Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.04.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 Hjónaminning: Laugheiður Jónsdóttir og Steinþór Oddsson Þann 31. mars lést í sjúkrahúsi Landspítalans, Hátúni 10, eftir langa legu, Laugheiður Jónsdóttir. Hún fæddist 29. desember 1897, dóttir hjónanna Kristínar Árna- dóttur og Jóns Guðlaugssonar. Hún giftist Steinþóri Oddssyni 24. júní 1920. Hann lést þann 26. febrúar 1982. Þau eignuðust 5 börn, sem öll eru busett í Reykja- vík og Mosfellssveit. Það er margs að minnast á kveðjustund og ekki síður að þakka, því sú sem þetta ritar hefur alltaf verið tekin sem ein af þeirra börnum, en móðir mín og Heiða voru systur og mjög kært með þeim alla tíð. Þau hjón bjuggu fyrstu árin í Kleppsholtinu sem þá var kallað. Þaðan eru mínar fyrstu minn- ingar af heimsóknum til þeirra. Það var oft þröngt í búi hjá mörg- um á þessum árum en alltaf var hægt að bæta einum munni við hjá Heiðu og Steinþóri ef svo bar undir. Síðan bjuggu þau í mörg ár í Jónshúsi á Grímsstaðaholti. Þar sannaðist eins og oft áður að þar sem hjartarúm er þar er alltaf nóg húsrúm. Hjá þeim bjuggum við móðir mín í tvö ár, þar sem mikil húsnæðisvandræði voru í kring um 1940. Það var því oft þröngt setinn bekkurinn í Jónshúsi á þessum árum. En oft var glatt á hjalla og oft var tekið lagið, því Heiða hafði yndislega söngrödd og lék þá undir á orgelið sitt, hvort sem átti að syngja eða dansa. Aldrei fannst mér jólin vera kom- in fyrr en búið var að koma saman og syngja jólasálma hjá þeim. Svo þegar farið var að byggja núverandi byggð á þessu svæði urðu gömlu húsin að hverfa, þar á meðal Jónshús. Þá fluttu Heiða og Steinþór til Ingigerðar dóttur sinnar og manns hennar, Sigur- bergs Þórarinssonar, Langagerði 106, Reykjavík. Þar hafa þau notið ástúðar og umhyggju þar til yfir lauk. Nú eru þau saman á ný, þessi elskulegu hjón, ásamt öllum hin- um sem á undan hafa farið. Guð blessi minningu þeirra. Hjartans kveðjur og þakkir fyrir allar sam- verustundirnar. Stella. Slippstöðin á Akureyri: Breytir Siglfirðingi í frystitogara Akureyri, 3. apríl. SIGLFIRÐINGUR kemur hingað í stöðina til okkar þann 10. apríl og við munum breyta skipinu í frysti- togara," sagði Gunnar Ragnars, for- stjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, þegar Mbl. spurðist fyrir um vænt- anleg verkefni stöðvarinnar. „Þá má geta þess að ákveðin er stór klössun á Ljósafossi Eim- skipafélagsins hér hjá okkur eftir páska, en annars er allt fremur óljóst með verkefni stöðvarinnar og lítið hægt að segja að svo stöddu," sagði Gunnar einnig. Siglfirðingur er um 400 tonna skip og verður breytingum á skipnu hagað á sama hátt og gert var við Akureyrina á sínum tíma hjá Slippstöðinni að öðru leyti en því að ekki verður sett karfaflök- unarvél í skipið. Kostnaður við breytingarnar er áætlaður 16—18 millj. kr. og er áætlaður tími í breytingarnar átta til tíu vikur. G. Berg. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um i ÍE S.HELGASON HF ISTEINSMKUA ■ a<a«MuvEGf 4s sfMt ree?? SÝNXJM í DAG SEGLBÁTA: DELTA 25, FORMULA ONE, SWIFT 18 OG TOPPER. SEGLBRETTI 5 TEGUNDIR SIGLINGABÚNAÐ, bæði til siglinga á bátum og seglbrettum. 5 gerdir seglbretta, búningar 2 tegundir, bæði blaut- og þurrbúningar. Ennfremur allar gerðir siglingabúninga. Delta 25, er þaulhugsaður bátur fyrir þá sem hugsa sór siglingar með fjölskyldu og/eða vinum. Báturinn hentar til styttri ferða, þar sem góð svefnaðstaða er í bátnum, eldavél og annað sem til þarf til ferðalaga. Jafnframt er báturinn lipur til keppnisþátttöku, enda með forgjöf 108 (IOR). Allur búnaður er mjög traustur. Litlu vélarhúsi er haganlega fyrir komið, utan tengsla við íbúð. Formula ONE, er bátur fullhugans, léttur og lipur, en stöðugur þótt tjaldad sé miklum seglum. KRISTJAN ÓLI HJALTASON IÐNBUÐ2. 210 GARÐABÆ SÍMI 46488 Swift er 18 feta skúta. Tveim skútum er mikið siglt hér við stór-Reykjavík. f Swift 18 er góð svefnaðstaða, eldavél og þægilegt rými ef gist er yfir nótt. í bátinn er hægt að setja innanborð- svél, lyftikjölur er í hverjum bát, seglbúnaður er byggður á þann hátt að létt er að breyta seglum, t.d. með rúllurifun á fokku. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Faöir okkar og tengdafaöir, KRISTINN FRIÐRIKSSON, Eikjuvogi 1, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu, þriöjudaginn 10. apríl, kl 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Erna Kristinsdóttir, Guðlaugur Helgason, Einar Kristinsson, Ólöf Októsdóttir, Sigríöur Kristinsdóttir, Hilmar Ragnarsson. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, BJÖRGVINS BENEDIKTSSONAR, prentara, Skeiöarvogi 121, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 11. apríl kl. 13.30. Guöný Sigríöur Siguröardóttir, Benedikt Björgvinsson, Erna Gísladóttir, Siguröur Björgvinsson, Jenný Jóhannsdóttir, Björgvin Rúnar Björgvinsson, Kristjana Jacobsen og barnabörn. + Faðir okkar og fósturfaöir, ÞORGEIR P. EYJÓLFSSON, Lokastíg 24 A, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 10. apríl kl. 15.00. Guörún Þorgeirsdóttir, Erna Þorgeirsdóttir, Runólfur Ó. Þorgeirsson, Ólafur G. Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.