um nútímakössum einum áfram til þeirra? Það verður að vísu ekki gert héðan af, því verið er að gera upp mörg húsin í hverfinu. Reykjavíkurborg er núna að gera upp hús Stefáns Eiríkssonar í Grjótagötu 4, trú því verkefni undanfarinna 15 ára að varðveita og halda við sinum gömlu húsum. Á þá að lemstra þá mynd? Höf- um við ekki i svip efni á að geyma eitt elsta húsið í borginni og mið- punkt menningarlífsins í þessari gömlu arfleifð? Gallinn er bara sá að í þessu efni er ekki hægt að fara að dæmi hagfræðinganna um efnahagsmálin þegar þau eru komin í klúður. Segja afsakið, þetta gerðist bara af því að þetta og hitt fór ekki eftir og við sáum þetta ekki nógu skýrt, nú byrjum við bara upp á nýtt. Það verður aldrei byrjað upp á nýtt ef við, þessi kynslóð, missum Fjalakött- inn út úr mynd fyrstu Reykjavík- ur eins og Snorri missti sinn fót. Peningar, þeir eru vitanlega af- leitur vandi, einkum þegar maður á þá ekki. En illa getum við leyst stórmálin ef eitt hús verður ofviða öllu liðinu, ríki, borg og al- menningi. „Amma mundi segja: Það ert þú sjálfur það ertu og annað ekki, sagði ég“ skrifar Halldór Laxness í Brekkukotsannál. „Þar skjöplast kerlingunni, svarar Garðar Hólm. Það sem maður er sjálfur, það er það eina sem maður er ekki. Það sem aðrir halda að maður sé, það er maður." Fisklöndun úr Otto Wathne á Seyðisfirði í mars 1984. (Ljósm. Snorri Snorrason). K.B. Andersen Af eðlilegum ástæðum hafa margir danskir stjórnmálamenn orðið þjóðfrægir á Islandi og notið hér virðingar og vinsælda meðal annars fyrir afskipti af íslenskum málefnum. í þeim hópi er og verð- ur K.B. Andersen, fyrrum menntamálaráðherra og utanrík- isráðherra Dana, sem andaðist nú fyrir skömmu eins og minnst var í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag. Vegna þess hvílíkur vinur íslands er genginn með þessum drenglundaða, vingjarn- lega og glaðlynda stjórnmála- manni skal hans einnig getið af góðu einu hér á þessum stað. Rit- stjórar Morgunblaðsins þakka honum vinsemd í garð blaðsins sem er einstök meðal erlendra stjórnmálamanna. K.B. Andersen var einlægur vin- ur íslendinga og málafylgjumaður fyrir íslenskan málstað þegar mikið lá við eins og til dæmis bæði í handritamálinu og landhelgis- málinu. í síðasta stóra blaðavið- talinu við hann sem birtist í BerL ingske Tidende um mánuði fyrir andlátið taldi K.B. Andersen það með hinu ánægjulegasta á ferli sínum að hafa fengið að vera staddur hér í Reykjavík 1971 þeg- ar fyrstu íslensku handritin komu hingað til lands með dönsku herskipi. Allt fram til síðustu stundar barðist K.B. Andersen fyrir fram- gangi þeirra mála sem hann bar fyrir brjósti, eitt þeirra var sam- starf vestrænna ríkja í varnar- og öryggismálum. Undanfarin miss- eri hafa orðið nokkrar deilur um afstöðuna til varnarstefnu Atl- antshafsbandalagsins innan flokks K.B. Andersen, danska jafnaðarmannaflokksins. Sama uppdráttarsýki gerði vart við sig þar eftir að flokkurinn lenti í stjórnarandstöðu og í bræðra- flokkum hans í Noregi og Vestur- Þýskalandi. En í þessum löndum öllum hafa virtir og gamalreyndir jafnaðarmenn risið gegn fráviki flokkanna frá þeirri stefnu sem þeir fylgdu á meðan þeir sátu í ríkisstjórn. K.B. Andersen gagn- rýndi harðlega allan tvískinnung í afstöðunni til Atlantshafsbanda- lagsins og varaði eindregið við stefnubreytingu hjá flokki sínum. Er ekki að efa að jafnaðar- mönnum í Danmörku hefði vegnað betur í þingkosningunum nú I byrjun ársins hefðu þeir borið gæfu til að fylgja ráðum K.B. Andersen. Bitlaus stefna Fyrir því er söguleg reynsla hér á landi að hvorki Alþýðuflokki né Framsóknarflokki hefur vegnað vel í kosningum eftir að þeir hafa verið tvístígandi í varnar- og ör- yggismálum þjóðarinnar. Er auð- velt að benda á kosningaúrslit þessu til sönnunar, því að hér á landi hafa átök um stefnuna í þessum málum ráðið meiru um það hvernig menn skipast í stjórn- málafylkingar en í flestum öðrum aðildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins. Bæði innan Alþýðuflokks og Framsóknarflokks eru öfl sem telja að það sé flokkunum til framdráttar að veiða atkvæði á sömu miðum og Alþýðubandalagið og vegna þeirrar trúar að menn velji Alþýðubandalagið út af varn- arleysisstefnu þess hafa kratar og framsóknarmenn stundum hallað sér töluvert til vinstri i þessum málum. Eftir fimm ára setu ráð- herra Alþýðubandalagsins f ríkis- stjórn án þess að um nokkra breytingu væri að ræða á stefnu landsins í öryggismálum hefur komið í ljós að forystusveit flokks- ins tekur ráðherrastólana fram yfir brottför hersins og þar með er stefna flokksins orðin bitlaus að þessu leyti. Af vanmætti Alþýðubandalags- ins og röklausri stefnu þess í utan- ríkismálum hefur leitt að tals- menn varnarleysis innan Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks eru áhrifaminni en oft áður. Nú þegar vandi Tímans, málgagns Fram- sóknarflokksins, er til umræðu er einkennilegt að hvergi skuli hafa verið vakið máls á þvf opinberlega af framsóknarmönnum að líklega megi rekja dvínandi vinsældir blaðsins á síðari árum að verulegu leyti til þeirrar stefnu í öryggis- og varnarmálum sem Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, fylgir. Hún er þannig hönnuð að Þórarinn geti alitaf dottið í fang Alþýðubanda- lagsins sé það talið henta. Má segja að það sé mikil list að hafa getað skrifað þannig í málgagn flokks sem styður aðild Islands að NATO og dvöl varnarliðsins en eins og allir vita nýtur ekki öll list hylli almennings. Áhugi Finna Næstu daga verður frú Vigdís Finnabogadóttir, forseti íslands, í opinberri heimsókn í Finnlandi. Ber að fagna því tækifæri sem gefst til að treysta tengsl Finna og íslendinga enn frekar af þessu til- efni. Ef að líkum lætur mun för forseta vekja verulega athygli og fylgja henni góðar óskir. Vegna heimsóknarinnar buðu Finnar íslenskum blaðamönnum til sín og hafa frásagnir þeirra þegar birst meðal annars hér í Morgunblaðinu. Á þessu stigi er of snemmt að segja hvern ávöxt för þeirra ber. Jafnframt hafa finnsk- ir fjölmiðlar sent fréttamenn hingað til iands til að afla fanga, meðal annars frá finnska sjón- varpinu. Öllum slíkum áhuga ber að fagna. Það vakti hins vegar athygli bréfritara þegar hann ræddi við fréttamann finnska ríkissjón- varpsins að honum þótti það merkilegast á íslandi sem snerti samskipti okkar og Bandaríkja- manna og leitaði svara einkum um hernaðarlega hlið þeirra sam- skipta, ekki síst að því er kjarn- orkuvopn varðar, en eins og kunn- ugt er finnast þau ekki hér frekar en annars staðar á Norðurlöndum. Að sjálfsögðu var sérhverri spurn- ingu svarað og leitast við að rök- styðja hana eftir mætti án þess að draga nokkuð undan. Hins vegar var bréfritara hugsað til þess þeg- ar hann sat undir stífri yfir- heyrslu um samskipti Islands og Bandaríkjanna og komst að sjálf- sögðu ekki hjá því að láta í ljós álit sitt á hernaðarstefnu Sovét- ríkjanna, hvort finnska sjónvarpið gæti sent það allt út á öldum Ijósvakans vegna sérstaks sam- bands Finnlands og Sovétríkj- anna. Og einnig hlýtur íslenskur blaðamaður að velta því fyrir sér hvers vegna starfsbræður héðan sem nú eru í Finnlandi sem endra- nær einskorði ekki allt við sam- skipti Sovétmanna og Finna og spyrji ráðamenn í þaula um póli- tíska og hernaðaríega hlið þess máls en sleppi öðru. Vonandi fá Finnar ekki þá mynd af frú Vigdísi Finnbogadótt- ur fyrir tilstilli finnskra fjölmiðla og íslenskra herstöðvaandstæð- inga að þar fari forseti bandarísks kjarnorkuvirkis. Fáir eru við- kvæmari fyrir stöðu sinni út á við vegna samskipta við risaveldi en Finnar og þeir velja jafnan þann kost að segja helst ekki neitt um tengsl sín við Sovétríkin. Kannski búast þeir við að Islendingar bregðist eins við þegar þeir eru spurðir um Bandaríkin? Fréttaflód milli landa Yfirlýsingar íslenskra stjórn- málamanna eru sjaldan fréttaefni á síðum heimsblaðanna. Nýjasta dæmið um áhuga sænska ríkis- sjónvarpsins á ráðherra hér á landi er að rekja til hunds fjár- málaráðherra. Álmennt þurfa ís- lenskir stjórnmálamenn ekki að hafa það í huga þegar þeir láta í ljós viðhorf sín að þau veki heims- athygli. Öðru gegnir um forystu- menn stórþjóðanna. Orð þeirra fljúga heimshorna á milli fyrr en varir. Láti Ronald Reagan, Banda- ríkjaforseti, tvíræð orð falla í smábæ í einhverjum afkima Bandarikjanna kunna þau að vera orðin deiluefni í London, París, Bonn, Kaupmannahöfn, Osló og Reykjavík fáeinum klukkustund- um síðar. Stjórnmálamenn utan Bandaríkjanna eru miskunnar- laust kallaðir til ábyrgðar fyrir ummæli Bandaríkjaforseta, um- mæli sem þeir bera alls enga ábyrgð á og vildu helst að aldrei hefðu fallið. Lýsi þessir sömu stjórnmálamenn því hins vegar afdráttarláust yfir að þeir telji forsetann hafa hlaupið á sig má sjá flennistórar fyrirsagnir um yf- irvofandi upplausn Atlantshafs- bandalagsins á forsíðum blað- anna. Þessi leikur er óhjákvæmilegur á fjölmiðla- og upplýsingaöld og ekki unnt að stemma stigu við honum nema með einhvers konar ritskoðun jafnt á stjórnmálamenn og fjölmiðla. Menn þurfa ekki að fara annað en austur fyrir járn- tjald til að sjá til hvers slíkur ófögnuður leiðir. Áhugi finnska sjónvarpsfrétta- mannsins á kjarnorkuvopnum og varnarsamstarfi Islendinga og Bandaríkjanna á ekki uppruna sinn í því sem er að gerast hér á landi heldur ber að rekja hann til óvarlegra ummæla talsmanna Reagan-stjórnarinnar skömmu eftir að þeir settust í há embætti sín og áður en þeir áttuðu sig á því að lagt var út af vanhugsuðum orðum þeirra um víða veröld. Þá telur sjónvarpsfréttamaðurinn greinilega ekkert fréttnæmt frá Islandi nema það sem tengja má áróðursstríðinu um Evrópueld- flaugarnar, þótt varnarhagsmunir Islands krefjist þess síður en svo að hér á landi sé komið fyrir kjarnorkuvopnum. Óskiljanleg mál Flestum íslendingum finnst lík- lega annað eiga erindi til finnskra sjónvarpsáhorfenda í tilefni af för frú Vigdísar Finnbogadóttur, for- seta Islands, þangað en þau mál sem hér hafa verið gerð að um- ræðuefni. Þó mundi engum ís- lenskum ráðamanni detta það í hug sem tíðkanlegt er í Finnlandi að jafnvel forseti lýðsveldisins beiti sér gagnvart ritstjórum blaða og reyni að hafa áhrif á hvernig þeir segja frá málefnum er snerta alþjóðamál og samskipti við önnur ríki. Stefnu tslands í varnar- og ör- yggismálum er auðvelt að skýra fyrir útlendingum. Hún hefur ver- ið rökrétt innan sinna marka og í henni felst ekki ögrun við nokkra þjóð. Mörg önnur mál er erfiðara að útskýra þegar rætt er við út- lendinga. Þeim er til dæmis flest- um ógjörningur að setja sig í þau spor að búa við um 150% verð- bólgu og geta náð henni niður fyrir 20% á fáeinum mánuðum án alvarlegri afleiðinga en raun ber vitni. Sum mál sem til umræðu eru hér á landi eru alveg óskiljanleg fyrir annarra þjóða menn. Éitt af þeim er hundahald í Reykjavík sem hefur verið bannað en þó við- gengist eftirlitslaust. Er fagnað- arefni að Davíð Oddsson, borgar- stjóri, skuli nú hafa beitt sér fyrir því að á þessu máli verði tekið í því skyni í fyrsta lagi að koma á einhverri reglu og í öðru lagi að borgarbúar sjálfir fái að segja álit sitt í atkvæðagreiðslu. Annað mál þessu skylt er bannið á sölu áfengs öls á íslandi. Helsta leiðin til að úrskýra það hefur verið sú að bjórinn hafi gleymst þegar áfeng- isbann var afnumið. Nú hefur bjórmálið hins vegar orðið flóknara en áður. I fyrsta lagi er unnt að kaupa einhvers konar bjórlíki í veitingahúsum á Islandi, í öðru lagi er selt brugg- efni í landinu og í þriðja lagi mega menn kaupa 24 flöskur af íslensku, áfengu öli í ríkisverslun svo fram- arlega sem þeir eru að koma beint frá útlöndum þegar kaupin eru gerð! I Færeyjum og Grænlandi, næstu nágrannalöndum okkar, hafa verið settar reglur um það hvaða skilyrði menn verða að upp- fylla til að geta keypt áfengi og miðast þær við viðunandi skulda- stöðu við skattayfirvöld eða eitthvað álíka. Hér á landi hefur hins vegar verið mótuð sú regla að vilji menn kaupa áfengt öl af ís- lenska ríkinu, jafnt íslenskt sem erlent, verði þeir fyrst að fara að minnsta kosti til Færeyja eða Grænlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.